Fleiri fréttir Eiginkonan alls ekki ánægð Veronica Lario, eiginkona Silvios Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, er allt annað en ánægð með fréttir af vali á frambjóðendum Frelsisflokks eiginmanns síns fyrir kosningar til Evrópuþingsins, sem fara fram í júní. 2.5.2009 03:00 Svona gæti Maddý litið út í dag Foreldrar Madeleine McCann, litlu telpunnar sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal fyrir tveimur árum síðan hafa sent frá sér mynd sem þau hafa látið gera og sýnir hvernig Maddí gæti litið út í dag sé hún á lífi. Foreldrarnir fengu sérfræðing til þess að útbúa myndina þar sem reynt er að gera sér í hugarlund hvernig stúlkan hefur elst á þeim tíma sem liðinn er frá því hún hvarf. 1.5.2009 20:12 Flensan komin til Frakklands Svínaflensan hefur nú stungið sér niður í Frakklandi og hafa tvö tilfelli verið staðfest af frönskum yfirvöldum. Einn einstaklingur til viðbótar er talinn vera smitaður og beðið er niðurstöðu úr prófum á honum. Fólkið, karl og kona voru nýverið á ferð í Mexíkó þar sem flensan átti upptök sín en þar er talið að 176 manns hafi látist. Þau eru nú á spítala í París og gangast undir meðferð og eru ekki sögð í mikilli hættu. 1.5.2009 20:00 Auglýsing með Keiru Knightly bönnuð í Bretlandi Auglýsing sem breska leikkonan Keira Knightly lék í og ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um heimilisofbeldi hefur verið bönnuð í Bretlandi. Auglýsingin er gerð fyrir bresku góðgerðarsamtökin Women's Aid og átti að sýna hana í kvikmyndahúsum víðs vegar um Bretland næstu mánuðina. 1.5.2009 21:01 Chicago vill Ólympíuleikana 2016 Bandaríska stórborgin Chicago veðjar á að vinsældir Baracks Obama Bandaríkjaforseta auki líkurnar á því að borgin fái að halda Ólympíuleikana árið 2016. Obama er fyrrverandi öldungardeildarþingmaður fyrir Illinois og segja skipuleggjendur að hann styðji það eindregið að leikarnir verði haldnir í heimaborg hans. 1.5.2009 17:10 Fyrsta smit á milli manna í Bretlandi staðfest Skoskur heilbrigðisstarfsmaður hefur greinst með inflúensu af A stofni eða svokallaða svínaflensu. Það er í fyrsta skipti sem einstaklingur smitast í Bretlandi án þess að hafa verið nýlega í Mexíkó. Maðurinn, Graeme Pacitti er 24 ára gamall Skoti og hefur þegar verið settur á viðeigandi lyf og segja skosk heilbrigðisyfirvöld að ástand hans sé ekki alvarlegt. 1.5.2009 16:04 Efnahagsástandinu mótmælt um allan heim Verkalýðsfélög víðsvegar um heiminn hafa notað 1. maí, baráttudag verkalýðsins, til þess að mótmæla efnahagsástandinu sem leikið hefur flestar þjóðir heimsins grátt. Í Istanbul beitti tyrkneska lögreglan vatnsbyssum og táragasi til þess að dreifa mótmælendum og í nótt og fram á morgun slógust ungmenni í Þýskalandi við óeirðarlögregluna í Berlín. 1.5.2009 14:31 Tók 46 milljónir úr biluðum hraðbönkum og flúði land Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur sænskum manni sem notaði sér ótæplega bilun í hraðbanka. Hann stakk af úr landi með fjörutíu og sex milljónir króna. 1.5.2009 12:57 Tilræðismaðurinn látinn Hollendingur sem varð fimm manns að bana þegar hann reyndi að keyra á strætisvagn hollensku konungsfjölskyldunnar í gær lést af meiðslum sínum í morgun. 1.5.2009 10:00 AHS: Staðfest tilfelli 331 Alþjóða heilbrigðisstofnunin (AHS) segir að klukkan sex í morgun hafi staðfest tilfelli af svínaflensu í heiminum verið þrjúhundruð þrjátíu og eitt í ellefu löndum. Tíu hafa látist. 