Fleiri fréttir

Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi

Stuðningur á þingi og í stjórnmálasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæðagreiðslu.

Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa

Bandaríkin birtu myndband og segja tundurdufl hafa hæft olíuflutningaskip á Ómanflóa. Forstjóri skipafélagsins segir það ómögulegt. Írönum kennt um en þarlend stjórnvöld neita alfarið sök. Áhyggjum lýst af aukinni spennu.

Ekkert bólar á stórum áheitum til Notre Dame

Ekkert fjármagn hefur enn skilað sér frá þeim frönsku auðmönnum og fyrirtækjum sem hétu því að leggja háar fjárhæðir til uppbyggingar dómkirkjunnar Notre Dame í París eftir stórbrunann 15. apríl síðastliðinn.

Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks

Samtök sem leita að börnum fólks sem var drepið í tíð herforingjastjórnarinnar í Argentínu hefur tekist að bera kennsl á son andófsfólks sem var látið hverfa árið 1977.

Leiðtogi umdeilds sértrúarsafnaðar látinn

Söfnuður Anne Hamilton-Byrnes, Fjölskyldan, á sér myrka sögu. Söfnuðurinn hefur meðal annars verið sakaður um að svelta, fangelsa og berja börn, auk þess að hafa séð þeim fyrir fíkniefnum.

Sigurinn ekki unninn hjá Johnson

Rúmlega þriðjungur þingmanna Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með Boris Johnson í fyrstu umferð leiðtogakjörs flokksins í gær. Fékk meira en tvöfaldan atkvæðafjölda næstefsta manns. Einu konurnar duttu úr leik. Johnson getur þó ekki fagnað sigri strax.

Jessica Biel: „Ég er ekki á móti bólusetningum“

Bandaríska leikkonan Jessica Biel áréttar skoðanir sínar á bólusetningum í færslu á Instagram-síðu sinni í dag eftir að hafa verið gagnrýnd fyrir að taka þátt í baráttu lögmannsins Robert F. Kennedy yngri gegn bólusetningafrumvarpi í Kaliforníu.

„Ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“

Kristinn segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki komið honum á óvart að innanríkisráðherrann hefði skrifað undir framsalsbeiðnina. Í gangi sé „ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“.

Sækist ekki eftir samningslausri útgöngu Breta

Þótt Boris Johnson ætli ekki að sækjast sérstaklega eftir því að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings þegar þar að kemur er nauðsynlegt að halda þeim möguleika opnum.

Fjögurra mánaða réttarhöld á enda og dómur væntanlegur

Eftir fjögurra mánaða réttarhöld liggja örlög leiðtoga katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar nú í höndum hæstaréttardómara. Áratugalangra fangelsisdóma krafist. Spurningin um ofbeldi reynst helsti ásteytingarsteinninn í réttarhöldunum. Dóms að vænta á næstu mánuðum, síðla sumars eða í haust.

Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi

Útbreiðsla veirunnar heldur áfram að aukst þrátt fyrir að meira en átta mánuðir séu liðnir frá því að fyrsta smitið greindist. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, í faraldrinum sem dró á tólfta þúsund manns til bana í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016.

Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu

Mótmælendur kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar vegna handtöku rannsóknarblaðamanns sem lögreglan virðist hafa komið sök á.

Umdeildu lagafrumvarpi mótmælt í Hong Kong

Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína.

Sjá næstu 50 fréttir