Fleiri fréttir Mikið manntjón í Mið-Ameríku Tæplega 800 manns hafa fundist látnir af völdum náttúruhamfara í kjölfar stormsins Stans í Mið-Ameríku og Mexíkó. Verst er ástandið í Gvatemala, en þar hafa 652 fundist látnir og er óttast að sú tala muni hækka mikið á næstunni. Björgunarsveitir frá Spáni og Gvatemala vinna að björgunarstörfum en eru vonlitlar um að finna fleira fólk á lífi því fimm dagar eru síðan aurskriður féllu frá San Lucas eldfjallinu á bæi í grend við fjallið. 11.10.2005 00:01 Fundu fjögur lík í Mexíkó Lík fjögurra manna, þar á meðal 13 ára drengs, fundust á búgarði í borginni Nuevo Laredo í norðurhluta Mexíkós í gær en allir höfðu mennirnir verið skotnir til bana. Lögreglan segir morðin líklega tengd eiturlyfjasölu. Á morðstaðnum voru tæki og tól til viðgerða á dekkjum en þau eru notuð í miklum mæli til að smygla eiturlyfjum frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 11.10.2005 00:01 Fuglaflensa greinist í Kólumbíu Yfirvöld í Kólumbíu hafa staðfest fuglaflensutilfelli í landinu en segja þó að engin alvarleg hætta sé á ferðum. Fuglaflensa fannst á þremur alifuglabæjum í vesturhluta landsins og hafa viðeigandi ráðstafanir verið gerðar til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar, að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar. 11.10.2005 00:01 18 lögreglumenn drepnir í Helmand Átján afganskir lögreglumenn létust og fjórir særðust í fyrirsát uppreisnarmanna í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans í gærkvöld. Ekki hafa borist fregnir af því hvaða hópur uppreisnarmanna stóð að tilræðinu en haft er eftir talsmanni innanríkisráðuneytis Afganistans að til bardaga hafi komið milli lögreglu og uppreisnarmanna í kjölfarið. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í þeim átökum. 11.10.2005 00:01 Segist ekki hafa verið drukkinn Hinn 64 ára gamli Robert Davis, sem í fyrradag var barinn var af lögreglunni í New Orleans, sagði í samtali við fjölmiðla í gær, að hann hafi ekki drukkið í 25 ár og hafi því ekki verið ölvaður eins og lögreglan heldur fram. Þá segir lögreglan hann hafa streist á móti þegar hann var settur í handjárn en myndband sem náðist af atburðinum sýnir þó annað. 11.10.2005 00:01 Handteknir fyrir að smygla fólki Breska lögreglan hefur handtekið tíu menn sem eru grunaðir um að hafa rekið gríðarstórt og vel skipulagt smygl á tugþúsundum Tyrkja, fyrst og fremst Kúrdum, til Bretlands. Mennirnir voru fluttir til Bretlands með flutningabílum og í flugi. Mennirnir í glæpagenginu eru sjálfir Kúrdar en þeir höfðu fengið hæli í Bretlandi. 11.10.2005 00:01 Búist við dauðadómi Í dag hófust á Balí réttarhöld yfir níu Áströlum sem ákærðir eru fyrir stórfengleg á heróíni. Afbrot þeirra eru litin alvarlegum augum og magnið sem haldlagt var í apríl síðastliðnum, rúm átta kíló, þykir svo mikið að jafnvel er búist við dauðadómi. 11.10.2005 00:01 Olsen snýr aftur til jarðar Rússneska geimfarið Soyuz lenti í morgun á sléttum Kasakstans með ameríska milljónamæringin Gregory Olsen innanborðs og tvo rússneska áhafnarmeðlimi. Geimfarið lagði af stað 1. október og lenti tveimur dögum síðar á rússnesku geimstöðinni þar sem geimfararnir hafa dvalið síðan. 11.10.2005 00:01 Hjólreiðar auki líkur á geturleysi Karlmenn sem stunda miklar hjólreiðar geta átt getuleysi á hættu allt upp í þrjá mánuði og jafnvel lengur. Þetta hafa nokkrar rannsóknir sýnt. Þegar karlmenn hjóla minnkar blóðflæði til kynfæranna um allt að 80 prósent. Taugarnar virka þá ekki eins og þær eiga að gera, tilfinningin í kynfærunum minnkar og getuleysi getur komið upp. 11.10.2005 00:01 Dani í hópi uppreisnarmanna í Írak Að minnsta kosti einn danskur ríkisborgari af arabískum uppruna tekur þátt í uppreisninni í Írak. Þetta hefur arabíska dagblaðið <em>Asharq Alawsat</em> eftir innanríkisráðherra Íraks. Ráðherrann segir uppreisnarmenn í landinu koma frá ýmsum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu auk Danmerkur. 