Fleiri fréttir

Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu

Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir að frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn.

Ís­lensk fjöl­skylda missti al­eiguna í bruna í Noregi

Sigurður Aðalgeirsson, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær Sóley Rós, 6 ára, og Bryndís Lena, 4 ára, misstu allar eigur sínar í bruna þegar eldur kviknaði á heimili þeirra í Hallingby í Noregi í gær.

Gulvestungar mótmæltu í París í dag

Mótmælt var í Frakklandi í dag og voru mótmælendur í gulum vestum áberandi. Spenna hefur verið í landinu síðustu daga vegna ætlunar Emmanuels Macron, Frakklandsforseta og yfirvalda þar í landi, að breyta lífeyrislögum.

Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum

Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi.

Elon Musk sýknaður í Pedo guy-málinu

Milljarðamæringurinn Elon Musk var í dag sýknaður í meiðyrðamáli sem breski hellakafarinn Vernon Unsworth háði gegn honum vegna ummæla Musk um Unsworth á Twitter.

Skotárás í flotastöð í Flórída

Tveir létu lífið og nokkrir særðust í skotárás í herstöð bandaríska flughersins í bænum Pensacola í Flórída í Bandaríkjunum á þriðja tímanum í dag.

Dauðsföllum vegna mislinga fer fjölgandi

Rúmlega 140 þúsund manns dóu vegna mislinga í fyrra. Það er umtalsverð hlutfallsleg hækkun á milli ára en flestir hinna látnu voru börn undir fimm ára aldri.

Eldur og táragas í Frakklandi

Milljónir lögðu niður störf í Frakklandi í dag. Verkfallið lamaði almenningssamgöngur og skólastarf. Ekki er útlit fyrir að öldurnar lægi næstu daga.

Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrot

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði um að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot.

Kafarinn segir ummæli Musk um hann ígildi lífstíðardóms

Vernon Unswoth, kafarinn sem milljarðamæringurinn Elon Musk kallaði barnaníðing (e. Pedo guy), segir að tíst Musk þess efnis hafi verið niðurlægjandi. Hann vill fá skaðabætur fyrir meiðyrði í sinn garð frá Musk vegna málsins.

Skaut tvo til bana í Pearl Harbor

Bandarískur sjóliði skaut í nótt tvo til bana áður en hann svipti sig lífi á flotastöðinni í Pearl Harbor á Hawaii.

Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump

Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar.

Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf

Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag.

Sakar Tru­deau um að vera tvö­faldan í roðinu

Myndband sem sýnir Boris Johnson, Justin Trudeau, Mark Rutte og Emmanuel Macron gera grín á kostnað Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum í dag.

Sjá næstu 50 fréttir