Fleiri fréttir

Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum

Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum.

Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna

Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna.

Danir pirraðir eftir að Trump hætti við

Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta.

Átta ára stal bíl foreldra sinna og ók á ofsahraða

Átta ára gamall þýskur drengur í þýska sambandsríkinu Norðurrín-Vestfalíu sem hafði yfirgefið heimili sitt í bænum Soest skömmu eftir miðnætti fannst 45 mínútum síðar á A44 þjóðveginum (Bundesautobahn 44) í nágrenni Dortmund.

Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump

Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar.

Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte

Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins.

Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega

Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu.

Lög­reglu­manni sagt upp vegna dauða Erics Garner

James O'Neill, lögreglustjóri New York borgar, tók í dag ákvörðun um að segja lögreglumanni upp störfum en hann var einn þeirra lögreglumanna sem áttu hlut í að verða svörtum manni að bana 2014 á Staten Island.

Mikil sorg ríkir í Afganistan

Gríðarleg sorg ríkir í Kabúl eftir að 63 voru myrt í sprengjuárás á brúðkaup í afgönsku höfuðborginni. Forsetinn segir árásina skepnuskap og þótt ISIS beri ábyrgð geti talibanar ekki sagst alsaklausir.

Aftur skorið á samskiptin

Stjórnvöld á Indlandi drógu ákvörðun sína um að heimila síma- og internetnotkun í ýmsum hverfum borgarinnar Srinagar í indverska hluta Kasmír til baka í gær. Þá var útgöngubann sett aftur á sömuleiðis. Þetta hafði Reuters eftir heimildarmönnum á svæðinu en tugir höfðu særst fyrr um daginn í átökum lögreglu og íbúa.

Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans.

Sjá næstu 50 fréttir