Fleiri fréttir

Telur yfirdeild MDE ganga of langt í gagnrýni á Hæstarétt
Deildarforseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík þykir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu ganga býsna langt í gagnrýni á Hæstarétt. Það gæti farið svo að Landsréttarmálið í heild sinni verði hluti af námsefni laganema næstu áratugina því lögfræðilegu álitamálin séu fjölmörg.

Ekkert skyggni á Akureyri en rólegt hjá viðbragðsaðilum
Stíf norðanátt hefur verið á Akureyri undanfarin sólahring eða svo og talsverð snjókoma. Lítið skyggni er innanbæjar en búið er að ryðja helstu leiðir. Lögregla biður fólk um að fresta langferðum ef hægt er en dagurinn hefur verið rólegur hjá lögreglu og björgunarsveitum á svæðinu.

Salman Tamimi er látinn
Salman Tamimi lést í gær 65 ára gamall. Hann er forstöðumaður Félags múslima á Íslandi.

Borgarstjóri táraðist yfir uppkomnum smáhýsum, ekki gámahúsnæði
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ekki tárast oft í vinnunni. Hann hafi þó komist við þegar framkvæmdadeild Reykjavíkurborgar sendi honum mynd í morgun af uppkomnum smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í Gufunesi.

Sóttvarnaaðgerðir séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn en aðra
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, minnti á það á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þær sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn heldur en aðra.

Ríkið kaupir bóluefni af Pfizer fyrir 85 þúsund manns
Skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í næstu viku um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun.

Segir ótímabært að gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu.

Alþjóðasamtök gyðinga fordæma íslenska útgáfu nasistabókar
Samtökin World Jewish Congress fordæma íslenska útgáfu nasistabókarinnar Tröllasaga tuttugustu aldarinnar. Samtökin beina spjótum sínum að Fibut, að þeim beri skylda til að henda bókinni út úr Bókatíðindum því um sé að ræða hatursorðræðu.

Bein útsending: Sérfræðingar ræða dóm MDE í Landsréttarmálinu
Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málþingi í dag á milli 12:00-13:30 um dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópa í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, svonefnt Landsréttarmál.

Sigldu til hafnar eftir að skipverji fékk einkenni
Frystitogarinn Baldvin Njálsson GK 400 sigldi í nótt úr Ísafjarðardjúpi og til hafnar í Hafnarfirði. Ástæðan eru einkenni skipverja sem fór í sýnatöku í morgun. Aðrir skipverjar bíða niðurstöðu og líður vel að sögn skipstjórans.

Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði
Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni.

Byggja nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar hafa undirritað samning um byggingu nýs hjúkrunarheimilis við Vestursíðu 9 á Akureyri. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdar er um þrír milljarðar króna sem skiptist á þann veg að ríkið greiðir 85% og Akureyrarbær greiðir 15%.

Fjórtán greindust innanlands og voru þrettán þeirra í sóttkví
Fjórtán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrettán af þeim fjórtán sem greindust voru í sóttkví við greiningu, eða 93 prósent.

Svona var 143. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag.

Bíll ölvaðs manns rann á lögreglubíl
Bíll ölvaðs manns rann á lögreglubíl í vesturbæ Reykjavíkur eftir að ökumaðurinn hafði sleppt því að ganga tryggilega frá bílnum þegar hann hafði verið stöðvaður af lögreglu og stigið út úr bílnum.

Jöklarnir tapa um fjórum milljörðum tonna af ís á ári
Íslenskir jöklar hafa tapað um fjórum milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári undanfarin 130 ár og er rýrnun þeirra ein sú mesta á jörðinni utan heimskautanna. Um helmingur massatapsins hefur átt sér stað síðasta aldarfjórðunginn.

Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land
Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært.

Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu
Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara.

Vill rannsaka hvort öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist finna mjög til með fólki sem eru allar bjargir bannaðar. Hins vegar þurfi þeir sem ekki eru í þeirri stöðu að bera sjálfir einhverja ábyrgð. Fjöldi öryrkja og fólks á atvinnuleysisbótum sé allt of mikill.

Hátt í 20 ökumenn í vandræðum á heiðum og fjallvegum
Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum á landinu í kvöld, sem kallaðar hafa verið út hátt í 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum. Veður er slæmt í öllum landshlutum og verður áfram næstu daga.

Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala
Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala.

„Mínar björtustu vonir hafa ræst“
Prófessor í ónæmisfræði vonar að hægt verði að klára að bólusetja fyrstu sex forgangshópa fyrir kórónuveirunni hér á landi í lok febrúar. Hann kveðst himinlifandi yfir fréttum dagsins frá Bretlandi og segir þróun bóluefnis hafa verið í takt við sínar björtustu vonir.

Gáttuð á niðurlægingu vinnufélaganna gagnvart föður hennar
Dóttir manns sem mætti til vinnu eftir þrálát veikindi í fyrradag kveðst gáttuð og sorgmædd yfir móttökunum sem hann fékk hjá vinnufélögum sínum. Hún segir þá hafa niðurlægt föður sinn og ekkert skeytt um heilsufar hans og aðstæður. Fyrirtækið hefur brugðist við málinu og beðist afsökunar.

Spilafíkn er alvarlegur vandi meðal fólks með þroskahömlun
Allmargir úr hópi fólks með þroskahömlun eiga við spilafíkn að stríða og eyða oft síðustu aurunum af örorkulífeyrinum í spilakassa. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp segir skorta fræðslu og sérhæfða fíknimeðferð fyrir hópinn.

