Fleiri fréttir

Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar ræðum við við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir segir þróun kórónuveirufaraldursins síðustu daga frekar ískyggilega. Hann telur að sóttvarnaryfirvöld hafi yfirhöfuð staðið sig vel en brugðist bogalistinn síðustu vikur og gefið fólki vonir um tilslakanir.

Maðurinn er fundinn

Rétt fyrir klukkan fimm í dag voru björgunarsveitir kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu vegna göngumanns sem er villtur nálægt Móskarðshnjúkum. Maðurinn náði sjálfur að tilkynna að hann hefði villst af leið.

Segir Víði hressari í dag en í gær

Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir Víði Reynisson vera aðeins hressari í dag en í gær. Víðir greindist með covid-19 í vikunni en Rögnvaldur, sem er staðgengill Víðis, heldur góðu sambandi við hann reglulega.

Hólmfríður sækist eftir þingsæti Ara Trausta

Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þannig hyggst Hólmfríður sækjast eftir sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem hefur gefið það út að hann hyggist ekki sækjast eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili.

Makaskipti mömmu tíð og verst þegar um ofbeldismenn var að ræða

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir að ekki eigi að svipta börn bernskunni og sakleysi þeirra. Hann sjálfur þekkir það að alast upp við erfiðar aðstæður og segir málefni barna mikið áherslumál hjá honum og vonast hann til að hjálpa öðrum að glíma við sambærilegar aðstæður og hann upplifði.

Hræktu á lögreglumenn og höfðu uppi grófar hótanir

Þrír ungir menn voru handteknir í Kópavogi í nótt fyrir ólæti. Mennirnir létu mjög ófriðlega eftir að lögregla stöðvaði för ökumanns í bænum sem var grunaður um akstur undir áfengis eða fíkniefna að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Nauðgaði tvisvar sömu nótt en á skilorði vegna dráttar á máli

Landsréttur hefur staðfest 18 mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem gerðist sekur um að nauðga fyrrverandi unnustu sinni í tvígang. Landsréttur mildar hins vegar refsingu að því leyti að dómurinn skuli skilorðsbundinn til tveggja ára vegna verulegs dráttar á meðferð málsins.

Mikið um ölvun og hávaðakvartanir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að töluverður erill hafi verið hjá lögregluþjónum í nótt. Mikið hafi verið um ölvunartengd mál og hávaðakvartanir.

Börnum verður ekki boðin bólusetning

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning.

Kvenfélagskonur nýttu nóttina í að baka

Hópur kvenfélagskvenna stendur nú fyrir áheitabakstri eftir að hafa fengið grænt ljós hjá almannavörnum og heilbrigðiseftirlitinu. Bakað er í deilieldhúsinu Eldstæðið í Kópavogi, sem er fullvottað eldhús. Baksturinn hófst klukkan 18:00 í gær og stendur til klukkan 18.:00 í dag. Í takt við tíðarfarið munu Kvenfélagskonur víða um land taka þátt með fjarbakstri heimavið.

Átta fermetra svalahurð „ætlaði inn í stofu“ í rokinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti 117 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn. Þar af voru 28 forgangsflutningar og sex svokallaðir covid-flutningar. Þá sinnti slökkviliðið fremur óhefðbundnu verkefni í óveðrinu fyrr í vikunni vegna átta fermetra stórrar svalahurðar sem var til vandræða.

Eitt boð ber tölurnar uppi

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að stóran hluta dreifingar Covid-19 sem greinst hefur að undanförnu megi rekja til eins fjölskylduboðs. Hann segir tölurnar í dag svipaðar og í gær en þó hafi fleiri verið í sóttkví við greiningu. Það gæti verið til marks um línulegan vöxt.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Tuttugu og einn greindist með kórónu­veiruna innan­lands í gær og var um helmingur í sóttkví. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um þróun faraldursins hér á landi en hann segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu.

Vísbendingar um smit í samfélaginu sem ekki er búið að finna

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þar á bæ hafi menn miklar áhyggjur af stöðunni vegna faraldurs Covid-19 hér á landi. Sérstaklega af því hve margir eru að greinast smitaðir utan sóttkvíar.

21 greindist með Covid-19 innanlands í gær

21 greindist með covid-19 innanlands í gær. Þá greindust tveir með virkt smit við skimun á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands var yfir helmingur í sóttkví eða 13 af 21. Alls eru nú 193 í einangrun með covid-19 hér á landi og 618 eru í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is.

