Fleiri fréttir

Segir mál Lilju vonda lögfræði og enn verri pólitík

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um að Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög við skipan ráðuneytisstjóra var afdráttarlaus um að leikreglur hafi verið brotnar að mati þingmanns Viðreisnar. Í málinu sé vond lögfræði og ennþá verri pólitík.

Rafmagn komið á helming Grindavíkur

Búið er að koma rafmagni á helming Grindavíkur og unnið er að því að koma því á í bænum öllum. Rafmagn fór af klukkan 13:40 og því hefur verið rafmagnslaust í helmingi bæjarins í um sex klukkustundir.

Sex kíló­metrar á fjögurra klukku­stunda fresti í 48 tíma

Hörku átök í fjörutíu og átta klukkustundir bíða nú ungs manns, sem hyggst hlaupa rúma 77 kílómetra til styrktar vini sínum. Þeir eru báðir spenntir fyrir framtakinu en söfnunarfé verður nýtt í baráttu fyrir bættu aðgengi fatlaðra.

Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag.

Mátti kalla barnsföður sinn ofbeldismann á Facebook

Landsréttur staðfesti sýknu yfir konu sem var kærð fyrir meintar ærumeiðingar um barnsföður sinn á samfélagsmiðlinum Facebook. Konan vísaði til mannsins sem ofbeldismanns í nokkrum færslum á miðlinum.

Kristján Þór lang óvinsælasti ráðherrann

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er lang óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun. Einungis níu prósent segjast ánægð með störf hans.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kaup á nýju varðskipi, skjálftahrinan á Reykjanesi, dómur yfir menntamálaráðherra og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Enn rafmagnslaust í Grindavík

Rafmagnslaust hefur nú verið í Grindavík í um fimm klukkustundir. Landsnet segist hafa komist fyrir bilun sem varð í tengivirki í Svartsengi en starfsmenn HS Veitna leita enn að orsökinni hjá sér.

Ekki miklar líkur á eldgosi í núverandi ástandi

Engar vísbendingar eru um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráð almannavarna ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Jarðskjálfti upp á allt að 6,5 að stærð er talinn á meðal líklegustu sviðsmynda í jarðskjálftavirkninni á svæðinu.

Ný gögn stað­festa grun­semdir um að kvikan sé komin ansi ná­lægt yfir­borði

„Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Frey­steinn Sig­munds­son, jarðeðlis­fræðing­ur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni.

Samkomulag SA og ASÍ um breytingar á kjarasamningi

Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa gert breytingar á kjarasamningi aðila um lífeyrismál, en samningurinn er stofnskjal og bakhjarl lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ.

Rafmagnslaust í Grindavík

Rafmagnslaust hefur verið í Grindavík og nágrenni síðan klukkan 13:14 þegar leysti út spennir í tengivirkinu í Svartsengi. Landsnet leitar að orsök bilunar, segir í tilkynningu.

Nýtt varðskip sem fær líklega nafnið Freyja

Ríkisstjórnin hefur fallist á tillögu dómsmálaráðherra þess efnis að hafist verði handa við kaup á nýlegu varðskipi. Ástæðan er alvarleg bilun í vél varðskipsins Týs. Kostnaður við viðgerð er talin nema meiru en sem svarar verðmæti skipsins eða um hundrað milljónum króna.

Verjandinn segir Gunnar Jóhann í skýjunum

Gunnar Jóhann Gunnarsson mun vera í skýjunum yfir að dómur yfir honum fyrir að hafa banað hálfbróður sínum hafi verið styttur úr þrettán árum í fimm. Þetta hefur norski vefurinn iFinnmark eftir verjanda hans.

Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið.

Fleiri Reykvíkingar ánægðir með borgarstjóra en óánægðir

Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Dæmið snýst hins vegar við þegar horft er til landsbyggðarinnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu þar sem ánægja með störf borgarstjóra var könnuð.

„Stórundarlegt“ að ekki hafi verið brugðist við

Bæjarfulltrúi minnihlutans í Seltjarnarnesbæ telur stórundarlegt að bæjaryfirvöld hafi ekki enn brugðist við athugasemdum slökkviliðs vegna brunavarna á Eiðistorgi. Ólýðandi sé að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa. Bærinn segir brunamál á Eiðistorgi í vinnslu.

„Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið”

Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti.

Skipuleggjendur sumarhátíða eru bjartsýnir á þróun mála

Ef bólusetningar ganga jafn vel hérlendis og vonir standa til, eru skipuleggjendur bjartsýnir á að geta blásið til sumarhátíða. Þeir segjast þó hafa lært að gera ráð fyrir öllum mögulegum útkomum og eru við öllu búnir.

Vilja frelsa Dillonshús úr „Árbæjar-Gúlaginu“

Árni Snævarr, blaðamaður, Gísli Marteinn Baldursson, fjölmiðlamaður, Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, og Sif Sigmarsdóttir, rithöfundur og pistlahöfundur, segja Árbæjarsafn tímaskekkju nú þegar þétting byggðar sé „alfa og ómega“ í bæjarpólitíkinni í Reykjavík.