1.5.2009 09:55 Svínaflensa verður inflúensa A Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ákveðið að breyta nafni á flensuveirunni sem nú breiðist út um heiminn úr svínaflensu í inflúensu A (H1N1). Þetta er gert til þess að koma til móts við sjónarmið frá kjötframleiðendum og stjórnvöldum sem hafa áhyggjur af þessari nafngift. Engar vísbendingar hafa fundist um að svínaflensan smitist með neyslu svínakjöts. 30.4.2009 17:11 Breskir hermenn yfirgefa Írak Í dag yfirgáfu breskir hermenn borgina Basra í suðurhluta landsins og færast völdin þar með í hendur Bandaríkjamanna. Um tíma var barist harkalega í borginni sem var helsta miðstöð breska hersins í landinu. 30.4.2009 16:03 París teygir sig til hafs París, höfuðborg Frakklands, mun á næstu tveimur áratugum teygja sig alla leið til hafs og liggja þá að Ermarsundi. Nicolas Sarkozy forseti kynnti þessa hugmynd nú í vikunni og útfærslu hennar sem var í höndum arkitektsins Antoine Grumbach. 30.4.2009 12:45 Ók inn í hóp fólks í skrúðgöngu Að minnsta kosti tveir létu lífið þegar bíl var ekið inn í hóp fólks sem var að hylla hollensku konungsfjölskylduna. Beatrix drottning og fleiri úr fjölskyldunni óku um í opnum strætisvagni um götur smábæjarins Apeldoorn og er talið að ökumaðinn hafi ætlað sér að aka á vagninn. 30.4.2009 12:44 Fyrsta staðfesta svínaflensutilfellið í Hollandi Holland hefur bæst í hóp þeirra ríkja þar sem svínaflensan sem á uppruna sinn í Mexíkó hefur gert vart við sig. Um er að ræða þriggja ára gamalt barn en hollenska heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest málið. 30.4.2009 10:17 Bandaríkjamenn fitna í kreppunni Rúmlega 40 prósent vinnandi fólks í Bandaríkjunum hafa þyngst þrátt fyrir lækkandi laun og versnandi efnahagsástand. Þetta sýnir ný könnun vinnumiðlunar nokkurrar en könnunin náði til tæplega 4.500 manns sem enn eru í fullu starfi. 30.4.2009 08:55 Elsta fyrirbæri sem sést hefur í alheiminum Vísindamenn komu í síðustu viku auga á elsta fyrirbæri sem sést hefur í alheiminum. 30.4.2009 08:30 Fjarstýrð þyrla olli usla í indverska þinginu Neyðarástandi var lýst yfir í indverska þinghúsinu í gær þegar óvenjulegur vágestur birtist þar fyrirvaralaust. 30.4.2009 08:23 Bretar óánægðir með BT Breska fjarskiptafyrirtækið British Telecommunications nýtur minnstra vinsælda meðal þarlendra símnotenda samkvæmt nýrri könnun. BT var í einokunaraðstöðu þar til snemma á tíunda áratug síðustu aldar og hefur töluvert hallað undan fæti síðan samkeppni hófst á markaðnum. 30.4.2009 08:19 Mexíkóar frá vinnu fram á þriðjudag Öll vinna í Mexíkó, að undanskilinni nauðsynlegustu starfsemi, mun liggja niðri frá morgundeginum og fram á þriðjudag til að sporna við því að svínaflensan breiðist enn frekar út. Fólk er beðið að halda sig heima við og allt samkomuhald hefur verið bannað. 30.4.2009 07:25 París mun ná út að Ermarsundi París, höfuðborg Frakklands, mun á næstu tveimur áratugum teygja sig alla leið til hafs og liggja þá að Ermarsundi. Nicolas Sarkozy forseti kynnti þessa hugmynd nú í vikunni og útfærslu hennar sem var í höndum arkitektsins Antoine Grumbach. 30.4.2009 07:23 Kasparov reifst við saksóknara Skákmeistarinn Garry Kasparov, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, lét sjá sig við réttarhöldin yfir auðkýfingnum fyrrverandi Mikaíl Kodorkovskí í Moskvu í gær. Í hléi lenti hann í snörpu orðaskaki við einn saksóknaranna í málinu. Kasparov sagði það borgaralega skyldu sína að mæta við réttarhöldin og sýna Kodorkovskí stuðning. 