Fleiri fréttir Enn slæmt veður á hamfarasvæðum Það rignir enn eldi og brennisteini á hamfarasvæðunum í Kasmír og talið víst að fjöldi fórnarlamba muni hækka vegna vosbúðar og farsótta. 16.10.2005 00:01 Fimm hermenn drepnir í Írak Fimm bandarískir hermenn létust þegar sprengja sprakk nærri farartæki þeirra í borginni Ramadi í vesturhluta Íraks í gær. Frá þessu greindi Bandaríkjaher í dag. Uppreisnarmenn létu lítið að sér kveða á flestum stöðum í landinu í gær þegar Írakar greiddu atkvæði um drög að nýrri stjórnarskrá fyrir landið en þó kom til átaka á milli uppreisnarmanna úr röðum súnníta og bandarískra og írakskra sveita í Ramadi í gær og hafði það nokkur áhrif á kjörsókn þar. 16.10.2005 00:01 Fangauppreisn nærri Búenos Aíres Að minnsta kosti sautján eru látnir í fangauppreisn í fangelsi suður af Búenos Aíres, höfuðborg Argentínu, sem enn stendur yfir. Eftir því sem argentínskir fjölmiðlar greina frá kom til átaka í kjölfar þess að beiðni fanga um lengri heimsóknartíma í dag var hafnað í gærkvöld. Um 200 fangar eru sagðir hafa tekið þátt í uppreisninni og logar eldur í hluta fangelsisins. 16.10.2005 00:01 Tveir Ísraelsmenn féllu í fyrirsát Tveir Ísraelsmenn létust og fimm særðust í skotárás Palestínumanna á Vestubakkanum síðdegis, að sögn talsmanns ísraelskra hjálparsveita á svæðinu. Árásármennirnir gerðu fórnarlömbunum fyrirsát á stað þar sem puttaferðalangar hafast gjarnan við, skammt suður af Jerúsalem. 16.10.2005 00:01 Háttsettur Palestínumaður drepinn Palestínumaður, sem sagður var háttsettur innan hinna herskáu samtaka „Íslamska jíhad", var drepinn af ísraelskum hersveitum norðarlega á Vesturbakkanum í dag. Ísraelsk útvarpsstöð hefur þetta eftir heimildarmanni úr röðum Palestínumanna. 16.10.2005 00:01 Unglingur handtekinn vegna hótana Lögregla í Árósum handtók í gær 17 ára pilt fyrir að hóta teiknurum hjá danska blaðinu Jótlandspóstinum lífláti vegna mynda af spámanninum Múhameð sem birtust í blaðinu. Myndirnar, sem voru tólf talsins og birstust í blaðinu 30. september, vöktu mikla reiði hjá múslímum í Danmörku sem sögðu þær guðlast og gengu um 3500 þeirra um götur Kaupmannahafnar og mótmæltu þeim á föstudag. 16.10.2005 00:01 Börn finnast á lífi í rústunum Fjögur börn fundust á lífi í dag í rústum byggingar nærri Balakot-borg sem hrundi í jarðskjálftanum sem reið yfir Kasmír um síðastliðna helgi. Yngsta barnið er sagt vera aðeins nokkura mánaða gamalt og það elsta níu ára. 16.10.2005 00:01 Bretar neita aðild að árás í Íran Bretar neituðu í dag ásökunum íranskra yfirvalda um aðild að sprengjutilræðum í suðurvesturhluta Írans í gær sem kostuðu fimm manns lífið. Tvær heimatilbúnar sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili í miðbæ borgarinnar Ahvaz í Khuzestan-héraði og auk þeirra fimm sem létust særðust ríflega 80 manns. 16.10.2005 00:01 Segir 50 þúsund deyja í Bretlandi Landlæknir Bretlands, Sir Liam Donaldson, segir að fuglaflensa muni koma til Bretlands en ekki sé víst að hún geri það í vetur. Þá segir hann að ef hin banvæna fuglaflensuveira H5N1 stökkbreytist og fari að berast á milli manna megi búast við því að um 50 þúsund manns látist af hennar völdum í landinu. Hins vegar muni hún hafa mest áhrif í Austur-Asíu en þar hafa 65 þegar látist af völdum H5N1-stofnsins. 16.10.2005 00:01 Eitt barn sem fannst í rústunum Stúlka fannst í dag í rústum byggingar nærri Balakot-borg sem hrundi í jarðskjálftanum sem reið yfir Kasmír um síðastliðna helgi. Fyrr í dag greindi Reuters-fréttastofan frá því að fjögur börn hefðu fundust á lífi en misskilningurinn byggðist á því að þrjú börn, sem sögð eru systkini stúlkunnar, tilkynntu hjálparstarfsmönnum um hvar hana væri að finna í rústunum. 