Fleiri fréttir

„Það eru mjög miklar breytingar að eiga sér stað í geð­heil­brigðis­kerfinu“

„Það hefur aukist gríðarlega á síðustu árum, aðgangur að sálfræðiþjónustu, bæði með teymum inni í heilsugæslunni og líka með samningum við sálfræðinga. Þannig að það hefur aukist. En eftirspurnin er hugsanlega meiri en þjónustan sem stendur til boða,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis.

Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu

Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár.

Fyrirtæki og launþegar gæti hófsemi til að ná niður verðbólgu

Fjármálaráðherra hefur miklar áhyggjur af hárri verðbólgu en varar við vítahring launahækkanna sem leiti aftur út í verðlag. Forsætisráðherra biðlar til fyrirtækja að gæta hófsemi í arðgreiðslum og álagningu. Húsnæðiskostnaður heimilanna hækkar gríðarlega vegna samspils stýrivaxtahækkana og verðbólgu.

Lof­orð stjórn­valda og at­vinnu­lífsins hafi verið svikin

Hagsmunasamtök heimilanna blása til fundar í Iðnó í kvöld. Formaður samtakanna segir heimilin þurfa að sýna að þau ætli ekki að fóðra bankana. Formaður VR verður á fundinum en hann segir stjórnvöld og atvinnulífið hafa svikið loforð um að standa með fólkinu í landinu.

Bilun í Nesjavallavirkjun

Bilun kom upp í stjórnbúnaði Nesjavallavirkjunar á sjötta tímanum nú síðdegis með þeim afleiðingum að öll orkuvinnsla í virkjuninni, hvort tveggja á heitu vatni og rafmagni, stöðvaðist.

Gæti ráðist á næsta sólarhring hvort ný miðlunartillaga verði lögð fram

Tími setts ríkissáttasemjara til að leggja fram nýja miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins fer að renna út vegna yfirvofandi verkbanns á mánudag. Hann er líka í þrengri stöðu en embættið var til að leggja fram slíka tillögu þar sem hann þarf að vera þess fullviss að báðir deiluaðilar muni samþykkja að tillaga hans fari í atkvæðagreiðslu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tími setts ríkissáttasemjara til að leggja fram nýja miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins fer að renna út vegna yfirvofandi verkbanns á mánudag. Hann er líka í þrengri stöðu en embættið var til að leggja fram slíka tillögu þar sem hann þarf að vera þess fullviss að báðir deiluaðilar muni samþykkja að tillaga hans fari í atkvæðagreiðslu.

Segja Hrannar hafa boðið þeim peninga fyrir að breyta framburði

Stúlka sem var skotin í skotárás fyrrverandi kærasta í Grafarholti í fyrra sagði manninn hafa hótað sér og beitt ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún hefur átt erfitt með svefn og óttast um öryggi sitt og heilsu eftir árásina. Hún og kærasti hennar segja kærastann fyrrverandi hafa boðið sér peninga gegn því að breyta framburði sínum fyrir dómi. 

Framúrkeyrsla stofnana mikið áhyggjuefni

Hækkun verðbólgu umfram allar spár er mikið áhyggjuefni segir fjármálaráðherra. Hann gagnrýnir framúrkeyrslu stofnanna og segir að tekið verði á því í næstu fjármálaáætlun. Engar auðveldar leiðir séu í boði þegar mönnum hafi mistekist á ná tökum á verðbólgunni.

Bylgja streptó­kokka á upp­leið og sýkingin svæsnari en áður

Sú bylgja streptókokka sem nú herjar á landsmenn er enn á uppleið og veldur alvarlegri sýkingum en áður. Þetta segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Það sé mikilvægt að foreldrar barna með sýkinguna hlusti á innsæið og grípi inn í ef þeir fái á tilfinninguna að sýking barna þeirra sé að þróast til verri vegar.

Skaut fyrrverandi kærustu sína og yfirlýstan „óvin“

Karlmaður sem skaut fyrrverandi kærustu sína og annan karlmann í Grafarholti í fyrra segist ekki hafa vitað af því að hann hafi skotið hana fyrr en að atlögunni lokinni. Afbrýðisemi hafi ekki haft neitt með árásina að gera.

Ástráður ávítar Stefán Ólafsson fyrir trúnaðarbrot

Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari gagnrýnir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar harðlega fyrir trúnaðarbrot í tengslum við kjaraviðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins. Hann segir opinber ummæli Stefáns geta sett viðræðurnar „út af teinunum."

Bein út­sending: Skýrsla um stöðu og fram­tíð lagar­eldis

Skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi verður kynnt á sérstökum fundi á Grand Hótel í Reykjavík sem hefst klukkan 13:30. Lagareldi er yfirheiti yfir sjókvía-, land-, þörunga- og úthafseldi, en skýrslan var unnin fyrir matvælaráðuneytið.

Óraði ekki fyrir lengd faraldursins

Í dag eru þrjú ár frá því fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi en þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. Þórólfur Guðnason sem þá var sóttvarnalæknir segir að sig hafi ekki órað fyrir því á þeim tíma hversu lengi faraldurinn myndi vara.

Segir fimm klukku­stunda fund hafa strandað á þúsund­kalli

Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar.

