Fleiri fréttir

Rýmingaráætlun fyrir Vogana á lokametrunum
Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum eru við öllu búnir og í startholunum ef til eldgoss kemur að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, en rætt var við hann í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Óþægilegt að finna skjálftana færast nær
„Það er ekki því að neita að eftir því sem þetta færist nær að þá er þetta óþægilegra, og við finnum það betur á eigin skinni,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga en skjálftavirknin hefur verið að færast sunnar og nær Grindavík, sem þýðir að Grindvíkingar finna enn meira fyrir skjálftunum en áður.

Áfram gert ráð fyrir að gos muni hefjast
Áfram er mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaganum þó eitthvað hafi dregið úr óróapúlsi í nótt. Þó er enn gert ráð fyrir að eldgos muni hefjast, að sögn Kristínar Jónsdóttur náttúruvársérfræðings. Stór skjálfti reið yfir í morgun en hann er sá stærsti í rúma tvo sólarhringa.

Áætla að hefja bólusetningar 70 ára og eldri í næstu viku
Til stendur að bólusetja 7.000 einstaklinga í þessari viku og sama fjölda í næstu viku, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir gert ráð fyrir að í næstu viku hefjist bólusetning einstaklinga á aldrinum 70 til 80 ára.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar
Staðan á Reykjanesi vegna jarðskjálfta og mögulegra eldsumbrota verður að sjálfsögðu tekin í hádegisfréttatíma Bylgjunnar klukkan tólf.

Einn greinst með suður-afríska afbrigðið
Einn hefur greinst með suður-afríska afbrigði SARS-CoV-2 hér landi, það var fyrir fjórum dögum. Um var að ræða smit á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 rétt í þessu.

Aftur greindist enginn innanlands
Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, fimmta daginn í röð. Enginn greindist heldur á landamærunum.

Svona var 166. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Fundirnir fara nú fram einu sinni í viku, á fimmtudögum, en faraldurinn er í lægð hér á landi og ekki greinst smit undanfarna daga.

Ríkið viðurkennir brot á mannréttindum og greiðir milljónir í bætur
Íslenska ríkið viðurkennir að fimm Íslendingar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð hér á landi varðandi dóma sem þeir fengu í kjölfar hrunsins. Ríkið greiðir bætur í málinu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu því fellt niður málin.

Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa
Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar.

Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu
Snarpur skjálfti varð rétt í þessu sem fannst vel á suðvesturhorninu. Skjálftinn var 4,5 að stærð samkvæmt töflu á vef Veðurstofu Íslands og mældist klukkan 08:54.

Stjórnvöld skoða aðra kosti í öflun bóluefnis
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að vandi Evrópusambandsins við öflun bóluefna valdi sér áhyggjum og því skoði íslensk stjórnvöld nú alla kosti í þeim efnum.

Meirihlutinn í borginni sækir í sig veðrið
Allir flokkar sem eiga fulltrúa í meirihlutanum í borginni myndu bæta við sig fylgi frá síðustu kosningum ef gengið yrði til kosninga nú, ef marka má könnun sem Gallup gerði fyrir Samfylkinguna á dögunum og Fréttablaðiið greinir frá í dag.

Fólk geti lent mjög óvænt í aðstæðum sem það kemst ekki úr ef það fer inn á svæðið
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, beinir því til almennings að vera ekki á ferðinni á því svæði á Reykjanesskaga þar sem óróinn og skjálftavirknin er hvað mest.

Braut rúðu í lögreglubíl
Maður braut rúðu í lögreglubíl í Hafnarfirði í gærkvöldi eftir að lögregla hafði stöðvað hann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Sýknaður af ákæru fyrir árás á fyrrverandi maka
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði karlmann af ákæru um ofbeldi í nánu sambandi í síðustu viku. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að ráðast á fyrrverandi maka sinn og barnsmóður, tekið hana hálstaki og hent henni út á stétt.

Dagurinn í myndum: „Þetta eru mjög spennandi tímar“
Þetta eru spennandi tímar fyrir jarðvísindin og á hverjum degi sem líður í þeim jarðhræringum sem nú standa yfir á Reykjanesi læra vísindamenn eitthvað nýtt. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Síðast varð eldgos á svæðinu á þrettándu öld og nú er útlit fyrir að fljótlega kunni aftur að gjósa, þótt margt sé óljóst ennþá.

