Fleiri fréttir

„Holdgervingur illskunnar“ hlaut lífstíðardóm

Karlmaður í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða foreldra hinnar þrettán ára Jayme Closs í fyrra og halda henni svo fanginni í tæpa þrjá mánuði.

Átta særðir eftir sprengingu í Lyon

Grunur leikur á að um pakkasprengju hafi verið að ræða. AFP fréttaveitan hefur eftir Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að þetta hafi verið "árás“.

Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg

Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum.

Corbyn vill kosningar

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Theresu May, forsætisráðherra, hafa tekið rétta ákvörðun. Hún tilkynnti í morgun að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní og að nýr leiðtogi yrði valinn.

Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill.

May greinir frá starfslokum sínum

Búist er við því að Theresa May, forsætisráðherra Breta, tilkynni samstarfsmönnum sínum um hvenær hún ætli sér að láta af embætti forsætisráðherra.

Trump og Pelosi efast um andlega heilsu hvors annars

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skiptust á skotum í gegnum fjölmiðla í dag. Þau eru ekki sammála um það hvernig afar stuttur fundur þeirra í Hvíta húsinu í gær gekk fyrir sig.

Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna

Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum.

Bandaríska Talibananum sleppt úr haldi

Bandaríkjamanninum John Walker Lindh, sem barðist með Talibönum í Afganistan, hefur verið sleppt úr haldi eftir sautján ára fangelsisvist.

Reyndi að kaupa sér leið í Hvíta húsið í gegnum Manafort

Stephen Calk, fyrrverandi efnahagsráðgjafi framboðs Donald Trump, hefur verið ákærður fyrir að samþykkja 16 milljóna dala lán til Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra framboðsins, með því markmiði að fá hjálp hans til að fá starf í ríkisstjórn Trump.

Farage og félagar á feikimiklu flugi

Brexitflokkurinn mælist langstærstur fyrir Evrópuþings­kosningar sem fara fram í Bretlandi í dag. Flokkurinn vill með sigri senda skýr skilaboð um útgöngumálið.

IV. orkupakkinn samþykktur

Ráðherraráð ESB hefur samþykkt allar reglugerðir fjórða orkupakkans. Breytingar innleiða hreinni orkugjafa. Sérfræðingur í orkurétti segir líklegt að orkupakkinn fari í ferli hjá EES innan fárra mánaða.

Hakkarar halda Baltimore í gíslingu

Bíræfnir tölvuþrjótar halda nú mikilvægum kerfum Baltimore-borgar í gíslingu. Tölvuþrjótarnir tóku yfir um tíu þúsund tölvur á vegum borgarinnar og krefjast þeir að fá 13 einingar af rafrænu myntinni Bitcoin í lausnargjald.

Ákærður fyrir að draga sér fé ætlað Stormy Daniels

Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels

36. ráðherrann til að segja af sér í stjórnartíð May

Andrea Leadsom, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, hefur sagt af sér embætti og yfirgefur hún þar með ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra. Leadsom er þar með 36. ráðherrann eða ígildi ráðherra til þess að segja af sér í stjórnartíð May.

May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar

May virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum.

Norður-Kóreumenn kalla Biden fávita

Svo virðist sem að yfirvöld Norður-Kóreu hafi ekki tekið vel í það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hafi kallað Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, "harðstjóra“.

Óreiða og usli er Katalónarnir mættu

Fimm katalónskir sjálfstæðissinnar sem hafa verið ákærðir fyrir uppreisn og setið í gæsluvarðhaldi í meira en ár mættu sem nýir þingmenn á spænska þingið í gær.

Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn

Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að.

Sjá næstu 50 fréttir