Fleiri fréttir Hljóp 365 maraþon á einu ári Belgíski hlauparinn Stefaan Engels setti í gær nýtt heimsmet þegar hann kom í mark í 365. maraþonhlaupinu sínu á einu ári. Hinn 49 ára gamli Engels, sem oft er kallaður Maraþonmaðurinn, hóf þetta mikla verkefni í Belgíu fyrir einu ári og hefur hlaupið eitt maraþon á dag síðan þá. Alls hefur hann því hlaupið um 15.000 kílómetra í sjö löndum. 7.2.2011 20:30 „Svartur kassi hefur verið settur utan um líf mitt" Julian Assange, stofnandi Wikileaks, kom fyrir rétt í Lundúnum í dag þar sem tekist var á um framsalskröfu sænsks saksóknara sem rannsakar ásakanir tveggja kvenna á hendur honum. 7.2.2011 19:37 Verði teknir af lífi Þúsundir manna mótmæla enn á Frelsistorginu í Kairó í Egyptalandi og hafa margir hverjir tjaldað á torginu. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, þráast enn við að segja af sér en þúsundir manna halda enn áfram að krefjast afsagnar hans. Mótmælendur hafa komið sér haganlega fyrir á Frelsistorginu. Margir hafa tjaldað og fólk deilir með sér drykkjum og mat. Mubarak lét sjá sig á fundi með ráðherrum sínum í ríkissjónvarpinu í dag og lofaði að rannsókn yrði hafi á spillingu í stjórnkerfinu og á ásökunum um kosningasvindl. 7.2.2011 19:26 Sjálfstætt ríki Suður-Súdana verður stofnað Tæplega 99% Suður-súdönsku þjóðarinnar kýs að aðskilja þjóðina frá Norður-Súdan. Lokatölur í í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fór fram síðustu vikuna í janúar voru birtar í dag. Fyrstu tölur bentu til þess að 99,57% hefðu greitt atkvæði með aðskilnaði. 7.2.2011 17:57 Bankar og pósthús opin í Kaíró Bankar, pósthús og bensínstöðvar voru opin í Kairó höfuðborg Egyptalands í dag annan daginn í röð. Þessar stofnanir hafa verið lokaðar meira og minna frá því mótmælin hófust fyrir fjórtán dögum. Mótmælendur halda enn fyrir á Frelsistorginu og hafa margir slegið upp tjöldum og heita því enn að yfirgefa ekki torgið fyrr en Hosni Mubarar forseti er farinn frá völdum. Yfirvöld hafa slakað á útgöngubanni, sem tekið hefur gildi klukkan þrjú á daginn að staðartíma en gildir nú frá klukkan fimm. Það hefur þó takmarkaða þýðingu vegna þess að mótmælendur hafa algerlega hundsað það. Daglegt líf er samt sem áður að verða meira og meira eins og íbúarnir eiga að venjast. 7.2.2011 12:12 Páfagaukar og eðlur frusu í hel í mexíkóskum dýragarði Þrjátíu og fimm dýr í mexíkóskum dýragarði frusu í hel þegar kuldinn í norðurhluta Mexíkó varð sá mesti í 60 ár. Dýragarðurinn Serengeti Zoo er í Chihuahua-fylki þar sem frosthörkur hafa verið miklar undanfarna daga og varð kaldast þegar frostið náði þrettán gráðum. 7.2.2011 12:09 Hvar eru Alessia og Livia? Mikil leit stendur nú yfir víða um heim að sex ára gömlum tvíburasystrum. Lögreglan í þremur ríkjum leitar nú að stúlkunum en faðir þeirra rændi þeim af heimili þeirra í Sviss á dögunum. Hann framdi síðan sjálfsmorð með því að stökkva fyrir lest og enginn veit hvar stúlkurnar eru niðurkomnar. Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir stúlkunum, sem heita Alessia og Livia, og þyrlur og leitarhundar hafa verið notaðar til að kemba svæðið í kringum Puglia á Ítalíu, en faðirinn lést þar. 7.2.2011 10:30 Innfæddir tóku yfir lúxushótel á Páskaeyju Lögeglan á Páskaeyju, sem er undan ströndum Chile í Suður Ameríku, lét í nótt til skarar skríða gegn hópi innfæddra sem höfðu tekið sér bólfestu í lúxushóteli einu á eyjunni og haldið þar til frá því í ágúst á síðasta ári. 7.2.2011 10:00 Erlend matargerð bönnuð í írönsku sjónvarpi Íranska útvarpsráðið hefur ákveðið að banna eina ákveðna tegund af sjónvarpsþáttum, nefnilega matreiðsluþætti sem kenna landsmönnum að elda mat frá öðrum löndum. 