Fleiri fréttir

Bill de Blasio gefst upp í baráttunni

Bill de Blasio, borgarstjóri New York, er hættur í forvali Demókrataflokksins til forsetakosninga vestanhafs á næsta ári. Þetta tilkynnti hann nú fyrir á skömmu en framboð hans hefur ekki gengið vel og hefur hann mælst með lítið sem ekkert fylgi.

Trump kynntar mögulegar árásir gegn Íran í dag

Trump skipaði hernum að skipuleggja möguleg viðbrögð við árás á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, sem stödd er í Sádi-Arabíu, en Bandaríkjamenn og Sádar saka yfirvöld Íran um að hafa komið að árásinni.

Loforð Trump sagt tengjast Úkraínu

Loforðið varð til þess að starfsmaður einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna, sem starfaði innan Hvíta hússins, tilkynnti atvikið og hefur það leitt til mikilla deila á milli þingmanna og Joseph Maguire, starfandi yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna, sem neitar að afhenda þinginu upplýsingar um kvörtun starfsmannsins.

Þingkosningar á Spáni í nóvember

Spánverjar standa frammi fyrir fjórðu þingkosningunum á jafnmörgum árum eftir að Pedro Sanchez, forsætisráðherra og formaður Sósíalistaflokksins, tókst ekki að koma saman þingmeirihluta fyrir nýja ríkisstjórn.

Hóta árásum á víxl

Spennan á milli Írans og Bandaríkjanna heldur áfram að aukast. Utanríkisráðherra Írans hótar stríði, geri Bandaríkjamenn eða Sádi-Arabar árás.

„Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran

Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði.

Stjórnarmyndun í Ísrael verður erfið

Báðir stóru flokkarnir töpuðu fylgi í kosningum í Ísrael á þriðjudag. Helsta fyrirstaða stjórnarmyndunar virðist vera forsætisráðherrann sjálfur. Avigdor Lieberman, leiðtogi sigurflokksins Yisrael Beitenu, hefur alla ásana á hendi.

Hægri stjórn sest að völdum í Færeyjum

Færeyingar hafa fengið nýja landsstjórn, hægri stjórn undir forystu Bárðar á Steig Nielsen, sem er nýr lögmaður Færeyja. Af sjö ráðherrum er aðeins ein kona.

Samþykktu að veita Bretum enn meiri frest

Nú þegar hefur útgöngu Breta verið frestað tvisvar sinnum áður og mun sú þriðja einungis standa breskum stjórnvöldum til boða að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael

Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31.

Tíðablóð í auglýsingum í góðu lagi í Ástralíu

Opinber nefnd sem tekur kvartanir vegna auglýsinga í sjónvarpi í Ástralíu til skoðunar, segir fyrirtækið Asaleco Care, sem framleiðir dömubindi, ekki hafa brotið gegn reglum með því að sýna tíðablóð í sjónvarpi í fyrsta sinn.

Maoríar loka á kaftein Cook

Bæjaryfirvöld í Mangonui hafa bannað endurgerð skipsins Endeavour að koma í höfn í tilefni þess að 250 ár eru síðan skipherrann James Cook sigldi fyrstur Evrópumanna í kringum Nýja-Sjáland.

Sjá næstu 50 fréttir