Fleiri fréttir

Cambridge-háskóli afturkallar boð til Jordans Peterson

Hæstráðendur við Cambridge-háskóla á Bretlandseyjum hafa afturkallað boð til Jordans Peterson, sálfræðiprófessors, um að vera gestakennari við skólann eftir að nemendur og ýmsir kennarar létu í ljós óánægju sína með tilhögunina.

Árásarmaðurinn í Utrecht ákærður fyrir hryðjuverk

Saksóknarar í Hollandi hafa ákveðið að ákæra þann sem grunaður er um að hafa skotið þrjá til bana og sært fimm í sporvagni í Utrecth á mánudaginn fyrir þrjú morð eða manndráp með hryðjuverkamarkmiði.

Þingmenn bálreiðir út í May

Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi.

Þjóðarsorg eftir mannskætt ofviðri

Hundruð liggja í valnum í Mósambík, Simbabve og Malaví og tala látinna hækkar enn þegar vika er liðin frá því að hitabeltislægðin Idai gekk á land. Heilu þorpin og hverfin eru á floti og von er á frekara regni á næstu dögum.

Fundu 40 kíló af plasti í hvalshræi

Hvalshræ sem skolaði á land á Filippseyjum á dögunum hefur verið krufið og er dánarorsökin ljós. Vísindamenn hafa greint frá því að hvalurinn hafi drepist vegna ofþornunar og hungurs sem rekja má til þeirra 40 kílóa af plastpokum sem fundust í maga hvalsins.

Mannréttindaleiðtogi fangelsaður í Tjetjeníu

Aðgerðarsinninn Oyub Titiev sem barist hefur í áraraðir fyrir mannréttindum í Tjetjeníu í Rússlandi ásamt samtökum sínum Memorial hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir vörslu eiturlyfja. Titiev og samtökin Amnesty International hafa gagnrýnt dóminn og sagt hann vera pólitískan.

Búið að handtaka árásarmanninn í Utrecht

Lögregluyfirvöld í Hollandi hafa náð að handtaka Gokmen Tanis, sem grunaður um að hafa myrt þrjá og sært aðra fimm þegar hann hóf skotárás í sporvagni í hollensku borginni Utrecht klukksn 9:45 að íslenskum tíma í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir