Fleiri fréttir

Farið að hægja á tilkynningum um hópuppsagnir

Tvær hópuppsagnir hafa verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar nú rétt fyrir mánaðarmót. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir farið að hægja á hópuppsögnum en að frost ríki hins vegar á vinnumarkaði.

Bráðabólguheilkenni ekki komið upp hjá barni hér á landi

Sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að bráðabólguheilkenni hafi komið upp hjá barni hér á landi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sjö ára íslenskan dreng í Svíþjóð sem veiktist lífshættulega af bráðabólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 

Átta greindust innanlands

Átta greindust með kórónuveiruna innan­lands í gær. Af þeim sem greindust voru þrír í sóttkví, en fimm ekki. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is. 41 er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þar af tveir á gjörgæslu. Í gær voru 42 á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu.

„Eftir höfðinu dansa limirnir“

Eins og fram hefur komið er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, einn af sóttvarnarþríeykinu, smitaður af Covid-19. Vitaskuld mikið áfall fyrir sóttvarnaryfirvöld, ekki bara smitið sem slíkt og afleiðingarnar sem það hefur fyrir Víði og fjölskyldu heldur veltir fólk því nú fyrir sér hvort það sé ekki svo að eitt eigi yfir alla að ganga?

„Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki sam­skipti við nokkurn mann“

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum sínum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Hann vill ekki segja hvað í þeim felst nákvæmlega þar sem ráðherra sé enn með þær til skoðunar en ítrekar að í ljósi bakslags í faraldrinum síðastliðna dagana telji hann ekki mikið tilefni til tilslakana.

Telur fálkadauða mega rekja til rjúpnaleysis

Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember. Þrír ungar og þrír fullorðnir. Tveir þeirra hafa fundist á Akureyri. Fuglafræðingur telur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna.

Víða vetrarfærð

Færðin er víða varasöm um landið og vetrarfærð víðast hvar að sögn Vegagerðarinnar. Á Suðvesturlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir og flughált er á Bláfjallavegi og á Kjósarskarðsvegi.

Ríkis­stjórnin þriggja ára og ráð­herrann þrí­tugur

Þrjú ár eru í dag liðin frá því að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum í landinu. Afmælisdagurinn ber upp á sama degi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra heldur upp á þrítugsafmæli sitt.

Gular við­varanir um nánast allt land vegna snjó­komu og storms

Gular viðvaranir taka gildi á öllu landinu í kvöld fyrir utan höfuðborgarsvæðið, Norðurland eystra og Austurland að Glettingi. Varað er við hvassviðri eða stormi með ofankomu og má búast við 15 til 23 metrum á sekúndu með snjókomu og síðar slyddu.

„Þetta hljómaði bara eins og hvert annað útkall“

Aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2013 barst lögreglu tilkynning frá áhyggjufullum íbúa í Hraunbæ í Reykjavík. Íbúinn kvaðst reglulega verða fyrir ónæði vegna hávaða og tónlistar úr íbúðinni fyrir ofan en í þetta sinn var hljóðið í honum þyngra. Hann sagðist hafa heyrt skothvell koma úr íbúðinni og tók sérstaklega fram að hann hefði starfað á erlendri grundu sem friðargæsluliði og þekkti því skothljóð vel. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld.

SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við

Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin.

Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin

Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784.

Spurning um óbreytt ástand eða ekki

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þróun undanfarinna daga sýna hversu lítið þurfi til svo bakslag komi í baráttuna við kórónuveiruna. Hann er nú að vinna að nýju minnisblaði til ráðherra, en segir ekki í spilunum að fara að herða aðgerðir.

TF-GRO út­kalls­hæf á ný

Flugvirkjar hafa lokið skoðun á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar. Reglubundinni skoðun lauk í kvöld og er þyrlan því orðin útkallshæf á ný samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Bent á að leita til prests skömmu áður en æxlið fannst

Lögfræðingur fjölskyldu konu, sem lést úr leghálskrabbameini í haust, hefur óskað eftir ítarlegri greiningu Landlæknis á leghálssýnum sem voru tekin hjá Krabbameinsfélaginu 2016 og 2018. Þá hefur verið kvartað undan heilbrigðisþjónustu á heilsugæslunni en heimilislæknir benti konunni í tvígang á að leita til prests réttur áður en æxlið fannst.

Búast við nýju fjölmiðlafrumvarpi

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að reynt hafi verið að ná samkomulagi milli stjórnarflokkanna um fjölmiðlafrumvarpið sem menntmálaráðherra lagði fram á síðasta ári og fjallar um opinberan fjárstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Nú sé búist við að nýtt frumvarp verði lagt fram.  

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldréttum okkar segjum við frá því að sjö ára íslenskur drengur hafi veikst lífshættulega nú í haust af alvarlegri bráðabólgu sem tengist Covid-19.

