Fleiri fréttir

Hrað­próf tekin í notkun hér á landi

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun hraðpróf til greiningar á kórónuveirunni. Prófin eru ekki notuð við einkennasýnatöku heldur eru þau einungis ætluð þeim sem þurfa að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum.

Pfizer-bólusetning í dag: Tólf þúsund skammtar til

Bólusetningum verður fram haldið í Laugardalshöll í Reykjavík í dag, en bólusett verður með bóluefni Pfizer. Um er að ræða seinni bólusetningu og þá verður haldið áfram með aldurshópa sem dregnir voru af handahófi.

Telja ekki um hvítabjörn að ræða

Leit er hætt að ísbirni á Hornströndum en eftir „nánari eftirgrennslan og rannsóknir“ er ekki talið að ummerki sem gönguhópur fann í gær séu eftir hvítabjörn.

Leita á Hornströndum vegna mögulegra ummerkja um ísbjörn

Leit stendur nú yfir á Hornströndum eftir að gönguhópur tilkynnti lögreglu á Vestfjörðum um ummerki eftir mögulegan ísbjörn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Vestfjörðum á öðrum tímanum í nótt.

Segir dóminn geta ýtt við hesta­manna­fé­lögum og komið í veg fyrir slys

Guð­rún Rut Heiðars­dóttir knapi hafði betur í skaða­bóta­máli sínu gegn Vá­trygginga­fé­lagi Ís­lands fyrr í mánuðinum eftir hesta­slys sem hún lenti í fyrir rúmum fimm árum. Hún segir dóminn for­dæmis­gefandi og stað­festa það að hestamanna­fé­lög verði að passa betur upp á að­stæður og merkingar við skipu­lagðar æfingar.

Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú

Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda.

FÍFL er endur­­vakið fé­lag lög­­reglu­­deildar sem er ekki lengur til

Fé­lag ís­lenskra fíkni­efna­lög­reglu­manna (FÍFL) eru fé­laga­sam­tök starfs­stéttar sem er í raun ekki lengur til. Fíkni­efna­deild lög­reglunnar var lögð niður árið 2016 og heyrir fyrri starf­semi hennar nú undir svið mið­lægrar rann­sókna­deildar. Fjármagn sem FÍFL safnar hefur að mestu runnið til einkafyrirtækis með óljósu eignarhaldi.

Færri eftirlegukindur skiluðu sér en vonir stóðu til

Aðeins 8.500 af 14.000 skömmtum af bóluefni Janssen gegn Covid-19 gengu út í Reykjavík í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni segir að búist hefði verið við fleiri eftirlegukindum í dag. Ungt fólk á aldrinum 24 til 33 ára mætir síst af öllum í bólusetningu hér á landi. 

Ábending um hryðjuverkaógn vakti sérstakan ótta lögreglu

Um fimm marktækar ábendingar um hryðjuverkaógn berast ríkislögreglustjóra á hverju ári. Í byrjun árs vakti ein þeirra sérstakan ótta en reyndist svo tilhæfulaus. Aðstoðaryfirlögregluþjónn telur þó almennt litlar líkur á hryðjuverki á Íslandi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Um fimm marktækar ábendingar um hryðjuverkaógn berast ríkislögreglustjóra á hverju ári. Í byrjun árs vakti ein þeirra sérstakan ótta sem svo reyndist tilhæfulaus. Aðstoðaryfirlögregluþjónn telur þó almennt litlar líkur á hryðjuverki á Íslandi.

Svona gæti hraunið litið út í lok sumars

Veður­stofan og Há­skóli Ís­lands hafa gefið út nýtt hraun­flæði­líkan, sem sýnir tvær mögu­legar sviðs­myndir fyrir hraun­flæði úr Nátt­haga. Ó­vissa er uppi um hve­nær hraun byrjar að flæða suður úr Nátt­haga eftir að svæðið fyllist af hrauni.

Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís

Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg.

Vara fólk við „lífs­hættu­legum fífla­skap“

Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu með yfirskriftinni „Lífshættulegur fíflaskapur – ekki hetjuskapur,“ þar sem því er beint til fólks sem leggur leið sína upp að gosstöðvunum í Geldingadölum að ganga ekki á nýstorknuðu hrauninu sem þar er að finna.

Hundur seldur á uppboði hjá sýslumanni

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu verður í næstu viku með uppboð á Rjúpnabrekku Blakki, enskum setter-hundi, sem er settur á uppboð vegna slita á sameign tveggja aðila.

