Fleiri fréttir

Segjast hafa fellt tvo íslamska víga­menn

Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt.

Hong Kong á barmi upplausnar

Lögreglan í Hong Kong segir borgina á barmi upplausnar eftir fimm mánaða mótmæli. Mótmælendur saka lögreglu um ofbeldi og krefjast lýðræðisumbóta.

Sameinast um að mynda stjórn

Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu.

Kveikti í sjálfum sér vegna bágrar fjárhagsstöðu

Hópur nemenda mótmælti á götum franskra borga vegna stöðu ungs fólks í landinu. Mótmælin voru í því skyni að sýna samstöðu með 22 ára manni sem reyndi að fremja sjálfsvíg á föstudag.

Clinton gagnrýndi stjórn Johnsons

Hillary Clinton gagnrýndi bresk stjórnvöld harðlega í dag og sagði til skammar að skýrsla um áhrif Rússa á breskar kosningar hafi ekki verið birt.

Evo Morales segir lífi sínu ógnað

Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi.

Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig

Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt.

Eld­flaugum skotið á Ísrael

Eldflaugum var í morgun skotið á Ísrael frá Gasa-svæðinu eftir að Ísraelar réðu háttsettann leiðtoga íslamistasamtaka af dögum.

Ekkert lát á mót­mælunum í Hong Kong

Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður.

Morales fær hæli í Mexíkó

Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag.

Stjórnvöld í Mjanmar ­kærð fyrir þjóðar­morð

Stjórnvöld í Mjanmar voru í dag sökuð um þjóðarmorð fyrir Alþjóðadómstóli Sameinuðu þjóðanna vegna aðför landsins gegn minnihlutahópi Róhingja. Lögmenn biðluðu til dómstólsins til að fyrirskipa það að gripið yrði til aðgerða til að stöðva þjóðarmorðin eins og skot.

Stór jarðskjálfti í Suður-Frakklandi

Jarðskjálfti að stærð 5,4 reið yfir á Suður-Frakklandi í morgun. Jarðskjálftinn takmarkaðist við stórt svæði á milli borganna Lyon og Montelimar sem eru í um 150 kílómetra fjarlægð hvor frá annarri.

Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX

Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir.

Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum

Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf.

Tillerson og Kelly reyndu að fá Haley til að „bjarga landinu“

Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir tvo háttsetta meðlimi ríkisstjórnar Donald Trump, forseta, hafa reynt að fá sig í lið með þeim með því markmiði að „bjarga landinu“. Þeir hafi grafið undan forsetanum og hunsað hann.

Evo Morales segir af sér

Evo Morales hefur sagt af sér sem forseti Bólivíu. Frá þessu greinir La Razon í Bólivíu.

Sjá næstu 50 fréttir