Fleiri fréttir

Árásir settu mark sitt á daginn

Milljónir Íraka greiddu atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá landsins í dag í kosningum sem fóru nánast fram með friði og spekt. Árásir og byssubardagar settu að vísu mark sitt á daginn, en yfirvöld eru mjög ánægð með framganginn.

Fjölbýlishús hrundi

Fimm norður-afrískir innflytjendur fórust og fjórir aðrir slösuðust þegar þriggja hæða fjölbýlishús hrundi á Norðaustur-Spáni aðfaranótt laugardags. Húsið, sem byggt var á nítjándu öld, stóð í gamla hluta borgarinnar Piera nærri Barcelona og hrundi um klukkan 2:45 að staðartíma á meðan flestir íbúa þess sváfu.

Banvæn fuglaflensa í Rúmeníu

Fuglaflensuveira sem banað hefur um 60 manns í Asíu hefur fundist í Rúmeníu, en sama afbrigði fannst í Tyrklandi í síðustu viku. Yfirvöld óttast að veiran geti stökkbreyst og valdið miklum skaða meðal manna um heim allan.

Lítill krónprins fæddur

Tuttugu og einn skothvellur glumdi um Kaupmannahöfn á laugardagsmorgun þegar hleypt var af fallbyssum í tilefni af fæðingu krónprins Danmerkur. María krónprinsessa Danmerkur fæddi son aðfaranótt laugardagsins á Ríkisspítala Kaupmannahafnar.

Friðsæll kjördagur

Fyrstu tölur yfir þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að stjórnarskrá Íraks á laugardag bentu til þess að kjörsókn hefði verið góð.

Óttast gervihnattamyndir

Abdul Kalam Indlandsforseti hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna gervihnattamyndum Google leitarvélarinnar. Kalam segist óttast að þær geti auðveldað hryðjuverkamönnum illvirki sín, en þeir geti með þessum hætti fengið loftmyndir af svæðum sem þeir ætli sér að ráðast á.

Einn froskur, tveir froskar

 Áhugasamtök um froska hafa beðið Breta um að telja algenga froska í görðum sínum, samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC. Ástæðan er sú að vísindamenn óttast að froskarnir þjáist af sjúkdómum sem sveppasýking veldur annars vegar, og veirusýking hins vegar.

Tugþúsundir látist

Yfirvöld í Pakistan hafa staðfest að nær 40.000 manns hafi týnt lífi í jarðskjálftunum í Kasmír fyrir viku og um 62.000 hafi slasast.

Meginvörnin dugar skammt

Flensulyfið Tamiflú, meginvörnin gegn fuglaflensu, virðist ekki duga nema að litlu leyti. Mannskæð fuglaflensa hefur nú greinst í Rúmeníu og í gær var staðfest að hún hefði greinst í Tyrklandi.

Börnin í Kasmír í stórhættu

Börnin sem lifðu af jarðskjálftann í Kasmír eru í stórhættu að mati sérfræðinga hjálparstofnana. Þeir segja vosbúð, vannæringu, kulda og hugsanlegar farsóttir stefna lífi barnanna í hættu.

85 látnir í Naltsjik í Rússlandi

Að minnsta kosti 85 manns létust í átökum uppreisnarmanna og her- og lögreglumanna í borginni Naltsjik í Norður-Kákasus í Rússlandi í gær. 61 hinna látnu voru tsjetsjenskir uppreisnarmenn en samtök þeirra lýstu yfir að þau stæðu á bak við árásirnar í borginni. Staða samtaka herskárra múslíma hefur styrkst mjög í Suður-Rússlandi síðustu misserin, þar sem átökin eiga sér stað.

Japanski pósturinn einkavæddur

Japanska þingið samþykkti lög í gær um einkavæðingu póstsins. Japanski pósturinn á stærsta banka heims og eignirnar eru metnar á þrjár biljónir bandaríkjdollara og því er þetta stærsta einkavæðing sögunnar. Einkvæðing póstsins hefur verið eitt af aðal stefnumálum Koizumi forseta og samkvæmt lögunum er áætlað að hún verði af fullu gengin í gegn árið 2007.