Helgarveðrið með hagstæðasta móti

Í dag er útlit fyrir sunnan fimm til tíu metra á sekúndu með skýjuðu veðri og lítilsháttar rigningu af og til en á Norður- og Austurlandi verður þurrt og bjart. Hiti verður á bilinu tvö til sjö stig.

Á­kærðir fyrir að nauðga ís­lenskri konu á Kanarí­eyjum

Lögregluyfirvöld á Kanaríeyjum hafa ákært fjóra menn fyrir kynferðisbrot gegn 36 ára gamalli íslenskri konu. Eru mennirnir grunaðir um að hafa nauðgað konunni en þeir sitja allir í gæsluvarðhaldi og eiga ekki möguleika á að losna úr fangelsi gegn tryggingu.

Gleymdist að geta Hauks í skýrslu þjóðaröryggisráðs

Stjórnvöld hafa beðist afsökunar vegna villu í skýrslu þjóðaröryggisráðs þar sem fjallað er um hryðjuverkaógn. Í skýrslunni var ranglega tekið fram ekki sé vitað um neina Íslendinga sem hafi tekið beinan þátt í aðgerðum bandamanna gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum í Írak og Sýrlandi.

Telur ráðherra hafa misskilið svar Landspítalans um greiningu sýna

Yfirmaður meinafræðideildar Landspítalans segir að heilbrigðisráðherra hafi misskilið svar spítalans um hvort að hann gæti tekið að sér greiningu sýna úr leghálskrabbameinsskimun. Verið sé að skoða hvað þurfi til að deildin geti tekið greininguna að sér sem færist að öðrum kosti úr landi.

Höllin í Grindavík skalf fyrir körfuboltaleik

Jarðskjálfti upp á 4,1 sem skók Grindavík í kvöld fannst vel í HS-Orku-höllina rétt áður leikur Grindavíkur og Hattar í körfubolta hófst á áttunda tímanum í kvöld. Titringurinn náðist greinilega á mynd í útsendingu Stöðvar 2 frá höllinni. Upptökuna má sjá neðst í fréttinni.

Telur símtöl Áslaugar Örnu ekki afskipti af rannsókn máls

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segist ekki telja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hafi haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu með tveimur símtölum á aðfangadag þegar lögreglan greindi frá því að ráðherra hefði verið á meðal gesta á samkomu þar sem sóttvarnareglur voru brotnar.

Ný hraunflæðispá: Fjögur svæði þar sem gos gæti komið upp

Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt nýja hraunflæðispá þar sem miðað er við þróun jarðhræringanna á Reykjanesi frá því í nótt. Spáin gerir nú ráð fyrir fjórum svæðum þar sem eldgos gæti komið upp.

„Við verðum bara að vera undir allt búin“

Engin merki er að finna í nýjustu gögnum um að kvika sé að nálgast yfirborð á Reykjanesi. Aftur á móti er enn óljóst hvort jarðhræringarnar á svæðinu komi til með að líða hjá á næstu dögum eða hvort komi til eldgoss.

Tilbúin til að virkja allt sem virkja þarf ef þörf krefur

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði eru tilbúin með allar viðbragðsáætlanir ef til eldgossins kemur. Bæjarstjórinn hefur hins vegar litlar áhyggjur og telur ólíklegt að hraun muni flæða inn í bæinn og hvetur til stillingar.

Mannréttindadómstóllinn að gefa Ís­landi fall­ein­kunn

Lögmaður fyrrverandi bankastjóra Landsbankans segir kerfið hafa fengið falleinkunn hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimm manns hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í málaferlum eftir hrun bankakerfisins.

Ekki vísbendingar um gos á næstu klukkustundum

Nýjustu gögn gefa ekki vísbendingar um að eldgos á Reykjanesskaga sé yfirvofandi á næstu klukkustundum. Ennþá eru þó merki um að kvikugangur sé að myndast á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis.

Óróasvæðið í beinni útsendingu

Grannt er nú fylgst með svæðinu í kringum Keili á Reykjanesskaga vegna mögulegs gosóróa og jarðskjálftavirkni. Vísir er með tvær vefmyndavélar við Keili sem sýna óróasvæðið í beinni útsendingu.

Mikið verk fyrir höndum við upp­byggingu og lag­færingu

Hreinsun rústa og björgun muna við Slippinn á Seyðisfirði er komin vel áleiðis eftir tjónið sem þar varð í aurskriðunum sem féllu á Seyðisfirði fyrr í vetur. Mikið verk er enn fyrir höndum við uppbyggingu og lagfæringu þrátt fyrir að nú sjái fyrir endann á hreinsunarstarfi. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Austurlandi.

Gervitunglamyndir sýna ekki miklar breytingar

Ný gervitunglamynd barst fulltrúum Vísindaráðs almannavarna rétt fyrir fund þeirra nú síðdegis. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur, segir myndina leiða í ljós að ekki séu miklar breytingar frá fyrri myndum.

Konan sem lýst var eftir komin í leitirnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir sjötugri konu sem síðast sást til í nágrenni við heimili sitt við Fjarðarás í Árbænum um hádegisbil í dag.

Sjá næstu 50 fréttir