Fleiri fréttir

Vilma orðin að fellibyl

Hitabeltisstormurinn Vilma er nú formlega orðin að fellibyl. Vindkviðurnar ná allt að eitthundrað sjötíu og sjö kílómetra hraða á klukkustund en þegar vindhraðinn er kominn í eitthundrað og nítján kílómetra á klukkustund eru óveður skilgreind sem fellibylir.

Gruna tengdabróður Assad um morð

Tengdabróðir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta er meðal þeirra sem liggja undir grun um morðið á Rafik al-Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons. Þetta kemur fram í skýrslu þeirra sem hafa rannsakað morðið fyrir Sameinuðu þjóðirnar að sögn þýska blaðsins Stern.

Kenneth Clarke kosinn út

Kenneth Clarke, fyrrum fjármálaráðherra Bretlands, varð fyrsti frambjóðandinn til leiðtogaembættis breska Íhaldsflokksins til að falla úr leik. Þingmenn flokksins greiddu atkvæði um frambjóðendurna fjóra rétt í þessu og fékk Clarke fæst atkvæði. David Davis fékk flest atkvæði, en 62 af 198 þingmönnum greiddu honum atkvæði sitt.

Saddam sóttur til saka

Réttarhöld yfir Saddam Hussein hefjast í Bagdad í dag en hann er ákærður fyrir að hafa fyrirskipað fjöldamorð á 143 sjíum árið 1982. Mannréttindasamtök bera brigður á sanngirni réttarhaldanna og segja þau stjórnast af hefnigirni.

Litli prinsinn farinn heim

María krónprinsessa Dana og Friðrik ríkisarfi fóru heim af sjúkrahúsinu í dag með son sinn sem fæddist á laugardaginn. Fjölmiðlum var um leið gefið tækifæri til að sjá nýfædda prinsinn, sem svaf sallarólegur á sínu græna eyra meðan myndavélarnar suðuðu og smelltu í gríð og erg. Móður og syni heilsast vel og sögðust foreldrarnir vera að springa úr stolti yfir frumburðinum.

Norskum strandgæslumönnum rænt

Tveir eftirlitsmenn frá norsku strandgæslunni sem rússneskur togari rændi á sunnudagskvöld, eru enn um borð í togaranum. Rússnesk stjórnvöld hafa sent herskip á móti honum og er því ætlað að ná í Norðmennina. Rússarnir halda því fram að skotið hafi verið að þeim, en því neita norsk stjórnvöld.

Evrópa ekki nógu vel undirbúin

Evrópa er ekki nógu vel undirbúin fyrir fuglaflensufaraldur, en allt verður gert til að bæta úr því, segir yfirmaður heilbrigðismála hjá Evrópusambandinu. Stöðugt fjölgar þeim Evrópulöndum þar sem grunur leikur á að flensan hafi stungið sér niður.

Hjálparstarf gengur enn erfiðlega

Fimmtíu og fjögur þúsund manns eru nú talin hafa farist í jarðskjálftanum sem reið yfir Kasmírhérað fyrir tíu dögum. Neyðaraðstoð hefur enn ekki borist til hálfrar milljónar manna. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir hjálparstarf í Kasmír erfiðara en eftir flóðbylgjuna miklu í Indlandshafi í fyrra, og telur ekki nógu mörg vetrartjöld til í heiminum til að veita öllum þeim sem eru heimilislausir eftir skjálftann, tímabundið húsaskjól í vetur.

Kyrkislanga í klósettinu

Þriggja metra löng kyrkislanga, sem Manchesterbúar gáfu nafnið Keith, er nú loks hætt að skríða milli klósetta í íbúðarblokk í borginni, en það hafði hún gert í þrjá mánuði, íbúunum til mikillar hrellingar.

Minnst spilling sögð á Íslandi

Á árlega uppfærðum lista stofnunarinnar Transparency International, sem sérhæfir sig í að meta og fylgjast með spillingu í löndum heims, er Ísland talið minnst spillta land veraldar. Mest er spillingin aftur á móti í Tsjad, Bangladess, Túrkmenistan og Myanmar (Búrma).

Stíma inn í rússneska lögsögu

Skipstjóri rússneska togarans "Elektron", sem lagði á flótta undan norskum varðskipum í Barentshafi með tvo norska veiðieftirlitsmenn innanborðs, sagðist í gær ekki ætla að nema staðar fyrr en hann væri kominn í rússneska landhelgi.

Þyrluloftbrú í Pakistan

Loftbrú var mynduð með tugum herþyrlna til að flytja hjálpargögn til nauðstaddra í afskekktari byggðum í fjalllendinu í pakistanska hluta Kasmír í gær þar sem áætlað er að um hálf milljón manna sem lifði af jarðskjálftann mikla um þarsíðustu helgi bíði þess enn að þeim berist aðstoð.

Nýi Danaprinsinn kominn heim

María Elísabet krónprinsessa og Friðrik krónprins Danmerkur sýndu nýfæddan son sinn í fyrsta sinn opinberlega í gær er þau fóru heim af fæðingardeildinni. Þau brostu sínu breiðasta, hún með prinsinn unga á arminum, þegar þau veifuðu til fjölmiðlafólks sem beið þeirra við innganginn að Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.

