Fleiri fréttir

Ber engin skylda til að upp­lýsa um ein­staka smit í bekkjum

Skólastjórnendum ber engin skylda til að upplýsa forráðamenn barna um hvort að Covid-19 smit hafi komið upp í viðkomandi bekk eða árgangi. Í Reykjavík er mælst til þess að uppýsingagjöf skólastjórnenda sé áþekk því sem þekkist þegar flensa, lús eða njálgur gengur yfir. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður fjallað um boðaða afléttingaáætlun stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum en blaðamannafundur hefst í Safnahúsinu um klukkan hálftólf.

Ellý vill annað sætið hjá Framsókn í Árborg

Ellý Tómasdóttir ætlar að gefa kost á sér í annað sætið í prófkjöri Framsóknar í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ellý er með bakkalárgráðu í sálfræði, meistaragráðu í mannauðsstjórnun og starfar sem forstöðumaður í Frístundaklúbbi á Selfossi. 

Ætlar ekki að vera með „VIP-leið fyrir sérhóp“

Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, segir þingmenn stjórnarandstöðunnar misskilja breytingar sem hann gerði á reglum um afgreiðslu Útlendingastofnunar á umsóknum um ríkisborgararétt. Hann hafi með breytingunum komið í veg fyrir að sumir nytu hraðari afgreiðslu umsóknar um ríkisborgararétt en aðrir.

„Ég held að þetta komi kannski ekki mikið á óvart“

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, mun aftur bjóða sig fram til formanns og fer fyrir Baráttulistanum í komandi kosningum. Stefnir því í spennandi formannslag á næstu vikum en Ólöf Helga Adolfsdóttir, starfandi varaformaður, hefur einnig gefið kost á sér.

Sólveig Anna býður sig fram til formanns Eflingar

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, býður sig fram til formanns að nýju. Sólveig mun fara fyrir framboðslistanum Baráttulistinn, sem tilkynntur hefur verið til kjörstjórnar Eflingar.

Til­kynnt um að hundur hafi bitið barn

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna hunds sem hafði bitið barn í gærkvöldi eða í nótt. Í dagbók lögreglu segir þó að engir áverkar hafi verið á barninu.

Í starfslýsingu forseta að halda stillingu yfir ósigrinum

Forseti Íslands hvetur landsmenn til stillingar í úlfúð þeirri sem ýfst hefur upp í garð Dana eftir að ósigur þeirra útilokaði Íslendinga frá undanúrslitum á EM. Við eigum hvorki að steypa konungsmerkjum af þinghúsum né afnema dönskukennslu að mati Guðna.

Vinstri grænir ekki á móti því að virkja meira

Vinstri grænir eru alls ekki á móti því að ráðist verði í frekari virkjanir á næstu árum. Þingflokksmaður segir að ljóst sé að afla þurfi „einhverrar orku“ til að sporna gegn yfirvofandi raforkuskorti.

Telur að Ís­lendingar muni fyrir­gefa Dönum

Formaður Norræna félagsins telur ákvörðun Hagkaupa um að fresta Dönskum dögum í ljósi aðstæðna ekki til marks um stækkandi gjá milli Danmerkur og Íslands. Hann telur að Íslendingar muni fyrirgefa nágrönnum sínum meintan grikk á EM í gær, fyrr en síðar.

Ásta tekur við í stað Harðar

Ásta Guðrún Helgadóttir nýr formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík er nýr formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hörður J. Oddfríðarson hætti trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna fyrr í dag. 

Tískuljósmyndir teknar í fallegu vetrarveðri

Hundar, hestar, eldstæði og fyrirsætur klæddar í endurunnin íslensk föt hafa verið viðfangsefna hjá tískuljósmyndara í uppsveitum Árnessýslu. Myndirnar verða notaðar í virktum tískutímaritum og á tískupalli í London.

„Ég kenni ekki kyrkingar“

Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið.

Ánetjaðist ópíóíðum til að losna við krónískan sársaukann

Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára. Hún notaði stóra skammta af Parkódín Forte, Tramól, Oxycontin og Ketógan, en þurfti á endanum að fara í meðferð til að hætta. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóíða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára og neyddist til að fara í meðferð. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Segir Mannlíf hafa brotið fjöl­miðla­lög

Félag Róberts Wessman fullyrðir að Halldór Kristmannsson hafi greitt fjölmiðlinum Mannlífi háar fjárhæðir í þeim tilgangi að halda úti „níðskrifum“ um Róbert. Hann hefur tilkynnt meint brot til Fjölmiðlanefndar, Skattrannsóknarstjóra og Neytendastofu.

Þetta verður snúnara næstu vikur

Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi.

Hörður stígur fram og viðurkennir brot gegn Jódísi

Hörður J. Oddfríðarson dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ á Akureyri segir í samtali við Stundina að hann gangist við því að vera maðurinn sem misnotaði yfirburðarstöðu sína gagnvart Jódísi Skúladóttur þingkonu Vinstri grænna.

Söfnuðu ríf­lega 1,3 milljónum radd­sýna

Ríflega 1,3 milljónir raddsýna söfnuðust í Lestrarkeppni grunnskólanna sem lauk í gær. Um er að ræða tvöföldun milli ára en alls tóku 118 skólar þátt og lögðu 5.652 manns sínum skóla lið í keppninni.

RÚV keypti kostað kynningar­efni og sýndi sem heimildar­­mynd

Ríkisútvarpið sendi í gær út þátt um jarðgöng á Norðurlandi sem kostaður er af Vegagerðinni og Sóknaráætlun Norðurlands eystra, verkefni sem meðal annars er ætlað að efla byggðaþróun. Varaformaður Blaðamannafélagsins segist líta á þáttinn sem kynningarefni en ekki heimildarþátt.

Þingmenn krefjast viðbragða stjórnvalda vegna ofneyslu ópíóíða

Þingmenn tveggja stjórnarandstöðuflokka ræddu á Alþingi hinn nýja ópíóíðafaraldur undir dagskrárliðnum störfum þingsins. Þingmaður Pírata segir notkun ávanabindandi lyfja á Íslandi svo mikla, eins og fram hefur komið í fréttum, að stjórnvöld verði að grípa til aðgerða strax. Þingmaður Flokks fólksins segir biðlista eftir aðgerðum einn aðal sökudólginn. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á kórónuveirufaraldrinum og beinum sértaklega sjónum að hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þar sem helmingur heimilismanna er nú smitaður.

Nýr met­dagur: 1.567 greindust innan­lands

1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag.

Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“

Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti.

Um helmingur íbúa með kórónuveiruna

Um helmingur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi hefur greinst með kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur hjúkrunarheimilið segir íbúana lítið veika en veikindi starfsfólks hafi þó töluverð áhrif á heimilið.

Andlát vegna Covid-19

Kona á níræðisaldri lést á legudeild Landspítalans af völdum Covid-19 í gær.

Eldræða Ágústu Evu: „Við ætlum ekki að hlýða“

Aðgerðir stjórnvalda bera öll merki þess að vera í raun ofbeldi, segir Ágústa Eva Erlendsdóttir sem er komin í lykilhlutverk í mótstöðuhreyfingu gegn stefnu stjórnvalda í málefnum Covid-19 á Íslandi.

Vonir um bjartari tíma framundan eftir tvö ár af óvissu

Tvö ár eru nú liðin frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Óvissan hefur svo sannarlega verið mikil frá upphafi og er hún það enn í dag. Vonir eru þó uppi um að endalok faraldursins sé í nánd en hvort það reynist rétt getur tíminn einn leitt í ljós. 

Sjá næstu 50 fréttir