7.2.2011 10:00 Aguilera klúðraði þjóðsöngnum á Super Bowl Söngkonan Christina Aguilera hefur beðist afsökunar á frammistöðu sinni á Super Bowl þar sem hún klúðraði bandaríska þjóðsöngnum. Super Bowl er sá íþróttaviðburður sem hvað flestir Bandaríkjamenn fylgjast með en söngur Christinu þótti tilgerðarlegur á köflum auk þess sem hún gleymdi textanum. 7.2.2011 09:42 Assange tekur til varna í London Málflutningur hefst í dag í London í máli Julians Assange en sænska ríkið vill fá hann framseldan þangað vegna ásakana um kynferðisbrot. Lögmaður Assange segir að Svíar hafi ekki haft rétt til þess að gefa út handtökuskipun á hendur Assange á sínum tíma vegna þess að engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur honum. Lögmaðurinn mun einnig grípa til varna á grundvelli mannréttinda að því er fram kemur á BBC en Assange óttast að verða framseldur áfram til Bandaríkjanna verði hann á annað borð sendur til Svíþjóðar. 7.2.2011 08:22 Gary Moore er allur Gítarleikarinn heimsfrægi Gary Moore er látinn, 58 ára að aldri. Moore hóf ferilinn með írsku rokksveitinni Thin Lizzy en öðlaðist síðan heimsfrægð með sólóplötunni Still got the blues árið 1990. Moore fannst látinn á hótelherbergi á Costa del Sol í gær en óljóst er um dánarorsök. 7.2.2011 08:17 Ekkert lát á hamförum í Ástralíu - nú eru það kjarreldar Miklir kjarreldar geisa nú í Vestur Ástralíu, nálægt borginni Perth og hafa um 40 hús orðið eldinum að bráð. Eldarnir brenna á tveimur stöðum og mikill vindur gerir slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. 7.2.2011 08:06 Viðræður um umbætur Kaíró, AP Omar Suleiman, varaforseti Egyptalands, fundaði í gær í fyrsta skipti með forystumönnum stjórnarandstöðunnar og mótmælahreyfingarinnar sem risið hefur upp í landinu. 7.2.2011 04:00 Nam dætur sínar á brott og framdi svo sjálfsmorð - Umfangsmikil leit í Evrópu Mikil leit er nú víða um Evrópu af sex ára tvíburasystrunum, Alessiu og Liviu, eftir að faðir þeirra nam þær á brott af heimili móður þeirra í Sviss á sunnudaginn fyrir viku. Faðirinn framdi sjálfsmorð þegar hann kastaði sér fyrir lest á Ítalíu á föstudaginn. Stúlkurnar eru ófundnar. 6.2.2011 15:08 Misnotaði ungan dreng á Íslandi Fjörutíu og sjö ára gamall Bandaríkjamaður var handtekinn á föstudaginn grunaður um að hafa misnotað fjóra unga drengi. Hluti af brotum mannsins munu hafa átt sér stað á íslandi. 6.2.2011 16:52 Hafa komist að samkomulagi Stjórnvöld í Egyptalandi hafa náð samkomulagi við leiðtoga stjórnarandstöðunnar um að koma á fót sérstakri umbótanefnd sem mun meðal annars hafa það hlutverk að endurskoða stjórnarskrá landsins. Þá hafa stjórnvöld einnig fallist á að sleppa öllum mótmælendum úr fangelsi. 6.2.2011 16:05 Fjölmennasti Super Bowl frá upphafi Nú styttist óðum í stærsta sjónvarpsviðburð Bandaríkjanna en klukkan hálf tólf í kvöld hefst hinn árlegi Super Bowl leikur. Í ár mætast Pittsburgh Steelers og Green Bay Packers í Cowboys höllinni í Dallas. En undirbúningurinn hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig. Búist er við 110 þúsund manns á völlinn. 6.2.2011 13:55 Hundruð þurft að flýja heimili sín Skógareldar geisa nú í nágrenni Perth í Ástralíu. Fjöldi húsa hefur eyðilagst og enn fleiri hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín. 6.2.2011 12:13 Reyna að bregðast við áhlaupi á bankakerfið Viðræður hefjast milli stjórnarandstöðuafla og varaforseta Egyptalands í dag. Ástandið í landinu er viðkvæmt, en Seðlabanki landsins hefur dælt hátt í hundrað milljörðum í banka landsins til að bregðast við áhlaupi á bankakerfið. 6.2.2011 12:11 Sprengjuhótun í Moskvu Þrjár lestarstöðvar voru rýmdar í Moskvu í morgun eftir að lögreglunni barst sprengjuhótun í gegnum síma. Við inngang einnar lestarstöðvarinnar fannst grunsamleg taska en við nánari skoðun reyndist ekki vera sprengja í henni. 