Fleiri fréttir

Starfs­­menn hins opin­bera fá milljónir í vasann

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er sá starfsmaður fyrirtækja í eigu íslenska ríkisins eða borgarinnar sem var með hæstu tekjurnar árið 2021 samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Hörður var með tæpar fjórar milljónir í mánaðarlaun.

Stefnt á að opna Ævin­týra­borg strax í septem­ber

Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. 

Lilja skákar Katrínu og Bjarna

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptamálaráðherra, var með hærri laun en bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á síðasta ári. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var með 3.454.000 krónur á mánuði og trónir toppinn á lista Tekjublaðsins í flokknum „Forseti, alþingismenn og ráðherrar“.

Kristrún tilkynnir framboð til formanns á morgun

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að boða til blaðamannafundar á morgun. Fundurinn verður samkvæmt heimildum fréttastofu í Iðnó, hefst klukkan 16 og stendur til að tilkynna framboð hennar til formanns flokksins.

Reiknar með áherslu á Ævintýraborgirnar

Ráðhús Reykjavíkur hefur frá því í morgun verið undirlagt foreldrum með börn á leikskólaaldri, sem mótmæla ástandi í leikskólamálum borgarinnar. Meirihlutinn mun kynna tillögur að bráðaaðgerðum að loknum borgarráðsfundi á eftir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu býst við áherslu á Ævintýraborgirnar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Leikskólamál, fíkniefnainnflutningur og tekjur Íslendinga verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Gossvæðið opið í dag

Opið verður fyrir ferðamenn að ganga í átt að eldgosinu í Meradölum í dag. Gossvæðinu var lokað í gær en lokunaraðgerðir gengu vel samkvæmt viðbragðsaðilum.

Dæmd í árs­fangelsi fyrir kókaín­smygl

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 750 grömmum af kókaíni með flugi til landsins í júní síðastliðinn.

Vatns­staða lóns við Lang­jökul hækkar

Gervitunglamynd sýnir að vatnsstaða í lóni við Langjökul er orðin nokkuð há. Þrisvar hefur hlaupið úr lóninu svo vitað sé, allt á síðustu átta árum.

Dagur tekur ekki for­manns­slaginn

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun ekki gefa kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir hlutverk sitt frekar vera að styðja við bakið á þeim sem munu leiða flokkinn.

Sýndarveruleiki slær í gegn á Skriðuklaustri

Sýndarveruleiki er orðin hluti af klaustursafninu á Skriðuklaustri í Fljótsdal þar sem gestir geta litið inn í klaustrin og séð það með eigin augum hvernig þau litu út að innan og utan.

Víða ó­gerningur að fá bókaðan tíma hjá lækni

Bið eftir tímum hjá heimilis­læknum hefur sjaldan verið lengri á höfuð­borgar­svæðinu og eru sumar heilsu­gæslu­stöðvar hættar að taka við tíma­bókunum. Ó­bókuðum komum fólks á heilsu­gæsluna hefur fjölgað gríðar­lega milli ára.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bið eftir tímum hjá heimilislæknum hefur sjaldan verið lengri á höfuðborgarsvæðinu og eru sumar heilsugæslustöðvar hættar að taka við tímabókunum. Óbókuðum komum fólks hefur fjölgað gríðarlega milli ára. Farið verður yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni

Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni.

Gossvæðið áfram lokað

Gossvæðið í Meradölum verður áfram lokað í kvöld og í nótt. Tekin verður ákvörðun um hvenær svæðið verður opnað á fundi viðbragðsaðila klukkan hálf níu í fyrramálið.

Björguðu manni úr sjónum við Garð

Björgunarsveitin Ægir í Garði fékk í morgun útkall vegna manns sem talið var að væri í sjónum. Björgunarsveitin fann manninn heilan á húfi og var honum komið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Gekk um Hafnar­götu með öxi

Karlmaður var í dag handtekinn fyrir aftan húsgagnaverslunina Bústoð við Tjarnargötu í Keflavík af sérsveit og lögreglunni á Suðurnesjum. Maðurinn hafði gengið eftir Hafnargötu með öxi.

Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum

Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn.

Vill að Þjóðverjar byggi höfn í Vík

Sveitar­stjóri Mýr­dals­hrepps vill ráðast í hafnar­gerð í Vík í Mýr­dal til að koma í veg fyrir um­fangs­mikla vikur­flutninga um Suður­lands­veginn. Höfnin myndi skapa mikil tæki­færi fyrir þorpið, sem er í dag eina hafnar­lausa sjávar­þorp landsins.

Gæti liðið að goslokum á næstu dögum

Dregið gæti að goslokum á næstu dögum að mati eldfjallafræðings þar sem hraunflæðið nálgast lágmarksþröskuld. Lokað er inn á svæðið í dag vegna veðurs

Hefur snúið við blaðinu og fær milda refsingu

Karlmaður var á dögunum dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir auðgunarbrot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hefði snúið lífi sínu til betri vegar síðan brotin voru framin.

Hrifinn af tillögum Sjálfstæðismanna

Oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík líst vel á bráðatillögur Sjálfstæðismanna í leikskólamálum. Ekkert sé því til dæmis til fyrirstöðu að koma á fót bakvarðarsveit til að tryggja mönnun leikskólanna. Meirihlutinn kynnir eigin tillögur á morgun - sem að sumu leyti muni svipa til tillagna Sjálfstæðismanna.

Lamaðist eftir bíl­slys og missti manninn sinn á sama ári

Elínborg Steinunnardóttir lamaðist á vinstri hlið líkamans eftir alvarlegt bílslys árið 2020. Í maí sama ár greindist eiginmaður hennar, Þröstur Ingimarsson, með heilaæxli. Hann lést aðeins hálfu ári síðar, á meðan Elínborg lá enn inni á sjúkrahúsi.

Ekkert úti­vistar­veður við gos­stöðvarnar í dag

Lokað er inn á gossvæðið í Meradölum í dag og verða allir sem ætla Suðurstrandarveginn stoppaðir og rætt við þá. Spáð er vonskuveðri í dag, allt að 23 metrum á sekúndu ásamt talsverðri rigningu.

Segir Bjarna sölsa undir sig annarra manna fé

Formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær að vandamálið með Sósíalista væri að á endanum klári þeir annarra manna fé. Gunnar Smári Egilsson, félagi í Sósíalistaflokki Íslands, segir hlutunum öfugt farið; að Sjálfstæðisflokkurinn sölsi undir sig annarra manna fé.

Dauðadæmt loforð um leikskólapláss

Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða.

Sjá næstu 50 fréttir