Fleiri fréttir

Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út

Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum.

Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars

Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980.

Versnandi horfur í efnahagsmálum

Hagdeild Landsbankans reiknar með að atvinnuleysi haldist fremur mikið allt til ársins 2023. Verðbólga verði einnig yfir markmiði Seðlabankans allt fram til ársins 2023.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Um fjögur hundruð eftirskjálftar hafa mælst, þeir sterkustu í kringum fjögur stig. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík brotnuðu lausamunir og þar hrundi úr fjöllum.

Engar tilkynningar um slys á fólki

Engar tilkynningar hafa borist almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um slys á fólki eða tjón á mannvirkjum í tengslum við stóran jarðskjálfta sem reið yfir á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag.

Velti upp þörfinni á sameinuðu efnahags- og loftslagsráðuneyti

„Neyðin til að samtvinna aðgerðir í efnahagslífinu og loftslagsmálum orðin svo brýn að maður veltir því fyrir sér hvort umhverfismál og efnahagsmál eigi ekki að heyra undir sama ráðherra,“ sagði Smári McCarthy, þingmaður Pírata, í sérstökum umræðum um loftslagsmál sem fara nú fram á Alþingi.

Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu

Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43.

Svona á að bregðast við í jarðskjálfta

Jarðskjálfti að stærð 5,6 varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. Fólk fann vel fyrir skjálftanum á suðvesturhorninu og jafnvel vestur á firði. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið.

Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni

Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni.

Hljóp úr pontu Alþingis við skjálftann

Þingfundi var frestað þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og gardínur fyrir aftan Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fóru á hreyfingu.

Stjórnvöld sökuð um virðingarleysi gagnvart lýðræðinu

Það er virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagsins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að ákvörðunum stjórnvalda í faraldrinum að mati Reimars Péturssonar, lögmanns.

Útilokar ekki slysaskot en athæfi Gunnars talið úrslitaatriði

Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla.

Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19

Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum.

Hand­tekinn grunaður um brot á sótt­kví

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af tveimur ölvuðum mönnum í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Annar maðurinn er grunaður um brot á sóttkví þar sem hann var nýlega kominn til landsins.

„Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“

Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana.

Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður

Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda.

Mega nota afturbrennara á orustuþotum í flugtaki

Landhelgisgæslan hefur mælst til þess við bandarísku flugsveitina, sem stödd er hér á landi, að afturbrennarar á herþotum séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þær eru í loftinu. Herflugmönnunum er þó heimilt að nota afturbrennara í flugtaki.

Sjá næstu 50 fréttir