6.2.2011 11:33 Skógareldar í Ástralíu Ein báran er aldeilis ekki stök hjá íbúum borgarinnar Perth í Ástralíu. Skógareldar geisa nú í borginni og fylgja í kjölfar fellibylsins Yasi sem valdið hefur usla síðan á fimmtudag. 6.2.2011 09:58 Mótmælendur hittast aftur á Tahrir torgi Þrettándi dagur mótmæla í Egyptalandi er nú hafinn, en mótmælendur krefjast þess að Hosni Mubarak, forseti landsins, fari frá völdum. 6.2.2011 09:48 Ríflega tvær milljónir fyrir að hakka Google Chrome Google eru svo öryggir á því að ekki sé hægt að hakka Google Chrome vafrann sinn að fyrirtækið hefur heitið ríflega tveimur milljónum króna og fartölvu fyrir þann fyrsta sem nær að brjótast inn á vafrann. 5.2.2011 22:30 Mubarak búinn að segja af sér? Enn hefur aukist á ringulreiðina í Egyptalandi. Egypska ríkissjónvarpið hefur greint frá því að Hosni Mubarak hafi sagt af sér sem leiðtogi Egypska lýðræðisflokksins. 5.2.2011 18:53 Kom sjálfur upp um marijúanaræktunina Robert Michelson nemandi í háskóla í Connecticut í Bandaríkjunum kom sjálfur upp um marijúanaræktun sína á dögunum. 5.2.2011 14:30 Stjórnarandstaðan ræðir við varaforsetann Mótmælendur í Kaíró hafa komið á frumstæðu stjórnmálakerfi til að samræma kröfur sínar. Búist er við að stjórnarandstaðan ræði við varaforseta landsins í dag. 5.2.2011 13:00 Hermdi best eftir mökunarhljóðum dádýra Andreas Toepfer varð hlutskarpastur í óvenjulegri keppni í Þýskalandi í gær. Hann þótti geta hermt best eftir mökunarhljóðum dádýra. 5.2.2011 11:15 Viktoría á von á stelpu - draumurinn að rætast Viktoría Beckham hefur fengið ósk sína uppfyllta því hún og eiginmaður hennar, David Beckham, eiga von á stelpu. Í síðasta mánuði tilkynnti Viktoría að hún væri ófrísk og í sextán vikna sónar nýlega kom í ljós að barnið sem hún ber undir belti er stúlka. 5.2.2011 10:46 Mubarak á að fara frá völdum strax Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sendi starfsbróður sínum í Egyptalandi, Hosni Mubarak, skýr skilaboð á blaðamannafundi í gær. 5.2.2011 10:38 SÞ segja yfir 300 hafa fallið Sameinuðu þjóðirnar telja að yfir 300 manns hafi fallið í mótmælum í Egyptalandi frá 25. janúar og um fjögur þúsund manns séu sárir, margir lífshættulega. Samkvæmt frétt BBC hafa stjórnvöld í landinu hins vegar aðeins gefið upplýsingar um mannfall í höfuðborginni Kaíró og sagt að átta hafi látið lífið og yfir 800 séu þar sárir. 5.2.2011 06:00 Í mál við JP Morgan fyrir að hlífa Maddoff Lögfræðistofan Irving Picard, hefur stefnt næst stærsta banka Bandaríkjanna, JP Morgan Chase, fyrir að hafa þagað um Ponzi-svindl bandariska hrappsins Bernie Maddoffs. 4.2.2011 22:00 Innbrotsþjófur gleymdi símanum - löggan hringdi í vin hans Lögreglan í Washington DC hafði hendur í hári seinheppins innbrotsþjófs sem gleymdi símanum sínum á einu heimilinu sem hann braust inn á. Innbrotsþjófurinn, hinn 25 ára Cody Wilkins, var í óða önn að gramsa í eigum íbúanna þegar hann heyrði einhvern koma heim, og flúði út um glugga. Síminn hans varð þó eftir og gátu lögreglumenn því haft uppi á honum með því að hringja í vini hans, tilkynna þeim að eigandi símans hefði lent í slysi og að þeim vantaði nafnið hans. Ástæða þess að Cody þurfti að hlaða símann er sú að hans eigin heimili varð rafmagnslaust í stormi nýverið og lá honum því á að hlaða hann. Cody ákvað að nota tækifærið en þá fór sem fór. Hann hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn á tíu stöðum. 