Fleiri fréttir

Ekki á þeim buxunum að af­henda fé­laga­talið

Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar telja nauðsynlegt að dómstólar leysi úr lögmæti ákvörðunar ríkisáttasemjara um að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Félagið virðist ekki á þeim buxunum að afhenda embættinu félagatal sitt svo halda megi rafræna kosningu um miðlunartillögu.

Lög­reglu­menn ó­öruggir og fram­leiðandinn firrir sig á­byrgð

Sérfræðinga sem hafa látið sig rafbyssur varða greinir á um hvort vopnin eru banvæn eða ekki. Fyrir þessu eru að minnast kosti tvær ástæður; vísindasiðareglur gera rannsóknir ómögulegar og þá hefur reynst erfitt að rekja dauðsföll í kjölfar rafbyssuskots til einnar afmarkaðrar orsakar.

Íslendingur búsettur í 100 ríkjum heims

Þann 1. desember 2022 voru 48.951 Íslendingur með skráð lögheimili erlendis, þar af 11.590 í Danmörku. Næst flestir voru skráðir í Noregi, 9.278, og 8.933 í Svíþjóð. Alls eru 62,1 prósent hópsins með skráð lögheimili á Norðurlöndunum.

„Það verður alveg vel hvasst“

Veðurfræðingur segir að gera megi ráð fyrir miklu hvassviðri á morgun. Líklegt sé að færð spillist og töluverð úrkoma verður nánast á landinu öllu. Stormurinn sé strax farinn að láta á sér kræla.

Vantrausti lýst yfir og ákvörðunin sögð atlaga að samningarétti

Efling hefur lýst yfir vantrausti á hendur ríkssáttasemjara vegna miðlunartillögu sem hann lagði fram í dag. Ríkissáttasemjari segir miðlunartillöguna trompa verkfall, komi til þess. Í yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands segir að traust á embætti ríkissáttasemjara hafi skaðast með því að leggja fram „ótímabæra“ miðlunartillögu. 

Fjögurra ára og hámar í sig súrmat

Fjögurra ára strákur á Suðurnesjum er engum líkur þegar kemur að því að borða súrmat því hann elskar ekkert meira en að borða súra lundabagga, hrútspunga, slátur og súran hval. Þá er hann líka sólgin í hákarl og drekkur mysu eins og mjólk.

„Mjög mikil­vægt að við bregðumst við“

Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að illa hefði getað farið ef krapaflóð sem féll á Patreksfirði hefði fallið tveimur tímum fyrr. Íbúar væru skelkaðir enda ýfi flóðið upp gömul sár. Atvikið minni á mikilvægi ofanflóðavarna sem sárvanti á svæðinu.

Jóhann Val­geir kosinn Aust­firðingur ársins

Jóhann Valgeir Davíðsson íþróttakennari hefur verið kosinn Austfirðingur ársins 2022. Hann segir kjörið mikinn heiður, en Jóhann Valgeir var hlaut kjörið fyrir elju sína við að benda á vandamál í íþróttahúsi Eskifjarðar.

Ákvörðun ríkissáttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar

Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. 

Hryðju­verka­á­kæran „hvorki fugl né fiskur“ og rök á­kæru­valdsins haldi ekki

Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild segja verulega galla í ákærunni. Ef ákæruliðum sem snúa að hryðjuverkabrotum verði ekki vísað frá verði þetta líklega í fyrsta sinn sem ákæra sem sé jafn óljós og almennt orðuð slyppi í gegn. Saksóknari ber fyrir sig að ekki hafi verið hægt að skýra málin betur, sem dómari hefur gagnrýnt. 

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um stöðuna sem upp er komin í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilunni í dag. 

Icelandair af­­lýsir nánast öllu flugi

Icelandair hefur aflýst öllu flugi frá Bandaríkjunum í dag, þann 26. janúar, vegna veðurs. Flugi til og frá Evrópu á morgun hefur einnig verið aflýst, að undanskildum flugum til og frá Tenerife og Alicante. Tafir gætu orðið á þeim flugferðum. Innanlandsflugi á morgun hefur jafnframt verið aflýst.

Nýtt nafn komið á sam­einaða sveitar­fé­lagið

Sameinað sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hlaut nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur á fundi bæjarstjórnar fyrr í dag. Fjórir bæjarfulltrúar kusu með nafnbreytingunni en þrír vildu halda nafninu Stykkishólmsbær.

Dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á am­feta­mín­basa

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fimmtuga pólska konu í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Konan var sakfelld fyrir að hafa í ágúst síðastliðnum staðið að innflutningi á samtals 3800 ml af amfetamínbasa hingað til lands frá Varsjá í Póllandi. Framburður konunnar fyrir dómi þótti fjarstæðukenndur.