Koma fyrir mælitækjum vegna mögulegrar gasmengunar í Vogum
Búnaður til að mæla styrk brennisteinsdíoxíðs hefur verið komið fyrir í Vogum vegna möguleikans á að gos hefjist í nágrenni Keilis á Reykjanesskaga. Umhverfisstofnun ætlar að setja upp mæla á fleiri stöðum á Reykjanesi eins fljótt og mögulegt er.

Um sautján hundruð jarðskjálftar mælst frá miðnætti
Óróamerki er einn vel greinanalegt á Reykjanesi suður af Keili við Litla Hrút og sést óróinn best á jarðskjálftastöðvum á Reykjanesskaga, þó það hafi heldur minkað eftir klukkan fimm í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofunnar nú fyrir stundu.

Þetta sá Kristján Már úr þyrlunni skammt frá Keili
„Við erum svolítið smeykir,“ sagði Kristján Már Unnarsson fréttamaður þegar hann lýsti því sem fyrir augu bar í beinni útsendingu úr þyrlu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Kristján Már var staddur ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni auk þyrluflugmanns skammt frá Keili á Reykjanesi, þar sem líklegt þykir að mögulegt eldgos komi til með að eiga upptök sín, ef til þess kemur.

Heimstorg opnað fyrir fyrirtæki í þróunarsamvinnuverkefni
Heimstorg Íslandsstofu var formlega opnað í dag en það er vettvangur fyrir fyrirtæki sem vilja koma að fjárfestingum og þróunarsamvinnuverkefnum í útlöndum. Utanríkisráðherra segir mikilvægt að atvinnulífið fái tækifæri til taka þátt í þróunarsamvinnu og fái aðstoð í samskiptum við stjónvöld annarra ríkja og fjölmarga sjóði sem fyrirtæki geti leitað í.

Allt á suðupunkti í deilum um byggingar á Kirkjusandi
105 Miðborg í stýringu Íslandssjóða hefur ráðið nýjan verktaka til að ljúka framkvæmdum á kirkjusandsreitnum eftir að hafa rift samningi við Íslenska aðalverktaka um byggingu þriggja húsa upp á um tíu milljarða króna.

Minnir á tíma Kröflueldanna
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir jarðhræringarnar á Reykjanesi minna nokkuð á Kröflueldana á áttunda og níunda áratugnum. Páll var gestur í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann greindi stöðuna. Hann segir það ennþá vera nokkuð á reiki hvað rétt sé að kalla atburðina sem nú eru í gangi.

Voru að undirbúa drónaflug yfir skjálftasvæðið þegar þær þurftu að snúa við
Vísindakonurnar Ásta Rut Hjartardóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Ester Hlíðar Jenssen, landmótunarfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, voru staddar á jarðskjálftasvæðinu við Keili síðdegis í dag þegar þeim barst tilkynning um að vart hafi orðið við gosóróa á svæðinu. Þær voru að undirbúa drónaflug yfir svæðið þegar tilkynningin barst og þurftu þá að snúa við.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Eldgos gæti hafist á Reykjanesi á næstu klukkustundum eða dögum. Klukkan tuttugu mínútur yfir tvö í dag hófst óróapúls, sem mælist í aðdraganda eldgosa, á flestum jarðskjálftamælum. Fjallað verður ítarlega um stöðu mála í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Þurftu að vísa frá fólki á níræðisaldri í bólusetningu
Um fimmtíu manns á níræðisaldri sem voru boðaðir í bólusetningu gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll þurftu frá að hverfa þegar bóluefnið kláraðist í dag.

Kortleggja minjar sem gætu farið undir hraun
Friðaðar og friðlýstar minjar, þar á meðal bæjarstæði, hús og kirkjur, gætu farið undir hraun ef gos hæfist á Reykjanesi. Minjastofnun hefur kortlagt hvaða menningarminjar sem hún hefur á skrá séu í hættu út frá nýjasta spálíkani eldfjallafræði- og náttúruváhóps Háskóla Íslands.