4.2.2011 21:00 Íslendingar og Þjóðverjar með hæsta kólesterólmagnið Hæst mælist kólesteról magn hjá Íslendingum og Þjóðverjum en lægst hjá Afríkubúum samkvæmt niðurstöðum sem birtar voru í læknatímaritinu Lancet.Meðaltalsþyngd hefur tvöfaldast frá árinu 1980 og þyngdaraukningin virðist ekki ætla að taka enda. 4.2.2011 17:26 Vopnað rán framið á Evrópuþinginu Vopnaðir ræningjar ruddust inn á pósthús sem staðsett er í byggingu Evrópuþingsins í Brussel í dag og kröfðust þess að fá peninga afhenta. Ránið var framið á sama tíma og margir evrópuleiðtogar voru saman komnir í næstu byggingu á fundi. 4.2.2011 16:40 Amnesty hvetur Suleiman til að stöðva ofbeldið Amnesty International skorar á Omar Suleiman, varaforseta Egyptalands, að stöðva ofbeldið sem stuðningsmenn stjórnarinnar hafa beitt friðsama mótmælendur í Kairó og víðar í landinu á undanförnum dögum. 4.2.2011 15:20 Bretar vilja að ESB viðræðum við Íslendinga verði hætt Sjávarútvegsráðherra Breta tók í gær undir kröfur þess efnis að Evrópusambandið hætti viðræðum við Íslendinga um aðild að ESB uns makríldeilan svokallaða leysist. Síðar dró hann í land. Málið var tekið upp á breska þinginu í gær og þar kallaði Tom Greatrex, sem fer með málefni sjávarútvegsins í skuggaráðuneyti stjórnarandstöðunnar eftir því að viðræðum um ESB aðild Íslands verði hætt þegar í stað. 4.2.2011 13:32 Fréttaskýring: Tími uppgjörs í Arabaheiminum Frá Jemen til Egyptlands loga mótmæli í Mið-Austurlöndum og Norður Afríku. Tími uppgjörs er komin og þykir um margt minna á þegar Berlínarmúrinn féll 1989 og kommúnistar hrökkluðust frá völdum í Austur-Evrópu. 4.2.2011 07:50 Strangasta reykingarbannið verður í New York Borgaryfirvöld í New York hafa samþykkt strangasta reykingarbann meðal stórborga heimsins. 4.2.2011 07:45 Þjálfa mýs til að leita að fíkniefnum og sprengjum Vísindamenn í Ísrael hafa þjálfað mýs til þess að þefa uppi fíkniefni og sprengjur á flugvöllum. 4.2.2011 07:41 Saksóknari fær ekki leyfi til húsleitar hjá Berlusconi Neðri deild ítalska þingsins hefur hafnað tillögu um að saksóknari í Mílanó fái leyfi til að leita í húsakynnum sem tilheyra Silvio Berlusconi forsætisráðherra landsins. 4.2.2011 07:28 Bandaríkjamenn í viðræðum um að Mubarak hætti strax Stórblaðið New York Times hefur það eftir heimildum að bandarískir ráðmenn eigi nú í viðræðum við háttsetta egypska embættismenn um að Mubarak láti strax af störfum og að við taki bráðabirgðastjórn undir forystu Omar Suleiman varaforseta landsins. 4.2.2011 07:05 Reyndi að senda hvolp með bögglapósti Bandarísk kona hefur verið ákærð fyrir dýraníð en hún setti hvolp í kassa og reyndi að senda hann með bögglapósti á heimilisfang í 1700 kílómetra fjarlægð. Konan, sem er 39 ára gömul ætlaði að senda hvolpinn sem afmælisgjöf til barns sem býr í Atlanta í Georgíu en sjálf býr hún í Minneapolis. 3.2.2011 21:30 Flygillinn á flæðiskerinu farinn - dúkað borð dúkkaði upp Sagan um dularfulla flyglinum sem fallst á flæðiskeri í Biscayne flóa í Miami heldur áfram. Píanóið er þó löngu farið enda var það fjarlægt eftir að upp komst um að ungur maður hafði flutt það á sandrifið til að auka líkur sínar á að komast inn í virtan listaskóla. Sandrifið var autt um tíma en nú er engu líkara en þar hafi verið skipulagt rómantískt stefnumót. Á rifinu má nú sjá dúkað borð fyrir tvo, vínflösku, blóm og styttu af kokki. Fréttastöðvar í Bandaríkjunum hafa flutt fréttir af borðinu dularfulla og enn er ekki vitað hver kom því á flæðiskerið, eða í hvaða tilgangi. 3.2.2011 21:00 Víðtækt reykingabann samþykkt í New York Víðtækt reykingabann tekur gildi í New York borg á næstunni. Þegar það tekur gildi verða reykingar bannaðar í almenningsgörðum, á ströndum og á torgum líkt og á Times torgi. Þetta þýðir að borgin státar nú af einni ströngustu reykingalöggjöf í heiminum en reykingar á veitingastöðum voru bannaðar einna fyrst í New York og nú hafa flestar borgir á vesturlöndum fylgt í kjölfarið. 3.2.2011 21:00 Sjá næstu 50 fréttir
