Fleiri fréttir Króatar ekki sagðir samstarfsfúsir Aðalsaksóknari Alþjóðaglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna hefur tilkynnt Evrópusambandinu að Króatar hafi ekki sýnt nógu mikinn samstarfsvilja við að framselja stríðsglæpamenn. Þetta gæti haft þau áhrif að Evrópusambandið seinki aðildarviðræðum Króata, sem áttu að hefjast í þessari viku. 15.3.2005 00:01 Sleppa indverskum föngum Stjórnvöld í Pakistan slepptu í dag úr haldi 589 indverskum föngum til að rétta Indverjum sáttahönd. Flestir fanganna eru fiskimenn sem hafa farið inn fyrir landhelgi Pakistans við veiðar. Að minnsta kosti 600 aðrir indverskir fiskimenn eru enn í haldi í Pakistan og 140 pakistanskir fiskimenn eru í varðhaldi á Indlandi. 15.3.2005 00:01 Hafa vaxandi áhyggjur af Kínverjum Bandaríkjamenn hafa vaxandi áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kínverja, sérstaklega í ljósi deilna þeirra við Taívana, en Taívanar hafa sýnt aukna sjálfstæðistilburði á undanförnum mánuðum og Bandaríkjamenn hafa heitið því að verja landið ráðist Kínverjar á það. 15.3.2005 00:01 Segja lögreglu hafa klúðrað málum Fangauppreisn á Filippseyjum lauk í nótt með því að lögregla réðst til atlögu og felldi 22 uppreisnarseggi, þar á meðal þrjá háttsetta meðlimi Abu Sayaf hryðjuverkahópsins. Sérfræðingar telja að lögreglan hafi klúðrað málunum og segja að hefnd sé óumflýjanleg. 15.3.2005 00:01 Greitt fyrir upplýsingar um Aslan Rússneska leyniþjónustan borgaði tæplega 600 milljónir íslenskra króna fyrir upplýsingarnar sem leiddu til þess að Aslan Maskhadov, uppreisnarleiðtogi Tsjetsjena, var ráðinn af dögum í síðustu viku. Í yfirlýsingu frá leyniþjónustunni segir að nokkrir almennir borgarar hafi komið upplýsingum um dvalarstað Maskhadovs á framfæri við yfirvöld og hafi fengið borgað fyrir það. 15.3.2005 00:01 Evrópskir karlar eru spikfeitir Offita er vaxandi vandamál í Evrópu og nú er svo komið að í mörgum löndum álfunnar er hlutfall feitra karla hærra en í Bandaríkjunum. 15.3.2005 00:01 Skorar á Hizbollah George W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gær Hizbollah-samtökin til að leggja niður vopn og heyja baráttu sína á vettvangi stjórnmálanna. 15.3.2005 00:01 Má ekki banna hjónabönd Dómari í Kaliforníuríki úrskurðaði í gær að það samræmdist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna að banna hommum og lesbíum að ganga í hjónaband því með því væri verið að brjóta jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Hjónabönd samkynhneigðra eru mikið hitamál í Bandaríkjunum um þessar mundir og mörg ríki samþykktu bann við slíkum hjónaböndum þegar gengið var til kosninga síðasta haust. 15.3.2005 00:01 Helfararsafn opnað í Jerúsalem Þjóðarleiðtogar og erindrekar fjörtíu ríkja voru staddir í Jerúsalem í gær þar sem safn helgað helförinni var opnað. 15.3.2005 00:01 Helfararsafn opnað í Jerúsalem Þjóðarleiðtogar og erindrekar fjörtíu ríkja voru staddir í Jerúsalem í gær þar sem safn helgað helförinni var opnað. 15.3.2005 00:01 Flugmaður verður flugdólgur Norsk flugvél var kyrrsett á Gardemoen-flugvelli í gær eftir að flugmaður hennar neitaði að undirgangast vopnaleit. 15.3.2005 00:01 22 farast í fangauppreisn 22 fangar fórust í áhlaupi filippeysku lögreglunnar á fangelsi í Manila í gærmorgun en meðlimir í Abu Sayyaf, samtökum herskárra múslima, höfðu gert þar uppreisn og drepið þrjá fangaverði. 15.3.2005 00:01 180.000 íbúar Darfur hungurmorða Allt að 180.000 manns eru talin hafa dáið úr hungri og sjúkdómum í Darfur-héraðinu í Súdan síðastliðna átján mánuði. 