30.4.2009 04:30 Byrjaður að dusta rykið Fyrstu hundrað dagar Baracks Obama í starfi forseta Bandaríkjanna þykja vel heppnaðir. Mannréttindasamtök segja þó hægt miða í mannréttindamálum. 30.4.2009 04:30 Svínum slátrað í Egyptalandi Viðbrögðin við svínaflensu eru ekki á sama veg í öllum ríkjum heims. Í Egyptalandi tóku stjórnvöld þá ákvörðun að slátra skyldi öllum svínum í landinu, en þau eru samtals 300 þúsund. 30.4.2009 04:15 Sýknaðir en í fangelsi Tveir bresku sakborninganna þriggja, sem á þriðjudag voru sýknaðir af ákærum um að hafa aðstoðað fjóra hryðjuverkamenn sem sprengdu sig í loft upp í London í júlí 2005, voru í gær dæmdir til sjö ára fangavistar fyrir aðrar sakir tengdar dvöl þeirra í þjálfunarbúðum fyrir hryðjuverkamenn. 30.4.2009 04:00 Áströlskum hermönnum fjölgar í Afganistan Ríkisstjórn Ástralíu hefur ákveðið fjölga um 450 hermenn í herliði landsins í Afganistan. Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, sagði þetta gert til að herða sóknina gegn Talibönum sem hafa að undanförnu styrkt stöðu sína víða í landinu. Áströlsku hermönnunum er einkum ætlað að þjálfa afganska lögreglumenn og öryggissveitir. 29.4.2009 23:08 Mannskæðar árásir í Bagdad Að minnsta kosti 42 eru látnir og aðrir 68 mikið slasaðir eftir árásir vígamanna í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Á annað hundrað manns hafa fallið á árásum á síðustu tveimur vikum. 29.4.2009 22:52 Viðbúnaðarstig hækkað í fimmta stig af sex Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, hefur aukið viðbúnað sinn vegna farsóttarhættu vegna svínaflensufaraldursins. Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað úr fjórða stigi í það fimmta en stigin eru alls sex. 29.4.2009 21:06 WHO íhugar að lýsa yfir næstefsta viðbúnaðarstigi Fulltrúar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segjast skrefi nær því að lýsa yfir næst efsta viðbúnaðarstigi vegna svínaflensunnar. Það þýðir að ekkert lát er á útbreiðslu sjúkdómsins. Íslensk kona í Mexíkó, þar sem sjúkdómurinn greindist fyrst, segir viðbúnað í landinu mikinn en hún sé ekki á leið heim í bráð. 29.4.2009 18:42 Sjúklingurinn á Spáni hafði verið í samskiptum við fólk nýkomið frá Mexíkó Heilbrigðisyfirvöld á Spáni tilkynntu fyrir stundu að svínflensa hefði greinst í sjúklingi þar í landi sem hefði ekki komið til Mexíkó þar sem sjúkdómurinn á upptök sín. Það virtist gefa til kynna að flensan væri að breiðast út en skömmu síðar kom í ljós að maðurinn hafði verið í samskiptum við fólk nýkomið frá Mexíkó. 29.4.2009 15:51 Barnið sem lést í Texas var frá Mexíkó Nú er komið í ljós að barnið sem lést í Texas ríki af völdum svínaflensu var frá Mexíkó en foreldrar þess höfðu ferðast með það yfir landamærin til þess að leita læknisaðstoðar. Fyrr í dag var greint frá því að um væri að ræða fyrsta dauðsfallið í Bandaríkjunum af völdum svínaflensu. Barnið var tveggja ára gamalt. 29.4.2009 13:16 Öllum svínum í Egyptalandi fargað Heilbrigðisyfirvöld í Egyptalandi hafa fyrirskipað að öllum svínum í landinu skuli fargað vegna svínaflensunnar sem vekur ugg víða um heim. Í yfirlýsingu frá egypska heilbrigðisráðherrans segir að þetta sé gert í varúðarskyni. 29.4.2009 12:44 Svínaflensan: Tveggja ára bandarískt barn látið Bandarísk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu nú fyrir stundu um fyrsta dauðsfall af völdum svínaflensu í Bandaríkjunum. Um er að ræða tæplega tveggja ára barn í Texas. 