Hljóp 365 maraþon á einu ári Belgíski hlauparinn Stefaan Engels setti í gær nýtt heimsmet þegar hann kom í mark í 365. maraþonhlaupinu sínu á einu ári. Hinn 49 ára gamli Engels, sem oft er kallaður Maraþonmaðurinn, hóf þetta mikla verkefni í Belgíu fyrir einu ári og hefur hlaupið eitt maraþon á dag síðan þá. Alls hefur hann því hlaupið um 15.000 kílómetra í sjö löndum. 7.2.2011 20:30
„Svartur kassi hefur verið settur utan um líf mitt" Julian Assange, stofnandi Wikileaks, kom fyrir rétt í Lundúnum í dag þar sem tekist var á um framsalskröfu sænsks saksóknara sem rannsakar ásakanir tveggja kvenna á hendur honum. 7.2.2011 19:37
Verði teknir af lífi Þúsundir manna mótmæla enn á Frelsistorginu í Kairó í Egyptalandi og hafa margir hverjir tjaldað á torginu. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, þráast enn við að segja af sér en þúsundir manna halda enn áfram að krefjast afsagnar hans. Mótmælendur hafa komið sér haganlega fyrir á Frelsistorginu. Margir hafa tjaldað og fólk deilir með sér drykkjum og mat. Mubarak lét sjá sig á fundi með ráðherrum sínum í ríkissjónvarpinu í dag og lofaði að rannsókn yrði hafi á spillingu í stjórnkerfinu og á ásökunum um kosningasvindl. 7.2.2011 19:26
Sjálfstætt ríki Suður-Súdana verður stofnað Tæplega 99% Suður-súdönsku þjóðarinnar kýs að aðskilja þjóðina frá Norður-Súdan. Lokatölur í í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fór fram síðustu vikuna í janúar voru birtar í dag. Fyrstu tölur bentu til þess að 99,57% hefðu greitt atkvæði með aðskilnaði. 7.2.2011 17:57
Bankar og pósthús opin í Kaíró Bankar, pósthús og bensínstöðvar voru opin í Kairó höfuðborg Egyptalands í dag annan daginn í röð. Þessar stofnanir hafa verið lokaðar meira og minna frá því mótmælin hófust fyrir fjórtán dögum. Mótmælendur halda enn fyrir á Frelsistorginu og hafa margir slegið upp tjöldum og heita því enn að yfirgefa ekki torgið fyrr en Hosni Mubarar forseti er farinn frá völdum. Yfirvöld hafa slakað á útgöngubanni, sem tekið hefur gildi klukkan þrjú á daginn að staðartíma en gildir nú frá klukkan fimm. Það hefur þó takmarkaða þýðingu vegna þess að mótmælendur hafa algerlega hundsað það. Daglegt líf er samt sem áður að verða meira og meira eins og íbúarnir eiga að venjast. 7.2.2011 12:12
Páfagaukar og eðlur frusu í hel í mexíkóskum dýragarði Þrjátíu og fimm dýr í mexíkóskum dýragarði frusu í hel þegar kuldinn í norðurhluta Mexíkó varð sá mesti í 60 ár. Dýragarðurinn Serengeti Zoo er í Chihuahua-fylki þar sem frosthörkur hafa verið miklar undanfarna daga og varð kaldast þegar frostið náði þrettán gráðum. 7.2.2011 12:09
Hvar eru Alessia og Livia? Mikil leit stendur nú yfir víða um heim að sex ára gömlum tvíburasystrum. Lögreglan í þremur ríkjum leitar nú að stúlkunum en faðir þeirra rændi þeim af heimili þeirra í Sviss á dögunum. Hann framdi síðan sjálfsmorð með því að stökkva fyrir lest og enginn veit hvar stúlkurnar eru niðurkomnar. Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir stúlkunum, sem heita Alessia og Livia, og þyrlur og leitarhundar hafa verið notaðar til að kemba svæðið í kringum Puglia á Ítalíu, en faðirinn lést þar. 7.2.2011 10:30
Innfæddir tóku yfir lúxushótel á Páskaeyju Lögeglan á Páskaeyju, sem er undan ströndum Chile í Suður Ameríku, lét í nótt til skarar skríða gegn hópi innfæddra sem höfðu tekið sér bólfestu í lúxushóteli einu á eyjunni og haldið þar til frá því í ágúst á síðasta ári. 7.2.2011 10:00
Erlend matargerð bönnuð í írönsku sjónvarpi Íranska útvarpsráðið hefur ákveðið að banna eina ákveðna tegund af sjónvarpsþáttum, nefnilega matreiðsluþætti sem kenna landsmönnum að elda mat frá öðrum löndum. 7.2.2011 10:00
