Fleiri fréttir

Myndskeið af árásarmanni birt

Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð.

Forsetar Úkraínu foxillir út í Pútín

Vladímír Pútín auðveldar Úkraínumönnum á svæði uppreisnarmanna í Donbass að fá rússnesk vegabréf. Verðandi og fráfarandi forsetar Úkraínu gagnrýna ákvörðunina harðlega og krefjast frekari þvingana.

Hótar Kanada stríði vegna rusls

Rodrigo Duterte, hinn umdeildi forseti Filippseyja, hefur hótað því að lýsa yfir stríði gegn Kanada sæki yfirvöld þar í landi ekki rusl sem kanadískt fyrirtæki sendi til Filippseyja fyrir nokkrum árum.

Lést eftir fall í hakkavél

Kona á fertugsaldri lést eftir að hún féll í iðnaðarhakkavél er hún var við störf í verksmiðju í Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna.

Cliff Barnes úr Dallas látinn

Ken Kercheval, leikarinn sem varð hvað frægastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Dallas, er látinn.

Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi

Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð.

Kim sækir Pútín heim

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun ferðast til Rússlands og eiga þar fund með Vladímír Pútín, forseta Rússa. Frá þessu var greint í norðurkóreska ríkissjónvarpinu, KCNA, í gær.

Fyrsta bóluefnið gegn malaríu

Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi.

Miklir skógareldar í Svíþjóð og Noregi

Slökkviliðsmenn í Svíþjóð og Noregi berjast nú við skógarelda á nokkrum stöðum í löndunum. Erfiðlega gengur að ráða niðurlögum eldanna sökum hvassviðris og þurrka.

Vaknaði eftir 27 ár í dái

Það þykir kraftaverki líkast að 59 ára gömul kona frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi vaknað á nýjan leik eftir 27 ár í dái.

Segir of snemmt að álykta um tengsl Christchurch og Sri Lanka

Utanríkisráðherra Nýja Sjálands segir að hann þurfi að sjá sönnunargögn áður en hægt sé að fullyrða um hvort að hryðjuverkaárásirnar á Sri Lanka á páskadag hafi veri svar við hryðjuverkaárásunum í Christchurch á Nýja Sjálandi í mars.

Öflugir jarðskjálftar á Filippseyjum

Jarðskjálfti sem mældist 6,3 stig reið yfir Filippseyjar í nótt en í gær reið skjálfti upp á 6,1 stig yfir norðurhluta landsins þar sem ellefu fórust.

Fjörutíu handteknir á Srí Lanka

Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarástand tók þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana.

Sjá næstu 50 fréttir