15.3.2005 00:01 Skrefi nær lýðræðinu Á meðan sjíar og Kúrdar reka smiðshöggið á myndun stjórnarmeirihluta tekur stjórnlagaþing Íraks til starfa í dag. Þegar hefur verið skipað í helstu valdastöður. 15.3.2005 00:01 Fé til höfuðs Maskhadov Rússnesk yfirvöld upplýstu í gær að þau hefðu greitt 60 milljónir króna fyrir upplýsingar sem leiddu til þess að þau fundu og drápu Aslan Maskjadovs, leiðtoga Tsjetsjena, í síðustu viku. 15.3.2005 00:01 Aðildarviðræðum slegið á frest Allt benti til þess í gær, að Evrópusambandið ákveddi að slá því á frest að hefja aðildarviðræður við Króatíu. 15.3.2005 00:01 Forseta Kosovo sýnt banatilræði Ibrahim Rugova, forseti Kosovo, komst óskaddaður frá banatilræði í gærmorgun, er öflug sprengja sprakk við bílalest forsetans er hún ók í gegnum miðborg héraðshöfuðborgarinnar Pristina. 15.3.2005 00:01 Úkraínumenn á heimleið Fyrsti hermannahópurinn, sem úkraínsk stjórnvöld hafa kallað heim frá Írak, lenti þar í gær. Til stendur að síðasti úkraínski hermaðurinn verði farinn frá Írak fyrir áramót. 15.3.2005 00:01 Pólitískir andstæðingar undir grun Reynt var að ráða Ibrahim Rugova, forseta Kosovo-héraðs, af dögum í morgun en árásin mistókst. Ekki er vitað hver var að verki en grunur beinist að pólitískum andstæðingum Rugova úr röðum fyrrverandi uppreisnarmanna. 15.3.2005 00:01 Mega ráðast gegn Taívan Kínverska þingið samþykkti í nótt lög sem kveða á um að Kínverjar megi beita Taívan hernaðaraðgerðum ef landið lýsir formlega yfir sjálfstæði. Forseti Kína staðfesti lögin nokkrum mínútum eftir samþykki þingsins. Þegar frumvarpið var lagt fram í síðustu viku heyrðust strax háværar gagnrýnisraddir frá Bandaríkjunum og eins stjórnvöldum í Taívan. 14.3.2005 00:01 Jörð skelfur í Tyrklandi Jarðskjálfti sem mældist 5,9 á Richter reið yfir austur Tyrkland í nótt. Fréttir hafa borist af skemmdum á mannvirkjum en engar fregnir eru af mannskaða. Skjálftinn reið yfir klukkan tvö að íslenskum tíma og nú þegar eru hjálparstofnanir komnar á svæðið að dreifa tjöldum og öðrum hjálpargögnum. Kveikt hafa verið bál víða til að ylja heimilislausum þar sem frost er á svæðinu. 14.3.2005 00:01 Hafa ekki enn myndað ríkisstjórn Ekki hefur enn náðst samkomulag um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Írak. Nýkjörið þing í landinu kemur í fyrsta skipti saman á miðvikudaginn en Kúrdar og sjítar, sem hlutu yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í nýafstöðnum kosningum, eiga enn eftir að ná saman. 14.3.2005 00:01 Fjórir látnir í fangauppreisn Að minnsta kosti fjórir hafa fallið í valinn eftir að fangar í Manilla á Filippseyjum rændu byssum af fangavörðum í nótt og gerðu tilraun til þess að flýja. Lögregla hefur umkringt fangelsið, þar sem 130 al-Qaida liðar hafa meðal annarra verið í haldi. Fangarnir hafa lagt undir sig eina hæð fangelsisins en ekki er ljóst hvort þeir hafa gísla í haldi. 14.3.2005 00:01 Hætta á vatnsskorti hjá milljónum Bráðnun jökla í Himalajafjallgarðinum í Asíu á næstu áratugum gæti leitt til vatnsskorts hjá mörg hundruð milljónum manna. Í skýrslu frá nefnd sem rannsakar breytingar á loftslagi í heiminum kemur fram að gríðarleg flóð gætu orðið í Kína, Nepal og á Indlandi vegna bráðnunar stórra jökla á næstu áratugum. 