Segjast hafa hamið fuglaflensu

Tyrknesk yfirvöld segjast hafa náð að hemja útbreiðslu fuglaflensunnar en staðfest er að mannskætt afbrigði veirunnar hefur valdið fugladauða þar í landi. Landbúnaðarráðherra Tyrklands segir yfirvöld vera á varðbergi gagnvart því ef fuglaflensunnar verði vart í landinu en margir farfuglar sem fljúga á milli Afríku og Rússlands eiga leið um Tyrkland.

Fundu 3,5 tonn af kókaíni

Lögreglan á Spáni hefur lagt hald á þrjú og hálft tonn af kókaíni sem fundust í fiskiskipi undan ströndum landsins. Lögreglan fékk ábendingu frá yfirvöldum í Bandaríkjunum en skipið var á leið frá Venesúela til Spánar þegar það var stöðvað. 10 manna áhöfn skipsins var handtekin.

Lögsóknir vegna fuglaflensulyfs

Framleiðsla flensulyfjanna Tamiflu og Relenza kemur hugsanlega til með að verða fyrir röskun þar sem nú standa yfir málaferli milli einkaleyfishafa og fyritækja sem eru með framleiðsluréttinn.

Hafa heitið tíu milljörðum

Þjóðir heimsins hafa skuldbundið sig til að leggja 165 milljónir dollara, eða rúmum 10 milljörðum króna, til neyðaraðstoðar vegna hamfaranna í Suður-Asíu, að sögn Sameinuðu þjóðanna.

Barði þungaða konu með kylfu

Kona í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum barði þungaða nágrannakonu sína með hafnaboltakylfu í höfuðið, ók með hana út í skóg og reyndi að skera á kvið hennar til að ná ófæddu barninu út. 17 ára gamall piltur sem leið átti hjá er talinn hafa fælt konuna frá en hann hringdi á lögreglu sem handtók hana.

Danir hamstra fuglaflensulyf

Ótti við fuglaflensu hefur gripið um sig í Danmörku og greinir danska blaðið <em>Politiken</em> frá því að Danir hamstri nú inflúenslyfið Tamiflu, en fréttir hafa borist af því að fuglaflensan hafi greinst í Evrópu. Þrjú þúsund pakkningar af lyfinu hafa seldust í ágúst og september samkvæmt Apótekarafélagi Danmerkur en á sama tímabili í fyrra var lyfið sent aftur til framleiðenda þar sem það seldist ekki.

Ný njósnastofnun sett á fót í BNA

Bandaríkjastjórn hefur komið á fótt nýrri njósnastofnun sem samhæfa á allar njósnir í útlöndum. Stofnunin hefur verið nefnd National Clandestine Service, NCS, og heyrir undir CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, en hún mun stjórna öllum njósnaaðgerðum, þar á meðal aðgerðum á vegum alríkislögreglunnar og varnarmálaráðuneytisins.

Samsung sektað fyrir verðsamráð

Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung hefur verið sektaður um 300 milljónir dollara eða sem nemur rúmum 18 milljörðum íslenskra króna en þeim er gert verðsamráð að sök. Þetta er önnur hæsta sekt sem greidd hefur verið af þessum toga en að baki henni liggur þriggja ára rannsókn. Samsung er stærsti framleiðandi minniskubba fyrir tölvur auk annarra rafeindatækja í heiminum.

Hyggjast reisa tjaldborgir

Pakistönsk yfirvöld hyggjast koma upp tjaldborgum fyrir hundruð þúsunda manna sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum í landinu fyrir tæpri viku. Tjaldborgunum verið komið upp á fimm stöðum nærri borgunum Islamabad og Rawalpindi og verður mat dreift þar ásamt því sem svæðið verður hitað upp.

Khodorkovskí sé við Volgu

Rússneski olíujöfurinn Míkhaíl Khodorkovskí hefur verið sendur í fangabúðir í Saratov-héraði við ána Volgu þar sem hann mun afplána átta ára dóm fyrir fjár- og skattsvik. Þetta hefur Interfax-fréttastofan eftir ónefndum heimildarmönnum innan fangelsisins.

ESB fundar um fuglaflensu

Evrópskir sérfræðingar í fuglaflensu sitja nú á neyðarfundi vegna þeirra frétta sem bárust í gær að fuglaflensans sem greindist í Tyrklandi á dögunum hefði verið af hinum banvæna stofni H5N1 sem dregið hefur yfir 60 manns til dauða í Asíu.