Nýi Danaprinsinn kominn heim

María Elísabet krónprinsessa og Friðrik krónprins Danmerkur sýndu nýfæddan son sinn í fyrsta sinn opinberlega í gær er þau fóru heim af fæðingardeildinni. Þau brostu sínu breiðasta, hún með prinsinn unga á arminum, þegar þau veifuðu til fjölmiðlafólks sem beið þeirra við innganginn að Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.

Ken Clarke heltist úr lestinni

Ken Clarke heltist úr lestinni í fyrstu umferð leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins í gær. David Davis varð hins vegar hlutskarpastur fjórmenninganna sem berjast um embættið.

Pakistanskir fangar flýja

Um 60 fangar eru taldir hafa sloppið úr Muzaffarabad fangelsinu í pakistanska hluta Kasmír héraðs eftir Suður Asíu jarðskjálftanum fyrir átta dögum. Fangarnir höfðu flestir hlotið dauðadóm.

Fannst á lífi eftir átta daga

Björgunarmenn fundu stúlkubarn á lífi í húsarústum í Pakistan í gær, átta dögum eftir að jarðskjálfti upp á 7,6 á richter reið yfir landið.

Jarðskjálfti í Tyrklandi

Jarðskjáflta varð vart í vesturhluta Tyrklands og á grísku Aegan eyjunum í Miðjarðahafi nú í morgunsárið. Skjálftinn mældist 5,7 á Richter skala en ekki er vitað um tjón eða mannfall að svo stöddu.

Atvinnuleysi meðal innflytjenda

Ný dönsk rannsókn sýnir að 2. kynslóða innflytjendur eiga erfiðara með að fóta sig á atvinnumarkaðinum en áður var talið. Töluverðar breytingar hafa orðið á atvinnuþáttöku fólks af erlendum uppruna frá því árið 2001.

Hætta samskiptum við Palestínumenn

Ísraelsstjórn hefur ákveðið að hætta öllum samskiptum tímabundið við heimastjórn Palestínumanna. En þrír Ísraelar féllu í árásum uppreisnarmanna á Vesturbakkanum um helgina.

Selveiðar aftur hagkvæmar?

Selveiðar gætu aftur orðið vænleg atvinnugrein hér á landi, ef þær fréttir frá Noregi reynast réttar að lýsi, unnið úr sel, sé tíu til tuttugu sinnum áhrifaríkara en venjuelgt þorska- og ufsalýsi.

Jarðskjálftar í Tyrklandi

Tveir öflugir jarðskjálftar skóku borgina Izmir í vesturhluta Tyrklands í morgun. Sá fyrri mældist 5,7 stig á Richter og sá síðari 5,9 stig á Richter.

Ný ríkisstjórn í Noregi

Ríkisstjórn vinstri og miðflokka tók við völdum í Noregi í dag. Þetta er í fyrsta skipti í 20 ár, sem norska stjórnin hefur meirihluta á þingi en í stjórninni eiga sæti 19 ráðherrar, 10 karlar og 9 konur.

Berjast fyrir togveiðibanni

Umhverfisverndarsinnum, sem berjast gegn því að togarar fái að veiða fisk, bættist liðsauki fimmtíu breskra vísindamanna í morgun, sem skora á bresk stjórnvöld að beita sér á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrir alheimstogveiðibanni.

Tölvupóstur með tengli á barnaklám

Tölvupóstur með tengli á barnaklámssíður fer nú um eins og eldur í sinu í Danmörku. Danska lögreglan hefur fengið yfir tvö hundruð tilkynningar vegna þessa.

Óttast rangar áherslur

Forsvarsmenn Alþjóða heilbrigðissstofnunarinnar óttast að fuglaflensutilfelli sem hafa greinst í Evrópu verði til þess að Evrópuríki hætti að veita fé til að berjast gegn sjúkdómnum í Suð-Austur Asíu, þess í stað einbeiti ríkin sér að því að koma í veg fyrir fuglaflensu í Evrópu.

Greiða 43 milljarða í bætur

Svissneska lyfjafyrirtækið Serono hefur samþykkt að greiða andvirði 43 milljarða króna í miskabætur fyrir að hafa beitt ólöglegum aðferðum við að koma alnæmislyfinu Serostim á markað.

44 morð framin daglega í BNA

Sextán þúsund eitt hundrað þrjátíu og sjö manns voru myrtir í Bandaríkjunum í fyrra. Að meðaltali eru því framin um fjörutíu og fjögur morð á hverjum einasta degi í Bandaríkjunum. Morðum fækaði samt um nærri tvö prósent frá árinu 2003, þegar sextán þúsund og fimm hundruð manns voru myrtir.

70 létust í loftárásum

Um 70 manns létust í loftárásum Bandaríkjamanna á skotmörk í Ramadi í vestanverðu Írak. Talsmenn Bandaríkjahers segja að þeir látnu hafi allir verið vígamenn sem börðust gegn íröskum stjórnvöldum og veru erlends herliðs í Írak. Lögreglumenn í Ramadi segja hins vegar að um tuttugu þeirra sem létust hafi verið óbreyttir borgarar, sumir þeirra börn.

