Fleiri fréttir

Ganga ó­bundin til kosninga en myndu skoða á­fram­haldandi sam­starf fyrst

Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, segjast allir ganga óbundnir til kosninga. Þeir eru þó sammála um að eðlilegt væri að ræða möguleikann á áframhaldandi stjórnarsamstarfi, fari svo að ríkisstjórnin haldi velli í komandi þingkosningum.

Síðasta þéttbýli Austurlands tengist brátt bundnu slitlagi

Endurbygging fimmtán kílómetra vegarkafla á Fljótsdalshéraði í átt til Borgarfjarðar eystra markar þáttaskil í samgöngumálum Austurlands. Þegar malbikun vegarins lýkur verða allir þéttbýlisstaðir fjórðungsins tengdir bundnu slitlagi.

Hraðprófin millileikur í átt að eðlilegra samfélagi

Nýjar reglur um 500 manna viðburði gegn hraðprófum taka gildi á föstudag en yfirvöld hafa ekki enn klárað útfærslu á þeim. Stefnt er að því að framkvæmd þeirra verði komin á fullan skrið um miðjan september mánuð. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu segir skandalinn sem skekur knattspyrnuhreyfinguna hafa tekið mikið á saklausa leikmenn og starfsmenn hópsins fyrir komandi leiki. Kona sem safnar frásögnum af hópnum segist ekki hafa heyrt af brotum neins úr þeim hópi.

Hafa hjálpað 33 að komast frá Afganistan til Íslands

33 einstaklingar hafa undanfarna daga notið aðstoðar borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins við að komast frá Afganistan hingað til lands. Íslensk stjórnvöld taka undir áskorun fjölmargra ríkja til nýrra valdahafa í Afganistan um að heimila fólki frjálsa för úr landi. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins.

„Ef ekki á illa fara þá þurfum við að­gerðir, núna“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að lýðræði sé ekki bara kosningar, prófkjör og þjóðaratkvæðagreiðslur heldur líka nálgun á stjórnmál. „Áhersla á fólk - hugmyndir þess, velferð og valdeflingu - og það er algjört grundvallaratriði ef við ætlum að takast á við margar af stærstu áskorunum samtímans,“ segir Þórhildur Sunna.

Lög­regla kölluð til að höfuð­stöðvum KSÍ

Lögreglan var kölluð til að höfuðstöðvum KSÍ fyrr í dag þegar maður gekk þar inn og hafði í hótunum í starfsfólk. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

„Dapur­legt að fylgjast með þessari at­burða­rás“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa verið dapurlegt að fylgjast atburðarás síðustu daga í tengslum við Knattspyrnusamband Íslands. Hún sýni hversu mikil meinsemd kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni sé víða í samfélagi okkar og hvað það skipti miklu máli að þessi umræða komi upp á yfirborðið.

Tíu í sóttkví í stað heillar unglingadeildar

Yfirstandandi Covid-bylgja er í hægri rénun á þessari stundu, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Slakari kröfur um sóttkví eru að taka gildi í skólum landsins og mun færri eru sendir í sóttkví eftir hvert smit.

Bjarni, Gunnar Smári og Kristrún mættust í Kosningapall­borðinu

Innan við fjórar vikur eru til Alþingiskosninga og í dag fer Kosningapallborðið á Vísi í loftið. Fulltrúar allra flokka sem mælst hafa með meira en 4% fylgi undanfarnar vikur koma í settið og takast um á mál sem brenna á fólki í aðdraganda kosninga.

Ráð­herra vill jafna hlut kynjanna í stjórn KSÍ

Mennta- og menningarmálaráðherra telur mikilvægt að kynjahlutfall innan stjórnar KSÍ verði jafnað. Það sé einn af þeim hlutum sem verið sé að fara yfir en ráðherra mun funda með fráfarandi stjórn síðdegis í dag og fara yfir stöðu mála.

