Fleiri fréttir

Biður Twitter um að fjarlægja morðsamsærisóra Trump

Ekkill starfsmanns bandarísks fyrrverandi þingmanns sem Donald Trump forseta er í nöp við hefur beðið forstjóra Twitter um að fjarlægja tíst forsetans með samsæriskenningum um dauða konu sinnar. Trump forseti hefur ítrekað slengt fram rakalausum samsæriskenningum sem ýja að því að fyrrverandi þingmaðurinn hafi myrt konuna.

Tegnell ítrekað hótað lífláti

Lögregla í Svíþjóð reynir nú að hafa uppi á þeim sem hafa hótað sóttvarnalækni landsins, en í skilaboðum segir að hópur manna hafi sammælst um að ráðst gegn Tegnell og fjölskyldu hans.

Manntjónið á Bretlandi nálgast verstu spár stjórnvalda

Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima.

Ekki benda á mig, segir forsetinn

Þrátt fyrir að Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hafi barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra, segir hann sökina vera þeirra og sömuleiðis sé fyrrverandi heilbrigðisráðherra landsins og fjölmiðlum um að kenna.

Geimskot Virgin Orbit misheppnaðist

Starfsmönnum fyrirtækisins Virgin Orbit, sem er í eigu auðjöfursins Richard Branson, mistókst í gærkvöldi að skjóta eldflaug út í geim.

Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu

Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 

Dæmdur morðingi gæti náð kjöri sem forseti

Sitjandi forseti Suður-Ameríkulandsins Súrínam gæti náð endurkjöri í kosningum sem fara fram í dag þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í fyrra. Áfrýjun í máli hans verður tekin fyrir í næsta mánuði.

Segja póstatkvæði brjóta á rétti kjósenda og höfða mál gegn Kaliforníu

Þrenn samtök Repúblikana, og þar á meðal Landsnefnd Repúblikanaflokksins, hafa höfðað mál gegn Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Tilefni málaferlanna er að hann hefur gefið út þá tilskipun að kjörseðlar verði sendir til allra skráða kjósenda í ríkinu í kosningunum í nóvember.

Var í beinni þegar jarð­skjálftinn reið yfir

Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands var í sjónvarpsviðtali í beinni útsendingu í Wellington, höfuðborg landsins, þegar jarðskjálfti að stærð 5,8 reið yfir nærri borginni.

Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong

Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni.

Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum

Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi.

Ætla sér að prófa nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni

Rannsakendur við Oxford-háskóla á Bretlandi ætla sér að prufa nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni á tíu þúsund manns til þess að komast að því hvort efnið virki. Nú þegar hafa þúsund sjálfboðaliðar fengið sprautu.

„Þau voru ekki bara nöfn á lista“

New York Times birtir í dag lista yfir þúsund einstaklinga sem hafa látist af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum á forsíðu blaðsins. Heildarfjöldi látinna í landinu nálgast hundrað þúsund.

Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag

Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum.

97 létust í flugslysinu

Í það minnsta 97 létust þegar pakistönsk farþegaþota brotlenti í íbúðarhverfi í borginni Karachi í gær. Flugriti vélarinnar er fundinn og munu flugmálayfirvöld rannsaka slysið.

Sjá næstu 50 fréttir