Stúlkurnar voru í upp­blásinni sund­laug á Þing­valla­vatni

Stúlkurnar þrjár sem bjargað var úr Þingvallavatni að morgni föstudagsins 18. júní voru í uppblásinni sundlaug á vatninu. Þetta kemur fram í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi en áður hafði komið fram að um uppblásin bát væri að ræða.

Hætt að bólusetja í dag

Mæting í bólusetningu með bóluefni Janssen var heldur dræm í dag. Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að dyrunum hafi verið lokað klukkan fjögur

Segir kulnun og atgervisflótta í læknastéttinni

„Læknar eru bara orðnir mjög þreyttir. Þeir geta ekki hlaupið hraðar og það er ákveðin kulnun og atgervisflótti í læknastéttinni.“ Þetta segir Theódór Skúli Sigurðarson svæfinga- og gjörgæslulæknir og forsvarsmaður undirskrifasöfnunar meðal lækna.

Bongó­blíða í kortunum um helgina

Það er sól í kortunum á svo til öllu landinu á laugardag, en veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við segir að ferðalangar sem hyggjast elta góða veðrið um næstkomandi helgi eigi mestan séns á því að detta í sólríkan lukkupottinn ef haldið er austur á land, þar sem hiti gæti farið yfir 20 gráður.

Krefjast 12 milljóna króna af Sel­tjarnar­nes­bæ vegna van­rækslu barna­verndar

Hin nítján ára gamla Margrét Þ. E. Einarsdóttir og faðir hennar Einar Björn Tómasson hafa stefnt Seltjarnarnesbæ vegna vanrækslu barnaverndar bæjarfélagsins í máli Margrétar. Margrét krefst þess að Seltjarnarnesbær greiði henni níu milljónir króna í miskabætur og Einar krefst þriggja milljóna króna í miskabætur.

Fengu ómerktan vökva gegn Covid

Lögregla rannsakar nú ábendingar sem Lyfjastofnun barst um að einstaklingum hafi verið afhentur vökvi í ómerktu glasi með fyrirmælum um að hann skyldi nota til meðferðar og forvarnar gegn Covid.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um skráningu Íslandsbanka í Kauphöllina en bankinn var hringdur inn í Kauphöllina í dag. Þar með er komin kona í forstjórahópinn.

Öllum frjálst að mæta og fá Jans­sen meðan birgðir endast

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur ákveðið að allir sem vilja geti mætt í bólusetningu með bóluefni Janssen fyrir kórónuveirunni nú eftir hádegi í dag. Fólk sem hefur fengið staðfesta kórónuveirusýkingu er sérstaklega hvatt til þess að mæta.

BÍ telur FÍFL hafa haft sig að fífli

Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands telur Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) hafa blekkt blaðamenn til þátttöku í umdeildri fíkniefnaauglýsingu.

Síðasti Jans­sen-dagur fyrir sumar­frí

Í dag verður bólusett með níu þúsund til tíu þúsund skömmtum af bóluefni Janssen við kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að boða hópa í bólusetningu samkvæmt þeirri handahófskenndu röð sem dregið var í fyrr í mánuðinum.

Notuðu nafn Rauða krossins án sam­þykkis fyrir á­róður gegn grasi

Rauði krossinn á Íslandi segir að Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafi notað nafn samtakanna án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauða“.

Faxa­flóa­hafnir búast við 92 skemmti­ferða­skipum

Samkvæmt nýjustu áætlunum Faxaflóahafna er von á 92 skemmtiferðaskipum með 60 þúsund farþega um borð, það sem eftir lifir ári. Í byrjun árs voru 198 skemmtiferðaskipakomur til Faxaflóahafna með um 217 þúsund farþega.

„Ekki vera fimmtugur, fullur og prófa þetta“

Nokkrir leita á bráðamóttöku landspítalans á hverjum degi vegna rafskútuslysa, flestir með andlitsáverka eða áverka á handleggjum. Um fjörutíu prósent slasaðra hafa verið undir áhrifum áfengis.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir segir að þrátt fyrir að mikið hafi reynt á ónæmið í samfélaginu að undanförnu hafi það staðiðst áraunina. Smit hafi greinst sem ekki náðu að dreifa úr sér. Hann hvetur fólk sem hefur smitast af Covid til að mæta í bólusetningu og vill horfa til gagna, en ekki tilfinningar, við ákvarðanatöku um að hætta að skima bólusetta á landamærunum.

Hvar er seinni sprauta af Astra Zeneca?

Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri, einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í Covid-19 og sóttvörnum vegna kórónuveirunnar, veltir fyrir sér hvað dvelji Orminn langa: Seinni sprautuna af Astra Zeneca.

Sjá næstu 50 fréttir