14.3.2005 00:01 Fái ekki lengur næringu í æð Miklar deilur hafa spunnist í Flórída vegna dómsúrskurðar um að hætta beri að gefa heiladauðri konu næringu í æð. Dómurinn komst á föstudaginn að þessari niðurstöðu því að útséð væri með að hún myndi nokkru sinni ná sér. Foreldrar konunnar og trúarhópar á svæðinu berjast hins vegar fyrir því að dómnum verði hnekkt því að konan bregðist við því sem sagt sé við hana og að hún grínist meira að segja af og til. 14.3.2005 00:01 Óttast árásir al-Qaida á skóla Óttast er að al-Qaida hafi í hyggju að gera árásir á skóla, veitingastaði eða kvikmyndahús í Bandaríkjunum. Tímaritið <em>Time</em> hefur eftir embættismönnum innan leyniþjónustu Bandaríkjastjórnar að Abu Musab al-Zarqawi, höfuðpaur samtakanna í Írak, hafi undanfarið lagt á ráðin um slíkar árásir. 14.3.2005 00:01 Reyndu að myrða börnin sín Hjón frá Singapúr komu fyrir rétt í Ástralíu í dag ákærð fyrir að hafa reynt að drepa tvær dætur sínar, sex og sjö ára gamlar, á föstudag. Hjónin reyndu að gefa dætrum sínum of stóran skammt af svefnlyfjum, en það getur valdið hjartsláttar- og öndunartruflunum. 14.3.2005 00:01 Múslímar á lista hægriöfgaflokks Stærsti hægriöfgaflokkur Belgíu hyggst stilla upp múslímum á framboðslistum sínum í stærstu borgum landsins í sveitastjórnarkosningum sem haldnar verða á næsta ári. Talsmaður flokksins segir að margir hófsamir múslímar styðji stefnu flokksins þar sem þeim ofbjóði öfgastefna bókstafstrúarmanna á meðal múslíma. 14.3.2005 00:01 Haradinaj segist saklaus Ramus Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kosovo, lýsti sig saklausan af ákærum um morð, nauðganir og nauðungarflutninga á Serbum þegar hann kom fyrir Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag í morgun. Haradinaj er ákærður fyrir að hafa framið þessa glæpi sem leiðtogi uppreisnarmanna í Kosovo á árunum 1998 og 1999. 14.3.2005 00:01 Spillingarathuganir gjörspilltar Meðlimir nefndar sem ætlað er að berjast gegn spillingu í Taílandi hafa verið ákærðir fyrir spillingu. Ríkissaksóknari landsins hefur ásakað nefndarmennina níu um að hafa skammtað sjálfum sér aukagreiðslur og eiga þeir yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi verði þeir sakfelldir. 14.3.2005 00:01 Ákærandi Jacksons mætir verjendum Táningspilturinn sem sakað hefur Michael Jackson um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð á erfiðan dag fyrir höndum. Í dag gefst verjendum Jacksons færi á að gagnspyrja drenginn en hann lýsti því fyrir réttinum í síðustu viku með hvaða hætti Jackson hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi fyrir tveimur árum. 14.3.2005 00:01 Líflátnir fyrir morð og rán Fjórir Filippseyingar voru líflátnir í dag í Sádi-Arabíu fyrir að hafa myrt og rænt samlanda sinn. Mennirnir voru teknir af lífi í borginni Taif í vesturhluta landsins. Í Sádi-Arabíu eru glæpamenn líflátnir fyrir morð, nauðganir og eiturlyfjasölu og hafa 25 menn verið teknir af lífi í landinu það sem af er árinu. 14.3.2005 00:01 Kona beri hluta ábyrgðar í nauðgun Fjórði hver Dani er þeirrar skoðunar að konur sem er nauðgað beri sjálfar að hluta til ábyrgð á nauðguninni. Þetta eru niðurstöður könnunar sem kynntar voru í dönskum fjölmiðlum í dag. Þátttakendur könnunarinnar tiltóku sérstaklega að ögrandi klæðnaður kvenna gæti leitt til nauðgunar. 14.3.2005 00:01 Snarpur skjálfti á Vestur-Indlandi Jarðskjálfti upp á 4,7 stig skók jörðina í bænum Koyna á Vestur-Indlandi í morgun. Skjálftans varð einnig vart í Bombay sem er 200 kílómetrum norðar. Lögregla í Bombay segir þó skjálftann ekki hafa valdið neinum skemmdum á mannvirkjum. 14.3.2005 00:01 Taívanar segja hótanir óþolandi Samskipti Kína og Taívans eru enn og aftur hlaupin í harðan hnút. Stjórnvöld í Kína hóta Taívönum hernaðaraðgerðum lýsi þeir yfir sjálfsstæði en ríkisstjórn Taívans segir hótanir Kínverja óþolandi. 