29.4.2009 10:48 Norður Kóreumenn hóta kjarnavopnatilraunum Norður Kóreumenn hótuðu í morgun að gera tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar ef Sameinuðu þjóðirnar féllu ekki frá refsiaðgerðum gegn Norður Kóreu og bæðust afsökunar á að hafa beitt þeim. 29.4.2009 10:45 Ástralar auka herstyrk í Afganistan Ástralar hyggjast fjölga í herafla sínum í Afganistan og senda þangað 450 hermenn til viðbótar við þá 1.100 sem þegar eru á staðnum. 29.4.2009 08:38 Bretar geta flett glæpamönnum í hverfinu upp Breski dómsmálaráðherrann Jack Straw mun á morgun kynna áætlun ríkisstjórnarinnar um að koma upp gagnagrunni á Netinu þar sem fletta má upp dæmdum afbrotamönnum í ákveðnum hverfum. Með þessu eiga íbúar að geta áttað sig á því hvers konar nágranna þeir eigi. 29.4.2009 08:15 Bandarískir svínabændur óhressir með svínaflensu Tom Vilsack, landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna, hefur bænheyrt þarlenda svínabændur og farið þess á leit við stjórnvöld að nafni svínaflensunnar alræmdu verði breytt í H1N1-veiran í stað þess að kenna hana við svín. 29.4.2009 08:12 Varð ófæddum tvíburum sínum að bana Kona frá Sómalíu, búsett í Bretlandi, er fyrir rétti, ákærð fyrir að hafa orðið ófæddum tvíburum sínum að bana með því að sprauta sjálfa sig með lyfinu syntómetrín sem kemur hríðum af stað og þar með fæðingu, í þessu tilfelli tæpum mánuði fyrir áætlaðan fæðingartíma. 29.4.2009 08:09 Réðust inn í íbúð í Birkerød Fimmtán ára unglingur og tvítugur maður voru handteknir í nótt fyrir rán í bænum Birkerød á Norður-Sjálandi í Danmörku. Ræningjarnir spörkuðu upp hurð á íbúð í bænum og réðust þar á húsráðanda og mann sem var gestkomandi hjá honum. 29.4.2009 07:33 Umferðarslys í Kaliforníu Að minnsta kosti fjórir eru látnir og tæplega 40 slasaðir eftir að hópferðabifreið valt á þjóðvegi í Kaliforníu í morgun. Tildrög slyssins eru enn óljós en farþegarnir voru flestir franskir ferðamenn. Tólf sjúkrabílar og sjö björgunarþyrlur voru send á vettvang með hraði og vinnur björgunarlið nú að því að hjálpa farþegunum út úr flaki bifreiðarinnar. 29.4.2009 07:32 Bretar panta 30 milljónir gríma Breska heilbrigðisráðuneytið hefur pantað 30 milljónir gríma til að hylja vit fólks og verja það þannig fyrir svínaflensunni sem geisar í heiminum. Sérfræðingar hafa þó bent á að grímurnar veiti litla sem enga vörn gegn veirunni sem veldur svínaflensu. 29.4.2009 07:26 Litlar áhyggjur af Rússum Atlantshafsbandalagið verður með heræfingu í Georgíu í maí. Rússar hafa gagnrýnt þetta harðlega. Gregory Vashadze, utanríkisráðherra Georgíu, gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Rússa og óttast ekki innrás þeirra. 29.4.2009 04:30 Áhrifin umdeilanleg ESB-umræða Íslendinga hefur vakið athygli í Noregi eftir alþingiskosningarnar, sérstaklega sú staðreynd að Samfylkingin getur myndað ríkisstjórn og gengið til aðildarviðræðna við Evrópusambandið, ESB, þannig að Íslendingar verði komnir með evruna innan nokkurra ára. Norðmenn velta fyrir sér hvort og þá hvaða áhrif þetta hafi á norsk stjórnmál og EES-samninginn. 29.4.2009 04:30 Niðurstaðan áfall fyrir ákæruvaldið Þrír menn, sem grunaðir voru um aðild að sprengjuárásunum í London 7. júlí 2005, voru í gær sýknaðir af ákærum. 29.4.2009 04:30 Pólland bíður eftir evrunum Ríkisstjórn Póllands hefur samþykkt varaáætlun í evruvæðingu landsins. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir því að landið uppfylli ekki grundvallarskilyrði til þátttöku í gjaldmiðilssamstarfinu ERM-2 sem er nauðsynlegt fyrir upptökuna. 29.4.2009 04:15 Sjá næstu 50 fréttir