Methiti árið 2005 um allan heim

Árið 2005 er annað eða þriðja heitasta ár síðan mælingar hófust. Vísindamenn segja veðurfarið sýna að hlýnun jarðar af völdum manna er vandamál.  

Byssugelt í Haag fyrir stundu

Byssugelt heyrðist í Haag í Hollandi fyrir nokkrum mínútum í kjölfar aðgerða lögreglu vegna hryðjuverkaviðvörðunar. Ekki er vitað hver skaut eða hvers vegna. Lögreglumenn umkringdu byggingu þar sem Jan Peter Balkenende forsætisráðherra og fleiri hafa skrifstofur.

Neyðarfundur um fuglaflensu

Neyðarfundur um viðbrögð við fuglaflensu verður haldinn í Brüssel í dag. Öruggt þykir að flensan breiðist út um Evrópu næsta vor. Níu eru undir ströngu eftirliti í Tyrklandi vegna ótta við fuglaflensu. Fjörutíu dúfur í eigu þeirra drápust á hálfum mánuði og vaknaði þá grunur um fuglaflensu. Líkurnar á smiti í mannfólk þykja litlar en í kjölfar þess að mannskæði stofn flensunnar fannst í Tyrklandi í gær þykir ástæða til að gera ítrustu varúðarráðstafanir.

Sjö handteknir í Hollandi

Hollenska lögreglan handtók í dag sjö grunaða hryðjuverkamenn í þremur borgum nú um hádegi. Hópurinn samanstendur af sex körlum og einni konu, en einn karlanna var fyrr á árinu sakfelldur fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárás í Hollandi. Lögregla vildi hins vegar ekki greina frá því hvers vegna byssuhvellir hefðu heyrst í einni borganna, Haag, en lögreglumenn umkringdu byggingu þar í borg sem Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, og fleiri hafa skrifstofur.

Rove í fjórða sinn fyrir nefnd

Karl Rove, einn helsti ráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta, kom í dag í fjórða sinn fyrir rannsóknarnefnd sem rannsakar það hvernig nafn leyniþjónustumanns hjá CIA var lekið í fjölmiðla árið 2003. Flest bendir til að Rove hafi lekið nafni leyniþjónustukonunnar Valerie Plame og hefur eiginmaður Plame, Joseph Wilson, sakað stjórnvöld um að ljóstra upp nafni hennar til þess að refsa honum fyrir gagnrýni á málflutning stjórnarinnar í aðdraganda innrásarinnar í Írak.

Hafa stöðvað alla mótspyrnu

Rússneskir hermenn hafa brotið á bak aftur alla mótspyrnu í borginni Nalstjik í Norður-Kákasus eftir að tsjetsjenskir uppreisnarmenn réðust í gær á lögreglu og opinberar byggingar. Að minnsta kosti 90 féllu í átökunum, flestir þeirra uppreisnarmenn, en rússneskar hersveitir fresluðu í morgun nokkra gísla úr höndum andspyrnumannanna.

Sprenging í mosku í Afganistan

Múslímaklerkur lést og sextán særðust þegar sprengja sprakk í mosku í Suðaustur-Afganistan í dag. Klerkurinn, Mullah Maulvi Ahmed Khan, var um það bil að hefja bænir þegar sprengjan sprakk, en lögregla á staðnum telur uppreisnarmenn úr röðum talíbana standa á bak við árásina.

Kjúklingabændur óttast fuglaflensu

Kjúklingabændur innan Evrópusambandsins óttast hrun á markaðnum ef svokölluð fuglaflensa breiðist út í Evrópu. Ellefu milljón tonn af kjúklingakjöti eru framleidd á hverju ári og þar af er tíundi hlutinn seldur utan sambandsins. Um er að ræða markað upp á rúmlega sjötíu milljarða íslenskra króna. Starfsmenn á kjötsmarkaðnum í Rungis, rétt fyrir utan París, hafa tekið eftir sölutregðu og segja að salan hafi minnkað um tíu prósent síðan í októberbyrjun, miðað við árið í fyrra.

