Fleiri fréttir

„Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“

Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt.

Bjartsýn á að hægt verði að ráðast í frekari afléttingar

Forsætisráðherra er bjartsýn á að hægt verði að ráðast í afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands í næstu viku. Enginn greindist með veiruna innanlands í gær og tæp 52 prósent fullorðinna hafa fengið eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um komu Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hingað til lands en hann átti í morgun fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni í Hörpu.

Tuttugu milljónir í að hækka varnargarðana

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að verja allt að 20 milljónum króna til þess að hækka varnargarða fyrir ofan Nátthaga. Nú þegar hafa verið reistir tveir fjögurra metra háir varnargarðar og verða þeir hækkaðir í allt að átta metra.

Bein út­sending: Nýr vefur sýslu­manna

Ný þjónusta sýslumanna sem framvegis verður á Ísland.is verður kynntur í beinni útseningu á fundi fjármálaráðuneytisins og Stafræns Íslands sem hefst núna klukkan 11:30.

Bein útsending: Blaðamannafundur Blinkens og Guðlaugs Þórs

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands verða með sameiginlegan blaðamannafund í Hörpu klukkan 11:20. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi.

Tekið á móti Blinken með Palestínufánum

Hópur fólks er saman kominn fyrir utan Hörpu í miðbæ Reykjavíkur með Palestínuskilti á lofti. Markmiðið er að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið.

Blin­ken fundar með Guðna, Katrínu og Guð­laugi Þór

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem kom til landsins í gær, mun funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra klukkan tíu. Að þeim fundi loknum hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu og verður sá fundur í beinni útsendingu á Vísi.

312 sóttvarnabrot og 13,6 milljónir í sektir

Sóttvarnabrjótar hafa greitt tæpar 4,4 milljónir króna í sektir frá því í mars í fyrra en 8,5 milljónir króna eru í vinnslu eða í innheimtumeðferð. Algengast er að einstaklingar séu sektaðir um 50.000 krónur.

Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana

Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi.

„Hvað í fjandanum er ég að gera í kynjafræði?“

Kynjafræði varð skylduáfangi fyrir iðnnema í Borgarholtsskóla um áramótin. Héðan af er alveg sama hvort nemi er á félagsfræðibraut, í vélvirkjanámi eða stálsmíði: Hann tekur heilan kynjafræðiáfanga ef hann ætlar að útskrifast úr Borgó.

„Pabbi barnanna minna var farinn“

Sigurbjörg Sara Bergsdóttir er ráðgjafi sem hefur í fimmtán ár starfað við að hjálpa fólki að komast út úr áföllum, kvíða og þunglyndi. Í því starfi hefur hún reglulega unnið með aðstandendum fólks sem hefur farið í sjálfsvígum en því fylgir nær undantekningalaust gríðarlegt áfall þeirra sem eftir standa og mikið af óuppgerðum hugsunum með tilheyrandi kvíða og stundum sjálfsásökunum.

Fólk komi til landsins í þeim eina tilgangi að stela eggjum

Áhyggjur eru um að einstaklingar komi hingað til lands í þeim eina tilgangi að stela fágætum eggjum. Stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands segir óvenju algengt þessi misserin að fálkaegg hverfi en vonar að eftirlitsmyndavélar við helstu fálkahreiður landsins fæli þjófana frá.

Furðar sig á for­­gangi Euro­vision-hópsins

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann furðaði sig á því að Eurovision-hópur Íslands hefði fengið bólusetningu fyrir brottför til Hollands þar sem keppnin fer fram. Hópurinn var bólusettur að beiðni Ríkisútvarpsins en smit hefur nú komið upp í hópnum. 

Blinken lentur á Keflavíkurflugvelli

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur á Keflavíkurflugvelli. Ráðherrann mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra á morgun en hann er kominn hingað til lands til að sækja fund Norðurskautsráðsins á miðvikudag.

Kom að gaskútum og olíu: „Hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda“

Hústökufólk hefur undanfarin ár hreiðrað um sig í litlu einbýlishúsi við Þórsgötu með fjölda gaskúta til upphitunar. Eigandi hússins þakkar fyrir að stórslys hafi ekki orðið en gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir sinnuleysi með því að hafa ítrekað synjað sér um heimild til þess að rífa húsið, sem löngu er orðið ónýtt.

Dróna­bann vegna fundar Norður­skauts­ráðsins

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að setja á tímabundið bann við flugi dróna eða annarra fjarstýrðra loftfara vegna ráðherrafundar Norðurskautsráðsins. Bannið verður í gildi frá og með deginum í dag til miðnættis á fimmtudag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Katrín Jakobsdóttir forsætrisráðherra mun ræða við utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússa um Palestínu og Ísrael. Lögreglan verður með gífurlegan viðbúnað vegna komu ráðherranna tveggja til landsins.

Mikill viðbúnaður þó talið sé að ógnin sé engin

„Við teljum í sjálfu sér og vitum ekki um sérstaka ógn þessu samfara,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, spurður hvort erlendum ráðherrum, sem ætla að sitja fund Norðurskautsráðs hér á landi í vikunni, stafi ógn af einstaklingum eða hópum hér á landi.

Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða

Regn­boga­fáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í til­efni af al­þjóð­legum degi gegn for­dómum í garð hin­segin fólks. Mann­réttinda­verð­laun Reykja­víkur­borgar voru veitt þar í dag.

Tveir bæir bætast á garna­veikilista

Tveir bæir í Suðurfjarðahólfi hafa bæst við á garnaveikilista Matvælastofnunar. Fyrr á árinu var garðfest að garnaveiki hafi komið upp á bænum Lindarbrekku í Djúpavogshreppi en í því hólfi hefur garnaveiki freinst greinst í sauðfé á einum öðrum bæ síðasta áratuginn.

Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni.

Stytta bið­tíma barna í kerfinu

Ríkið hefur nú óskað eftir til­boðum í vinnu við þróun á nýjum mið­lægum gagna­grunni fyrir upp­lýsingar sem varða hag barna og kerfi þar sem sveitar­fé­lög geta haft yfir­sýn og rekið barna­verndar­mál.

Ertu í ofbeldisfullu sambandi? Taktu prófið

Árleg forvarnarherferð Stígamóta – SJÚKÁST – um ofbeldi í nánum samböndum ungmenna er komin í loftið. Hluti af herferðinni er svokallað sambandspróf þar sem fólk fær svör við spurningum um hvort hlutir sem komi upp í samböndum séu heilbrigðir eða ekki og í versta falli ofbeldi.

Kýldi konu algjörlega að tilefnislausu í Hveragerði

Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt konu að tilefnislausu í Hveragerði í desember 2019. Þá þarf hann að greiða henni 300 þúsund krónur í bætur.

24 þúsund bólu­settir í vikunni

Um 24 þúsund einstaklingar verða bólusettir hér á landi í vikunni. Notast verður við öll fjögur bóluefnin – það er AstraZeneca, Pfizer, Moderna og Janssen.

Sjá næstu 50 fréttir