Eiginkonan alls ekki ánægð Veronica Lario, eiginkona Silvios Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, er allt annað en ánægð með fréttir af vali á frambjóðendum Frelsisflokks eiginmanns síns fyrir kosningar til Evrópuþingsins, sem fara fram í júní. 2.5.2009 03:00
Svona gæti Maddý litið út í dag Foreldrar Madeleine McCann, litlu telpunnar sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal fyrir tveimur árum síðan hafa sent frá sér mynd sem þau hafa látið gera og sýnir hvernig Maddí gæti litið út í dag sé hún á lífi. Foreldrarnir fengu sérfræðing til þess að útbúa myndina þar sem reynt er að gera sér í hugarlund hvernig stúlkan hefur elst á þeim tíma sem liðinn er frá því hún hvarf. 1.5.2009 20:12
Flensan komin til Frakklands Svínaflensan hefur nú stungið sér niður í Frakklandi og hafa tvö tilfelli verið staðfest af frönskum yfirvöldum. Einn einstaklingur til viðbótar er talinn vera smitaður og beðið er niðurstöðu úr prófum á honum. Fólkið, karl og kona voru nýverið á ferð í Mexíkó þar sem flensan átti upptök sín en þar er talið að 176 manns hafi látist. Þau eru nú á spítala í París og gangast undir meðferð og eru ekki sögð í mikilli hættu. 1.5.2009 20:00
Auglýsing með Keiru Knightly bönnuð í Bretlandi Auglýsing sem breska leikkonan Keira Knightly lék í og ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um heimilisofbeldi hefur verið bönnuð í Bretlandi. Auglýsingin er gerð fyrir bresku góðgerðarsamtökin Women's Aid og átti að sýna hana í kvikmyndahúsum víðs vegar um Bretland næstu mánuðina. 1.5.2009 21:01
Chicago vill Ólympíuleikana 2016 Bandaríska stórborgin Chicago veðjar á að vinsældir Baracks Obama Bandaríkjaforseta auki líkurnar á því að borgin fái að halda Ólympíuleikana árið 2016. Obama er fyrrverandi öldungardeildarþingmaður fyrir Illinois og segja skipuleggjendur að hann styðji það eindregið að leikarnir verði haldnir í heimaborg hans. 1.5.2009 17:10
Fyrsta smit á milli manna í Bretlandi staðfest Skoskur heilbrigðisstarfsmaður hefur greinst með inflúensu af A stofni eða svokallaða svínaflensu. Það er í fyrsta skipti sem einstaklingur smitast í Bretlandi án þess að hafa verið nýlega í Mexíkó. Maðurinn, Graeme Pacitti er 24 ára gamall Skoti og hefur þegar verið settur á viðeigandi lyf og segja skosk heilbrigðisyfirvöld að ástand hans sé ekki alvarlegt. 1.5.2009 16:04
Efnahagsástandinu mótmælt um allan heim Verkalýðsfélög víðsvegar um heiminn hafa notað 1. maí, baráttudag verkalýðsins, til þess að mótmæla efnahagsástandinu sem leikið hefur flestar þjóðir heimsins grátt. Í Istanbul beitti tyrkneska lögreglan vatnsbyssum og táragasi til þess að dreifa mótmælendum og í nótt og fram á morgun slógust ungmenni í Þýskalandi við óeirðarlögregluna í Berlín. 1.5.2009 14:31
Tók 46 milljónir úr biluðum hraðbönkum og flúði land Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur sænskum manni sem notaði sér ótæplega bilun í hraðbanka. Hann stakk af úr landi með fjörutíu og sex milljónir króna. 1.5.2009 12:57
Tilræðismaðurinn látinn Hollendingur sem varð fimm manns að bana þegar hann reyndi að keyra á strætisvagn hollensku konungsfjölskyldunnar í gær lést af meiðslum sínum í morgun. 1.5.2009 10:00
AHS: Staðfest tilfelli 331 Alþjóða heilbrigðisstofnunin (AHS) segir að klukkan sex í morgun hafi staðfest tilfelli af svínaflensu í heiminum verið þrjúhundruð þrjátíu og eitt í ellefu löndum. Tíu hafa látist. 1.5.2009 09:55
