Fleiri fréttir

Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd

Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta.

Trump segir að öllum árásum verði svarað af fullum krafti

Forseti Írans segir Bandaríkjaforseta stríða við þroskahömlun eftir tilkynningu um nýjar þvinganir. Sá bandaríski segir yfirlýsinguna móðgandi og segir að hverri árás á bandarískt skotmark verði svarað af fullum krafti, í sumum tilfellum af gjöreyðingarmætti.

Forstjóri tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna segir af sér eftir gagnrýni vegna aðbúnaðar flóttabarna

John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga.

Illinois lögleiðir kannabis

J. B. Pritzker, ríkisstjóri Illinois í Bandaríkjunum, stóð í dag við eitt af hans fyrirferðamestu kosningaloforðum þegar hann staðfesti lögleiðingu kannabis í ríkinu. Með nýrri löggjöf varð ríkið ellefta ríki Bandaríkjanna til að taka skrefið og lögleiða neysluskammta af kannabis.

Samfélagsmiðlalygar raktar til Rússlands

Falsreikningar deildu uppspuna um morðtilræði gegn Boris Johnson og að Írski lýðveldisherinn hefði átt þátt í taugaeitursárásinni á rússneskan njósnara á Englandi.

Vilja að hætt sé við framsal

Lögmenn Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, biðluðu í gær til Davids Lametti, dómsmálaráðherra Kanada, um að meðferð á framsalsbeiðni Bandaríkjanna á hendur Meng yrði hætt. Þetta sagði í fréttatilkynningu lögmannanna.

Sameinuðust um að bjórsvelta nýnasista

Áfengisbann var lagt á hátíð nýnasista í Austur-Þýskalandi um helgina. Bæjarbúar keyptu upp bjórbirgðir stórmarkaða til halda þeim frá hátíðargestunum.

Metanfundur vekur vonir um líf á Mars

Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu.

„Ekki vera heigull, Boris“

Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag.

Öflugur jarðskjálfti í Indónesíu

Byggingar voru m.a. rýmdar í borginni Darwin á norðausturströnd Ástralíu, sem er í um 700 kílómetra fjarlægð frá skjálftamiðjunni.

Mikil fólksfækkun í Evrópu til 2100

Lækkandi fæðingartíðni í Evrópu þýðir mikla fólksfækkun fyrir aldarlok. Hærri meðalaldur innan álfunnar gæti reynst erfið áskorun. Heilt yfir fjölgar jarðarbúum í tæpa ellefu milljarða árið 2100.

Enn bætist í frambjóðendaflóru Demókrataflokksins

Enn hefur bæst í hóp þeirra demókrata sem gefa kost á sér til þess að verða forsetaefni flokksins í forsetakosningnum sem fara fram í nóvember á næsta ári, nú eru frambjóðendurnir orðnir 25.

„Refu­gees Got Talent“ haldið í fyrsta skipti í Sikil­ey

Unglingsskáld frá Nígeríu, reggí söngvari frá Síerra Leóne og Kólumbískur dansari voru meðal þeirra sem kepptu í hæfileikakeppni í Sikiley nú um helgina á viðburði, skipulögðum af Sameinuðu Þjóðunum, sem stefnir að því að endurskapa hugmyndir okkar um flóttafólk.

Að­dáandi Hitlers bað dómara um miskunn

Maður sem ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda, sem mótmæltu fjöldafundi hvítra þjóðernissinna, í Charlottesville í Virginíu fyrir tveimur árum og drap einn einstakling ásamt því að særa fleiri, hefur beðið dómara að sýna sér miskunn og gefa sér styttri fangelsisvist en lífstíðardóm.

Sjá næstu 50 fréttir