14.3.2005 00:01 Loftslagsbreytingar valda bráðnun Jöklar í Himalajafjallgarðinum bráðna nú á ógnarhraða sökum loftslagsbreytinga. Þessi bráðnun getur á næstu áratugum leitt til vatnsskorts hjá mörg hundruð milljónum manna. 14.3.2005 00:01 Aðstoða Afgani í eiturlyfjabaráttu Íranar hafa boðist til að aðstoða afgönsk stjórnvöld í baráttunni við eiturlyfjasmyglara með því að þjálfa landamæralögreglu og deila með þeim upplýsingum frá leyniþjónustunni. Þúsundir íranskra starfsmanna hafa látið lífið í átökum við eiturlyfjasmyglara á landamærum Írans og Afganistans síðustu tvo áratugina. 14.3.2005 00:01 Hermenn í Súdan sagðir veiða fíla Veiðiþjófar í súdanska hernum hafa drepið þúsundir fíla og selt fílabeinin til Kína þar sem úr því eru gerðir matprjónar. Haft er eftir umhverfisverndarsinnanum Esmond Martin að vegna borgarastyrjaldarinnar í Súdan sé erfitt að meta hversu margir fílar hafi verið drepnir en fílum á svæðinu hefur fækkað úr um 133 þúsundum árið 1976 í um 40 þúsund 1992. 14.3.2005 00:01 Mótmæla enn afskiptum Sýrlendinga Hundruð þúsunda mótmælenda söfnuðust saman í Beirút í dag til að lýsa andúð sinni á afskiptum Sýrlendinga af Líbanon. Mikið hefur verið um mótmæli í Líbanon undanfarnar vikur, bæði meðal stuðningsmanna og andstæðinga Sýrlendinga. Þetta eru þó fjölmennustu mótmælin síðan Rafiq Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var myrtur fyrir nákvæmlega mánuði. 14.3.2005 00:01 Engin merki um stökkbreytta veiru Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segist ekki enn hafa séð nein merki þess að fuglaflensuveiran hafi stökkbreyst svo hún geti smitast á milli manna. Ríkisstjórnir margra ríkja eru samt þegar farnar að birgja sig upp af lyfjum til að reyna að verjast faraldri, brjótist hann út. 14.3.2005 00:01 Ákærður fyrir stríðsglæpi Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur kært Ljube Boskovski, fyrrverandi innanríkisráðherra Makedóníu, fyrir stríðsglæpi. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum í makedónska stjórnkerfinu að Boskovski sé ákærður fyrir aðild sína að átökum makedónskra öryggissveita og albanskra uppreinsarmanna í bænum Ljubotno nærri Skopje árið 2001, en 10 Albanar létust í bardögunum. 14.3.2005 00:01 Mussolini í hungurverkfall Alessandra Mussolini, barnabarn Benitos Mussolinis, fyrrverandi einræðisherra á Ítalíu, er nú í hungurverkfalli eftir að héraðsdómur í Lazio úrskurðaði framboð flokks hennar í sveitarstjórnarkosningum ógilt. Skila þarf inn 3500 undirskriftum til að mega bjóða fram. Flokkur Mussolinis skilaði inn 4300 undirskriftum en dómstóllinn taldi 860 þeirra falsaðar. Þar með var fjöldinn ekki nægur og framboðið ekki leyfilegt. 14.3.2005 00:01 Öryggið mest í Lúxemborg Íbúar í Lúxemborg eru öruggastir en Bagdad-búar búa í hættulegustu borginni, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birtar voru í dag. Fyrirtækið Mercer kannaði öryggi í 215 borgum um allan heim og horfði til glæpatíðni og innri stöðugleika þar. Í kjölfar Lúxemborgar komu Helsinki, Bern, Genf og Zürich en borgin Abidjan á Fílabeinsströndinni er á botninum ásamt Bagdad í Írak. 14.3.2005 00:01 Yfirvöld íhuga að banna mótmæli Fjölmennustu mótmæli í sögu Líbanons fóru fram í dag þegar tæp milljón andstæðinga Sýrlendinga gekk um götur höfuðborgarinnar. Yfirvöld í Líbanon virðast hins vegar hafa fengið nóg af þessari borgarabyltingu og íhuga að setja hömlur á frekari mannsöfnuði. 14.3.2005 00:01 Harðvítugar deilur við Taívanssund Enn og aftur er allt hlaupið í bál og brand á milli stjórnvalda í Kína og Taívan eftir að kínverska þingið samþykkti í morgun lög sem heimila innrás í Taívan, lýsi landið yfir sjálfstæði. 14.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Króatar ekki sagðir samstarfsfúsir Aðalsaksóknari Alþjóðaglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna hefur tilkynnt Evrópusambandinu að Króatar hafi ekki sýnt nógu mikinn samstarfsvilja við að framselja stríðsglæpamenn. Þetta gæti haft þau áhrif að Evrópusambandið seinki aðildarviðræðum Króata, sem áttu að hefjast í þessari viku. 15.3.2005 00:01