16.10.2005 00:01 Hefur ekki áhuga á forsetaembætti Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að hún hefði engan áhuga á því að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna í næstu forsetakosningunum, en þegar hafa verið opnaðar að minnsta kosti tvær vefsíður þar sem Rice er hvött til að gefa kost á sér sem forsetaefni repúblikana í kosningunum 2008. 16.10.2005 00:01 Gjafir streyma til nýfædds prins Hundruð Dana hafa lagt leið sína til Amalíuborgar í Kaupmannahöfn til að færa hinum nýfædda syni Friðriks krónprins og Maríu Elísabetar krónprinsessu gjafir. Lög biðröð myndaðist í gær við höllina og tóku starfsmenn í höllinni við pökkunum. Þegar yfir lauk í gær höfðu hátt í 400 pakkar borist og meðal þess sem prinsinn ungi fékk var barnastóll, bækur, leikföng auk fjölmargra bangsa. 16.10.2005 00:01 Ráðherralisti tilbúinn í Noregi Jens Stoltenberg, tilvonandi forsætisráðherra Noregs, segist hafa komist að samkomulagi um hvert ráðherraembætti í nýrri ríkisstjórn en hann hyggst ekki greina frá því hverjir sitja í henni fyrr en hann hefur látið Harald konung fá lista yfir ráðherrana í fyrramálið. 16.10.2005 00:01 Braut rúðu í farþegaþotu á flugi Karlmaður var handtekinn af lögreglunni á Flórída á dögunum eftir að hafa brotið rúðu í farþegaþotu sem var á leið frá Las Vegas til borgarinnar Tampa í Flórídaríki. Aðeins innri rúðan brotnaði og því varð engum meint af athæfi mannsins. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisdóm fyrir athæfið. 16.10.2005 00:01 Barist um hjálpargögn Neyðarhjálp berst á ný til fórnarlamba jarðskjálftans í Kasmír en eymdin og örvilnunin er umtalsverð. Eftir úrhellisrigningu undanfarna sólarhringa hefur stytt upp en á stundum er barist um hjálpargögn. 16.10.2005 00:01 Loksins komin lögleg útgáfa Enska útgáfan af Harry Potter and the Half-Blood Prince kom út í júlí og óleyfileg kínversk þýðing á bókinni komst í dreifingu tveimur vikum seinna. 16.10.2005 00:01 Stjórnarskráin líklega samþykkt Ánægja ríkir með kosningarnar í Írak í gær. Það þykir næsta víst að stjórnarskráin sem kosið var um hafi verið samþykkt, en þar með eru þó ekki allir erfiðleikar yfirstignir. 16.10.2005 00:01 Gert ráð fyrir samþykki Þrátt fyrir mikla þátttöku súnnía í þjóðarkosningum Íraka um stjórnarskrá á laugardag er talið líklegt að niðurstaðan verði sú að þjóðin samþykki nýju stjórnarskrána. Tveir þriðju hlutar kjósenda í þremur héruðum þurfa að hafna stjórnarskránni svo hún verði felld. 16.10.2005 00:01 Syrgjendur vilja fá líkin Hundruð svartklæddra syrgjenda söfnuðust saman í gær fyrir utan skrifstofur saksóknara í borginni Naltjik í rússneska hluta Kákasus og kröfðust þess að lík ættingja þeirra yrðu látin af hendi, svo hægt væri að grafa þau. 16.10.2005 00:01 Hvalur á stafni Áhöfn ítölsku ferjunnar Moby Aki brá heldur betur í brún þegar upp komst um orsakir stýriserfiðleika skipsins á laugardag. Fimmtán metra langur hvalsskrokkur, 25 tonn á þyngd, lá yfir stefni ferjunnar og hafði hann valdið því að erfiðlega gekk að stýra ferjunni inn í höfnina í Livorno á Norður-Ítalíu. 16.10.2005 00:01 Voru fimm daga á sporbaug Kínverjar bjuggu sig undir komu geimfarsins Shenzhou 6 í gærdag, en búist er við lendingu farsins nú í morgunsárið. Tveir geimfarar, Nie Haisheng og Fei Junlong, voru um borð í geimfarinu, sem var skotið á loft á miðvikudag. Kínverjar voru þriðja þjóðin sem hefur sent mannað geimfar út í heim, og var þetta í annað sinn sem þeir sendu geimfar út. Hinar þjóðirnar tvær eru Rússland og Bandaríkin. 16.10.2005 00:01 Ný stjórn Jens Stoltenberg, nýr forsætisráðherra Noregs, skipar í ráðherrastóla í Osló í dag, en ráðherralaust hefur verið í Noregi nú um helgina, þar sem síðasta ríkisstjórn sagði af sér á föstudag. 