Hættu­stigi á Pat­reks­firði af­lýst

Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 

„Hættu­legt for­dæmi til fram­tíðar“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir miðlunartillögu ríkissáttasemjara vera vonbrigði. Halldór segist óttast að þetta gefi slæmt fordæmi til framtíðar. 

Efling hafnar lög­mæti miðlunar­til­lögunnar

Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um krapaflóð sem féll á Patreksfirði í morgun, í sama farvegi og mannskætt flóð sem féll í bænum fyrir rétt rúmum fjörutíu árum. Hættustigi hefur verið lýst yfir í bænum. 

Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu

Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót.

Aldrei fleiri til­kynningar um heimilis­of­beldi en árið 2022

Lögreglunni á landsvísu bárust 2.374 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila árið 2022. Jafngildir það að meðaltali tæplega 7 slíkum tilkynningum á dag eða 198 tilkynningum á mánuði. Nær 70 prósent heimilisofbeldismála eru gegn maka eða fyrrverandi maka.

Tók dæmi af bankaráni til að útskýra ákæruna í hryðjuverkamálinu

Saksóknari og verjendur í hryðjuverkamálinu svokallaða takast nú um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í brotinu. Saksóknari segir ekki unnt að lýsa ætluðum brotum ákærðu með nákvæmari hætti en gert sé í ákærunni. Hann tók sem dæmi ímyndað bankarán til að styðja þá skoðun sína að ákæran ætti að fá efnislega meðferð fyrir dómi.

Krapa­flóð féll á Pat­reks­firði

Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. 

Halda sektinni til streitu og segja stöðu­kortið falsað

Vilberg Rambau Guðnason er niðurbrotinn maður eftir að hafa farið bónleiður til búðar frá Bílastæðasjóði. Vilberg, sem er öryrki, gerði athugasemd við sekt sem hann fékk fyrir að leggja í stæði ætlað hreyfihömluðum.

Girðingarnar fjar­lægðar en lóðir stækkaðar

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar við Sundlaugartúnið, sem felur í sér lausn á Sundlaugartúnsmálinu svokallaða. Tillagan nær fram að ganga samþykki borgarráð deiliskipulagið.

Borgin boðar breytingar í Skeifunni: „Auðvitað þarf að laga þetta“

Reykjavíkurborg ætlar að ráðast í breytingar á samgönguleiðum í Skeifunni þar sem allir þvælast fyrir öllum og gangandi vegfarendur eiga erfitt með að komast leiðar sinnar. Varaborgarfulltrúi Viðreisnar segir svæðið eftir að breytast mikið á næstu árum. Vegfarendur eru ekki par sáttir með stöðuna í dag og einn segist beinlínis hata Skeifuna.

Segir Sólveigu aldrei tilbúna í samtal

Ólöfu Helgu Adolfsdóttur ritara Eflingar líst illa á fyrirhuguð verkföll og vill greiða atkvæði um kjarasamning sambærilegan þeim sem önnur stéttarfélög hafa samþykkt. Hana grunar að öðrum hópi félagsfólks innan Eflingar verði boðið að fara í verkfall hafni starfsfólk Íslandshótela að leggja niður störf.

Heimaspítali á Selfossi - Nýjung í heilbrigðiskerfinu

Heimaspítali er ný þjónusta fyrir aldraða á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem læknir og hjúkrunarfræðingur heimsækja skjólstæðinga sína með stuðningsmeðferð í heimahúsi. Tilgangurinn er að fækka innlögnum á bráðamóttöku og sjúkrahús.

Um óhappatilvik að ræða

„Þegar fólk lendir í tjóni þá er um að gera að leita upplýsinga hvort að það sé réttur fyrir hendi eð ekki,“ segir Óðinn Elísson, framkvæmdastjóri Fulltingis og sérfræðingur í skaðabótarétti í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag.

Augljóst að verið sé að hræða starfsfólkið

Formaður Eflingar segir reynt að hræða starfsfólk Íslandshótela frá því að fara í verkfall sem hún hafi fulla trú á að félagsmenn samþykki. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að afturvirkar launahækkanir standi starfsfólki Eflingar til boða þar til verkfall skelli á.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við yfir ákvörðun Þjóðverja sem loks tóku af skarið í dag um að senda öfluga skriðdreka til Úkraínu. Hann fundaði einnig í dag með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og við heyrum í henni í fréttatímanum.

Segir ráð­gjafa og eftir­lits­aðila axla á­byrgð á lekanum í Foss­vogs­skóla

Reykjavíkurborg hefur nú farið ítarlega yfir lekann sem varð í Fossvogsskóla þann 20.janúar síðastliðinn. Lekinn kom ekki frá þakinu heldur frá stóru rennunum sem eru áfastar þakkanti. Þetta kemur fram í bréfi sem Ámundi Brynjólfsson skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg sendi á foreldra barna og starfsmenn Fossvogsskóla fyrr í dag.

Sjá næstu 50 fréttir