Aguilera klúðraði þjóðsöngnum á Super Bowl Söngkonan Christina Aguilera hefur beðist afsökunar á frammistöðu sinni á Super Bowl þar sem hún klúðraði bandaríska þjóðsöngnum. Super Bowl er sá íþróttaviðburður sem hvað flestir Bandaríkjamenn fylgjast með en söngur Christinu þótti tilgerðarlegur á köflum auk þess sem hún gleymdi textanum. 7.2.2011 09:42
Assange tekur til varna í London Málflutningur hefst í dag í London í máli Julians Assange en sænska ríkið vill fá hann framseldan þangað vegna ásakana um kynferðisbrot. Lögmaður Assange segir að Svíar hafi ekki haft rétt til þess að gefa út handtökuskipun á hendur Assange á sínum tíma vegna þess að engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur honum. Lögmaðurinn mun einnig grípa til varna á grundvelli mannréttinda að því er fram kemur á BBC en Assange óttast að verða framseldur áfram til Bandaríkjanna verði hann á annað borð sendur til Svíþjóðar. 7.2.2011 08:22
Gary Moore er allur Gítarleikarinn heimsfrægi Gary Moore er látinn, 58 ára að aldri. Moore hóf ferilinn með írsku rokksveitinni Thin Lizzy en öðlaðist síðan heimsfrægð með sólóplötunni Still got the blues árið 1990. Moore fannst látinn á hótelherbergi á Costa del Sol í gær en óljóst er um dánarorsök. 7.2.2011 08:17
Ekkert lát á hamförum í Ástralíu - nú eru það kjarreldar Miklir kjarreldar geisa nú í Vestur Ástralíu, nálægt borginni Perth og hafa um 40 hús orðið eldinum að bráð. Eldarnir brenna á tveimur stöðum og mikill vindur gerir slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. 7.2.2011 08:06
Viðræður um umbætur Kaíró, AP Omar Suleiman, varaforseti Egyptalands, fundaði í gær í fyrsta skipti með forystumönnum stjórnarandstöðunnar og mótmælahreyfingarinnar sem risið hefur upp í landinu. 7.2.2011 04:00
Nam dætur sínar á brott og framdi svo sjálfsmorð - Umfangsmikil leit í Evrópu Mikil leit er nú víða um Evrópu af sex ára tvíburasystrunum, Alessiu og Liviu, eftir að faðir þeirra nam þær á brott af heimili móður þeirra í Sviss á sunnudaginn fyrir viku. Faðirinn framdi sjálfsmorð þegar hann kastaði sér fyrir lest á Ítalíu á föstudaginn. Stúlkurnar eru ófundnar. 6.2.2011 15:08
Misnotaði ungan dreng á Íslandi Fjörutíu og sjö ára gamall Bandaríkjamaður var handtekinn á föstudaginn grunaður um að hafa misnotað fjóra unga drengi. Hluti af brotum mannsins munu hafa átt sér stað á íslandi. 6.2.2011 16:52
Hafa komist að samkomulagi Stjórnvöld í Egyptalandi hafa náð samkomulagi við leiðtoga stjórnarandstöðunnar um að koma á fót sérstakri umbótanefnd sem mun meðal annars hafa það hlutverk að endurskoða stjórnarskrá landsins. Þá hafa stjórnvöld einnig fallist á að sleppa öllum mótmælendum úr fangelsi. 6.2.2011 16:05
Fjölmennasti Super Bowl frá upphafi Nú styttist óðum í stærsta sjónvarpsviðburð Bandaríkjanna en klukkan hálf tólf í kvöld hefst hinn árlegi Super Bowl leikur. Í ár mætast Pittsburgh Steelers og Green Bay Packers í Cowboys höllinni í Dallas. En undirbúningurinn hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig. Búist er við 110 þúsund manns á völlinn. 6.2.2011 13:55
Hundruð þurft að flýja heimili sín Skógareldar geisa nú í nágrenni Perth í Ástralíu. Fjöldi húsa hefur eyðilagst og enn fleiri hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín. 6.2.2011 12:13
Reyna að bregðast við áhlaupi á bankakerfið Viðræður hefjast milli stjórnarandstöðuafla og varaforseta Egyptalands í dag. Ástandið í landinu er viðkvæmt, en Seðlabanki landsins hefur dælt hátt í hundrað milljörðum í banka landsins til að bregðast við áhlaupi á bankakerfið. 6.2.2011 12:11
Sprengjuhótun í Moskvu Þrjár lestarstöðvar voru rýmdar í Moskvu í morgun eftir að lögreglunni barst sprengjuhótun í gegnum síma. Við inngang einnar lestarstöðvarinnar fannst grunsamleg taska en við nánari skoðun reyndist ekki vera sprengja í henni. 6.2.2011 11:33