16.10.2005 00:01 Barn finnst á lífi Ungt stúlkubarn fannst á lífi í gær í rústum byggingar nærri Balakot-borg, sem hrundi í jarðskjálftunum í Kasmír um síðustu helgi. Stúlkan hafði verið grafin í rústunum í átta daga þegar systkini hennar fundu hana. 16.10.2005 00:01 Minnkandi þorskstofn Þorskstofninn í Barentshafi hefur minnkað verulega, segja norskir og rússneskir fiskifræðingar sem hafa nýlokið stofnstærðarmælingum þar. 16.10.2005 00:01 Hungursneyð í Malaví Yfirvofandi hungursneyð í Malaví mun hafa áhrif á um helming þjóðarinnar, að sögn forseta landsins, Bingu wa Mutharika, sem kallaði á hjálp frá öðrum þjóðum í ríkissjónvarpi og -útvarpi landsins á laugardag. 16.10.2005 00:01 Fimm bandarískir hermenn falla Fimm bandarískir hermenn létust er sprengja sprakk á vegi í Írak á laugardag, þegar Írakar kusu um stjórnarskrá sína. Bandaríski herinn sagði frá þessu í gær en áður hafði herinn sagt að kosningarnar hafi farið friðsamlega fram. 16.10.2005 00:01 Þurrkar á Amason-svæðum Fjárskortur hamlar flutningum á nauðsynjavörum til Amason-svæða Brasilíu, sem miklir þurrkar hafa hrjáð síðustu mánuði, að sögn talsmanna brasilíska hersins. 16.10.2005 00:01 Einstök lest tekin í gagnið í Kína Hún fer hærra en nokkur hefur farið á undan henni, lestin sem Kínverjar vígðu með stolti um helgina. Eftir áratuga starf hefur loksins verið lokið við að leggja lestarteina þvert yfir Tíbet. Þar brunar lest sem á engan sinn líka. 16.10.2005 00:01 Hundruð óþekktra líka í líkhúsunum Hundruð óþekktra líka eru enn í líkhúsum í New Orleans og gengur hægt að bera kennsl á þau. Fjölmargir borgarbúar leita ástvina sinna og eru reiðir sökum þess hversu hægt gengur að fá upplýsingar um örlög þeirra. 16.10.2005 00:01 Nýr erfðaprins í Danmörku Danir eignuðust nýjan erfðaprins í nótt þegar María Elísabet krónprinsessa ól dreng laust fyrir klukkan tvö að dönskum tíma á Háskólasjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Faðirinn, Friðrik krónprins, var viðstaddur fæðinguna og þegar hann ávarpaði blaðamenn í morgun fór hann ekki leynt með þá gleði sem hann fann fyrir þegar erfinginn kom í heiminn. 15.10.2005 00:01 Fuglaflensa í Rúmeníu banvæn Fuglaflensustofninn sem greindist í fuglum í Rúmeníu er sá stofn sem reynst hefur mönnum banvænn, H5N1. Rannsóknir hafa staðfest þetta og var greint frá tíðindunum fyrir stundu. Þetta staðfestir enn frekar að banvæni stofninn hefur borist til Evrópu. Sextíu hafa týnt lífi í Asíu af völdum fuglaflensunnar þó að hún berist sjaldan frá dýrum í menn. 15.10.2005 00:01 Kosningaþáttaka góð í Írak Kosningaþátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá í Írak er sögð hafa verið nokkuð góð og einkum þykir það tíðindum sæta að súnnítar virðast hafa ákveðið að sniðganga ekki kosningarnar eins og þeir gerðu í stórum stíl í við þingkosningarnar í janúar. 15.10.2005 00:01 Dóu þegar hús hrundi í Barcelona Fimm fórust þegar þriggja hæða fjölbýlishús í Barcelona á Spáni hrundi til grunna í nótt. Það voru einkum innflytjendur frá Norður-Afríku sem bjuggu í húsinu sem var byggt á átjándu öld. Ekki er vitað um ástæður þess að byggingin hrundi en björgunarsveitir eru enn á vettvangi. 15.10.2005 00:01 Yfir 38 þúsund látnir í Pakistan Pakistönsk yfirvöld telja nú að yfir 38 þúsund manns hafi látist af völdum jarðskjálftans sem skók Suður-Asíu fyrir viku, en það er þrettán þúsundum fleiri en talið var í upphafi. Talsmaður Pakistanshers segir að talan hafi hækkað þar sem komið hafi í ljós að fjölmargir hefðu látist í afskekktum héruðum sem björgunarmenn komust ekki til fyrr en nokkrum dögum eftir skjálftann. Þá er tala slasaðra komin upp í 60 þúsund. 