11.10.2005 00:01 Léstust þegar ekið var á hús Fjórar eldri konur létust þegar bifreið sem þær voru farþegar í hafnaði inni í húsi í Wisconsin í Bandarískjunum um helgina. Svo virðist sem bílstjóri bifreiðarinnar hafi ekki virt stöðvunarskyldu, tekist á loft og hafnað inni í húsinu. Ekki er vitað hvað olli slysinu en enginn vitni urðu að því. Bílstjórinn, sem er 89 ára, slasaðist alvarlega en íbúar í húsinu sluppu þó allir ómeiddir. 11.10.2005 00:01 Vaxandi reiði í garð yfirvalda Vaxandi reiði gætir hjá eftirlifendum á hamfarasvæðunum í Asíu vegna seinagangs yfirvalda eftir jarðskjálfta upp á 7,6 á Richter sem skók svæðið á laugardag. Óöld ríkir á sumum stöðum þar sem ræningjar hafa látið til sín taka, þar á meðal í Muzaffarabad í Pakistanshluta Kasmírhéraðs sem varð mjög illa úti í skjálftanum, en talið er að allt að ellefu þúsund manns hafi látist þar. 11.10.2005 00:01 Handtaka á Balí vegna árásar Lögreglan í Indónesíu handtók í dag mann sem grunaður er um aðild að sprengjuárásunum á Balí fyrr í þessum mánuði. Handtakan fór fram á Austur-Jövu og lögregluyfirvöld á staðnum segja sterkar vísbendingar benda til þess að hann hafi tekið þátt í sprengjuárásunum án þess að rökstyðja það nánar. 11.10.2005 00:01 Mannskæðar árásir í Írak í morgun Sjálfsmorðssprengjuárás kostaði ekki færri en 25 lífið í Bagdad í morgun. Björgunarlið gat ekki farið á staðinn þar sem stórhætta þótti á frekari árásum á sama stað. Þrjátíu fórust í annarri bílsprengjuárás, í bænum Tal Afar, skammt frá landamærunum við Sýrland. 11.10.2005 00:01 Ósætti vegna bókmenntaverðlauna Einn af nefndarmönnum í sænsku Nóbelnefndinni sem veitir bókmenntaverðlaunin hefur sagt af sér í mótmælaskyni. Knut Ahnlund er ósáttur við að austurríski rithöfundurinn Elfriede Jelinek skyldi hljóta verðlaunin í fyrra, en Ahnlund segir í grein í Sænska dagblaðinu í dag að verk Jelinek séu gersneydd allri listrænni uppbyggingu og að það hafi valdið óbætanlegum skaða á orðstýr bókmenntaverðlauna Nóbels um ókomna framtíð að hún skyldi hljóta verðlaunin. 11.10.2005 00:01 Stefna ráðherra vegna Íraksstríðs 24 Danir hafa stefnt Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem fulltrúa ríkisins fyrir að hafa brotið stjórnarskrána með aðild Danmerkur að innrásinni í Írak fyrir um tveimur og hálfu ári. 11.10.2005 00:01 Vandræði Merkel strax hafin Angela Merkel er ekki einu sinni orðin kanslari - formlega séð - en vandræðin eru strax byrjuð. Verðandi samstarfsflokkurinn, jafnaðarmannaflokkurinn, grefur undir henni og systurflokkurinn í Bæjaralandi, undir leiðsögn Edmunds Stoiber, gerir slíkt hið sama. 11.10.2005 00:01 Þverrandi von um fólk á lífi Vonin um að finna einhvern á lífi á hamfarasvæðinu í Suður-Asíu fer þverrandi. Hjálpargögn berast nú hraðar en verið hefur en marga skortir þó enn alla hjálp. Það var fyrst í gær sem hjálpargögn tóku að berast í einhverju magni til Islamaban og nú hafa helstu vegir á hamfarasvæðinu verið ruddir og því von til að hægt verði að flytja gögnin þangað sem þeirra er þörf hratt. 11.10.2005 00:01 Fiskur kemur í veg fyrir minnistap Fiskmeti kemur í veg fyrir heilarýrnun, minnistap og önnur öldrunareinkenni sem fylgja hækkandi aldri að því er nýleg bandarísk rannsókn sýnir. Í niðurstöðum þeirrar rannsóknar kemur fram að að borði fólk fisk einu sinni í viku minnkar minnistap einstaklinga um 10-13 %. 