Einn smitaður og tuttugu í sóttkví á Vestfjörðum

Einstaklingur frá Vestfjörðum sem ferðaðist til höfuðborgarsvæðisins í síðustu viku hefur reynst smitaður af Covid-19. Sá fór aftur heim og eru nú tuttugu komnir í sóttkví vegna málsins. Flestir þeirra á norðanverðum Vestfjörðum en sex sunnan Dýrafjarðarganga.

Umhleypingar í kortunum

Draga mun í dag úr þeirri suðvestanátt sem hefur ráðið ríkjum á Íslandi undanfarna sólarhringa og er von á norðlægri átt á morgun. Áfram verður éljagangur á sunnan- og vestanverðu landinu og hiti í kringum frostmark.

Furðulegt að flakið af Goðafossi finnist ekki

Í grænum bragga í Garðinum reynir Ásgeir Hjálmarsson skipstjóri að varpa ljósi á það hvar Goðafossi, skipi Eimskipafélagsins, var sökkt í síðari heimsstyrjöld. Hann sýnir líkan af Goðafossi og húsum í Garðinum, sem hann er búinn að smíða, til að fá sem nákvæmasta staðsetningu á atburði, sem reyndist mesti mannskaði Íslendinga í stríðinu.

Katrín og Píratar í hár saman: „Mér er eigin­lega al­ger­lega mis­boðið“

Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra stóð ekki á sama þegar þingmenn Pírata ræddu ummæli hennar um mögulegar heimildir til handa ríkissáttasemjara til að fresta verkföllum í umræðum um atkvæðagreiðslu á þinginu í kvöld. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði þessa hugmynd Katrínar aðför að verkfallsrétti vinnandi fólks.

„Fullt af veiru þarna úti“ og mörg smit órakin

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir stöðuna núna líklegast tengjast samkomum síðustu helgar. Fólk sé byrjað að slaka á í ljósi jákvæðra frétta af bóluefnaþróun og reyni að halda í jólahefðirnar, þrátt fyrir að það sé ekki ráðlegt.

Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja

Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna.

Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar.

„Stundum eru bara engin önnur úrræði“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Það sé þó alltaf algjört neyðarúrræði að grípa til lagasetningar vegna vinnudeilna.

Þór­ólfur búinn að greiða ár­gjaldið í World Class

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tilgátur Björns Leifssonar, eiganda World Class, um að hann hafi fóbíu fyrir líkamsræktarstöðvum vera fjarri lagi. Hann hafi verið viðskiptavinur World Class í mörg ár og sé búinn að greiða árgjaldið í ár, þó hann hafi ekkert æft vegna faraldursins.

Fimm fámennir hópar í forgangi í bólusetningu

Tíu hópar eru í forgangi þegar kemur að bólusetningu við Covid-19 hér á landi. Ekki er gert ráð fyrir því að börn fædd eftir árið 2006 verði bólusett. Af forgangshópunum tíu eru fimm fámennir hópar sem innihalda um tuttugu þúsund einstaklinga í framlínu í baráttu við sjúkdóminn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir atburðarás dagsins eftir að dómsmálaráðherra ákvað að leggja fram frumvarp til að stöðva verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni.

Nagladekk spila langstærstan þátt í myndun svifryks

Greining nýrrar rannsóknar bendir til þess að nagladekkjanotkun spili langstærstan þátt í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu en aðrir áhrifaþættir eru vegyfirborð, umferðarmagn, hraði og þjónusta; söltun og skolun. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er að draga þurfi verulega úr nagladekkjanotkun.

„Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember.

Uppfletting landamæravarðar í LÖKE fer fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur hefur veitt landamæraverði áfrýjunarleyfi sem dæmdur var fyrir að brot í opinberu starfi. Þetta kemur fram á vef Hæstaréttar en rétturinn tekur fyrir minnihluta þeirra mála sem dæmd hafa verið í Landsrétti. Þá helst ef málin hafa fordæmisgildi.

Segja ríkið ætla sér það eitt að rjúfa tenginguna

Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra að setja lög á verkfallsaðgerðir flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Við ræðum við dómsmálaráðherra í hádegisfréttum okkar á slaginu tólf.

Sjá næstu 50 fréttir