15.10.2005 00:01 Gripið til aðgerða innan 3 vikna Mannskæði stofn fuglaflensunnar hefur nú fundist í Rúmeníu. Sérfræðingar Evrópusambandsins vilja grípa til aðgerða innan þriggja vikna. Á sama tíma berast af því fregnir að helsta vörnin gegn flensunni, flensulyfið Tamiflu, dugi ekki til. 15.10.2005 00:01 Fimmtán milljónir á kjörskrá Fimmtán milljónir Íraka hafa í dag tækifæri til að kjósa um stjórnarskrá landsins. Kosningaþátttaka er sögð góð þrátt fyrir árásir og hótanir uppreisnar- og hryðjuverkamanna. 15.10.2005 00:01 Margir búa undir berum himni Staðfest hefur verið að ekki færri en 38 þúsund týndu lífi í jarðskjálftanum í Kasmír fyrir viku. Talið er að allt að tvær og hálf milljón hafi misst heimili sín og hafist við undir berum himni í nýstingskulda. 15.10.2005 00:01 Mikil gleði í Danmörku vegna prins Mikil gleði ríkir í Danmörku vegna fæðingar litla prinsins í nótt. Krónprinsaparið Friðrik og María eignaðist 14 marka son sem var 51 sentímetri. 15.10.2005 00:01 Berrössuð á diskói í Lundúnum Hundruð breskra skemmtanafíkla streyma hverja helgi á næturklúbb í Lundúnum. Ástæðan er ekki endilega sú að klúbburinn er sá flottasti í borginni heldur að hann er sá eini þar sem allir skemmta sér berrassaðir. 15.10.2005 00:01 Bandaríkjaher nær rakara í Írak Bandaríkjaher greindi frá því í dag að tekist hefði að handsama mann sem grunaður er um að hafa verið rakari háttsettra al-Qaida liða í Írak og aðstoðað þá við að breyta útliti sínu þannig að þeir kæmust undan. Maðurinn, sem gengur undir því frumlega nafni Rakarinn, var handtekinn í síðasta mánuði ásamt öðrum manni sem talinn var náinn aðstoðarmaður Abus Azzams, næstæðsta manns al-Qaida í Írak, sem drepinn var 23. september síðastliðinn. 15.10.2005 00:01 Níu manns í Tyrklandi ekki sýktir Heilbrigðisyfirvöld í Tyrklandi greindu frá því í dag að níu manns, sem lagðir voru inn á sjúkrahús í vesturhluta landsins vegna gruns um að fólkið hefði smitast af fuglaflensu, hefði verið leyft að fara heim. Rannsóknir leiddu í ljós að fólkið var ekki með hina banvænu fuglaflensuveiru H5N1, en staðfest var að veiran hefði greinst í fuglum í landinu á fimmtudag. 15.10.2005 00:01 Mannskætt rútuslys í Bangladess Að minnsta kosti 18 létust og 25 slösuðust þegar rúta fór út af vegi og lenti í fljóti í norðurhluta Bangladess í dag. Fimmtí farþegar voru í rútunni þegar hún steyptis í ána. Ekki er ljóst hvers vegna rútan fór út af veginum. 15.10.2005 00:01 Lítið um árásir á kjördag í Írak Kjörstöðum í Írak vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að stjórnarskrá landsins var lokað klukkan tvö að íslenskum tíma. Flest bendir til að kjörsókn hafi verið góð. Fimmtán milljónir Íraka voru á kjörskrá og var búist við að fleiri myndu neyta atkvæðisréttar síns nú en í þingkosningum sem fóru fram í lok janúar á þessu ári. 15.10.2005 00:01 Bandaríkjamenn yfirgefi ekki Íraka Bandaríkjamenn munu ekki yfirgefa Íraka eins og þeir yfirgáfu Víetnama í stríðinu þar á sínum tíma. George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsti þessu yfir fyrir stundu. Hann fagnaði kosningunni um stjórnarskrá landsins og sagði hana skref í lýðræðisátt. 15.10.2005 00:01 Vilja banna sölu á byssum Bann við sölu á byssum og skotfærum til almennra borgara í Brasilíu gæti orðið raunin áður en langt um líður. Ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögu þess efnis og mun þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram um málið í lok mánaðarins en það er í fyrsta sinn sem málefni af þessum toga er lagt í dóm almennings. Rúmlega 36 þúsund manns létust af skotsárum í Brasilíu á síðasta ári, fleiri en í nokkru öðru landi veraldar. 15.10.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Enn slæmt veður á hamfarasvæðum Það rignir enn eldi og brennisteini á hamfarasvæðunum í Kasmír og talið víst að fjöldi fórnarlamba muni hækka vegna vosbúðar og farsótta. 16.10.2005 00:01