Opna sér­stakt lið­skipta­setur á Akra­nesi

Til stendur að opna sérstakt liðskiptasetur, skurðstofu þar sem eingöngu er sinnt liðskiptaaðgerðum, við Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Er reiknað að með opnuninni muni liðskiptaaðgerðum hér landi fjölga umtalsvert.

„Klara þarf að fara“

„Framferði Klöru er óboðlegt. Hún hefur fengið að skauta fram hjá sannleikanum ítrekað, axlar enga ábyrgð og virðist ekkert sjá rangt við sitt framferði. Hún reynir að varpa ábyrgðinni á öll önnur í kring um sig, en sér ekkert að hjá sér sjálfri.“

Koma verði í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka

Þrjú læknafélög telja ótækt að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka þegar upp koma alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, í stað þess að einblína á kerfislægar brotalamir. Engar úrbætur hafi orðið þrátt fyrir tillögur og ábendingar síðustu ár.

Sex fulltrúar V-lista í Norðurþingi óskuðu lausnar undan störfum

Sex fulltrúar á V-lista Vinstri grænna og óháðra óskuðu lausnar frá störfum á fundi sveitarstjórnar Norðurþings hinn 24. ágúst síðastliðinn. Aldey Traustadóttir er nýr forseti sveitarstjórnar en hún var 9. manneskja á lista framboðsins þegar gengið var til kosninga 2018.

Allir óbólusettir og hálfbólusettir velkomnir í bólusetningu

Í þessari viku og næstu geta allir óbólusettir og hálfbólusettir einstaklingar 12 ára og eldri með íslenska kennitölu mætt í bólusetningu að Suðurlandsbraut 34. Bólusett er frá kl. 10 til 15 alla virka daga, með bóluefnunum frá Pfizer, Moderna og Janssen.

Hafa birt lista Flokks fólksins í Kraganum

Flokkur fólksins hefur birt framboðslista sinn í Suðvesturkjördæmi vegna alþingiskosninganna sem fram fara eftir tæpan mánuð. Guðmundur Ingi Kristinsson er þingmaður og varaformaður Flokks fólksins og skipar efsta sæti listans.

Fundu minjar frá landnámi um fiskverkun á Seyðisfirði

Fornleifafræðingar sem vinna við uppgröft í Seyðisfjarðarbæ eru komnir niður á mannvirki frá landnámsöld sem virðist hafa verið nýtt til fiskverkunar. Fornminjarnar fundust undir skriðu sem féll fyrir sexhundruð árum.

Landhelgisgæslan vör við umferð þriggja rússneskra skipa

Landhelgisgæslan fylgdist með ferðum þriggja rússneskra skipa innan íslensku efnahagslögsögunnar fyrr í mánuðinum. Stjórnstöðvar Gæslunnar urðu varar við umferð þriggja óþekktra skipa og fylgdist varðskipið Þór með ferðum eins þeirra í ratsjá.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forysta KSÍ er þögul sem gröfin nú þegar stjórnin er krafin um afsögn og aukaþing. Knattspyrnuhreyfingin óttast orðspor íslenskrar knattspyrnu. Stjórn KSÍ hefur setið á fundi vegna málsins síðan síðdegis í dag.

Hjúkrunar­fræðingurinn laus úr haldi lög­reglu

Hjúkrunarfræðingur sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana er laus úr haldi lögreglu. Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.

Verði aldrei þannig að þolandi mæti fyrir stjórn KSÍ

Ástæða þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópi Íslands er ofbeldismál sem skekið hefur knattspyrnuhreyfinguna undanfarna daga. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Stjórn KSÍ fundar í annað sinn í dag

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, fundaði í hádeginu og mun funda aftur á Teams klukkan fimm. Þetta staðfestir Gísli Gíslason varaformaður KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekkert gefa upp um efni fundarins eða hvort yfirlýsingar væri að vænta að honum loknum.

Sjá næstu 50 fréttir