Bresk þota hrapar

Þota úr konunglega breska flughernum hrapaði í sjóinn við austurströnd Skotlands í dag. Samkvæmt upplýsingum frá breska varnarmálaráðuneytinu hrapaði flugvélin um 16 km frá flugherstöðinni, RAF Leuchars, við austurströnd Skotlands. Flugmennirnir tveir sem voru um borð í þotunni náðu að skjóta sér úr henni áður en hún brotlenti. Ekki er vitað um orsakir slyssins.

Leit að eftirlifendum hætt

Björgunarmenn eru hættir að leita að eftirlifendum jarðskjálftans í Suður-Asíu. Engin von þykir til þess að nokkur finnist á lífi úr því sem komið er.

Ráðist að súnníum

Uppreisnarmenn í Írak beindu í gær spjótum sínum að leiðtogum súnnísks stjórnmálaflokks sem lýst hefur stuðningi sínum við drög að stjórnarskrá landsins. Fimm tilræði voru framin gegn þeim í gær en enginn slasaðist í árásunum.

Stálu skipi en skiluðu því svo

Sómalskir sjóræningjar sem fyrr í vikunni rændu flutningaskipi sem Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna hafði á leigu hafa nú séð að sér og skilað fleyinu. Eigandi skipsins segist ekki hafa þurft að greiða neitt lausnargjald.

Engin miskunn hjá Pútín

Engin miskunn var fyrirskipunin sem Pútín Rússlandsforseti gaf sveitum sínum og þær hlýddu. Tugir hryðjuverkamanna sem gerðu árásir í bæ í Suður-Rússlandi voru þurrkaðir út í dag. Við vörum við myndunum sem fylgja þessari frétt.

Sjö handteknir í Haag

Hollenskir lögreglumenn umkringdu mikilvægar stjórnsýslubyggingar í höfuðborginni Haag í gær vegna gruns um að hryðjuverk væru í uppsiglingu. Ráðist var inn í hús og sjö manns handteknir í tengslum við málið.

Leitinni hætt

Björgunarsveitir hættu formlegri leit að fórnarlömbum jarðskjálftans í pakistanska Kasmír í gær en nánast útilokað er að finna fleiri á lífi í rústunum.

Níðingsskap mótmælt

Félagar í dýraverndunarsamtökunum PETA komu saman í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í gær og mótmæltu meðferð Ástrala á sauðfé.

Óttast um smit í mönnum

Níu Tyrkir voru fluttir á sjúkrahús í gær vegna ótta um fuglaflensusmit. Þeir fengu að fara heim að rannsókn lokinni. Evrópusambandið fylgist grannt með þróun fuglaflensunnar í Tyrklandi og Rúmeníu.

Skotvopnasala bönnuð í Brasilíu?

Bann við sölu á byssum og skotfærum til almennra borgara í Brasilíu gæti orðið raunin áður en langt um líður. Ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögu þess efnis og mun þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram um málið í lok mánaðarins en það er í fyrsta sinn sem málefni af þessum toga er lagt í dóm almennings.

Kosningar í Írak á morgun

Eftir blóðugt stríð og hryðjuverk í meira en tvö ár vona íröksk stjórnvöld og hersetuveldin að morgundagurinn marki tímamót en hvers eðlis þau verða er með öllu óvíst á þessari stundu. Stjórnarskráin er ýmist talin marka upphaf tímabils friðar og lýðræðis, eða upphaf endalokanna.

Öryggisráðið ekki stækkað

John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, spáði því opinberlega í gær að sú tilraun sem í gangi væri til að fjölga aðildarríkjum öryggisráðs SÞ myndi fara út um þúfur. Bandarísk stjórnvöld myndu aðeins styðja að stækka ráðið upp í 19 eða í mesta lagi 20 aðildarþjóðir, úr 15 nú.

Á annað hundrað í valnum

Rússneskir her- og lögreglumenn kembdu í gær í gegnum Nalchik, héraðshöfuðborg Kákasushéraðsins Kabardino-Balkariya, í leit að meintum íslömskum uppreisnarmönnum sem  á fimmtudag gerðu óvæntar árásir á stjórnsýslubyggingar og lögreglustöðvar í borginni. Að minnsta kosti 108 manns lágu í valnum eftir átökin.

Stoltenberg tekur við á mánudag

Ný samsteypustjórn vinstriflokka tekur formlega við embætti í Noregi á mánudag, en miðju-hægristjórn Kjells Magne Bondevik sagði af sér í gær.

Sjá næstu 50 fréttir