Fimm hermenn drepnir í Írak Fimm bandarískir hermenn létust þegar sprengja sprakk nærri farartæki þeirra í borginni Ramadi í vesturhluta Íraks í gær. Frá þessu greindi Bandaríkjaher í dag. Uppreisnarmenn létu lítið að sér kveða á flestum stöðum í landinu í gær þegar Írakar greiddu atkvæði um drög að nýrri stjórnarskrá fyrir landið en þó kom til átaka á milli uppreisnarmanna úr röðum súnníta og bandarískra og írakskra sveita í Ramadi í gær og hafði það nokkur áhrif á kjörsókn þar. 16.10.2005 00:01
Fangauppreisn nærri Búenos Aíres Að minnsta kosti sautján eru látnir í fangauppreisn í fangelsi suður af Búenos Aíres, höfuðborg Argentínu, sem enn stendur yfir. Eftir því sem argentínskir fjölmiðlar greina frá kom til átaka í kjölfar þess að beiðni fanga um lengri heimsóknartíma í dag var hafnað í gærkvöld. Um 200 fangar eru sagðir hafa tekið þátt í uppreisninni og logar eldur í hluta fangelsisins. 16.10.2005 00:01
Tveir Ísraelsmenn féllu í fyrirsát Tveir Ísraelsmenn létust og fimm særðust í skotárás Palestínumanna á Vestubakkanum síðdegis, að sögn talsmanns ísraelskra hjálparsveita á svæðinu. Árásármennirnir gerðu fórnarlömbunum fyrirsát á stað þar sem puttaferðalangar hafast gjarnan við, skammt suður af Jerúsalem. 16.10.2005 00:01
Háttsettur Palestínumaður drepinn Palestínumaður, sem sagður var háttsettur innan hinna herskáu samtaka „Íslamska jíhad", var drepinn af ísraelskum hersveitum norðarlega á Vesturbakkanum í dag. Ísraelsk útvarpsstöð hefur þetta eftir heimildarmanni úr röðum Palestínumanna. 16.10.2005 00:01
Unglingur handtekinn vegna hótana Lögregla í Árósum handtók í gær 17 ára pilt fyrir að hóta teiknurum hjá danska blaðinu Jótlandspóstinum lífláti vegna mynda af spámanninum Múhameð sem birtust í blaðinu. Myndirnar, sem voru tólf talsins og birstust í blaðinu 30. september, vöktu mikla reiði hjá múslímum í Danmörku sem sögðu þær guðlast og gengu um 3500 þeirra um götur Kaupmannahafnar og mótmæltu þeim á föstudag. 16.10.2005 00:01
Börn finnast á lífi í rústunum Fjögur börn fundust á lífi í dag í rústum byggingar nærri Balakot-borg sem hrundi í jarðskjálftanum sem reið yfir Kasmír um síðastliðna helgi. Yngsta barnið er sagt vera aðeins nokkura mánaða gamalt og það elsta níu ára. 16.10.2005 00:01
Bretar neita aðild að árás í Íran Bretar neituðu í dag ásökunum íranskra yfirvalda um aðild að sprengjutilræðum í suðurvesturhluta Írans í gær sem kostuðu fimm manns lífið. Tvær heimatilbúnar sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili í miðbæ borgarinnar Ahvaz í Khuzestan-héraði og auk þeirra fimm sem létust særðust ríflega 80 manns. 16.10.2005 00:01
Segir 50 þúsund deyja í Bretlandi Landlæknir Bretlands, Sir Liam Donaldson, segir að fuglaflensa muni koma til Bretlands en ekki sé víst að hún geri það í vetur. Þá segir hann að ef hin banvæna fuglaflensuveira H5N1 stökkbreytist og fari að berast á milli manna megi búast við því að um 50 þúsund manns látist af hennar völdum í landinu. Hins vegar muni hún hafa mest áhrif í Austur-Asíu en þar hafa 65 þegar látist af völdum H5N1-stofnsins. 16.10.2005 00:01
Eitt barn sem fannst í rústunum Stúlka fannst í dag í rústum byggingar nærri Balakot-borg sem hrundi í jarðskjálftanum sem reið yfir Kasmír um síðastliðna helgi. Fyrr í dag greindi Reuters-fréttastofan frá því að fjögur börn hefðu fundust á lífi en misskilningurinn byggðist á því að þrjú börn, sem sögð eru systkini stúlkunnar, tilkynntu hjálparstarfsmönnum um hvar hana væri að finna í rústunum. 16.10.2005 00:01
