Fleiri fréttir

Óháðir eftirlitsmenn í sigtinu hjá Trump

Innri endurskoðandi sem átti að hafa eftirlit með hvernig bandaríska alríkisstjórnin ver billjóna dollara björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins varð í gær annar óháði eftirlitsaðilinn sem Donald Trump forseti rekur á einni viku. Forsetinn ýjaði að því að þriðji innri endurskoðandinn léti stjórnast af „pólitík“

Bernie Sanders hættir framboði sínu

Bernie Sanders hefur ákveðið að hætta þátttöku sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember.

Segja ríkjunum að bjarga sér en leggja hald á neyðarbúnað þeirra

Þrátt fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi sagt að hvert ríki fyrir sig og sjúkrahús þurfi að verða sér sjálf út um eigin hlífðarbúnað og aðrar nauðsynlegar birgðir, hefur alríkisstjórn Trump verið að leggja hald á fjölda birgðasendinga til ríkja og sjúkrahúsa.

ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi

Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 

Borgin Wu­han opnuð á ný

Kínverska borgin Wuhan, þar sem heimsfaraldur kórónuveiru á upptök sín, var opnuð á ný í dag eftir að hafa verið lokað í tæpa þrjá mánuði.

Segir Bandaríkin íhuga að stöðva greiðslur til WHO

Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að frysta greiðslur sínar til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) vegna þess sem forseti Bandaríkjanna telur vera „kínverska slagsíðu“ í starfsemi stofnunarinnar.

Yfir 10.000 látnir í Frakklandi

Fjöldi látinna vegna kórónuveirufaraldursins tók stökk í Frakklandi í dag þegar tilkynnt var um andlát 1417 sjúklinga.

Vill að Danmörk opni hraðar

Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, er ósáttur við það hvernig eftirmenn hans í ríkisstjórn landsins ætla sér að aflétta takmörkunum í landinu vegna kórónuveirunnar.

WHO efins um grímuskyldu

Æ fleiri ríki og borgir skylda nú íbúa til að bera andlitsgrímur vegna faraldursins. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er efins um ágæti þess.

731 létust á einum degi í New York

Gagnrýni á viðbrögð New York-ríkis við kórónuveirufaraldrinum hefur aukist eftir að metfjöldi lést á einum degi í ríkinu.

Johnson í stöðugu ástandi

Tilkynnt var í dag að 786 hafi dáið vegna veirunnar á milli daga í Bretlandi og er það mikil aukning frá því á mánudaginn, þegar 439 höfðu dáið.

Parísarbúum bannað að skokka á daginn

Íbúum Parísar hefur verið meinað að stunda líkamsrækt utandyra á milli tíu og sjö á daginn. Þessar hertu reglur taka gildi á morgun en Frakkland er meðal þeirra landa í heiminum þar sem flestir hafa látið lífið vegna nýju kórónuveirunnar, eða 8,911.

Leið­togar senda Boris John­son góða strauma

Stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa brugðist við fréttunum af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið fluttur á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins þar sem hann nýtur aðhlynningar vegna Covid-19.

Hæstiréttur Wisconsin hafnaði frestun forvals Demókrata

Forval Demókrataflokksins í Wisconsin-ríki fyrir forsetakosningarnar í nóvember mun fara fram á morgun, þrátt fyrir tilraunir ríkisstjóra og frambjóðanda til þess að því frestað vegna kórónuveirunnar. AP greinir frá.

Boris Johnson fluttur á gjörgæslu

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu. Boris greindist á dögunum með kórónuveiruna.

Óttast meiriháttar faraldur í búðum farandverkamanna

Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost.

Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni

Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans.

Dauðsföllum fækkar á Spáni fjórða daginn í röð

Vonir standa til þess að kórónuveirufaraldurinn hafi náð hámarki sínu á Spáni eftir að nýjum dauðsföllum fækkaði þar fjórða daginn í röð. Spánn glímir nú við flest tilfelli kórónuveiru í Evrópu og hafa ríflega þrettán þúsund manns látið lífið í faraldrinum.

Austurríki býr sig undir að slaka á aðgerðum

Leyft verður að opna verslanir í Austurríki í næstu viku þegar byrjað verður að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Hægst hefur á útbreiðslunni í Austurríki og telja stjórnvöld nú tímabært að létta á samkomubanni þar.

Johnson enn við stjórnvölinn þrátt fyrir sjúkrahúsleguna

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, stýrir enn ríkisstjórninni þrátt fyrir að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna COVID-19-veikinda í gærkvöldi, að sögn innanríkisráðherra Bretlands. Dominic Raab, utanríkisráðherra, stýrir ríkisstjórnarfundum í fjarveru Johnson.

Sjá næstu 50 fréttir