Þórólfur, Drífa og Halldór í Víglínunni

Aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins, bólusetningar og alvarleg staða á vinnumarkaði eru á meðal mála sem verða til umræðu í Víglínunni, þjóðmálaþætti Stöðvar 2 í dag.Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður fær til sín þau Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, Drífu Snædal, forseta ASÍ og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, og ræðir við þau um þessi mál og önnur í þættinum.Víglínan hefst klukkan 17:40 og er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi.

Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík

Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík.

Komu manni til hjálpar sem villtist á Bláfjallasvæðinu

Fyrir nokkrum mínútum síðan, laust eftir klukkan fjögur í dag, voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út vegna manns sem er týndur á Bláfjallasvæðinu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við Vísi.

Bylting ef bólu­efnið lukkast vel: „Þetta er al­gjör­lega ný nálgun“

Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu.

„Hugsunin góð“ hjá Páli en hefði viljað ganga lengra

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, mættust í umræðu um sjávarútveg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Kjaftshögg á Kirkjubæjarklaustri

Sandra Brá Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps segir það kjaftshögg fyrir íbúa sveitarfélagsins að Krónan ætli að loka Kjarvalsverslun sinni á Kirkjubæjarklaustri um áramótin.

Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa.

„Ætlum að stytta biðtíma og álag á bráðadeild“

Stytta á biðlista og minnka álag á bráðamóttöku Landspítalans með fjölda umbótaverkefna en búist er við að þeim ljúki í febrúar á næsta ári. Yfirlæknir bráðaþjónustu spítalans segir að mikil ásókn sé í störf á deildinni.

Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir

Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar.

Segir Kára vega ómaklega að sér

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins á svipuðum nótum og undanfarið. Sveiflur geti orðið á milli daga og ekki megi draga of sterkar ályktanir af einum degi.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Tíu greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær og voru átta manns í sóttkví við greiningu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem segir ómaklega að sér vegið með gagnrýni um að fólk hafi orðið kærulaust vegna yfirlýsinga sóttvarnayfirvalda. 

Tíu greindust með veiruna innanlands í gær

Tíu greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru átta í sóttkví. Nú eru 187 í einangrun með covid-19 hér á landi og fækkar þeim milli daga sem eru með virkt smit. Alls voru tekin 965 sýni í gær og eru nú 667 í sóttkví.

Bein útsending: Bóluefni, börn og sjávarútvegur

Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir ræðir nýju bóluefnin við Covid-19, þróun þeirra og mögulega áhættu. Einnig verður rætt um málefni barna í skólakerfinu sem ekki eiga aðgang að aðstoð sálfræðinga og sérkennara en auk þess verður rætt um sjávarútveg og fleira.

Fór inn í bíl og rændi ökumann

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um rán í Laugardalnum þar sem maður fór inn í bíl, ógnaði ökumanni og hafði á brott muni í eigu ökumannsins. Þá varð slys í Garðabæ þar sem tveir bílar skullu saman og urðu báðir óökufærir.

Fagnar sigri og biður þolendur ofbeldis að gefast ekki upp

Rúmlega fimm ára baráttu Rúnu Guðmundsdóttur við kerfið lauk í gær þegar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrrverandi sambýlismann hennar til þess að greiða henni 1,3 milljónir í skaðabætur vegna heimilisofbeldis. Rúna segir þungu fargi af sér létt, það sé ómetanlegt að kerfið viðurkenni að hún hafi verið beitt ranglæti.

Aðstoðar jólasveina með gjafirnar í desember

Jólasveina hjálparkokkar taka sig saman fyrir jólin og aðstoða jólasveina með skógjafir. Þeir útvega líka gjafir handa börnum þeirra sem eiga ekki sjálfir fyrir þeim.

Gæti misst af öllum prófum eftir smit korter í prófa­törn

Sálfræðinemi við Háskóla Íslands gæti mögulega misst af bæði lokaprófum og sjúkraprófum eftir að hún greindist með kórónuveirusmit í dag, fari svo að hún mælist enn með veiruna eftir tvær vikur. Jafnvel þó hún gæti mætt í sjúkrapróf er alls óvíst að undirbúningurinn verði fullnægjandi þar sem einkennin gera lesturinn erfiðari en ella. Umrædd próf eru öll staðpróf.

Sprenging í útflutningi á íslenskum hestum

Sjaldan eða aldrei hafa eins margir íslenskir hestar verið seldir úr landi eins og það sem af er árinu 2020. Vinsælir stóðhestar eru meðal hesta, sem hafa verið seldir eins og Kveikur frá Stangarlæk og Styrkur frá Leysingjastöðum.

Fimm úr nær­um­hverfi Víðis og eigin­konu hans smituð

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna.

Björguðu veiðimanni úr sjálfheldu

Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan 14 í dag þegar beiðni barst frá veiðimanni sem var í sjálfheldu. Maðurinn var staðsettur við Skaftá nærri Kistufelli á Suðurlandi, en hann hafði verið á veiðum ásamt öðrum manni.

Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.