Svínaflensa verður inflúensa A Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ákveðið að breyta nafni á flensuveirunni sem nú breiðist út um heiminn úr svínaflensu í inflúensu A (H1N1). Þetta er gert til þess að koma til móts við sjónarmið frá kjötframleiðendum og stjórnvöldum sem hafa áhyggjur af þessari nafngift. Engar vísbendingar hafa fundist um að svínaflensan smitist með neyslu svínakjöts. 30.4.2009 17:11
Breskir hermenn yfirgefa Írak Í dag yfirgáfu breskir hermenn borgina Basra í suðurhluta landsins og færast völdin þar með í hendur Bandaríkjamanna. Um tíma var barist harkalega í borginni sem var helsta miðstöð breska hersins í landinu. 30.4.2009 16:03
París teygir sig til hafs París, höfuðborg Frakklands, mun á næstu tveimur áratugum teygja sig alla leið til hafs og liggja þá að Ermarsundi. Nicolas Sarkozy forseti kynnti þessa hugmynd nú í vikunni og útfærslu hennar sem var í höndum arkitektsins Antoine Grumbach. 30.4.2009 12:45
Ók inn í hóp fólks í skrúðgöngu Að minnsta kosti tveir létu lífið þegar bíl var ekið inn í hóp fólks sem var að hylla hollensku konungsfjölskylduna. Beatrix drottning og fleiri úr fjölskyldunni óku um í opnum strætisvagni um götur smábæjarins Apeldoorn og er talið að ökumaðinn hafi ætlað sér að aka á vagninn. 30.4.2009 12:44
Fyrsta staðfesta svínaflensutilfellið í Hollandi Holland hefur bæst í hóp þeirra ríkja þar sem svínaflensan sem á uppruna sinn í Mexíkó hefur gert vart við sig. Um er að ræða þriggja ára gamalt barn en hollenska heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest málið. 30.4.2009 10:17
Bandaríkjamenn fitna í kreppunni Rúmlega 40 prósent vinnandi fólks í Bandaríkjunum hafa þyngst þrátt fyrir lækkandi laun og versnandi efnahagsástand. Þetta sýnir ný könnun vinnumiðlunar nokkurrar en könnunin náði til tæplega 4.500 manns sem enn eru í fullu starfi. 30.4.2009 08:55
Elsta fyrirbæri sem sést hefur í alheiminum Vísindamenn komu í síðustu viku auga á elsta fyrirbæri sem sést hefur í alheiminum. 30.4.2009 08:30
Fjarstýrð þyrla olli usla í indverska þinginu Neyðarástandi var lýst yfir í indverska þinghúsinu í gær þegar óvenjulegur vágestur birtist þar fyrirvaralaust. 30.4.2009 08:23
Bretar óánægðir með BT Breska fjarskiptafyrirtækið British Telecommunications nýtur minnstra vinsælda meðal þarlendra símnotenda samkvæmt nýrri könnun. BT var í einokunaraðstöðu þar til snemma á tíunda áratug síðustu aldar og hefur töluvert hallað undan fæti síðan samkeppni hófst á markaðnum. 30.4.2009 08:19
Mexíkóar frá vinnu fram á þriðjudag Öll vinna í Mexíkó, að undanskilinni nauðsynlegustu starfsemi, mun liggja niðri frá morgundeginum og fram á þriðjudag til að sporna við því að svínaflensan breiðist enn frekar út. Fólk er beðið að halda sig heima við og allt samkomuhald hefur verið bannað. 30.4.2009 07:25
París mun ná út að Ermarsundi París, höfuðborg Frakklands, mun á næstu tveimur áratugum teygja sig alla leið til hafs og liggja þá að Ermarsundi. Nicolas Sarkozy forseti kynnti þessa hugmynd nú í vikunni og útfærslu hennar sem var í höndum arkitektsins Antoine Grumbach. 30.4.2009 07:23
Kasparov reifst við saksóknara Skákmeistarinn Garry Kasparov, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, lét sjá sig við réttarhöldin yfir auðkýfingnum fyrrverandi Mikaíl Kodorkovskí í Moskvu í gær. Í hléi lenti hann í snörpu orðaskaki við einn saksóknaranna í málinu. Kasparov sagði það borgaralega skyldu sína að mæta við réttarhöldin og sýna Kodorkovskí stuðning. 30.4.2009 04:30
