Fleiri fréttir

Gleðilegt nýtt ár, kæru lesendur

Vísir sendir lesendum sínum nær og fjær – til sjávar og sveita – bestu óskir um farsælt nýtt ár. Megi árið 2021 færa okkur öllum frið og hamingju í hjarta.

Þórólfur Guðnason valinn maður ársins

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2020 er gert upp.

Flestir vilja Katrínu sem næsta forsætisráðherra en fæstir Ingu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings til að gegna embætti forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust samkvæmt nýrri könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Þeim sem kváðust styðja Bjarna Benediktsson í embætti forsætisráðherra fór fækkandi eftir að fréttir bárust af veru Bjarna á sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu.

Ó­sáttur við Ás­mundar­salar­um­ræðu með mót­mælendur í bak­sýn

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom á framfæri óánægju og furðu með umfjöllun um heimsókn sína í Ásmundarsal undanfarna viku í áramótaþættinum Kryddsíld á Stöð 2 í dag. Hann sagði það skipta máli„að fara rétt með og horfa á staðreyndir“ og kvað það skjóta skökku við að stjórnarandstaða kallaði eftir þingfundi „til að ræða samkomu í húsi hér í bæ“ en ekki „stóru málin.“

„Við eigum býsna góða fylgismenn innan Pfizer“

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Ísland eigi sér „býsna góða fylgismenn“ innan lyfjafyrirtækisins Pfizer. Hvort það dugi til að tryggja 60 prósent þjóðarinnar bóluefni liggi þó ekki fyrir. Áhugi innan Pfizer á Íslandsrannsókn sé „geysimikill“.

Árið 2020 gert upp í Kryddsíld

Hin árlega Kryddsíld var í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni að vanda, í dag. Þátturinn hófst klukkan tvö og stóð til klukkan fjögur.

Grímuklædd á síðasta ríkisráðsfundi ársins

Rík­is­ráð kom sam­an til fund­ar á Bessa­stöðum klukk­an 11 í síðasta sinn á árinu. Löng hefð er fyr­ir því að ráðið, sem sam­an­stend­ur af ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og for­seta Íslands, komi sam­an til fund­ar á Bessa­stöðum á gaml­árs­dag.

Jarð­fræðingur út­skýrir hvað býr að baki leir­skriðunum í Ask

Jarðfræðingur segir jarðveginn á skriðusvæðinu í norska bænum Ask, þar sem gríðarmiklar leirskriður féllu í fyrrinótt, mjög „óstabílann“, einkum eftir rigningar undanfarna daga. Líta þurfi allt að tólf þúsund ár aftur í tímann til að skilja hvað býr að baki.

„Þetta ár má eiga sig“

Flugeldasala hefur verið með besta móti í ár en í dag er stærsti dagur ársins á sölustöðum björgunarsveitanna.

Asbest-klæðning í útihúsi sem brann til kaldra kola í nótt

Útihús við Merkines í Höfnum á Reykjanesi varð alelda í nótt. Allt tiltækt slökkvilið frá Bunavörnum Suðurnesja auk lögreglu var kallað til vegna eldsins en hlaðan þar sem eldurinn kom upp er brunnin til kaldra kola. Asbest var í klæðningu hlöðunnar sem brann.

Fréttatími Stöðvar 2

Sjálfstæðisflokkurinn fengi mest fylgi ef að gengið yrði til Alþingiskosninga nú eða 22,5%. Fylgi flokksins er þó nokkuð minna en í síðustu kosningum. Þá mælist Samfylkingin með næst mest fylgi eða 17,2%. Greint verður frá könnuninni í hádegisfréttatíma Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem hefst á slaginu 12.

Katrín hvetur landsmenn til að fara varlega í kvöld

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist stolt af íslensku samfélagi nú þegar árið 2020 er senn á enda og hvetur landsmenn til að fara varlega í kvöld. Þetta segir Katrín í færslu á Twitter.

Heilbrigðisstarfsmaðurinn maður ársins 2020

Heilbrigðisstarfsmaðurinn er maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Niðurstaðan var kynnt í Reykjavík árdegis í morgun. Niðurstaðan var afgerandi en af tæplega 25 þúsund atkvæðum fékk heilbrigðisstarfsmaðurinn tvöfalt fleiri en næsti maður eða 8965 atkvæði.

Þessir Ís­lendingar kvöddu á árinu 2020

Fjöldi þjóðþekktra Íslendingar kvaddi á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra eru meðal annarra einhver ástsælasti söngvari þjóðarinnar, einhver vinsælasti skemmtikraftur landsins, frumkvöðull á sviði líkamsræktar á Íslandi, fyrrverandi ráðherrar og höfundur bókanna um Maxímús Músíkús. Þá þögnuðu einhverjar af þekktustu útvarpsröddum landsins.

Ljós við enda ganganna eftir tíu mánaða baráttu

Síðasti dagur ársins 2020 í dag. „Sem betur fer,“ segja eflaust margir enda verður því seint lýst sem venjulegu ári. Samkomubann hefur verið í gildi síðustu níu mánuði eða svo og daglegt líf okkar allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir þar sem haustið reyndist afar erfitt.