11.10.2005 00:01 Ný tilskipun um neytendalán Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út nýja tillögu að tilskipun um neytendalán. Evrópusamtök neytenda telja meðal annars að með nýju tillögunni séu ekki settar strangar reglur um ýmis atriði eins og yfirdráttarlán og kreditkort þrátt fyrir að þörf sé á reglum á þessum sviðum. 11.10.2005 00:01 Lögreglan fór inn á sautján staði Lögregla fór inn á sautján staði á Íslandi og í Bretlandi í rannsókn sinni á falþjóðlegu peningaþvætti, sem meðal annars tengist íslenskum aðilum. 11.10.2005 00:01 Fá minna en fórnarlömb Katrínar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita þrjú hundruð þúsund dollurum eða sem nemur tæpri átján og hálfri milljón til fórnarlamba jarðskjálftana í Suður-Asíu. 11.10.2005 00:01 Sprengt í aðdraganda stjórnarskrár Um þrjátíu fórust í sprengjuárásum í Írak í dag, aðeins fjórum dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá þar. Stjórnarskráin átti að marka nýtt upphaf fyrir Írak, en gæti haft þveröfug áhrif. 11.10.2005 00:01 Saddam hefur kosningarétt Rósturnar í Írak stigmagnast eftir því sem nær dregur þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárdrög landsins en hátt í fimmtíu manns létust í hryðjuverkaárásum í gær. Íraskir embættismenn hafa greint frá því að Saddam Hussein geti neytt atkvæðisréttar síns á laugardaginn. 11.10.2005 00:01 Forsætisráðherranum stefnt Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur verið stefnt sem fulltrúa ríkisins fyrir að hafa brotið stjórnarskrána með aðild Danmerkur að innrásinni í Írak fyrir um tveimur og hálfu ári. 11.10.2005 00:01 The Times segir dóminn áfall Þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson hefur lýst því yfir að hann haldi sér til hlés í fjárfestingum á meðan málaferli gegn honum standa yfir er ákvörðun Hæstaréttar Íslands í fyrradag áfall. Þetta segir Lundúnablaðið Times í umfjöllun sinni. 11.10.2005 00:01 Haglél tefur hjálparstarfið Neyðaraðstoð til bágstaddra á jarðskjálftasvæðunum í Kasmír berst nú víðs vegar að en óveður hamlaði hins vegar hjálparstarfi í gær. Rúmlega fjörutíu þúsund manns eru taldir látnir. 11.10.2005 00:01 Hryllilegt ástand í Pakistan Engin von þykir til þess að nokkur finnist á lífi á hamfarasvæðunum í Suður-Asíu. Þegar björgunarmenn og hjálpargögn tóku loksins að berast þangað fór að rigna, og nú er það vatnsflaumur sem hamlar björgunarstarfinu. 11.10.2005 00:01 Gagnrýna lífstíðardóma ungmenna Að minnsta kosti 2.225 ungmenni, sem brutu af sér á barns- eða unglingsaldri, afplána nú lífstíðarfangelsisdóma í bandarískum fangelsum, án möguleika á skilorði. Í öðrum löndum heims sitja samtals tólf ungmenni inni sem afplána svo þunga dóma. 11.10.2005 00:01 Kanslaravald Merkel skert Angela Merkel mun þurfa að sætta sig við hömlur á valdi sínu sem kanslari í samsteypustjórn kristilegra demókrata og jafnaðarmanna. Þetta sögðu forystumenn úr báðum flokkum í gær, daginn eftir að kunngjört var að Merkel yrði kanslari í slíkri samsteypustjórn ef samningar um málefnasamning. 11.10.2005 00:01 Réttað í Haag í Vukovar-máli Réttarhald hófst í gær fyrir Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í máli þriggja fyrrverandi foringja úr júgóslavneska hernum, sem ákærðir eru fyrir vísvitandi fjöldamorð á að minnsta kosti 264 flóttamönnum, sjúklingum og starfsfólki á sjúkrahúsi í bænum Vukovar í Króatíu árið 1991. 