Skógareldar í Ástralíu Ein báran er aldeilis ekki stök hjá íbúum borgarinnar Perth í Ástralíu. Skógareldar geisa nú í borginni og fylgja í kjölfar fellibylsins Yasi sem valdið hefur usla síðan á fimmtudag. 6.2.2011 09:58
Mótmælendur hittast aftur á Tahrir torgi Þrettándi dagur mótmæla í Egyptalandi er nú hafinn, en mótmælendur krefjast þess að Hosni Mubarak, forseti landsins, fari frá völdum. 6.2.2011 09:48
Ríflega tvær milljónir fyrir að hakka Google Chrome Google eru svo öryggir á því að ekki sé hægt að hakka Google Chrome vafrann sinn að fyrirtækið hefur heitið ríflega tveimur milljónum króna og fartölvu fyrir þann fyrsta sem nær að brjótast inn á vafrann. 5.2.2011 22:30
Mubarak búinn að segja af sér? Enn hefur aukist á ringulreiðina í Egyptalandi. Egypska ríkissjónvarpið hefur greint frá því að Hosni Mubarak hafi sagt af sér sem leiðtogi Egypska lýðræðisflokksins. 5.2.2011 18:53
Kom sjálfur upp um marijúanaræktunina Robert Michelson nemandi í háskóla í Connecticut í Bandaríkjunum kom sjálfur upp um marijúanaræktun sína á dögunum. 5.2.2011 14:30
Stjórnarandstaðan ræðir við varaforsetann Mótmælendur í Kaíró hafa komið á frumstæðu stjórnmálakerfi til að samræma kröfur sínar. Búist er við að stjórnarandstaðan ræði við varaforseta landsins í dag. 5.2.2011 13:00
Hermdi best eftir mökunarhljóðum dádýra Andreas Toepfer varð hlutskarpastur í óvenjulegri keppni í Þýskalandi í gær. Hann þótti geta hermt best eftir mökunarhljóðum dádýra. 5.2.2011 11:15
Viktoría á von á stelpu - draumurinn að rætast Viktoría Beckham hefur fengið ósk sína uppfyllta því hún og eiginmaður hennar, David Beckham, eiga von á stelpu. Í síðasta mánuði tilkynnti Viktoría að hún væri ófrísk og í sextán vikna sónar nýlega kom í ljós að barnið sem hún ber undir belti er stúlka. 5.2.2011 10:46
Mubarak á að fara frá völdum strax Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sendi starfsbróður sínum í Egyptalandi, Hosni Mubarak, skýr skilaboð á blaðamannafundi í gær. 5.2.2011 10:38
SÞ segja yfir 300 hafa fallið Sameinuðu þjóðirnar telja að yfir 300 manns hafi fallið í mótmælum í Egyptalandi frá 25. janúar og um fjögur þúsund manns séu sárir, margir lífshættulega. Samkvæmt frétt BBC hafa stjórnvöld í landinu hins vegar aðeins gefið upplýsingar um mannfall í höfuðborginni Kaíró og sagt að átta hafi látið lífið og yfir 800 séu þar sárir. 5.2.2011 06:00
Í mál við JP Morgan fyrir að hlífa Maddoff Lögfræðistofan Irving Picard, hefur stefnt næst stærsta banka Bandaríkjanna, JP Morgan Chase, fyrir að hafa þagað um Ponzi-svindl bandariska hrappsins Bernie Maddoffs. 4.2.2011 22:00
Innbrotsþjófur gleymdi símanum - löggan hringdi í vin hans Lögreglan í Washington DC hafði hendur í hári seinheppins innbrotsþjófs sem gleymdi símanum sínum á einu heimilinu sem hann braust inn á. Innbrotsþjófurinn, hinn 25 ára Cody Wilkins, var í óða önn að gramsa í eigum íbúanna þegar hann heyrði einhvern koma heim, og flúði út um glugga. Síminn hans varð þó eftir og gátu lögreglumenn því haft uppi á honum með því að hringja í vini hans, tilkynna þeim að eigandi símans hefði lent í slysi og að þeim vantaði nafnið hans. Ástæða þess að Cody þurfti að hlaða símann er sú að hans eigin heimili varð rafmagnslaust í stormi nýverið og lá honum því á að hlaða hann. Cody ákvað að nota tækifærið en þá fór sem fór. Hann hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn á tíu stöðum. 4.2.2011 21:00
Íslendingar og Þjóðverjar með hæsta kólesterólmagnið Hæst mælist kólesteról magn hjá Íslendingum og Þjóðverjum en lægst hjá Afríkubúum samkvæmt niðurstöðum sem birtar voru í læknatímaritinu Lancet.Meðaltalsþyngd hefur tvöfaldast frá árinu 1980 og þyngdaraukningin virðist ekki ætla að taka enda. 4.2.2011 17:26
