Fleiri fréttir

Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna

Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum.

Kósovóar óánægðir með ákæruna

Íbúar í Kósóvó eru ósáttir við Stríðsglæpadómstólinn eftir að forseti landsins var ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Frestar eigin brúð­kaupi enn á ný

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að hún hafi aftur þurft að fresta fyrirhuguðu brúðkaupi sínu og unnustans Bo Tengberg.

Nefna höfuðstöðvar NASA eftir Mary W. Jackson

Jackson hóf störf hjá National Advisory Committy for Aeronautics árið 1951. Þeirri stofnun var svo breytt í NASA árið 1958. Hún vann lengi vel í teymi þeldökkra stærðfræðinga sem voru kallaða mennsku tölvurnar.

Eiffel-turninn opnaður á ný

Eiffel-turninn í París hefur verið lokaður í rúma þrjá mánuði vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Barr vinnur sigur í máli Flynn og samþykkir að mæta fyrir dómsmálanefnd

Bandarískur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í gær að dómarinn í máli ríkisins gegn Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, mætti ekki skoða af hverju Dómsmálaráðuneytið hefði ákveðið að fella málið gegn Flynn niður, jafnvel þó Flynn hafi tvívegis játað brot sitt.

John­son full­yrti að ekkert land væri með smitrakningarapp sem virkar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, hefur verið nokkuð harðlega gagnrýndyr eftir að hann fullyrti að aðgerðir breskra stjórnvalda til að auðvelda rakningu á kórónuveirusmitum gengju vel, og að ekkert land hefði enn komið á fót smitrakningarappi sem virkar.

Metfjöldi nýsmitaðra á Indlandi

Yfirvöld Indlands opinberuðu í dag að 16 þúsund nýsmitaðir af Covid-19 hafi greinst þar í landi og hefur sú tala aldrei verið hærri. Her Indlands hefur verið kallaður til til að byggja sjúkrahús í Nýju Delí, höfuðborg Indlands.

Tvö myrt í Stafangri í nótt

Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa orðið tveimur að bana, manni og konu, í Stafangri í Noregi í nótt.

Varð hræddur og skráði húsið á sig

Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar.

Barr sagður hafa gefið óviðeigandi skipanir með Trump í huga

Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag.

Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu

Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga.

Hörð viður­lög við að skemma styttur

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur látið hafa eftir sér að allir þeir sem gerast sekir um að eyðileggja eða vinna skemmdir á styttum skuli handteknir og eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi.

Bannar útgáfu nýrra atvinnuleyfa til erlendra aðila

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur bannað útgáfu nýrra atvinnuleyfa og meinað hundruðum þúsund erlendra borgara að sækja um atvinnu í Bandaríkjunum. Banninu er ætlað að standa yfir til loka ársins og er áætlað að það muni hafa áhrif á um 525 þúsund manns.

Sendu bæklingablöðrur til Norður-Kóreu í nótt

Hópur fólks sem flúið hefur frá Norður-Kóreu sendi í nótt blöðrur hlaðnar áróðursbæklingum gegn einræðisstjórn Kim Jong Un yfir landamæri Norður og Suður-Kóreu, þvert á vilja yfirvalda beggja ríkja.

Steve Bing fannst látinn

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Steve Bing er látinn, 55 ára að aldri. Bing var einnig þekktur fyrir að vera fyrrverandi kærasti og barnsfaðir bresku fyrirsætunnar og leikkonunnar Elizabeth Hurley.

Vučić herðir tökin

Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar.

Sjö skotnir og fimm urðu fyrir bílum í samkvæmi

Minnst tveir eru dánir og sjö særðir eftir skotárás í Charlotte í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í nótt. Auk þeirra sjö sem eru særðir eru fimm slasaðir eftir að ekið var á þau.

Gaf í skyn róttækar aðgerðir gegn hryðjuverkum

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að grípa þyrfti til róttækra aðgerða gegn hryðjuverkum í landinu í kjölfar árásar í borginni Reading í Bretlandi á laugardagskvöld.

Tólf urðu fyrir skoti í Minneapolis

Ellefu eru særðir og einn lést eftir skotárás sem var framin í bandarísku borginni Minneapolis skömmu eftir miðnætti að staðartíma.

Á­rásar­maðurinn nafn­greindur

Karlmaðurinn sem var handtekinn eftir hnífstunguárásina í Forbury Gardens og er grunaður um að hafa banað þremur heitir Khairi Saadallah.

Sjá næstu 50 fréttir