Hefur ekki áhuga á forsetaembætti Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að hún hefði engan áhuga á því að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna í næstu forsetakosningunum, en þegar hafa verið opnaðar að minnsta kosti tvær vefsíður þar sem Rice er hvött til að gefa kost á sér sem forsetaefni repúblikana í kosningunum 2008. 16.10.2005 00:01
Gjafir streyma til nýfædds prins Hundruð Dana hafa lagt leið sína til Amalíuborgar í Kaupmannahöfn til að færa hinum nýfædda syni Friðriks krónprins og Maríu Elísabetar krónprinsessu gjafir. Lög biðröð myndaðist í gær við höllina og tóku starfsmenn í höllinni við pökkunum. Þegar yfir lauk í gær höfðu hátt í 400 pakkar borist og meðal þess sem prinsinn ungi fékk var barnastóll, bækur, leikföng auk fjölmargra bangsa. 16.10.2005 00:01
Ráðherralisti tilbúinn í Noregi Jens Stoltenberg, tilvonandi forsætisráðherra Noregs, segist hafa komist að samkomulagi um hvert ráðherraembætti í nýrri ríkisstjórn en hann hyggst ekki greina frá því hverjir sitja í henni fyrr en hann hefur látið Harald konung fá lista yfir ráðherrana í fyrramálið. 16.10.2005 00:01
Braut rúðu í farþegaþotu á flugi Karlmaður var handtekinn af lögreglunni á Flórída á dögunum eftir að hafa brotið rúðu í farþegaþotu sem var á leið frá Las Vegas til borgarinnar Tampa í Flórídaríki. Aðeins innri rúðan brotnaði og því varð engum meint af athæfi mannsins. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisdóm fyrir athæfið. 16.10.2005 00:01
Barist um hjálpargögn Neyðarhjálp berst á ný til fórnarlamba jarðskjálftans í Kasmír en eymdin og örvilnunin er umtalsverð. Eftir úrhellisrigningu undanfarna sólarhringa hefur stytt upp en á stundum er barist um hjálpargögn. 16.10.2005 00:01
Loksins komin lögleg útgáfa Enska útgáfan af Harry Potter and the Half-Blood Prince kom út í júlí og óleyfileg kínversk þýðing á bókinni komst í dreifingu tveimur vikum seinna. 16.10.2005 00:01
Stjórnarskráin líklega samþykkt Ánægja ríkir með kosningarnar í Írak í gær. Það þykir næsta víst að stjórnarskráin sem kosið var um hafi verið samþykkt, en þar með eru þó ekki allir erfiðleikar yfirstignir. 16.10.2005 00:01
Gert ráð fyrir samþykki Þrátt fyrir mikla þátttöku súnnía í þjóðarkosningum Íraka um stjórnarskrá á laugardag er talið líklegt að niðurstaðan verði sú að þjóðin samþykki nýju stjórnarskrána. Tveir þriðju hlutar kjósenda í þremur héruðum þurfa að hafna stjórnarskránni svo hún verði felld. 16.10.2005 00:01
Syrgjendur vilja fá líkin Hundruð svartklæddra syrgjenda söfnuðust saman í gær fyrir utan skrifstofur saksóknara í borginni Naltjik í rússneska hluta Kákasus og kröfðust þess að lík ættingja þeirra yrðu látin af hendi, svo hægt væri að grafa þau. 16.10.2005 00:01
Hvalur á stafni Áhöfn ítölsku ferjunnar Moby Aki brá heldur betur í brún þegar upp komst um orsakir stýriserfiðleika skipsins á laugardag. Fimmtán metra langur hvalsskrokkur, 25 tonn á þyngd, lá yfir stefni ferjunnar og hafði hann valdið því að erfiðlega gekk að stýra ferjunni inn í höfnina í Livorno á Norður-Ítalíu. 16.10.2005 00:01
Voru fimm daga á sporbaug Kínverjar bjuggu sig undir komu geimfarsins Shenzhou 6 í gærdag, en búist er við lendingu farsins nú í morgunsárið. Tveir geimfarar, Nie Haisheng og Fei Junlong, voru um borð í geimfarinu, sem var skotið á loft á miðvikudag. Kínverjar voru þriðja þjóðin sem hefur sent mannað geimfar út í heim, og var þetta í annað sinn sem þeir sendu geimfar út. Hinar þjóðirnar tvær eru Rússland og Bandaríkin. 16.10.2005 00:01
Ný stjórn Jens Stoltenberg, nýr forsætisráðherra Noregs, skipar í ráðherrastóla í Osló í dag, en ráðherralaust hefur verið í Noregi nú um helgina, þar sem síðasta ríkisstjórn sagði af sér á föstudag. 16.10.2005 00:01