Vopnað rán framið á Evrópuþinginu Vopnaðir ræningjar ruddust inn á pósthús sem staðsett er í byggingu Evrópuþingsins í Brussel í dag og kröfðust þess að fá peninga afhenta. Ránið var framið á sama tíma og margir evrópuleiðtogar voru saman komnir í næstu byggingu á fundi. 4.2.2011 16:40
Amnesty hvetur Suleiman til að stöðva ofbeldið Amnesty International skorar á Omar Suleiman, varaforseta Egyptalands, að stöðva ofbeldið sem stuðningsmenn stjórnarinnar hafa beitt friðsama mótmælendur í Kairó og víðar í landinu á undanförnum dögum. 4.2.2011 15:20
Bretar vilja að ESB viðræðum við Íslendinga verði hætt Sjávarútvegsráðherra Breta tók í gær undir kröfur þess efnis að Evrópusambandið hætti viðræðum við Íslendinga um aðild að ESB uns makríldeilan svokallaða leysist. Síðar dró hann í land. Málið var tekið upp á breska þinginu í gær og þar kallaði Tom Greatrex, sem fer með málefni sjávarútvegsins í skuggaráðuneyti stjórnarandstöðunnar eftir því að viðræðum um ESB aðild Íslands verði hætt þegar í stað. 4.2.2011 13:32
Fréttaskýring: Tími uppgjörs í Arabaheiminum Frá Jemen til Egyptlands loga mótmæli í Mið-Austurlöndum og Norður Afríku. Tími uppgjörs er komin og þykir um margt minna á þegar Berlínarmúrinn féll 1989 og kommúnistar hrökkluðust frá völdum í Austur-Evrópu. 4.2.2011 07:50
Strangasta reykingarbannið verður í New York Borgaryfirvöld í New York hafa samþykkt strangasta reykingarbann meðal stórborga heimsins. 4.2.2011 07:45
Þjálfa mýs til að leita að fíkniefnum og sprengjum Vísindamenn í Ísrael hafa þjálfað mýs til þess að þefa uppi fíkniefni og sprengjur á flugvöllum. 4.2.2011 07:41
Saksóknari fær ekki leyfi til húsleitar hjá Berlusconi Neðri deild ítalska þingsins hefur hafnað tillögu um að saksóknari í Mílanó fái leyfi til að leita í húsakynnum sem tilheyra Silvio Berlusconi forsætisráðherra landsins. 4.2.2011 07:28
Bandaríkjamenn í viðræðum um að Mubarak hætti strax Stórblaðið New York Times hefur það eftir heimildum að bandarískir ráðmenn eigi nú í viðræðum við háttsetta egypska embættismenn um að Mubarak láti strax af störfum og að við taki bráðabirgðastjórn undir forystu Omar Suleiman varaforseta landsins. 4.2.2011 07:05
Reyndi að senda hvolp með bögglapósti Bandarísk kona hefur verið ákærð fyrir dýraníð en hún setti hvolp í kassa og reyndi að senda hann með bögglapósti á heimilisfang í 1700 kílómetra fjarlægð. Konan, sem er 39 ára gömul ætlaði að senda hvolpinn sem afmælisgjöf til barns sem býr í Atlanta í Georgíu en sjálf býr hún í Minneapolis. 3.2.2011 21:30
Flygillinn á flæðiskerinu farinn - dúkað borð dúkkaði upp Sagan um dularfulla flyglinum sem fallst á flæðiskeri í Biscayne flóa í Miami heldur áfram. Píanóið er þó löngu farið enda var það fjarlægt eftir að upp komst um að ungur maður hafði flutt það á sandrifið til að auka líkur sínar á að komast inn í virtan listaskóla. Sandrifið var autt um tíma en nú er engu líkara en þar hafi verið skipulagt rómantískt stefnumót. Á rifinu má nú sjá dúkað borð fyrir tvo, vínflösku, blóm og styttu af kokki. Fréttastöðvar í Bandaríkjunum hafa flutt fréttir af borðinu dularfulla og enn er ekki vitað hver kom því á flæðiskerið, eða í hvaða tilgangi. 3.2.2011 21:00
Víðtækt reykingabann samþykkt í New York Víðtækt reykingabann tekur gildi í New York borg á næstunni. Þegar það tekur gildi verða reykingar bannaðar í almenningsgörðum, á ströndum og á torgum líkt og á Times torgi. Þetta þýðir að borgin státar nú af einni ströngustu reykingalöggjöf í heiminum en reykingar á veitingastöðum voru bannaðar einna fyrst í New York og nú hafa flestar borgir á vesturlöndum fylgt í kjölfarið. 3.2.2011 21:00