11.10.2005 00:01 Hátt í tuttugu þúsund létust Nú er talið að hátt í tuttugu þúsund manns hafi týnt lífi í gríðarsterkum jarðskjálfta sem reið yfir norðurhluta Pakistans, Afganistans og Indlands í gærmorgun. Skjálftinn var 7,6 á Richter og hefur sterkari skjálfti ekki mælst á þessu svæði í meira en öld. 9.10.2005 00:01 Nýr dýrlingur Benedikt páfi sextándi tók þýska kardinálann Clemens August von Galen í tölu blessaðra í gær. 9.10.2005 00:01 Heilt þorp sokkið í aur Fjórtán hundruð íbúar Mayaþorpsins Panabaj í Gvatemala eru taldir af eftir að aurskriða kaffærði þorpið í tólf metra þykkri eðju á miðvikudag. Leit að lifendum er hætt og þorpið verður líklega úrskurðað ein heildar-fjöldagröf. 9.10.2005 00:01 Von á lausn í Þýskalandi? Gerhard Schröder, leiðtogi jafnaðarmanna í Þýskalandi og Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata munu ekki skrifa undir samkomulag um hvort þeirra verði næsti kanslari landsins á fundi sínum í kvöld, eins og búist var við. 9.10.2005 00:01 Tala látinna hækkar Enn berast fregnir af mannfalli í jarðskjálftanum sem reið yfir Pakistan, Indland og Afganistan í fyrrinótt. Nýjustu fregnir herma að mannfallið hafi verið allt að 30 þúsund manns. 9.10.2005 00:01 Átján teknir í gíslingu Vopnaðir menn tóku átján starfsmenn Afríkusambandsins í gíslingu í Darfur héraði í Súdan. Ekki er vitað hverjir standa að baki gíslatökunni en gíslunum er haldið í bænum Tine á landamærum Súdan og Tsjad. 9.10.2005 00:01 Hægrisveifla í Póllandi Báðir frambjóðendurnir sem flest atkvæði hlutu í fyrri umferð forsetakosninga í Póllandi í gær eru hægrimenn. Flokkar þeirra eru að mynda ríkisstjórn. Pólskir hægrimenn hafa boðað nýtt uppgjör við arftaka kommúnista og lýst stríði á hendur spillingu. Með í kaupunum fylgir ströng „þjóðernis-kaþólska". 9.10.2005 00:01 Óttast að 30 þúsund hafi farist Óttast er að meira en þrjátíu þúsund manns hafi týnt lífi í skjálftanum, sem gerir hann þann mannskæðasta í manna minnum á þessu mikla jarðskjálftasvæði.</font /> 9.10.2005 00:01 Betri forvarnir eru lykilatriði Jarðskjálftinn í gær var gríðarlega öflugur, sjö komma sjö á Richter. Þarna hafa þó orðið sterkari skjálftar í gegnum tíðina, enda er Kasmírhérað á flekamótum tveggja jarðskorpufleka sem rekast saman. Til að minnka tjón og mannfall er lykilatriði að byggja betri hús og þróa betra forvarnarkerfi, segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. 9.10.2005 00:01 Leit að lifendum hætt Fjórtán hundruð íbúar Maya-þorpsins Panabaj í Gvatemala eru taldir af eftir að aurskriða kaffærði þorpið í tólf metra þykkri eðju á miðvikudag. Leit að lifendum er hætt og þorpið verður líklega girt af sem einn fjöldagrafreitur. 9.10.2005 00:01 Reykingabann í Englandi Breska ríkisstjórnin áformar að koma á reykingabanni á börum og veitingahúsum í Englandi. Áformað hafði verið að leggja á bann sem takmarkaði reykingar að einhverju leyti en samkomulag hefur nú náðst um að banna þær algjörlega. 9.10.2005 00:01 Sleppt úr gíslingu Flestum starfsmönnum Afríkusambandsins sem var rænt í Darfurhéraði í Súdan fyrr í dag hefur verið sleppt. Noureddine Mezni, talsmaður Afríkusambandsins, treysti sér þó ekki til að fullyrða að þeim hefði öllum verið sleppt og sagði óvíst hversu margir væru í raun frjálsir ferða sinna. Óstaðfestar fréttir herma að sextán hafi verið sleppt. 9.10.2005 00:01 Rúmenar verjast fuglaflensunni Stjórnvöld í Rúmeníu auka nú aðgerðir til að berjast gegn útbreiðslu fuglaflensu í landinu. Engin ný smit hafa verið staðfest og breskir sérfræðingar vonast til þess að geta staðfest innan nokkurra daga hvort veiran sé sú sama og olli fuglaflensunni í Asíu. 9.10.2005 00:01 Gagnrýndi stjórn Berlusconis Romano Prodi, leiðtogi ítölsku stjórnarandstöðunnar, gagnrýndi Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, harkalega á fjöldafundi í gær. Prodi sakaði Berlusconi um að nota stjórnvöld til að koma eigin hugðarefnum á framfæri og gagnrýndi fjárlög ríkisstjórnarninnar. 9.10.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Mikið manntjón í Mið-Ameríku Tæplega 800 manns hafa fundist látnir af völdum náttúruhamfara í kjölfar stormsins Stans í Mið-Ameríku og Mexíkó. Verst er ástandið í Gvatemala, en þar hafa 652 fundist látnir og er óttast að sú tala muni hækka mikið á næstunni. Björgunarsveitir frá Spáni og Gvatemala vinna að björgunarstörfum en eru vonlitlar um að finna fleira fólk á lífi því fimm dagar eru síðan aurskriður féllu frá San Lucas eldfjallinu á bæi í grend við fjallið. 11.10.2005 00:01