Sleppa indverskum föngum Stjórnvöld í Pakistan slepptu í dag úr haldi 589 indverskum föngum til að rétta Indverjum sáttahönd. Flestir fanganna eru fiskimenn sem hafa farið inn fyrir landhelgi Pakistans við veiðar. Að minnsta kosti 600 aðrir indverskir fiskimenn eru enn í haldi í Pakistan og 140 pakistanskir fiskimenn eru í varðhaldi á Indlandi. 15.3.2005 00:01
Hafa vaxandi áhyggjur af Kínverjum Bandaríkjamenn hafa vaxandi áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kínverja, sérstaklega í ljósi deilna þeirra við Taívana, en Taívanar hafa sýnt aukna sjálfstæðistilburði á undanförnum mánuðum og Bandaríkjamenn hafa heitið því að verja landið ráðist Kínverjar á það. 15.3.2005 00:01
Segja lögreglu hafa klúðrað málum Fangauppreisn á Filippseyjum lauk í nótt með því að lögregla réðst til atlögu og felldi 22 uppreisnarseggi, þar á meðal þrjá háttsetta meðlimi Abu Sayaf hryðjuverkahópsins. Sérfræðingar telja að lögreglan hafi klúðrað málunum og segja að hefnd sé óumflýjanleg. 15.3.2005 00:01
Greitt fyrir upplýsingar um Aslan Rússneska leyniþjónustan borgaði tæplega 600 milljónir íslenskra króna fyrir upplýsingarnar sem leiddu til þess að Aslan Maskhadov, uppreisnarleiðtogi Tsjetsjena, var ráðinn af dögum í síðustu viku. Í yfirlýsingu frá leyniþjónustunni segir að nokkrir almennir borgarar hafi komið upplýsingum um dvalarstað Maskhadovs á framfæri við yfirvöld og hafi fengið borgað fyrir það. 15.3.2005 00:01
Evrópskir karlar eru spikfeitir Offita er vaxandi vandamál í Evrópu og nú er svo komið að í mörgum löndum álfunnar er hlutfall feitra karla hærra en í Bandaríkjunum. 15.3.2005 00:01
Skorar á Hizbollah George W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gær Hizbollah-samtökin til að leggja niður vopn og heyja baráttu sína á vettvangi stjórnmálanna. 15.3.2005 00:01
Má ekki banna hjónabönd Dómari í Kaliforníuríki úrskurðaði í gær að það samræmdist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna að banna hommum og lesbíum að ganga í hjónaband því með því væri verið að brjóta jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Hjónabönd samkynhneigðra eru mikið hitamál í Bandaríkjunum um þessar mundir og mörg ríki samþykktu bann við slíkum hjónaböndum þegar gengið var til kosninga síðasta haust. 15.3.2005 00:01
Helfararsafn opnað í Jerúsalem Þjóðarleiðtogar og erindrekar fjörtíu ríkja voru staddir í Jerúsalem í gær þar sem safn helgað helförinni var opnað. 15.3.2005 00:01
Helfararsafn opnað í Jerúsalem Þjóðarleiðtogar og erindrekar fjörtíu ríkja voru staddir í Jerúsalem í gær þar sem safn helgað helförinni var opnað. 15.3.2005 00:01
Flugmaður verður flugdólgur Norsk flugvél var kyrrsett á Gardemoen-flugvelli í gær eftir að flugmaður hennar neitaði að undirgangast vopnaleit. 15.3.2005 00:01
22 farast í fangauppreisn 22 fangar fórust í áhlaupi filippeysku lögreglunnar á fangelsi í Manila í gærmorgun en meðlimir í Abu Sayyaf, samtökum herskárra múslima, höfðu gert þar uppreisn og drepið þrjá fangaverði. 15.3.2005 00:01
180.000 íbúar Darfur hungurmorða Allt að 180.000 manns eru talin hafa dáið úr hungri og sjúkdómum í Darfur-héraðinu í Súdan síðastliðna átján mánuði. 15.3.2005 00:01
