Fleiri fréttir

Greindi loks frá dauða mót­mælenda

Ríkisútvarpið í Íran sagði í morgun loks frá því að öryggisveitir hafi skotið mótmælendur til bana í landinu síðustu vikurnar.

Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák.

Guterres ósáttur við aðgerðaleysi sumra ríkja

Fulltrúar nærri 200 ríkja eru mættir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Madríd í dag. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði viðbrögðin við loftslagsvánni hafa valdið sér vonbrigðum.

Tólf daga þolraun í óbyggðum Ástralíu á enda

Björgunarsveitir í Ástralíu björguðu um helgina konu sem hafði verið týnd í óbyggðum Ástralíu í hátt í tvær vikur. Konan lifði af með því að borða kex og drekka vatn úr nærliggjandi vatnsbóli. Ferðafélagar hennar eru enn týndir.

Mæta aftur fyrir dómara í hádeginu

Dómstóll í Namibíu mun í hádeginu að íslenskum tíma taka fyrir beiðni sexmenninganna sem handteknir hafa verið í landinu grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið.

Kvikmyndahús rýmt vegna þvags

Rýma þurfti kvikmyndahús í Washington-fylki í Bandaríkjunum eftir að starfsmenn þess tóku við sendingu af mannaþvagi. Sendingin rataði í kvikmyndahúsið fyrir mistök.

Forsætisráðherra Möltu segir af sér í skugga morðmáls

Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, mun láta af embætti á nýju ári. Kallað hefur verið eftir uppsögn hans í kjölfar morðs á maltneskri blaðakonu árið 2017. Einstaklingar með sterkt tengsl inn í ríkisstjórn Muscat eru grunaðir um aðild að morðinu.

Kveiktu í líki konunnar eftir hóp­nauðgun

Fjórir menn játuðu í gær á sig að hafa hópnauðgað og myrt 27 ára gamla konu í suðurhluta Indlands. Brennt lík hennar fannst undir brú í Hyderabad, höfuðborg indverska fylkisins Andhra Pradesh, og eru mennirnir taldir hafa kveikt í líki hennar.

Níu létust í flugslysi í Suður-Dakóta

Níu létu lífið í flugslysi í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum í gær, þar á meðal flugmaður vélarinnar og tvö börn. Hinir þrír farþegar vélarinnar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og eru talin í lífshættu.

Saxast á yfirburði SWAPO í skugga Samherjamálsins

Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu.

Sjá næstu 50 fréttir