Allt að tíu stiga frost í dag

Í kvöld er útlit fyrir mjög hægan vind víðast hvar á landinu. Það hefur í för með sér að flugeldaryk safnast auðveldlega upp og loftgæði dvína hratt, að því er segir í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands um veðrið á gamlárskvöld.

Skotglaðir trufluðu í öllum hverfum

Mjög bar á tilkynningum um hávaða eða ónæði vegna flugeldasprenginga í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt, að því er segir í dagbók lögreglu. Hið sama var uppi á teningnum í fyrrinótt.

Endurskoða rýmingarsvæðið á hádegi á morgun

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Austurlandi hafa ákveðið að halda rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði óbreyttu fram að hádegi á morgun að minnsta kosti.

Rannsaka dauðsfall á réttargeðdeild

Ungur karlmaður á sjálfsvígsgát á réttargeðdeild svipti sig lífi á jóladag. Málið er í rannsókn lögreglu og óháður aðili verður fenginn til að fara yfir verkferla. Yfirlæknir segir að harmleikur sem þessi eigi ekki að geta gerst.

Hið stórfurðulega ár 2020: Fréttaannáll Stöðvar 2

Áður en kórónuveiran nýja hafði borist til Íslands voru Íslendingar farnir að tala ansi hreint illa um árið. Snjóflóð höfðu ógnað mannslífum og veður verið í meira lagi leiðinlegt, raunar snælduvitlaust á köflum. Svo bárust tíðindi frá Kína með tilheyrandi áhrifum, á alla heimsbyggðina.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fimmtán er saknað og fjöldi húsa gjörónýtur eftir að leirskriður féllu á norska bæinn Ask, norðaustur af Osló, í morgun. Skriða féll um eitt hundrað metrum frá húsi íslenskrar konu.

„Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að margir sem starfa í heilbrigðisþjónustu og telja sig útsetta fyrir kórónuveirusmiti munu þurfa að bíða í einhvern tíma eftir bóluefni þar sem þeir eru ekki fremstir í forgangsröðuninni. Sjúkraflutningamenn hafa gagnrýnt mjög að vera í fjórða forgangshópi samkvæmt reglugerð á meðan annað heilbrigðisstarfsfólk er í fyrstu hópum.

Sérfræðiaðstoð firrir stjórnvöld ekki ábyrgð

Settur umboðsmaður Alþingis hefur beint því til mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar að taka mál til meðferðar að nýju, sökum þess að trúnaðarlæknir sem skilaði umsögn um umsókn manns um starfsnám svaraði ekki erindum mannsins.

Ísinn brast undan mótor­hjóla­manni á Hafra­vatni

Maður á mótorhjóli datt ofan í Hafravatn þegar ísinn á vatninu brast undan honum skömmu eftir hádegi í dag. Maðurinn var kominn í land af sjálfsdáðum þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn en var fluttur blautur og hrakinn á sjúkrahús.

Boltinn hjá Pfizer segir Þórólfur

Þórólfur Guðnason bindur vonir við að fá svar sem fyrst frá Pfizer hvort hægt verði að koma á fót rannsóknarsamstarfi sem miði að því bólusetja stóran hluta þjóðarinnar gegn Covid-19. Boltinn er nú hjá Pfizer.

Mengunin sérstaklega skaðleg fólki sem glímir við eftirköst COVID-19

Á gamlárskvöld er útlit fyrir talsverða svifryksmengun af völdum flugelda því hægviðri er spáð annað kvöld um land allt. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé skaðlegust þeim sem veikir eru fyrir líkt og fólk sem glímir við eftirköst COVID-19 sem er sjúkdómur sem herjar á öndunarfærin. Mengunin verður þó slík að flestir ættu að finna fyrir óþægindum.

Sáttafundur Össurar og Eiðs eftir misskilning í strætó

Össur Pétur Valdimarsson vagnstjóri hjá Strætó og Eiður Welding, varaformaður CP-félagsins, áttu sáttafund í Mjódd í gærkvöldi eftir misskilning þeirra á milli í strætó um helgina. Málið rataði í fjölmiðla en hefur nú fengið farsæla lausn, að sögn upplýsingafulltrúa Strætó.

Jólaáhyggjurnar ekki að raungerast

Sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem áhyggjur sem hann hafði af kórónuveirusmitum um og eftir jólin séu ekki að raungerast. Það sé ekki að sjá að faraldurinn sé í uppsveiflu. Enn séu þó ekki öll kurl komin til grafar.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um aurskriðurnar í Ask í Noregi og þá heyrum við í sóttvarnalækni um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum.

Níu greindust innanlands í gær

Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex voru í sóttkví við greiningu en þrír utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum Covid.is.

Náðu fimm skömmtum en ekki sex úr hverju glasi

Aðeins náðust fimm skammtar úr hverju glasi af bóluefni Pfizer og BioNTech sem kom til landsins í gær en ekki sex eins og vonast var til. Reiknað er með að bólusetning á höfuðborgarsvæðinu klárist í dag.

Sjá næstu 50 fréttir