Barn finnst á lífi Ungt stúlkubarn fannst á lífi í gær í rústum byggingar nærri Balakot-borg, sem hrundi í jarðskjálftunum í Kasmír um síðustu helgi. Stúlkan hafði verið grafin í rústunum í átta daga þegar systkini hennar fundu hana. 16.10.2005 00:01
Minnkandi þorskstofn Þorskstofninn í Barentshafi hefur minnkað verulega, segja norskir og rússneskir fiskifræðingar sem hafa nýlokið stofnstærðarmælingum þar. 16.10.2005 00:01
Hungursneyð í Malaví Yfirvofandi hungursneyð í Malaví mun hafa áhrif á um helming þjóðarinnar, að sögn forseta landsins, Bingu wa Mutharika, sem kallaði á hjálp frá öðrum þjóðum í ríkissjónvarpi og -útvarpi landsins á laugardag. 16.10.2005 00:01
Fimm bandarískir hermenn falla Fimm bandarískir hermenn létust er sprengja sprakk á vegi í Írak á laugardag, þegar Írakar kusu um stjórnarskrá sína. Bandaríski herinn sagði frá þessu í gær en áður hafði herinn sagt að kosningarnar hafi farið friðsamlega fram. 16.10.2005 00:01
Þurrkar á Amason-svæðum Fjárskortur hamlar flutningum á nauðsynjavörum til Amason-svæða Brasilíu, sem miklir þurrkar hafa hrjáð síðustu mánuði, að sögn talsmanna brasilíska hersins. 16.10.2005 00:01
Einstök lest tekin í gagnið í Kína Hún fer hærra en nokkur hefur farið á undan henni, lestin sem Kínverjar vígðu með stolti um helgina. Eftir áratuga starf hefur loksins verið lokið við að leggja lestarteina þvert yfir Tíbet. Þar brunar lest sem á engan sinn líka. 16.10.2005 00:01
Hundruð óþekktra líka í líkhúsunum Hundruð óþekktra líka eru enn í líkhúsum í New Orleans og gengur hægt að bera kennsl á þau. Fjölmargir borgarbúar leita ástvina sinna og eru reiðir sökum þess hversu hægt gengur að fá upplýsingar um örlög þeirra. 16.10.2005 00:01
Nýr erfðaprins í Danmörku Danir eignuðust nýjan erfðaprins í nótt þegar María Elísabet krónprinsessa ól dreng laust fyrir klukkan tvö að dönskum tíma á Háskólasjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Faðirinn, Friðrik krónprins, var viðstaddur fæðinguna og þegar hann ávarpaði blaðamenn í morgun fór hann ekki leynt með þá gleði sem hann fann fyrir þegar erfinginn kom í heiminn. 15.10.2005 00:01
Fuglaflensa í Rúmeníu banvæn Fuglaflensustofninn sem greindist í fuglum í Rúmeníu er sá stofn sem reynst hefur mönnum banvænn, H5N1. Rannsóknir hafa staðfest þetta og var greint frá tíðindunum fyrir stundu. Þetta staðfestir enn frekar að banvæni stofninn hefur borist til Evrópu. Sextíu hafa týnt lífi í Asíu af völdum fuglaflensunnar þó að hún berist sjaldan frá dýrum í menn. 15.10.2005 00:01
Kosningaþáttaka góð í Írak Kosningaþátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá í Írak er sögð hafa verið nokkuð góð og einkum þykir það tíðindum sæta að súnnítar virðast hafa ákveðið að sniðganga ekki kosningarnar eins og þeir gerðu í stórum stíl í við þingkosningarnar í janúar. 15.10.2005 00:01
Dóu þegar hús hrundi í Barcelona Fimm fórust þegar þriggja hæða fjölbýlishús í Barcelona á Spáni hrundi til grunna í nótt. Það voru einkum innflytjendur frá Norður-Afríku sem bjuggu í húsinu sem var byggt á átjándu öld. Ekki er vitað um ástæður þess að byggingin hrundi en björgunarsveitir eru enn á vettvangi. 15.10.2005 00:01
Yfir 38 þúsund látnir í Pakistan Pakistönsk yfirvöld telja nú að yfir 38 þúsund manns hafi látist af völdum jarðskjálftans sem skók Suður-Asíu fyrir viku, en það er þrettán þúsundum fleiri en talið var í upphafi. Talsmaður Pakistanshers segir að talan hafi hækkað þar sem komið hafi í ljós að fjölmargir hefðu látist í afskekktum héruðum sem björgunarmenn komust ekki til fyrr en nokkrum dögum eftir skjálftann. Þá er tala slasaðra komin upp í 60 þúsund. 15.10.2005 00:01