Fundu fjögur lík í Mexíkó Lík fjögurra manna, þar á meðal 13 ára drengs, fundust á búgarði í borginni Nuevo Laredo í norðurhluta Mexíkós í gær en allir höfðu mennirnir verið skotnir til bana. Lögreglan segir morðin líklega tengd eiturlyfjasölu. Á morðstaðnum voru tæki og tól til viðgerða á dekkjum en þau eru notuð í miklum mæli til að smygla eiturlyfjum frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 11.10.2005 00:01
Fuglaflensa greinist í Kólumbíu Yfirvöld í Kólumbíu hafa staðfest fuglaflensutilfelli í landinu en segja þó að engin alvarleg hætta sé á ferðum. Fuglaflensa fannst á þremur alifuglabæjum í vesturhluta landsins og hafa viðeigandi ráðstafanir verið gerðar til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar, að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar. 11.10.2005 00:01
18 lögreglumenn drepnir í Helmand Átján afganskir lögreglumenn létust og fjórir særðust í fyrirsát uppreisnarmanna í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans í gærkvöld. Ekki hafa borist fregnir af því hvaða hópur uppreisnarmanna stóð að tilræðinu en haft er eftir talsmanni innanríkisráðuneytis Afganistans að til bardaga hafi komið milli lögreglu og uppreisnarmanna í kjölfarið. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í þeim átökum. 11.10.2005 00:01
Segist ekki hafa verið drukkinn Hinn 64 ára gamli Robert Davis, sem í fyrradag var barinn var af lögreglunni í New Orleans, sagði í samtali við fjölmiðla í gær, að hann hafi ekki drukkið í 25 ár og hafi því ekki verið ölvaður eins og lögreglan heldur fram. Þá segir lögreglan hann hafa streist á móti þegar hann var settur í handjárn en myndband sem náðist af atburðinum sýnir þó annað. 11.10.2005 00:01
Handteknir fyrir að smygla fólki Breska lögreglan hefur handtekið tíu menn sem eru grunaðir um að hafa rekið gríðarstórt og vel skipulagt smygl á tugþúsundum Tyrkja, fyrst og fremst Kúrdum, til Bretlands. Mennirnir voru fluttir til Bretlands með flutningabílum og í flugi. Mennirnir í glæpagenginu eru sjálfir Kúrdar en þeir höfðu fengið hæli í Bretlandi. 11.10.2005 00:01
Búist við dauðadómi Í dag hófust á Balí réttarhöld yfir níu Áströlum sem ákærðir eru fyrir stórfengleg á heróíni. Afbrot þeirra eru litin alvarlegum augum og magnið sem haldlagt var í apríl síðastliðnum, rúm átta kíló, þykir svo mikið að jafnvel er búist við dauðadómi. 11.10.2005 00:01
Olsen snýr aftur til jarðar Rússneska geimfarið Soyuz lenti í morgun á sléttum Kasakstans með ameríska milljónamæringin Gregory Olsen innanborðs og tvo rússneska áhafnarmeðlimi. Geimfarið lagði af stað 1. október og lenti tveimur dögum síðar á rússnesku geimstöðinni þar sem geimfararnir hafa dvalið síðan. 11.10.2005 00:01
Hjólreiðar auki líkur á geturleysi Karlmenn sem stunda miklar hjólreiðar geta átt getuleysi á hættu allt upp í þrjá mánuði og jafnvel lengur. Þetta hafa nokkrar rannsóknir sýnt. Þegar karlmenn hjóla minnkar blóðflæði til kynfæranna um allt að 80 prósent. Taugarnar virka þá ekki eins og þær eiga að gera, tilfinningin í kynfærunum minnkar og getuleysi getur komið upp. 11.10.2005 00:01