Skrefi nær lýðræðinu Á meðan sjíar og Kúrdar reka smiðshöggið á myndun stjórnarmeirihluta tekur stjórnlagaþing Íraks til starfa í dag. Þegar hefur verið skipað í helstu valdastöður. 15.3.2005 00:01
Fé til höfuðs Maskhadov Rússnesk yfirvöld upplýstu í gær að þau hefðu greitt 60 milljónir króna fyrir upplýsingar sem leiddu til þess að þau fundu og drápu Aslan Maskjadovs, leiðtoga Tsjetsjena, í síðustu viku. 15.3.2005 00:01
Aðildarviðræðum slegið á frest Allt benti til þess í gær, að Evrópusambandið ákveddi að slá því á frest að hefja aðildarviðræður við Króatíu. 15.3.2005 00:01
Forseta Kosovo sýnt banatilræði Ibrahim Rugova, forseti Kosovo, komst óskaddaður frá banatilræði í gærmorgun, er öflug sprengja sprakk við bílalest forsetans er hún ók í gegnum miðborg héraðshöfuðborgarinnar Pristina. 15.3.2005 00:01
Úkraínumenn á heimleið Fyrsti hermannahópurinn, sem úkraínsk stjórnvöld hafa kallað heim frá Írak, lenti þar í gær. Til stendur að síðasti úkraínski hermaðurinn verði farinn frá Írak fyrir áramót. 15.3.2005 00:01
Pólitískir andstæðingar undir grun Reynt var að ráða Ibrahim Rugova, forseta Kosovo-héraðs, af dögum í morgun en árásin mistókst. Ekki er vitað hver var að verki en grunur beinist að pólitískum andstæðingum Rugova úr röðum fyrrverandi uppreisnarmanna. 15.3.2005 00:01
Mega ráðast gegn Taívan Kínverska þingið samþykkti í nótt lög sem kveða á um að Kínverjar megi beita Taívan hernaðaraðgerðum ef landið lýsir formlega yfir sjálfstæði. Forseti Kína staðfesti lögin nokkrum mínútum eftir samþykki þingsins. Þegar frumvarpið var lagt fram í síðustu viku heyrðust strax háværar gagnrýnisraddir frá Bandaríkjunum og eins stjórnvöldum í Taívan. 14.3.2005 00:01
Jörð skelfur í Tyrklandi Jarðskjálfti sem mældist 5,9 á Richter reið yfir austur Tyrkland í nótt. Fréttir hafa borist af skemmdum á mannvirkjum en engar fregnir eru af mannskaða. Skjálftinn reið yfir klukkan tvö að íslenskum tíma og nú þegar eru hjálparstofnanir komnar á svæðið að dreifa tjöldum og öðrum hjálpargögnum. Kveikt hafa verið bál víða til að ylja heimilislausum þar sem frost er á svæðinu. 14.3.2005 00:01
Hafa ekki enn myndað ríkisstjórn Ekki hefur enn náðst samkomulag um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Írak. Nýkjörið þing í landinu kemur í fyrsta skipti saman á miðvikudaginn en Kúrdar og sjítar, sem hlutu yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í nýafstöðnum kosningum, eiga enn eftir að ná saman. 14.3.2005 00:01
Fjórir látnir í fangauppreisn Að minnsta kosti fjórir hafa fallið í valinn eftir að fangar í Manilla á Filippseyjum rændu byssum af fangavörðum í nótt og gerðu tilraun til þess að flýja. Lögregla hefur umkringt fangelsið, þar sem 130 al-Qaida liðar hafa meðal annarra verið í haldi. Fangarnir hafa lagt undir sig eina hæð fangelsisins en ekki er ljóst hvort þeir hafa gísla í haldi. 14.3.2005 00:01
Hætta á vatnsskorti hjá milljónum Bráðnun jökla í Himalajafjallgarðinum í Asíu á næstu áratugum gæti leitt til vatnsskorts hjá mörg hundruð milljónum manna. Í skýrslu frá nefnd sem rannsakar breytingar á loftslagi í heiminum kemur fram að gríðarleg flóð gætu orðið í Kína, Nepal og á Indlandi vegna bráðnunar stórra jökla á næstu áratugum. 14.3.2005 00:01
Fái ekki lengur næringu í æð Miklar deilur hafa spunnist í Flórída vegna dómsúrskurðar um að hætta beri að gefa heiladauðri konu næringu í æð. Dómurinn komst á föstudaginn að þessari niðurstöðu því að útséð væri með að hún myndi nokkru sinni ná sér. Foreldrar konunnar og trúarhópar á svæðinu berjast hins vegar fyrir því að dómnum verði hnekkt því að konan bregðist við því sem sagt sé við hana og að hún grínist meira að segja af og til. 14.3.2005 00:01
