Fleiri fréttir

Partý út um allt og veislusalir að bókast upp

Viðburðafyrirtæki hafa vart undan við að skipuleggja samkomur fyrir hópa og fyrirtæki og viðlíka sala hefur varla sést síðan fyrir bankahrun. Salir eru að bókast upp og síminn stoppar varla hjá tónlistarfólki landsins, að sögn skipuleggjanda.

Full­bólu­sett for­seta­frú með regn­boga­grímu

Eliza Jean Reid for­seta­frú var bólu­sett með bólu­efni Jan­sen í Laugar­dals­höll í dag. Hún var nokkuð seinni til að fá bólu­setningu en eigin­maður sinn Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands, en hann var bólu­settur með fyrri sprautu AstraZene­ca fyrir rúmum mánuði síðan.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Erfiðlega gekk að koma út bóluefni Janssen í dag. Til að tryggja að skammtar eyðilegðust ekki var öllum boðið að mæta. Við ræðum málið við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Ó­raun­veru­legt að horfa á bílinn sinn brenna úti á plani

Silja Ragnarsdóttir, sem lenti í þeirri sjaldgæfu en jafnframt leiðinlegu lífsreynslu að kveikt var í bílnum hennar aðfaranótt sunnudags, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa á bílinn sinn í ljósum logum fyrir utan heimili hennar.

Bólu­setningum lokið í dag

Bólusetningu með bóluefni Janssen við kórónuveirunni er lokið á höfuðborgarsvæðinu í dag, en síðustu skammtarnir kláruðust nú fyrir skömmu. Bólusetningarballið er því búið í bili, eða þangað til á morgun.

Um 70 skammtar eftir

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að krefja fólk ekki um boðun í bólusetningu vilji það koma og láta bólusetja sig með bóluefni Janssen í dag. Bólusetning er því opin öllum, utan yngstu árganga og barnshafandi.

Leggur til að öryggis­mynda­vélar verði settar upp á leik­völlum borgarinnar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði það til á fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs borgarinnar í síðustu viku að settar verði upp myndavélar á öllum leikvöllum borgarinnar. Þetta lagði hún til í kjölfar fregna um að tilraun hafi verið gerð til að nema unga stúlku á brott af leikvelli í Grafarvogi í síðustu viku.

Hálendið vaknar af vetrardvala

Fátt hefur minnt á sumar víðast hvar á landinu fyrri hluta júní. Kalt hefur verið víða og hafa bændur norðan heiða áhyggjur af fé á fjöllum í kuldakastinu.

Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífs­hættu en honum haldið sofandi

Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 

Útför Johns Snorra í næstu viku

Útför Johns Snorra Sigurjónssonar fjallgöngumanns verður þriðjudaginn 22. júní. Lína Móey eiginkona hans greinir frá þessu í færslu á Facebook.

Leggja áherslu á að styrkja pólitískt samráð

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Brussel hófst á tólfta tímanum. Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að styrkja pólitískt samráð bandalagsríkja.

Erfiðari gönguleiðin opin í dag

Önnur gönguleiðin að gosstöðvunum í Geldingadölum verður opin almenningi í dag, en þær voru báðar lokaðar í gær eftir að hraun tók að streyma yfir aðra þeirra. Leiðin er lengri og talsvert erfiðari yfirferðar, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum.

Ætla að kæra Barna­land til lög­reglu

Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni.

Von á til­kynningu frá lög­reglu vegna hnífs­tungu­á­rásar

Karlmaður um tvítugt, sem ráðist var á með hnífi í miðbæ Reykjavíkur á aðfaranótt sunnudags, er enn á sjúkrahúsi. Ástand hans var talið lífshættulegt í gær en lögregla hefur ekki viljað gefa upplýsingar um stöðu hans í dag, það sem af er degi. Von er á tilkynningu eftir hádegið vegna málsins.

Reykur barst úr gámi um borð í Brúar­fossi

Dæla þurfti vatni inn í gám um borð í Brúarfossi, skipi Eimskips, eftir að reyk tók að berast úr honum þegar skipið var á siglingu til Þórshafnar í Færeyjum síðdegis í gær.

Telur upp­setningu öryggis­mynda­véla á leik­völlum var­huga­verða

47 tælingarmál hafa verið tilkynnt til lögreglu frá árinu 2019 til dagsins í dag. Deildarsérfræðingur í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að við skoðun á alvarleika þessara mála í gegnum tíðina hafi innan við 10% málanna verið flokkuð sem miðlungs alvarleg eða alvarleg.

Stór vika framundan í bólusetningum

Bólusett verður með þremur bóluefnum í Laugardalshöll í þessari viku; frá Janssen, Pfizer og Moderna. Bóluefnið frá AstraZeneca verður notað aðra hverja viku í sumar og verður bólusett með því í næstu viku.

Ungir ökumenn á ógnarhraða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast við umferðareftirlit í gærkvöldi og nótt. Fimm ökumenn voru til að mynda stöðvaðir í Seljahverfi í kjölfar hraðamælingar en þeir reyndust á 83-89 km/klst þar sem hámarkshraði er 50 km/klst.

Sagt að hypja sig úr landi og koma aldrei aftur

Bandaríkjamaðurinn Vincent Reynolds, maðurinn sem komst í fréttir hér á landi þegar hann gekk upp að gígnum í Geldingadölum og hljóp síðan niður þegar hraun tók að streyma úr gígnum, segist ekki hafa ætlað að móðga nokkurn mann eða særa með athæfi sínu.

Segist vera „brjál­æðingurinn“ sem hljóp undan hrauninu

Maður að nafni Vincent Van Reynolds hefur stigið fram og segist vera maðurinn sem fjallað var um í íslenskum fjölmiðlum þegar hann gekk upp að gígnum í Geldingadölum og hljóp svo niður þegar hraun rann í stríðum straumum niður úr gígnum.

Sælkerarölt í Reykholti í Biskupstungum í allt sumar

Heimagert konfekt, rúgbrauð bakað í hver og ný íslensk jarðarber, hindber og brómber er það sem gestir Sælkeraröltsins í Reykholti í Bláskógabyggð fá meðal annars að smakka á í göngu um þorpið alla föstudaga í sumar.

And­styggi­leg snjó­koma gerir Mý­vetningum lífið leitt

Bóndi í Mývatnssveit segir andstyggilegt að tekið hafi að snjóa í sveitinni nú þegar júnímánuður er að verða hálfnaður. Hann segir snjókomu og bleytu fara illa með fuglalíf og búfénað í sveitinni, að ógleymdum vondum áhrifum á lundarfar bænda og búenda.

„Birta yfir samfélaginu“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir efnahagssamdráttinn vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa verið minni hér á landi en spáð var. Tekið sé að birta yfir samfélaginu á ný og á hún von á snarpri viðspyrnu þegar faraldrinum lýkur.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við Grím Grímsson, yfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu, um hnífaárás sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur í nótt.

Vopnið ó­fundið: Maður um tví­tugt í lífs­hættu

Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun.

Pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir heyra sögunni til

Alþingi samþykkti í gær frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um breytingu á barnaverndarlögum. Málið er liður í endurskoðun laga um þjónustu í þágu barna. Um er að ræða fyrri hluta heildarendurskoðunar barnaverndarlaga.

Ekki staðið við loforð

Píratar eru ósáttir við að frumvarp um aflæpavæðingu neysluskammta hafi ekki náð fram að nýliðnu þingi líkt og þeim hafði verið lofað.

Sjá næstu 50 fréttir