Óraunhæft að Reykjavíkurborg leysi ein úr vandanum

Það er óraunhæft að leggja þá kröfu á Reykjavíkurborg að halda nánast ein úti þjónustu við heimilislausa, segir sérfræðingur í skaðaminnkun. Yfirfull neyðarskýli sýni fram á brýna þörf á fleiri búsetuúrræðum og ríkið þurfi að koma að borðinu til þess að bæta stöðuna.

Rennur hratt úr tímaglasi sáttasemjara

Reikna má með að settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins reyni að leggja fram miðlunartillögu á allra næstu dögum. Ýmsar ytri aðstæður hjálpa til við að flækja málin og tíminn vinnur ekki með lausn deilunnar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um kjaradeilu Eflingar og SA en löngum kvöldfundi lauk eftir miðnætti án niðurstöðu. 

Smá­hýsin fimm komin upp í Laugar­dal

Fimm smáhýsum fyrir heimilislausa var komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík á dögunum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan mánuðinn.

Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu og Þjónustumiðstöðinni

Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna í Kópavogi hefur sagt upp 17 starfsmönnum eða nær helmingi allra sem starfa þar. Ástæðan er sú að færri verkefni Íslenskrar erfðagreiningar kalla á aðkomu Þjónustumiðstöðvarinnar en áður. Þá missa níu vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Þrjú ár frá fyrsta Co­vid-smitinu

Í dag eru þrjú ár frá því að fyrsta Covid-19 smitið greindist hér á landi. Þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. 

Héldu á­rásar­manni niðri á meðan beðið var eftir lög­reglu

Tilkynnt var í líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu í gær í umdæmu lögreglunnar á lögreglustöð 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes. Vegfarendur héldu árásarmanninum niðri þar til lögregla kom á vettvang. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. 

Fjórir tímar dugðu ekki og ó­víst hve­nær næsti fundur er

Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í Karphúsinu í gærkvöldi lauk rétt eftir miðnætti. Engin niðurstaða náðist, engin miðlunartillaga er í sjónmáli og óvíst er hvenær næsti fundur fer fram. Ríkissáttasemjari leggst nú undir feld að nýju.

„Það er ekki rétt að það sé ekki neitt að gerast“

Innviðaráðherra segir forsendur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins ekki brostnar þrátt fyrir gagnrýnisraddir úr ýmsum áttum. Framkvæmdir mættu þó vera hraðari og kostnaður hafi vissulega hækkað, sem sé eðlilegt í ljósi óvissuþátta. Taka þurfi umræðuna og mögulega endurskoða hluta sáttmálans.

Byggja nýja blokk á bestu lóð Bíldudals

Tíu íbúða fjölbýlishús er í smíðum á Bíldudal, það stærsta sem þar hefur risið í nærri hálfa öld. Sveitarfélagið Vesturbyggð og fyrirtækið Arnarlax beittu sér fyrir húsbyggingunni og vonast menn til að fljótlega verði byggt annað álíka stórt, svo mikil er húsnæðisþörfin.

Vélin lent og hættu­stigi aflýst

Hættustig var sett í gildi á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna flugvélar frá Icelandair sem snúa þurfti við. Vélinni hefur verið lent og hefur hættustigi verið aflýst.

Von á norður­ljósa­veislu í kvöld

Geimveðursetur NOAA í Boulder í Colorado hefur undanfarin sólarhring sent frá sér fjölmargar tilkynningar um nokkuð öflugan sólstorm inn í segulsvið jarðar. Von er á kraftmikilli norðarljósasýningu í kvöld.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ríkissáttasemjari mun ráðfæra sig við samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í kvöld um nýja miðlunartillögu. Atvinnurekendur hafa því frestað fyrirhuguðu verkbanni fram yfir helgi.

Fjórir handteknir eftir stunguárás í Mathöll Höfða

Fjórir hafa verið handteknir eftir hnífstungu á Höfða í dag og einn fluttur á slysadeild eftir stunguárás. Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang eftir að tilkynning barst, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

„Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig veru­lega“

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi.

Sex prósent beiðna til VIRK uppfylltu skilyrði WHO um kulnun

Fimmtíu og átta prósent umsækjenda um starfsendurhæfingu hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði ráku heilsubrestinn til kulnunar. Niðurstaða þróunarverkefnis á vegum VIRK sýnir aftur á móti að einungis rúm sex prósent þeirra uppfylltu skilyrði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um kulnun í starfi.

Agnieszka og Ólöf Helga á leið úr stjórn Eflingar

Ekkert framboð barst til stjórnar stéttarfélagsins Eflingar fyrir utan lista sem trúnaðarráð samþykkti nýlega. Sá listi er sjálfkjörinn og hverfa Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður og Ólöf Helga Adolfsdóttir ritari úr stjórninni. 

Kafa í allar kvíar vegna gats á netapoka í Ísafjarðardjúpi

Matvælastofnun barst tilkynning frá fiskeldisfyrirtækinu Háafelli í dag um gat á netapoka einnar sjókvíar Háafells við Skarðshlíð í Ísafjarðardjúpi. Gatið uppgötvaðist við reglubundið eftirlit á kví C5 og er bráðabirgðaviðgerð lokið.

Sjá næstu 50 fréttir