Fleiri fréttir

27 ung­lingar á flótta fengu að fara í land á Ítalíu

Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, samþykkti á laugardag að hleypa 27 fylgdarlausum unglingum í land á Ítalíu en þeir höfðu verið fastir um borð í björgunarskipinu Open Arms undan ströndum Ítalíu í meira en 16 daga.

Enn kviknar skógareldur á Kanarí

Álag hefur aukist á slökkviliðsmenn á Kanarí-eyjum eftir að þriðji skógareldurinn á rúmri viku á kviknaði á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria.

Ásökunum um kynferðisofbeldi á bandarískum fósturheimilum fer fjölgandi

Ásökunum um kynferðislega misnotkun og annað ofbeldi gegn börnum sem tekin hafa verið frá foreldrum sínum við komu til Bandaríkjanna fer fjölgandi. Lögmaður sem hefur farið fyrir nokkrum fjölskyldum sem höfða nú mál á hendur bandaríska ríkinu segir málsóknir vegna slíkra mála koma til með að verða fleiri en þær eru nú.

Þaulsætni kanslarinn

Angela Merkel sækir Ísland heim sem gestur fundar norrænna forsætisráðherra. Hefur setið lengur en nær allir Þýskalandskanslarar og getið sér gott orð.

Níddist á brotnum stúlkum

Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér.

Slétt sama um lykilorðin

Fjórðungur notenda Password Checkup frá Google skipti ekki um lykilorð eftir að hafa verið tilkynnt um að því hefði verið stolið. Líklegri til að endurnýta stolin lykilorð á nýja aðganga en að velja nýtt.

Foreldrar Noru krefjast svara

Nora verður lögð til hinstu hvílu nálægt heimahögum sínum og fjölskyldu, sem búsett er að mestu í Frakklandi og á Írlandi.

Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af

Ástralar komu í veg fyrir að fjallað væri um stöðvun kolavinnslu í sameiginlegri yfirlýsingu fundar Kyrrahafsríkja. Aðstoðarforsætisráðherra sagðist á meðan pirraður á ríkjum sem vildu stöðva iðnað í Ástralíu svo þau mættu komast af.

Ísraelar snúa við ákvörðun um aðra þingkonuna

Rashida Tlaib, bandarísk þingkona demókrata, fær að heimsækja Ísrael svo hún geti hitt ættingja sína í Palestínu. Ísraelar ætla enn að banna annarri bandarískri þingkonu að koma til landsins.

Einn látinn í óveðri í Japan

Einn er látinn eftir að stormurinn Krosa náði landi í Japan í gær. Þá hafa 49 til viðbótar slasast vegna áhrifa óveðursins.

Heræfing nærri Hong Kong

Hundruð kínverskra herlögreglumanna settu á svið heræfingu á íþróttaleikvangi í tækniborginni Shenzhen í gær, skammt frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong.

Sameining eða þjóðarmorð

Forsætisráðherrar Indlands og Pakistans báru hvor út sinn boðskapinn um hina eldfimu stöðu sem er uppi í indverska hluta Kasmírhéraðs. Svæðið hefur verið svipt sjálfstjórn og íbúar búa við útgöngubann, net- og símaleysi.

Tvífari Ross í Friends kominn í steininn

Hinn 36 ára gamli Írani, Abdulah Husseini, var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi í Bretlandi fyrir þjófnað og fyrir að hafa villt á sér heimildir. Hann vann sér það helst til frægðar að vera afskaplega líkur leikaranum David Schwimmer

Epstein með nokkur beinbrot í hálsi

Sérfræðingar segja Washington Post að beinbrotin geti átt sér stað þegar fólk hengir sig en séu algengari þegar það er kyrkt.

Fékk máva í hreyflana

Tuttugu og þrír farþegar rússneskrar farþegaþotu eru slasaðir eftir að vélin flaug inn í fuglasverm og þurfti að nauðlenda á engi nærri Moskvu.

Trudeau braut siðareglur

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, braut siðareglur þegar hann reyndi að hafa áhrif á dómsmálaráðherra Kanada í tengslum við rannsókn á meintu misferli SNC-Lavalin, eins stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtæki heims.

Sjá næstu 50 fréttir