Óttast árásir al-Qaida á skóla Óttast er að al-Qaida hafi í hyggju að gera árásir á skóla, veitingastaði eða kvikmyndahús í Bandaríkjunum. Tímaritið <em>Time</em> hefur eftir embættismönnum innan leyniþjónustu Bandaríkjastjórnar að Abu Musab al-Zarqawi, höfuðpaur samtakanna í Írak, hafi undanfarið lagt á ráðin um slíkar árásir. 14.3.2005 00:01
Reyndu að myrða börnin sín Hjón frá Singapúr komu fyrir rétt í Ástralíu í dag ákærð fyrir að hafa reynt að drepa tvær dætur sínar, sex og sjö ára gamlar, á föstudag. Hjónin reyndu að gefa dætrum sínum of stóran skammt af svefnlyfjum, en það getur valdið hjartsláttar- og öndunartruflunum. 14.3.2005 00:01
Múslímar á lista hægriöfgaflokks Stærsti hægriöfgaflokkur Belgíu hyggst stilla upp múslímum á framboðslistum sínum í stærstu borgum landsins í sveitastjórnarkosningum sem haldnar verða á næsta ári. Talsmaður flokksins segir að margir hófsamir múslímar styðji stefnu flokksins þar sem þeim ofbjóði öfgastefna bókstafstrúarmanna á meðal múslíma. 14.3.2005 00:01
Haradinaj segist saklaus Ramus Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kosovo, lýsti sig saklausan af ákærum um morð, nauðganir og nauðungarflutninga á Serbum þegar hann kom fyrir Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag í morgun. Haradinaj er ákærður fyrir að hafa framið þessa glæpi sem leiðtogi uppreisnarmanna í Kosovo á árunum 1998 og 1999. 14.3.2005 00:01
Spillingarathuganir gjörspilltar Meðlimir nefndar sem ætlað er að berjast gegn spillingu í Taílandi hafa verið ákærðir fyrir spillingu. Ríkissaksóknari landsins hefur ásakað nefndarmennina níu um að hafa skammtað sjálfum sér aukagreiðslur og eiga þeir yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi verði þeir sakfelldir. 14.3.2005 00:01
Ákærandi Jacksons mætir verjendum Táningspilturinn sem sakað hefur Michael Jackson um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð á erfiðan dag fyrir höndum. Í dag gefst verjendum Jacksons færi á að gagnspyrja drenginn en hann lýsti því fyrir réttinum í síðustu viku með hvaða hætti Jackson hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi fyrir tveimur árum. 14.3.2005 00:01
Líflátnir fyrir morð og rán Fjórir Filippseyingar voru líflátnir í dag í Sádi-Arabíu fyrir að hafa myrt og rænt samlanda sinn. Mennirnir voru teknir af lífi í borginni Taif í vesturhluta landsins. Í Sádi-Arabíu eru glæpamenn líflátnir fyrir morð, nauðganir og eiturlyfjasölu og hafa 25 menn verið teknir af lífi í landinu það sem af er árinu. 14.3.2005 00:01
Kona beri hluta ábyrgðar í nauðgun Fjórði hver Dani er þeirrar skoðunar að konur sem er nauðgað beri sjálfar að hluta til ábyrgð á nauðguninni. Þetta eru niðurstöður könnunar sem kynntar voru í dönskum fjölmiðlum í dag. Þátttakendur könnunarinnar tiltóku sérstaklega að ögrandi klæðnaður kvenna gæti leitt til nauðgunar. 14.3.2005 00:01
Snarpur skjálfti á Vestur-Indlandi Jarðskjálfti upp á 4,7 stig skók jörðina í bænum Koyna á Vestur-Indlandi í morgun. Skjálftans varð einnig vart í Bombay sem er 200 kílómetrum norðar. Lögregla í Bombay segir þó skjálftann ekki hafa valdið neinum skemmdum á mannvirkjum. 14.3.2005 00:01
Taívanar segja hótanir óþolandi Samskipti Kína og Taívans eru enn og aftur hlaupin í harðan hnút. Stjórnvöld í Kína hóta Taívönum hernaðaraðgerðum lýsi þeir yfir sjálfsstæði en ríkisstjórn Taívans segir hótanir Kínverja óþolandi. 14.3.2005 00:01
