Fleiri fréttir

Óvæntar vinsældir

Andrew Yang er orðinn einn af sigurstranglegustu forsetaframbjóðendum Demókrata. Talinn líklegri en öldungadeildarþingmenn á borð við Elizabeth Warren. Talar fyrir borgaralaunum og nýtur vinsælda á meðal netverja. Hitt hægrið virðist taka

Streisand um ásakendur Michael Jackson: „Þetta drap þá ekki“

Leik- og söngkonan Barbra Streisand segist alfarið trúa þeim Wade Robson og James Safechuck sem stigu fram í heimildarmynd um Michael Jackson þar sem sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Hún telur þó að hin meintu brot hafi ekki haft teljandi áhrif á líf Robson og Safechuck.

Vísindamenn varpa ljósi á tilurð Ryugu

Rannsóknir á skraufaþurri og grýttu yfirborði smástirnisins Ryugu hafa veitt vísindamönnum einstakt tækifæri til að lýsa aðstæðum í árdaga sólkerfisins. Leiðangurinn til Ryugu nær hámarki árið 2020 þegar sýni úr smástirninu skilar sér til Jarðar

Moskan opnuð á ný

Al-Noor moskan í Cristchurch, vettvangur mannskæðasta hryðjuverks í sögu Nýja-Sjálands, var opnuð á ný í nótt

Flokki gegn vegtollum vex ásmegin í Noregi

Stjórnmálaflokkur sem berst gegn vegtollum í Noregi gæti komist í oddaaðstöðu í borgarstjórn Björgvinjar í sveitarstjórnarkosningum í haust, miðað við nýja fylgiskönnun.

Maduro ögrar Bandaríkjunum

Juan Guaidó, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar, sagði í gær frá því að leyniþjónustumenn hefðu handtekið Roberto Marrero, starfsmannastjóra sinn.

Bretland gengur ekki úr ESB í næstu viku

Donald Tusk greindi frá því að ESB hafi boðið að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í næstu viku.

Cambridge-háskóli afturkallar boð til Jordans Peterson

Hæstráðendur við Cambridge-háskóla á Bretlandseyjum hafa afturkallað boð til Jordans Peterson, sálfræðiprófessors, um að vera gestakennari við skólann eftir að nemendur og ýmsir kennarar létu í ljós óánægju sína með tilhögunina.

Árásarmaðurinn í Utrecht ákærður fyrir hryðjuverk

Saksóknarar í Hollandi hafa ákveðið að ákæra þann sem grunaður er um að hafa skotið þrjá til bana og sært fimm í sporvagni í Utrecth á mánudaginn fyrir þrjú morð eða manndráp með hryðjuverkamarkmiði.

Þingmenn bálreiðir út í May

Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi.

Þjóðarsorg eftir mannskætt ofviðri

Hundruð liggja í valnum í Mósambík, Simbabve og Malaví og tala látinna hækkar enn þegar vika er liðin frá því að hitabeltislægðin Idai gekk á land. Heilu þorpin og hverfin eru á floti og von er á frekara regni á næstu dögum.

Sjá næstu 50 fréttir