Dani í hópi uppreisnarmanna í Írak Að minnsta kosti einn danskur ríkisborgari af arabískum uppruna tekur þátt í uppreisninni í Írak. Þetta hefur arabíska dagblaðið <em>Asharq Alawsat</em> eftir innanríkisráðherra Íraks. Ráðherrann segir uppreisnarmenn í landinu koma frá ýmsum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu auk Danmerkur. 11.10.2005 00:01
Léstust þegar ekið var á hús Fjórar eldri konur létust þegar bifreið sem þær voru farþegar í hafnaði inni í húsi í Wisconsin í Bandarískjunum um helgina. Svo virðist sem bílstjóri bifreiðarinnar hafi ekki virt stöðvunarskyldu, tekist á loft og hafnað inni í húsinu. Ekki er vitað hvað olli slysinu en enginn vitni urðu að því. Bílstjórinn, sem er 89 ára, slasaðist alvarlega en íbúar í húsinu sluppu þó allir ómeiddir. 11.10.2005 00:01
Vaxandi reiði í garð yfirvalda Vaxandi reiði gætir hjá eftirlifendum á hamfarasvæðunum í Asíu vegna seinagangs yfirvalda eftir jarðskjálfta upp á 7,6 á Richter sem skók svæðið á laugardag. Óöld ríkir á sumum stöðum þar sem ræningjar hafa látið til sín taka, þar á meðal í Muzaffarabad í Pakistanshluta Kasmírhéraðs sem varð mjög illa úti í skjálftanum, en talið er að allt að ellefu þúsund manns hafi látist þar. 11.10.2005 00:01
Handtaka á Balí vegna árásar Lögreglan í Indónesíu handtók í dag mann sem grunaður er um aðild að sprengjuárásunum á Balí fyrr í þessum mánuði. Handtakan fór fram á Austur-Jövu og lögregluyfirvöld á staðnum segja sterkar vísbendingar benda til þess að hann hafi tekið þátt í sprengjuárásunum án þess að rökstyðja það nánar. 11.10.2005 00:01
Mannskæðar árásir í Írak í morgun Sjálfsmorðssprengjuárás kostaði ekki færri en 25 lífið í Bagdad í morgun. Björgunarlið gat ekki farið á staðinn þar sem stórhætta þótti á frekari árásum á sama stað. Þrjátíu fórust í annarri bílsprengjuárás, í bænum Tal Afar, skammt frá landamærunum við Sýrland. 11.10.2005 00:01
Ósætti vegna bókmenntaverðlauna Einn af nefndarmönnum í sænsku Nóbelnefndinni sem veitir bókmenntaverðlaunin hefur sagt af sér í mótmælaskyni. Knut Ahnlund er ósáttur við að austurríski rithöfundurinn Elfriede Jelinek skyldi hljóta verðlaunin í fyrra, en Ahnlund segir í grein í Sænska dagblaðinu í dag að verk Jelinek séu gersneydd allri listrænni uppbyggingu og að það hafi valdið óbætanlegum skaða á orðstýr bókmenntaverðlauna Nóbels um ókomna framtíð að hún skyldi hljóta verðlaunin. 11.10.2005 00:01
Stefna ráðherra vegna Íraksstríðs 24 Danir hafa stefnt Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem fulltrúa ríkisins fyrir að hafa brotið stjórnarskrána með aðild Danmerkur að innrásinni í Írak fyrir um tveimur og hálfu ári. 11.10.2005 00:01
Vandræði Merkel strax hafin Angela Merkel er ekki einu sinni orðin kanslari - formlega séð - en vandræðin eru strax byrjuð. Verðandi samstarfsflokkurinn, jafnaðarmannaflokkurinn, grefur undir henni og systurflokkurinn í Bæjaralandi, undir leiðsögn Edmunds Stoiber, gerir slíkt hið sama. 11.10.2005 00:01
Þverrandi von um fólk á lífi Vonin um að finna einhvern á lífi á hamfarasvæðinu í Suður-Asíu fer þverrandi. Hjálpargögn berast nú hraðar en verið hefur en marga skortir þó enn alla hjálp. Það var fyrst í gær sem hjálpargögn tóku að berast í einhverju magni til Islamaban og nú hafa helstu vegir á hamfarasvæðinu verið ruddir og því von til að hægt verði að flytja gögnin þangað sem þeirra er þörf hratt. 11.10.2005 00:01
Fiskur kemur í veg fyrir minnistap Fiskmeti kemur í veg fyrir heilarýrnun, minnistap og önnur öldrunareinkenni sem fylgja hækkandi aldri að því er nýleg bandarísk rannsókn sýnir. Í niðurstöðum þeirrar rannsóknar kemur fram að að borði fólk fisk einu sinni í viku minnkar minnistap einstaklinga um 10-13 %. 11.10.2005 00:01