Hjálpræðisherinn stefnir á opnun á nýjum stað eftir helgi
Flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík vonar að hægt verði að hefja starfsemi í nýjum herkastala strax eftir helgi. Mikil þörf sé á þjónustu við þá sem minnst megi sín en reiknað sé með að allt að átta hundruð manns sæki þjónustu til hersins í viku hverri.

Dómarakapall í Landsrétti
Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar.

Raunhæft að vænta bóluefnis fyrir alla þjóðina í janúar
Forstjóri Lyfjastofnunar segir raunhæft að hefja bólusetningar við kórónuveirunni hér á landi í janúar. Hún býst við öllu bóluefni fyrir Íslendinga í einu lagi.

Enginn landshluti sleppur
Enginn landshluti sleppur við hvassviðrið sem gengur nú yfir landið í kvöld og næstu daga, að sögn veðurfræðings. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu og búast má við hviðum allt að 45 m/s á Suðausturlandi. Þá verða næstu dagar litaðir miklu kuldakasti, sem til að mynda verður trúlega það mesta á höfuðborgarsvæðinu í sjö ár.

Ábyrg stjórnvöld lagfæra annmarka, segir Katrín um dóm MDE
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er skýr um að málsmeðferð við skipan nýrra dómara við Landsrétt árið 2017 var ekki í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt Mannréttindasáttmálanum.

Ný úrræðaleitarvél á eittlif.is
Sérsniðin leitarvél er nú aðgengileg á vefnum eittlif.is en henni er m.a. ætlað að auka sýnileika úrræða fyrir ungmenni í vanda og auðvelda þeim og aðstandendum þeirra að finna upplýsingar og aðstoð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu
Forstjóri Lyfjastofnunar segir raunhæft að hefja bólusetningar hér á landi í janúar. Hún reiknar með að bóluefni sem nægir fyrir alla landsmenn komi í einni sendingu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Séra Skírnir stefnir Agnesi og þjóðkirkjunni
Fyrrverandi héraðsprestur á Suðurlandi hefur stefnt biskupi Íslands og þjóðkirkjunni og fer fram á tæplega tíu milljónir króna í miska- og skaðabætur. Hann telur þau bera ábyrgð á skaða sem hann hafi hlotið vegna færslu í embætti árið 2015, í kjölfar kvörtunar hans vegna eineltis, og svo brottrekstri úr kirkjunni fyrr á árinu.

„Við berum okkar ábyrgð“
Þingmenn hafa streymt upp í pontu Alþingis í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að ræða Landsréttardóminn.

Hárstofuhrellirinn fer um land allt og gerir hárgreiðslumeistara gráhærða
Kona nokkur virðist haldin einskonar hárgreiðsluáráttu því hún fer um án afláts milli hárgreiðslustofa og er komin víða á bannlista.

Vilja að beðist verði afsökunar
Þrettán þingmenn tveggja flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi lýsi því yfir að rangt hafi verið að samþykkja málshöfðun gegn fjórum ráðherrum í september 2010 vegna starfa þeirra í ríkisstjórn Íslands fyrir efnahagshrunið. Auk þess eigi ráðherrarnir skilið afsökunarbeiðni.

Ekkert spurst til Arnars síðan í september
Lögreglan á Austurlandi lýsir eftir Arnari Sveinssyni, 32 ára karlmanni, en ekkert hefur spurst til hans síðan í september síðastliðnum.

Anna Aurora bakvörður ætlar í mál við íslenska ríkið og fleiri
Anna Aurora Waage Óskarsdóttir ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna handtöku hennar á Vestfjörðum í apríl þar sem hún var grunuð um að villa á sér heimildir sem bakvörður á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Þá ætlar hún að stefna fjölmiðlum og einstaklingum sömuleiðis. Lögmaður hennar segir mikla vinnu framundan að hreinsa mannorð skjólstæðings síns.

Neyðarskýlin opin allan sólarhringinn vegna kuldakastsins
Neyðarskýlin fjögur sem Reykjavíkurborg rekur – Konukot, gistiskýlið á Lindargötu, neyðarskýlið á Granda og tímabundið neyðarskýli fyrir konur – verða öll opin allan sólarhringinn frá 3.til 7. desember, vegna kuldakastsins sem framundan er.

Býður upp á líkamsræktartíma þrátt fyrir íþróttabann
Einkaþjálfari sem selur líkamsræktartíma segist ekki telja þá falla undir skilgreiningu á íþróttastarfi sem er bannað samkvæmt sóttvarnareglum. Embætti landlæknis segir tímana virðast brot á samkomureglum óháð hversu fjölmennir þeir eru.

Víðtæk bilun í símkerfum og netkerfum heilsugæslunnar
Víðtæk bilun hefur verið í símkerfum og netkerfum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í allan dag. Bilunin hefur haft mikil áhrif á starfsemina og hefur neyðst til að fresta miklum fjölda tíma og verkefna.

Rak skúffu vörubíls í brú
Umferðaróhapp varð á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar skömmu eftir klukkan átta í morgun þegar skúffa vörubíls rakst í brúna þegar ekið var undir hana.

Bakvörðurinn á Bergi verður ekki ákærður
Kona sem var grunuð um að hafa villt á sér heimildir sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins verður ekki ákærð. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi.

Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu
Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins.

Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá
Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu.

„Vonandi erum við að fara að sjá þetta eitthvað niður á við“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins yfir fjölda kórónuveirusmita sýni að smituðum fjölgi ekki mjög skarpt upp á við. Það þurfi þó að bíða aðeins og sjá þróunina næstu daga varðandi það hvort smitum fari fækkandi.