Tveir jarðskjálftar í Tyrklandi

Tveir stórir jarðskjálftar skóku vesturhluta Tyrklands í morgun. Upptök skjálftanna, sem voru 5,7 og 5,9 á Richter, voru á botni Sigacik-flóa, um fimmtíu kílómetra suðvestur af hafnarborginni Izmir, þriðju stærstu borg Tyrklands. Mikil skelfing greip um sig meðal borgarbúa og slösuðust að minnsta kosti þrír við að stökkva út um glugga.

Reiði vegna hofheimsóknar

Þegar Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, laut í gær höfði í Yasukuni-hofinu í Tókýó, sem tileinkað er minningu Japana sem látið hafa lífið í stríði, voru viðbrögðin í öðrum Asíulöndum snör og hörð: Ráðamenn í Seoul sögðu réttast að aflýsa áformuðum leiðtogafundi og í Peking var því lýst yfir að hofheimsóknin væri ögrun.

Lenín undir græna torfu?

Héraðsstjóri Pétursborgar, sem er talinn náinn pólitískur samherji Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, hvatti í gær opinberlega til þess að lík Vladimírs Lenín, sem enn stendur uppi í grafhýsi á Rauða torginu í Moskvu, verði fjarlægt þaðan og grafið.

Úkraína fái að semja um NATO-aðild

Viktor Jústsjenko, forseti Úkraínu, sagðist í gær vonast til að viðræður um aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu gætu hafist á vori komanda. Ennfremur sagði hann að fríverslunarsamningur við Evrópusambandið gæti orðið að veruleika innan 12-15 mánaða. Hann þáði viðurkenningu úr hendi Elísabetar Englandsdrottningar í Lundúnum í gær.

Forsetaljóðabók skyldulesning

Forseti Túrkmenistans fyrir lífstíð, Saparmurat Niyazov, hefur gefið út nýja ljóðabók sem verður skyldulesning fyrir alla þegna landsins, að því er fram kom í ríkisfjölmiðlum landsins í gær.

Merkel kynnir ráðherralið sitt

Forystumenn stóru flokkanna tveggja í Þýskalandi, Kristilegra demókrata (CDU/CSU) og Jafnaðarmanna (SPD) hittust í gær til að hefja formlegar viðræður um gerð málefnasamnings samsteypustjórnar flokkanna. Og Angela Merkel, leiðtogi kristilegra, kynnti hverjir úr röðum hennar flokksmanna setjast með henni í þessa væntanlegu ríkisstjórn.

Vilja evrópska fuglaflensunefnd

Fuglaflensa hefur greinst í Grikklandi og beðið er niðurstöðu rannsókna á sýnum úr dauðum farfuglum í Króatíu. Sérfræðingar telja núna ómögulegt að koma í veg fyrir að flensan breiðist út um Evrópu, en markmiðið er að hindra að menn smitist af henni.

Clark myndar samsteypustjórn

Helen Clark, starfandi forsætisráðherra Nýja Sjálands, kynnti í gær samkomulag sem flokkur hennar, Verkamannaflokurinn, hefur gert við þrjá smjáflokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir sinni forystu.

Leggja til algjört reykingabann

Heilbrigðisráðherra Norður-Írlands, Shaun Woodward tilkynnti í dag að hún muni leggja til algert reykingabann á opinberum stöðum, þar með öllum tegundum öldurhúsa og veitingastaða.

Prodi vann yfirburðasigur

Romano Prodi, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vann yfirburðasigur í leiðtogaprófkjöri miðju- og vinstri manna á Ítalíu í gær.

Nýr fellibylur veldur hækkunum

Hitabeltisstormurinn Vilma verður væntanlega að fellibyl á morgun og urðu fréttir þess efnis til þess að heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði um þrjú prósent í dag. Vilma er 21. fellibylurinn til að láta til sín taka í Karíbahafi í ár og þarf að fara allt aftur til ársins 1933 til að finna dæmi þess að jafn margir fellibylir hafi riðið yfir Karíbahaf.

Borgarar falla í Írak

Sjötíu manns liggja í valnum eftir að bandarískar hersveitir réðust gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta Íraks. Íbúar svæðisins segja flesta hina látnu vera saklausa borgara.

Borgarar falla í Írak

Sjötíu manns liggja í valnum eftir að bandarískar hersveitir réðust gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta Íraks. Íbúar svæðisins segja flesta hina látnu vera saklausa borgara.

Fuglaflensan komin til Grikklands

Grísk yfirvöld greindu frá því í gær að fuglaflensu hefði orðið vart í landinu í fyrsta sinn. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO búast við að pestin haldi áfram að breiðast út.

Rússarnir stungu af

Furðuleg uppákoma átti sér stað á Barentshafi í gær þegar rússneskur togari með norska veiðieftirlitsmenn innanborðs óhlýðnaðist skipunum norsku strandgæslunnar og sigldi yfir í rússneska efnahagslögsögu. Norðmenn hafa íhugað að beita fallbyssum til að stöðva skipið.

Sjá næstu 50 fréttir