Ný tilskipun um neytendalán Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út nýja tillögu að tilskipun um neytendalán. Evrópusamtök neytenda telja meðal annars að með nýju tillögunni séu ekki settar strangar reglur um ýmis atriði eins og yfirdráttarlán og kreditkort þrátt fyrir að þörf sé á reglum á þessum sviðum. 11.10.2005 00:01
Lögreglan fór inn á sautján staði Lögregla fór inn á sautján staði á Íslandi og í Bretlandi í rannsókn sinni á falþjóðlegu peningaþvætti, sem meðal annars tengist íslenskum aðilum. 11.10.2005 00:01
Fá minna en fórnarlömb Katrínar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita þrjú hundruð þúsund dollurum eða sem nemur tæpri átján og hálfri milljón til fórnarlamba jarðskjálftana í Suður-Asíu. 11.10.2005 00:01
Sprengt í aðdraganda stjórnarskrár Um þrjátíu fórust í sprengjuárásum í Írak í dag, aðeins fjórum dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá þar. Stjórnarskráin átti að marka nýtt upphaf fyrir Írak, en gæti haft þveröfug áhrif. 11.10.2005 00:01
Saddam hefur kosningarétt Rósturnar í Írak stigmagnast eftir því sem nær dregur þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárdrög landsins en hátt í fimmtíu manns létust í hryðjuverkaárásum í gær. Íraskir embættismenn hafa greint frá því að Saddam Hussein geti neytt atkvæðisréttar síns á laugardaginn. 11.10.2005 00:01
Forsætisráðherranum stefnt Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur verið stefnt sem fulltrúa ríkisins fyrir að hafa brotið stjórnarskrána með aðild Danmerkur að innrásinni í Írak fyrir um tveimur og hálfu ári. 11.10.2005 00:01
The Times segir dóminn áfall Þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson hefur lýst því yfir að hann haldi sér til hlés í fjárfestingum á meðan málaferli gegn honum standa yfir er ákvörðun Hæstaréttar Íslands í fyrradag áfall. Þetta segir Lundúnablaðið Times í umfjöllun sinni. 11.10.2005 00:01
Haglél tefur hjálparstarfið Neyðaraðstoð til bágstaddra á jarðskjálftasvæðunum í Kasmír berst nú víðs vegar að en óveður hamlaði hins vegar hjálparstarfi í gær. Rúmlega fjörutíu þúsund manns eru taldir látnir. 11.10.2005 00:01
Hryllilegt ástand í Pakistan Engin von þykir til þess að nokkur finnist á lífi á hamfarasvæðunum í Suður-Asíu. Þegar björgunarmenn og hjálpargögn tóku loksins að berast þangað fór að rigna, og nú er það vatnsflaumur sem hamlar björgunarstarfinu. 11.10.2005 00:01
Gagnrýna lífstíðardóma ungmenna Að minnsta kosti 2.225 ungmenni, sem brutu af sér á barns- eða unglingsaldri, afplána nú lífstíðarfangelsisdóma í bandarískum fangelsum, án möguleika á skilorði. Í öðrum löndum heims sitja samtals tólf ungmenni inni sem afplána svo þunga dóma. 11.10.2005 00:01
Kanslaravald Merkel skert Angela Merkel mun þurfa að sætta sig við hömlur á valdi sínu sem kanslari í samsteypustjórn kristilegra demókrata og jafnaðarmanna. Þetta sögðu forystumenn úr báðum flokkum í gær, daginn eftir að kunngjört var að Merkel yrði kanslari í slíkri samsteypustjórn ef samningar um málefnasamning. 11.10.2005 00:01
Réttað í Haag í Vukovar-máli Réttarhald hófst í gær fyrir Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í máli þriggja fyrrverandi foringja úr júgóslavneska hernum, sem ákærðir eru fyrir vísvitandi fjöldamorð á að minnsta kosti 264 flóttamönnum, sjúklingum og starfsfólki á sjúkrahúsi í bænum Vukovar í Króatíu árið 1991. 11.10.2005 00:01
Hátt í tuttugu þúsund létust Nú er talið að hátt í tuttugu þúsund manns hafi týnt lífi í gríðarsterkum jarðskjálfta sem reið yfir norðurhluta Pakistans, Afganistans og Indlands í gærmorgun. Skjálftinn var 7,6 á Richter og hefur sterkari skjálfti ekki mælst á þessu svæði í meira en öld. 9.10.2005 00:01
