Fleiri fréttir

Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn

Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að.

Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga?

Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás.

Segir Heard hafa málað á sig marblettina

Bandaríski leikarinn Johnny Depp þvertekur fyrir að hafa beitt Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu sína, líkamlegu ofbeldi. Þvert á móti hafi það verið hún sem beitti hann ofbeldi.

Hækkun sjávarmáls gæti orðið tvöfalt meiri

Hundruð milljónir manna gætu misst heimili sín á láglendum svæðum á þessari öld vegna hækkunar yfirborðs sjávar dragi menn ekki hratt úr losun á gróðurhúsalofttegundum.

Tímamótaborgarstjóri í Chicago

Tímamót urðu í stjórnmálasögu Chicago, þriðju stærstu borg Bandaríkjanna, í gær þegar Demókratinn Lori Lightfoot sór embættiseið borgarstjóra.

Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump

Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti.

Kom 400 stúdentum rækilega á óvart

Bandaríski milljarðamæringurinn Robert F. Smith kom útskriftarárganginum við Morehouse-háskólann í Bandaríkjunum heldur betur á óvart í gær. Í útskriftarræðu sem hann hélt við útskriftina lofaði hann því að greiða niður námslán allra nemenda í árganginum að fullu.

Leggja fram formlega beiðni um handtöku

Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks.

Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran

Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum.

Segir eiginmann sinn beittan andlegu ofbeldi í fangelsinu

Eiginkona svissnesks karlmanns, sem er ákærður fyrir aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember í fyrra, segir eiginmann sinn hafa verið beittan miklu andlegu ofbeldi í fangelsi í Marokkó og fullyrðir að hann sé saklaus.

Greiða atkvæði um herta skotvopnalöggjöf

Svisslendingar ganga nú til atkvæðagreiðslu til að úrskurða um hvort herða eigi skotvopnalöggjöf landsins og samræma við löggjöf sem gildir í nágranna ríkjum landsins.

Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot

Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt.

Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki

Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og , hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga.

Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu

Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung.

Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri

Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja.

Johnson mælist vinsælastur

Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins.

Sjá næstu 50 fréttir