Fleiri fréttir

Einhugur um rannsókn á vistheimilum og kallað eftir gögnum

Velferðarnefnd Alþingis er einhuga um að nauðsynlegt sé að rannsaka aðbúnað, þjónustu og meðferð fullorðins fólks með fatlanir, þroskahömlun og geðræn veikindi sem dvalið hefur á stofnunum og meðferðarheimilum á Íslandi.

Mjög rólegt hjá lögreglunni í nótt

Mjög rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá miðnætti og fram á morgun að hennar sögn og aðeins komu fjögur verkefni inn á hennar borð á tímabilinu.

Kári varar við væntan­legum til­slökunum Víðis og Þór­ólfs

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir ekki langt í að hægt verði að fara í frekari afléttingar á aðgerðum hér á landi. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill ekki sjá neinar breytingar hér á landi fyrir jólin.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við hjúkrunardeildarstjóra á Landakoti sem segjast finna til mikillar ábyrgðar vegna hópsýkingar sem þar kom upp - þrátt fyrir að hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð í erfiðum aðstæðum. Þær segjast hafa upplifað gríðarlega mikla sorg.

Nýr Landspítali og spilling í Víglínunni

Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri uppbyggingar á nýjum Landspítala mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttmanns til að ræða framkvæmdina og hverju spítalinn mun breyta og ekki breyta. Þá verður rætt við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur doktor í þjóðfræði um spillingu en hún gaf nýverið út bók um þau mál.

Sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem býr við ofbeldi

Rúmlega tvö hundruð manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis frá því í september. Verkefnastjóri segir að ástandið sé þungt á mörgum heimilum. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki meðþroskahömlun sem eigi erfitt með að leita sér aðstoðar í þessu árferði.

Fimm greindust smitaðir og allir í sóttkví

Fimm manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands síðasta sólarhringinn. Þeir voru allir í sóttkví við greiningu samkvæmt nýjustu tölum landlæknis og almannavarna.

Lægð nálgast landið úr suðri

Fremur hægur vindur verður á landinu í dag og víða þurrt, þó gera megi ráð fyrir eilitlum snjó suðaustanlands.

Seðlabankastjóri og umönnun aldraðra í Sprengisandi

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, ræðir um stöðu lands og þjóðar og svarar fyrir gagnrýni á aðgerðir bankans í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þá verður rætt um umönnun aldraðra, leiðir út úr kreppunni og loftslagsmál í þætti dagsins.

Annasöm nótt hjá lögreglu

Eldur í báti við Grandagarð í Reykjavík var á meðal fjölda verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í nótt. Töluvert var um útköll vegna hávaða og ónæðis víðs vegar um borgina.

Em­bætti vara­for­manns Mið­flokksins lagt niður

Embætti varaformanns Miðflokksins var í dag lagt niður á aukalandsþingi flokksins. Lagabreytingatillaga þess efnis var lögð fram á fundinum í dag og var tillagan sú að þingflokksformaður verði talsmaður stjórnar forfallist formaður. 

Auðunn Gests­son er látinn

Auðunn Gestsson fyrrverandi blaðasali og núverandi ljóðskáld er fallinn frá. Auðunn andaðist á miðvikudag síðastliðinn.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við deildarstjóra öldrunarlækningarkjarna Landspítalans sem segir að starfsmönnum Landakots hafi verið boðið upp á sálrænan stuðnings vegna hópsýkingarinnar sem þar kom upp.

Harpa hökkuð í hakk

Kúabændur eru hvattir til að láta gott af sér leiða fyrir jólin og gefa Fjölskylduhjálp Íslands kjöt. Það hafa bændurnir á Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi gert þegar þau létu slátra kvígunni Hörpu og hökkuðu hana í hakk og gáfu fjölskylduhjálpinni.

Telur ferðaþjónustu lykilinn að hraðri viðspyrnu í vor

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist líta á ferðaþjónustuna sem lykilinn að hraðra viðspyrnu um allt land þegar glitta fer í eðlilegt líf í kórónuveirufaraldrinum í vor. Í ræðu á haustfundi miðstjórnar flokksins boðaði hann einnig mestu framkvæmdir sem landsmenn hefðu upplifað á næstunni.

Hefur áhyggjur af partístandi og veisluhöldum á aðventunni

Fimmtán manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands síðasta sólarhringinn og voru aðeins tveir utan sóttkvíar. Ekki hafa fleiri greinst síðan 13. nóvember. Sóttvarnalæknir hefur mestar áhyggjur af veisluhöldum á aðventunni. 

Bein út­sending: Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Fimmtán greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands síðasta sólarhringinn. Ekki hafa fleiri greinst á einum degi á einni viku. Rætt verður við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í fréttatímanum.

Fimmtán greindust innanlands

Fimmtán manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands síðasta sólarhringinn. Þrettán þeirra voru í sóttkví við greiningu samkvæmt nýjustu tölum landlæknis og almannavarna.

Djúp lægð fjarlægist landið

Gera má ráð fyrir norðan og norðvestan 8-15 metrum á sekúndu með ringingu eða snjókomu um landið norðanvert, en lítilli úrkomu annars staðar.

Yfirlögregluþjónar stefna vegna umdeildra kjarabóta

Hópur yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hefur stefnt ríkislögreglustjóra og ríkinu vegna ákvörðunar um að afturkalla samninga sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá og bætti launakjör þeirra og lífeyrirsgreiðslur.

Bein útsending: Umhverfisþing Pírata

Umhverfisþing Pírata hefst klukkan 11 og stendur til 14. Meðal framsögufólks eru Andri Snær Magnason, Auður Önnu Magnúsdóttir og Kristín Vala Ragnarsdóttir.

Sjá næstu 50 fréttir