Nýr dýrlingur Benedikt páfi sextándi tók þýska kardinálann Clemens August von Galen í tölu blessaðra í gær. 9.10.2005 00:01
Heilt þorp sokkið í aur Fjórtán hundruð íbúar Mayaþorpsins Panabaj í Gvatemala eru taldir af eftir að aurskriða kaffærði þorpið í tólf metra þykkri eðju á miðvikudag. Leit að lifendum er hætt og þorpið verður líklega úrskurðað ein heildar-fjöldagröf. 9.10.2005 00:01
Von á lausn í Þýskalandi? Gerhard Schröder, leiðtogi jafnaðarmanna í Þýskalandi og Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata munu ekki skrifa undir samkomulag um hvort þeirra verði næsti kanslari landsins á fundi sínum í kvöld, eins og búist var við. 9.10.2005 00:01
Tala látinna hækkar Enn berast fregnir af mannfalli í jarðskjálftanum sem reið yfir Pakistan, Indland og Afganistan í fyrrinótt. Nýjustu fregnir herma að mannfallið hafi verið allt að 30 þúsund manns. 9.10.2005 00:01
Átján teknir í gíslingu Vopnaðir menn tóku átján starfsmenn Afríkusambandsins í gíslingu í Darfur héraði í Súdan. Ekki er vitað hverjir standa að baki gíslatökunni en gíslunum er haldið í bænum Tine á landamærum Súdan og Tsjad. 9.10.2005 00:01
Hægrisveifla í Póllandi Báðir frambjóðendurnir sem flest atkvæði hlutu í fyrri umferð forsetakosninga í Póllandi í gær eru hægrimenn. Flokkar þeirra eru að mynda ríkisstjórn. Pólskir hægrimenn hafa boðað nýtt uppgjör við arftaka kommúnista og lýst stríði á hendur spillingu. Með í kaupunum fylgir ströng „þjóðernis-kaþólska". 9.10.2005 00:01
Óttast að 30 þúsund hafi farist Óttast er að meira en þrjátíu þúsund manns hafi týnt lífi í skjálftanum, sem gerir hann þann mannskæðasta í manna minnum á þessu mikla jarðskjálftasvæði.</font /> 9.10.2005 00:01
Betri forvarnir eru lykilatriði Jarðskjálftinn í gær var gríðarlega öflugur, sjö komma sjö á Richter. Þarna hafa þó orðið sterkari skjálftar í gegnum tíðina, enda er Kasmírhérað á flekamótum tveggja jarðskorpufleka sem rekast saman. Til að minnka tjón og mannfall er lykilatriði að byggja betri hús og þróa betra forvarnarkerfi, segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. 9.10.2005 00:01
Leit að lifendum hætt Fjórtán hundruð íbúar Maya-þorpsins Panabaj í Gvatemala eru taldir af eftir að aurskriða kaffærði þorpið í tólf metra þykkri eðju á miðvikudag. Leit að lifendum er hætt og þorpið verður líklega girt af sem einn fjöldagrafreitur. 9.10.2005 00:01
Reykingabann í Englandi Breska ríkisstjórnin áformar að koma á reykingabanni á börum og veitingahúsum í Englandi. Áformað hafði verið að leggja á bann sem takmarkaði reykingar að einhverju leyti en samkomulag hefur nú náðst um að banna þær algjörlega. 9.10.2005 00:01
Sleppt úr gíslingu Flestum starfsmönnum Afríkusambandsins sem var rænt í Darfurhéraði í Súdan fyrr í dag hefur verið sleppt. Noureddine Mezni, talsmaður Afríkusambandsins, treysti sér þó ekki til að fullyrða að þeim hefði öllum verið sleppt og sagði óvíst hversu margir væru í raun frjálsir ferða sinna. Óstaðfestar fréttir herma að sextán hafi verið sleppt. 9.10.2005 00:01
Rúmenar verjast fuglaflensunni Stjórnvöld í Rúmeníu auka nú aðgerðir til að berjast gegn útbreiðslu fuglaflensu í landinu. Engin ný smit hafa verið staðfest og breskir sérfræðingar vonast til þess að geta staðfest innan nokkurra daga hvort veiran sé sú sama og olli fuglaflensunni í Asíu. 9.10.2005 00:01
Gagnrýndi stjórn Berlusconis Romano Prodi, leiðtogi ítölsku stjórnarandstöðunnar, gagnrýndi Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, harkalega á fjöldafundi í gær. Prodi sakaði Berlusconi um að nota stjórnvöld til að koma eigin hugðarefnum á framfæri og gagnrýndi fjárlög ríkisstjórnarninnar. 9.10.2005 00:01