Stórum hluta Álfhólsskóla lokað vegna myglu
Einni álmu í Álfhólsskóla í Kópavogi verður lokað vegna myglu sem fundist hefur í þaki byggingarinnar. Lokunin tekur gildi frá og með morgundeginum og er gerð í varúðarskyni til að vernda nemendur og starfsmenn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Ólíklegt að hætta stafi af gasmengun ef til goss kæmi
Litlar líkur eru á því íbúum muni stafa hætta af gasmengun ef til goss kæmi. Gert er ráð fyrir því að gasmengun geti lagt yfir höfuðborgarsvæðið en Veðurstofan mun birta spá um gasmengun samfara veðurfréttum ef af gosi verður.

Þrír í lengra gæsluvarðhald vegna morðsins
Þrír voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna rannsóknar hennar á morði í Rauðagerði í Reykjavík í síðasta mánuði.

Kristján Már flaug yfir Reykjanesið í þyrlu
Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag.

„Það er ekkert að sjá í augnablikinu og það eru engar hamfarir að gerast“
Engin merki eru um að gos sé hafið á Reykjanesi og eru núverandi hreyfingar í samræmi við fyrirliggjandi sviðsmyndir. Óróapúls mældist fyrst á þriðja tímanum í dag suður af Keili við Litla-Hrút en slík merki mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa.

Lögregla vaktar veginn við Keili
Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið.

Líklegast að hraun renni til suðurs
Líklegast er að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili á Reykjanesi renni til suðurs. Þetta sýna útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands.

Biðla til fólks að halda sig heima
Björgunarsveitir á Reykjanesskaga voru kallaðar út á þriðja tímanum og eru nú í viðbragðsstöðu eftir að Veðurstofa Íslands gaf út að óróapúls hafi mælst suður af Keili við Litla-Hrút. Slík merki mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið.

Heyra hvorki drunur né finna skjálfta
Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki fundið fyrir neinum óróa. Engar drunur heyrist og jörð hafi varla skolfið frá því um hádegi í gær.

Svona var upplýsingafundurinn vegna gosóróans
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofa Íslands boða til blaðamannafundar klukkan 16 vegna mögulegs goss á Reykjanesi.

Ekið á unga stúlku á vespu
Óskað var eftir aðstoð lögreglu og sjúkrabíla á þriðja tímanum vegna umferðarslyss við Bakarameistarann í Suðurveri.

Skoða leiðir til að verja Suðurnesjalínu fyrir mögulegu eldgosi
Landsnet býr nú starfsemi sína undir nokkrar sviðsmyndir ef til eldgoss kæmi á Reykjanesskaga.

Stöðug skjálftavirkni og óróamerki áfram
Óróapúls, sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili, hófst klukkan 14:20 suður af Keili við Litla-Hrút og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið.

Rekstur hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar til HSA
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa.

2,5 milljóna sekt fyrir endurtekin umferðarlagabrot
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt konu til að greiða 2,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs fyrir endurtekin umferðarlagabrot eftir að hafa ítrekað ekið bíl, ýmist undir áhrifum ávana- eða fíkniefna eða slævandi lyfja. Ákæran var í sjö liðum, en brotin voru framin bæði í Reykjavík og á Selfossi á tímabilinu frá júní 2019 til júní 2020.

Gæti verið upphaf tveggja til þriggja áratuga goshrinu
Störf Alþingis gætu fljótlega markast af verulegri náttúruvá og þingmenn þurfa þá að gæta þess að vinna þverpólitískt, halda ró sinni og treysta vísindum. Þetta sagði Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri Grænna og jarðfræðingur, í umræðum um störf þingsins í dag.

Svigrúm spítalans til að bregðast við náttúruhamförum takmarkað að sögn bráðalæknis
Landspítalinn hefur nú gefið út þau skilaboð til almennings að hann leiti til heilsugæslu eða læknavaktar frekar en á bráðamóttöku ef kostur er vegna afar þungrar stöðu á bráðamóttökunni. Allar legudeildir spítalans eru yfirfullar.

Loforð framkvæmdastjórans í fjölmiðlum kom milljónaskuldinni yfir á fleiri
Héraðsdómur Reykjavíkur telur loforð framkvæmdastjóra félagsins Live events, sem stóð að rekstri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, í fjölmiðlum um greiðslur til listamanna staðfesta ábyrgð félagsins á milljónaskuld við bandarísku hljómsveitina Slayer.