Byrjaður að dusta rykið Fyrstu hundrað dagar Baracks Obama í starfi forseta Bandaríkjanna þykja vel heppnaðir. Mannréttindasamtök segja þó hægt miða í mannréttindamálum. 30.4.2009 04:30
Svínum slátrað í Egyptalandi Viðbrögðin við svínaflensu eru ekki á sama veg í öllum ríkjum heims. Í Egyptalandi tóku stjórnvöld þá ákvörðun að slátra skyldi öllum svínum í landinu, en þau eru samtals 300 þúsund. 30.4.2009 04:15
Sýknaðir en í fangelsi Tveir bresku sakborninganna þriggja, sem á þriðjudag voru sýknaðir af ákærum um að hafa aðstoðað fjóra hryðjuverkamenn sem sprengdu sig í loft upp í London í júlí 2005, voru í gær dæmdir til sjö ára fangavistar fyrir aðrar sakir tengdar dvöl þeirra í þjálfunarbúðum fyrir hryðjuverkamenn. 30.4.2009 04:00
Áströlskum hermönnum fjölgar í Afganistan Ríkisstjórn Ástralíu hefur ákveðið fjölga um 450 hermenn í herliði landsins í Afganistan. Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, sagði þetta gert til að herða sóknina gegn Talibönum sem hafa að undanförnu styrkt stöðu sína víða í landinu. Áströlsku hermönnunum er einkum ætlað að þjálfa afganska lögreglumenn og öryggissveitir. 29.4.2009 23:08
Mannskæðar árásir í Bagdad Að minnsta kosti 42 eru látnir og aðrir 68 mikið slasaðir eftir árásir vígamanna í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Á annað hundrað manns hafa fallið á árásum á síðustu tveimur vikum. 29.4.2009 22:52
Viðbúnaðarstig hækkað í fimmta stig af sex Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, hefur aukið viðbúnað sinn vegna farsóttarhættu vegna svínaflensufaraldursins. Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað úr fjórða stigi í það fimmta en stigin eru alls sex. 29.4.2009 21:06
WHO íhugar að lýsa yfir næstefsta viðbúnaðarstigi Fulltrúar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segjast skrefi nær því að lýsa yfir næst efsta viðbúnaðarstigi vegna svínaflensunnar. Það þýðir að ekkert lát er á útbreiðslu sjúkdómsins. Íslensk kona í Mexíkó, þar sem sjúkdómurinn greindist fyrst, segir viðbúnað í landinu mikinn en hún sé ekki á leið heim í bráð. 29.4.2009 18:42
Sjúklingurinn á Spáni hafði verið í samskiptum við fólk nýkomið frá Mexíkó Heilbrigðisyfirvöld á Spáni tilkynntu fyrir stundu að svínflensa hefði greinst í sjúklingi þar í landi sem hefði ekki komið til Mexíkó þar sem sjúkdómurinn á upptök sín. Það virtist gefa til kynna að flensan væri að breiðast út en skömmu síðar kom í ljós að maðurinn hafði verið í samskiptum við fólk nýkomið frá Mexíkó. 29.4.2009 15:51
Barnið sem lést í Texas var frá Mexíkó Nú er komið í ljós að barnið sem lést í Texas ríki af völdum svínaflensu var frá Mexíkó en foreldrar þess höfðu ferðast með það yfir landamærin til þess að leita læknisaðstoðar. Fyrr í dag var greint frá því að um væri að ræða fyrsta dauðsfallið í Bandaríkjunum af völdum svínaflensu. Barnið var tveggja ára gamalt. 29.4.2009 13:16
Öllum svínum í Egyptalandi fargað Heilbrigðisyfirvöld í Egyptalandi hafa fyrirskipað að öllum svínum í landinu skuli fargað vegna svínaflensunnar sem vekur ugg víða um heim. Í yfirlýsingu frá egypska heilbrigðisráðherrans segir að þetta sé gert í varúðarskyni. 29.4.2009 12:44
Svínaflensan: Tveggja ára bandarískt barn látið Bandarísk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu nú fyrir stundu um fyrsta dauðsfall af völdum svínaflensu í Bandaríkjunum. Um er að ræða tæplega tveggja ára barn í Texas. 29.4.2009 10:48
