Fleiri fréttir

Tólf daga þolraun í óbyggðum Ástralíu á enda

Björgunarsveitir í Ástralíu björguðu um helgina konu sem hafði verið týnd í óbyggðum Ástralíu í hátt í tvær vikur. Konan lifði af með því að borða kex og drekka vatn úr nærliggjandi vatnsbóli. Ferðafélagar hennar eru enn týndir.

Mæta aftur fyrir dómara í hádeginu

Dómstóll í Namibíu mun í hádeginu að íslenskum tíma taka fyrir beiðni sexmenninganna sem handteknir hafa verið í landinu grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið.

Kvikmyndahús rýmt vegna þvags

Rýma þurfti kvikmyndahús í Washington-fylki í Bandaríkjunum eftir að starfsmenn þess tóku við sendingu af mannaþvagi. Sendingin rataði í kvikmyndahúsið fyrir mistök.

Forsætisráðherra Möltu segir af sér í skugga morðmáls

Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, mun láta af embætti á nýju ári. Kallað hefur verið eftir uppsögn hans í kjölfar morðs á maltneskri blaðakonu árið 2017. Einstaklingar með sterkt tengsl inn í ríkisstjórn Muscat eru grunaðir um aðild að morðinu.

Kveiktu í líki konunnar eftir hóp­nauðgun

Fjórir menn játuðu í gær á sig að hafa hópnauðgað og myrt 27 ára gamla konu í suðurhluta Indlands. Brennt lík hennar fannst undir brú í Hyderabad, höfuðborg indverska fylkisins Andhra Pradesh, og eru mennirnir taldir hafa kveikt í líki hennar.

Níu létust í flugslysi í Suður-Dakóta

Níu létu lífið í flugslysi í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum í gær, þar á meðal flugmaður vélarinnar og tvö börn. Hinir þrír farþegar vélarinnar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og eru talin í lífshættu.

Saxast á yfirburði SWAPO í skugga Samherjamálsins

Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu.

Forseti Súrínam fundinn sekur um morð

Desi Bouterse, forseti Súrínam, hefur verið fundinn sekur um morð af dómstól þar í landi, vegna aftaka á 15 pólitískum andstæðingum sem hann fyrirskipaði árið 1982, í kjölfar valdaránstilraunar. Hann var dæmdur í 20 ára fangelsi, en líklegt er talið að hann muni áfrýja dómnum.

Leita enn árásarmannsins í Hollandi

Leit hollensku lögreglunnar að árásarmanninum sem stakk þrjú ungmenni með hníf í gær stendur enn yfir. Ekki er enn vitað hvað lá að baki árásinni.

Heilaskemmdir fylgi offitu hjá unglingum

Ný rannsókn bendir til að bólgur sem geta myndast í heila of feitra unglinga geti valdið skemmdum þar. Offitan hafi einnig áhrif á hormónabúskap þeirra. Hlutfall bandarískra barna og ungmenna í yfirvigt í örum vexti.

Tveir látnir eftir árásina í London

Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum.

Einn skotinn af lögreglu eftir hnífaárás í London

Nokkur fjöldi fólks er talinn hafa slasast eftir hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni um klukkan tvö í dag. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna málsins og hefur að minnsta kosti einn verið skotinn í tengslum við árásirnar.

Trump fór í óvænta heimsókn til Afganistan

Bandarískir hermenn sem fagna þakkagjörðarhátíðinni á Bagram herstöðinni í Afganistan fengu óvæntan gest Bandaríkjaforseti sjálfur, Donald Trump, heiðraði herliðið með nærveru sinni.

Sólveig segir björgunarstarf í Albaníu ganga vel

Björgunarstarf í Albaníu gengur vel þrátt fyrir eftirskjálfta. Íslendingur sem stýrir hjálparstarfi segir þó sífellt ólíklegra að fólk finnist á lífi. 40 andlát hafa nú verið staðfest eftir að 6,4 stiga jarðskjálfti reið yfir aðfaranótt þriðjudagsins.

Sjá næstu 50 fréttir