Loftslagsbreytingar valda bráðnun Jöklar í Himalajafjallgarðinum bráðna nú á ógnarhraða sökum loftslagsbreytinga. Þessi bráðnun getur á næstu áratugum leitt til vatnsskorts hjá mörg hundruð milljónum manna. 14.3.2005 00:01
Aðstoða Afgani í eiturlyfjabaráttu Íranar hafa boðist til að aðstoða afgönsk stjórnvöld í baráttunni við eiturlyfjasmyglara með því að þjálfa landamæralögreglu og deila með þeim upplýsingum frá leyniþjónustunni. Þúsundir íranskra starfsmanna hafa látið lífið í átökum við eiturlyfjasmyglara á landamærum Írans og Afganistans síðustu tvo áratugina. 14.3.2005 00:01
Hermenn í Súdan sagðir veiða fíla Veiðiþjófar í súdanska hernum hafa drepið þúsundir fíla og selt fílabeinin til Kína þar sem úr því eru gerðir matprjónar. Haft er eftir umhverfisverndarsinnanum Esmond Martin að vegna borgarastyrjaldarinnar í Súdan sé erfitt að meta hversu margir fílar hafi verið drepnir en fílum á svæðinu hefur fækkað úr um 133 þúsundum árið 1976 í um 40 þúsund 1992. 14.3.2005 00:01
Mótmæla enn afskiptum Sýrlendinga Hundruð þúsunda mótmælenda söfnuðust saman í Beirút í dag til að lýsa andúð sinni á afskiptum Sýrlendinga af Líbanon. Mikið hefur verið um mótmæli í Líbanon undanfarnar vikur, bæði meðal stuðningsmanna og andstæðinga Sýrlendinga. Þetta eru þó fjölmennustu mótmælin síðan Rafiq Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var myrtur fyrir nákvæmlega mánuði. 14.3.2005 00:01
Engin merki um stökkbreytta veiru Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segist ekki enn hafa séð nein merki þess að fuglaflensuveiran hafi stökkbreyst svo hún geti smitast á milli manna. Ríkisstjórnir margra ríkja eru samt þegar farnar að birgja sig upp af lyfjum til að reyna að verjast faraldri, brjótist hann út. 14.3.2005 00:01
Ákærður fyrir stríðsglæpi Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur kært Ljube Boskovski, fyrrverandi innanríkisráðherra Makedóníu, fyrir stríðsglæpi. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum í makedónska stjórnkerfinu að Boskovski sé ákærður fyrir aðild sína að átökum makedónskra öryggissveita og albanskra uppreinsarmanna í bænum Ljubotno nærri Skopje árið 2001, en 10 Albanar létust í bardögunum. 14.3.2005 00:01
Mussolini í hungurverkfall Alessandra Mussolini, barnabarn Benitos Mussolinis, fyrrverandi einræðisherra á Ítalíu, er nú í hungurverkfalli eftir að héraðsdómur í Lazio úrskurðaði framboð flokks hennar í sveitarstjórnarkosningum ógilt. Skila þarf inn 3500 undirskriftum til að mega bjóða fram. Flokkur Mussolinis skilaði inn 4300 undirskriftum en dómstóllinn taldi 860 þeirra falsaðar. Þar með var fjöldinn ekki nægur og framboðið ekki leyfilegt. 14.3.2005 00:01
Öryggið mest í Lúxemborg Íbúar í Lúxemborg eru öruggastir en Bagdad-búar búa í hættulegustu borginni, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birtar voru í dag. Fyrirtækið Mercer kannaði öryggi í 215 borgum um allan heim og horfði til glæpatíðni og innri stöðugleika þar. Í kjölfar Lúxemborgar komu Helsinki, Bern, Genf og Zürich en borgin Abidjan á Fílabeinsströndinni er á botninum ásamt Bagdad í Írak. 14.3.2005 00:01
Yfirvöld íhuga að banna mótmæli Fjölmennustu mótmæli í sögu Líbanons fóru fram í dag þegar tæp milljón andstæðinga Sýrlendinga gekk um götur höfuðborgarinnar. Yfirvöld í Líbanon virðast hins vegar hafa fengið nóg af þessari borgarabyltingu og íhuga að setja hömlur á frekari mannsöfnuði. 14.3.2005 00:01
Harðvítugar deilur við Taívanssund Enn og aftur er allt hlaupið í bál og brand á milli stjórnvalda í Kína og Taívan eftir að kínverska þingið samþykkti í morgun lög sem heimila innrás í Taívan, lýsi landið yfir sjálfstæði. 14.3.2005 00:01