Gripið til aðgerða innan 3 vikna Mannskæði stofn fuglaflensunnar hefur nú fundist í Rúmeníu. Sérfræðingar Evrópusambandsins vilja grípa til aðgerða innan þriggja vikna. Á sama tíma berast af því fregnir að helsta vörnin gegn flensunni, flensulyfið Tamiflu, dugi ekki til. 15.10.2005 00:01
Fimmtán milljónir á kjörskrá Fimmtán milljónir Íraka hafa í dag tækifæri til að kjósa um stjórnarskrá landsins. Kosningaþátttaka er sögð góð þrátt fyrir árásir og hótanir uppreisnar- og hryðjuverkamanna. 15.10.2005 00:01
Margir búa undir berum himni Staðfest hefur verið að ekki færri en 38 þúsund týndu lífi í jarðskjálftanum í Kasmír fyrir viku. Talið er að allt að tvær og hálf milljón hafi misst heimili sín og hafist við undir berum himni í nýstingskulda. 15.10.2005 00:01
Mikil gleði í Danmörku vegna prins Mikil gleði ríkir í Danmörku vegna fæðingar litla prinsins í nótt. Krónprinsaparið Friðrik og María eignaðist 14 marka son sem var 51 sentímetri. 15.10.2005 00:01
Berrössuð á diskói í Lundúnum Hundruð breskra skemmtanafíkla streyma hverja helgi á næturklúbb í Lundúnum. Ástæðan er ekki endilega sú að klúbburinn er sá flottasti í borginni heldur að hann er sá eini þar sem allir skemmta sér berrassaðir. 15.10.2005 00:01
Bandaríkjaher nær rakara í Írak Bandaríkjaher greindi frá því í dag að tekist hefði að handsama mann sem grunaður er um að hafa verið rakari háttsettra al-Qaida liða í Írak og aðstoðað þá við að breyta útliti sínu þannig að þeir kæmust undan. Maðurinn, sem gengur undir því frumlega nafni Rakarinn, var handtekinn í síðasta mánuði ásamt öðrum manni sem talinn var náinn aðstoðarmaður Abus Azzams, næstæðsta manns al-Qaida í Írak, sem drepinn var 23. september síðastliðinn. 15.10.2005 00:01
Níu manns í Tyrklandi ekki sýktir Heilbrigðisyfirvöld í Tyrklandi greindu frá því í dag að níu manns, sem lagðir voru inn á sjúkrahús í vesturhluta landsins vegna gruns um að fólkið hefði smitast af fuglaflensu, hefði verið leyft að fara heim. Rannsóknir leiddu í ljós að fólkið var ekki með hina banvænu fuglaflensuveiru H5N1, en staðfest var að veiran hefði greinst í fuglum í landinu á fimmtudag. 15.10.2005 00:01
Mannskætt rútuslys í Bangladess Að minnsta kosti 18 létust og 25 slösuðust þegar rúta fór út af vegi og lenti í fljóti í norðurhluta Bangladess í dag. Fimmtí farþegar voru í rútunni þegar hún steyptis í ána. Ekki er ljóst hvers vegna rútan fór út af veginum. 15.10.2005 00:01
Lítið um árásir á kjördag í Írak Kjörstöðum í Írak vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að stjórnarskrá landsins var lokað klukkan tvö að íslenskum tíma. Flest bendir til að kjörsókn hafi verið góð. Fimmtán milljónir Íraka voru á kjörskrá og var búist við að fleiri myndu neyta atkvæðisréttar síns nú en í þingkosningum sem fóru fram í lok janúar á þessu ári. 15.10.2005 00:01
Bandaríkjamenn yfirgefi ekki Íraka Bandaríkjamenn munu ekki yfirgefa Íraka eins og þeir yfirgáfu Víetnama í stríðinu þar á sínum tíma. George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsti þessu yfir fyrir stundu. Hann fagnaði kosningunni um stjórnarskrá landsins og sagði hana skref í lýðræðisátt. 15.10.2005 00:01
Vilja banna sölu á byssum Bann við sölu á byssum og skotfærum til almennra borgara í Brasilíu gæti orðið raunin áður en langt um líður. Ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögu þess efnis og mun þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram um málið í lok mánaðarins en það er í fyrsta sinn sem málefni af þessum toga er lagt í dóm almennings. Rúmlega 36 þúsund manns létust af skotsárum í Brasilíu á síðasta ári, fleiri en í nokkru öðru landi veraldar. 15.10.2005 00:01