Norður Kóreumenn hóta kjarnavopnatilraunum Norður Kóreumenn hótuðu í morgun að gera tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar ef Sameinuðu þjóðirnar féllu ekki frá refsiaðgerðum gegn Norður Kóreu og bæðust afsökunar á að hafa beitt þeim. 29.4.2009 10:45
Ástralar auka herstyrk í Afganistan Ástralar hyggjast fjölga í herafla sínum í Afganistan og senda þangað 450 hermenn til viðbótar við þá 1.100 sem þegar eru á staðnum. 29.4.2009 08:38
Bretar geta flett glæpamönnum í hverfinu upp Breski dómsmálaráðherrann Jack Straw mun á morgun kynna áætlun ríkisstjórnarinnar um að koma upp gagnagrunni á Netinu þar sem fletta má upp dæmdum afbrotamönnum í ákveðnum hverfum. Með þessu eiga íbúar að geta áttað sig á því hvers konar nágranna þeir eigi. 29.4.2009 08:15
Bandarískir svínabændur óhressir með svínaflensu Tom Vilsack, landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna, hefur bænheyrt þarlenda svínabændur og farið þess á leit við stjórnvöld að nafni svínaflensunnar alræmdu verði breytt í H1N1-veiran í stað þess að kenna hana við svín. 29.4.2009 08:12
Varð ófæddum tvíburum sínum að bana Kona frá Sómalíu, búsett í Bretlandi, er fyrir rétti, ákærð fyrir að hafa orðið ófæddum tvíburum sínum að bana með því að sprauta sjálfa sig með lyfinu syntómetrín sem kemur hríðum af stað og þar með fæðingu, í þessu tilfelli tæpum mánuði fyrir áætlaðan fæðingartíma. 29.4.2009 08:09
Réðust inn í íbúð í Birkerød Fimmtán ára unglingur og tvítugur maður voru handteknir í nótt fyrir rán í bænum Birkerød á Norður-Sjálandi í Danmörku. Ræningjarnir spörkuðu upp hurð á íbúð í bænum og réðust þar á húsráðanda og mann sem var gestkomandi hjá honum. 29.4.2009 07:33
Umferðarslys í Kaliforníu Að minnsta kosti fjórir eru látnir og tæplega 40 slasaðir eftir að hópferðabifreið valt á þjóðvegi í Kaliforníu í morgun. Tildrög slyssins eru enn óljós en farþegarnir voru flestir franskir ferðamenn. Tólf sjúkrabílar og sjö björgunarþyrlur voru send á vettvang með hraði og vinnur björgunarlið nú að því að hjálpa farþegunum út úr flaki bifreiðarinnar. 29.4.2009 07:32
Bretar panta 30 milljónir gríma Breska heilbrigðisráðuneytið hefur pantað 30 milljónir gríma til að hylja vit fólks og verja það þannig fyrir svínaflensunni sem geisar í heiminum. Sérfræðingar hafa þó bent á að grímurnar veiti litla sem enga vörn gegn veirunni sem veldur svínaflensu. 29.4.2009 07:26
Litlar áhyggjur af Rússum Atlantshafsbandalagið verður með heræfingu í Georgíu í maí. Rússar hafa gagnrýnt þetta harðlega. Gregory Vashadze, utanríkisráðherra Georgíu, gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Rússa og óttast ekki innrás þeirra. 29.4.2009 04:30
Áhrifin umdeilanleg ESB-umræða Íslendinga hefur vakið athygli í Noregi eftir alþingiskosningarnar, sérstaklega sú staðreynd að Samfylkingin getur myndað ríkisstjórn og gengið til aðildarviðræðna við Evrópusambandið, ESB, þannig að Íslendingar verði komnir með evruna innan nokkurra ára. Norðmenn velta fyrir sér hvort og þá hvaða áhrif þetta hafi á norsk stjórnmál og EES-samninginn. 29.4.2009 04:30
Niðurstaðan áfall fyrir ákæruvaldið Þrír menn, sem grunaðir voru um aðild að sprengjuárásunum í London 7. júlí 2005, voru í gær sýknaðir af ákærum. 29.4.2009 04:30
Pólland bíður eftir evrunum Ríkisstjórn Póllands hefur samþykkt varaáætlun í evruvæðingu landsins. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir því að landið uppfylli ekki grundvallarskilyrði til þátttöku í gjaldmiðilssamstarfinu ERM-2 sem er nauðsynlegt fyrir upptökuna. 29.4.2009 04:15