Fleiri fréttir

Vildi að bann yrði lagt við bólu­setningu barns síns

Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru móður sem hafði áður krafist þess af landlæknisembættinu að bann yrði lagt við bólusetningu barns hennar gegn Covid-19. Ráðuneytið taldi að ákvörðun embættisins væri ekki stjórnvaldsákvörðun, og því ekki kæranleg til ráðuneytisins.

Byggja þarf um 35 þúsund í­búðir á næstu tíu árum

Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði.

Baneitraðar skeytasendingar milli KR-inga og Valsara

Valur sigraði Tindastól í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í gærkvöldi. Sigurreifir Valsmenn fá þó ekkert ókeypis frá stuðningsmönnum KR-inga sem þykir sitthvað bogið við tilurð þessa sigurs. Nefnilega peningar.

Fyrsta skóflu­stunga að nýju bíla­stæða- og tækni­húsi nýs Land­spítala

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju bílastæða– og tæknihúsi nýs Landspítala, ásamt Pétri Guðmundssyni stjórnarformanni Eyktar og Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítala. Þá tóku fulltrúar starfsmanna, þær Rannveig Rúnarsdóttir frá Landspítala og Þórana Elín Dietz frá HÍ einnig skóflustungu að húsinu.

Kvíðnir fyrir lang­varandi jarð­hræringa­skeiði

Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa uggandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem staðið hefur yfir undanfarna daga og sumir hafi áhyggjur af langvarandi jarðhræringaskeiði sem nú gæti tekið við. Hann býst við góðri mætingu á íbúafundi vegna stöðunnar í kvöld.

Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata

Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda.

Með heimavinnu í meirihlutaviðræðum á Akureyri

Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri vinna nú heimavinnu fyrir næsta fund þeirra, eftir að þeir ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum höldum við áfram umfjöllun um meirihlutaviðræður í sveitarfélögunum að loknum kosningum.

Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls

Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund.

Endur­­talning skilaði sömu niður­­­stöðu í Garða­bæ

Nákvæmlega sama niðurstaða fékkst þegar atkvæði úr sveitarstjórnarkosningum í Garðabæ voru endurtalin í gær. Garðarbæjarlistinn fór fram á endurtalninguna en litlu munaði í upphaflegri talningu að listinn næði inn þriðja manni í sveitarstjórn á kostnað sjöunda manns Sjálfstæðismanna.

Kanna hvort beita þurfi frekari þvingunar­úr­ræðum

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmanninn sem hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardalnum í Reykjavík. Hann var handtekinn eftir að hafa berað sig á ný um klukkan 18 í gær.

Hefja form­legar við­ræður á Akur­eyri

Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar.

Óvæntrar samsetningar gæti verið að vænta

Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að dregið geti til óvæntra tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík á næstu dögum. Fleiri en ein stjórn komi til greina fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins hefur nú rætt við alla oddvita hinna flokkanna.

Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti

Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári.

Oftast strikað yfir nafn Hildar

Af þeim ellefu flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík á laugardag var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins eða þeir færðir neðar á lista en nemur röðunartölu. Alls var strikað yfir nöfn frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins eða þeir færðir niður 1.004 sinnum. Þar á eftir kom Samfylkingin, með 422 útstrikanir eða færslur.

Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári.

Lokaniðurstöður úr Árneshreppi

Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum í Árneshreppi var 82,9 prósent. Úlfur Eyjólfsson frá Krossnesi er fyrsti aðalmaður í sveitarstjórn.

Líkfundur við Eiðsgranda

Lögreglan skimar nú grjótgarðinn við Eiðsgranda eftir líkfund og er málið til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 

Segir Sigurð Inga blessa okrið á leigumarkaði

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins mælti fyrir frumvarpi í gær sem miðar að því að bæta húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjanda. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti foringi Sósíalista gefur lítið fyrir frumvarpið.

Enn hætta á stórum skjálfta

Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn.

Taka raflínu til Eyja úr rekstri vegna hrafnsunga

Landsnet hefur ákveðið að taka Vestmannaeyjalínu 1 úr rekstri næstu vikurnar vegna „óvæntra leigjenda“. Hrafnapar hefur búið sér til laup á endastæðu línunnar við Rimakot.

Stjórnvöld blekki almenning með villandi framsetningu

Stjórn­völd blekkja al­­menning með villandi fram­­setningu á tölum um mark­mið sín í lofts­lags­­málum að mati Ungra um­­hverfis­­sinna. Allt stefni í að sam­­dráttur í heildar­losun gróður­húsa­­loft­­tegunda frá árinu 2005 til 2030 verði að­eins 4,3 prósent en ekki 55 prósent eins og stefnt er að.

Ekkert lát á aukinni verðbólgu og hækkun íbúðaverðs

Mikil hækkun varð á verði íbúðarhúsnæðis milli mars og aprílmánaðar og hefur hækkunin verið 22,3 prósent síðustu tólf mánuði og heldur áfram að kynda undir verðbólgunni. Greiningardeildir bankanna reikna með enn frekari hækkunum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum rýnum við áfram í meirihlutaviðræður í kjölfar kosninganna á dögunum.

Flestir í­búar hreppsins vilja sam­einast „öllu Snæ­fells­nesi“

Herdís Þórðardóttir hlaut flest atkvæði í óbundnum kosningum í sveitarfélaginu Eyja- og Miklaholtahreppi á sunnan- og innanverðu Snæfellsnesi á laugardaginn. Samhliða kosningum til hreppsnefndar fór fram skoðanakönnun meðal íbúa um hug þeirra til sameiningar sveitarfélaga.

Ljóða-Valdi málaður upp sem barna­pervert á Face­book

Valdimar Tómasson, sem betur er þekktur sem Ljóða-Valdi en hann er eitt þekktasta ljóðskáld landsins, var gripinn við þá iðju að taka mynd af stúlku í Nettó. Hann var umsvifalaust málaður upp sem barnapervert á Facebook sem Valdimar segir algerlega úr lausu lofti gripið.

Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld

Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin.

Sjá næstu 50 fréttir