Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fylgjumst við með fyrstu ferðamönnum sumarsins sem komu til Reykjavíkur í dag til að fara um borð í skemmtiferðaskip.

Andrés Indriðason látinn

Andrés Indriðason, frumkvöðull á sviði íslenskrar dagskrárgerðar í sjónvarpi, er látinn 78 ára að aldri.

Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð.

Tveir greindust við landamærin

Tveir greindust með kórónuveiruna við landamærin á síðasta sólarhring og bíða niðurstöðu mótefnamælingar.

Nánari svör hafi ekki fengist frá Ríkis­lög­reglu­stjóra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að eftir að umsögn frá Kjara- og mannnauðssýslu ríkisins hafi fengist um kjarasamning sem Haraldur Johannessen gerði við undirmenn sína hafi ekki fengist nánari svör frá ríkislögreglustjóra.

Samningafundi FFÍ og Icelandair lokið

Samningafundi samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sem staðið hefur yfir í dag hjá Ríkissáttasemjara í Karphúsinu er lokið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra hafði frumkvæði að því að fengið yrði lögfræðiálit um ákvörðun fyrrverandi ríkislögreglustjóra um kjarabætur til yfirmanna lögreglunnar. Við heyrum í Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Reglur um heimkomusmitgát taka gildi á mánudag

Íslenskir ríkisborgarar og aðrir sem búa á landinu þurfa að virða svonefnda heimkomusmitgát í fimm daga velji þeir að fara í sýnatöku við komuna til landsins frá og með mánudeginum 13. júlí. Reglurnar eru settar til að minnka líkur á að röng niðurstaða úr prófi á landamærunum leiði til stærri hópsmita á Íslandi.

Telur ó­lík­legt að Þjóð­há­tíð verði að veru­leika í ár

Ekki lítur út fyrir að Þjóðhátíð verði haldin í Vestmannaeyjum í ár vegna kórónuveirufaraldursins. Jónas Guðbjörn Jónsson, varaformaður Þjóðhátíðarnefndar, segir aðstæður ekki líta vel út og ólíklegt sé að hátíðin fari fram í ár, í aðeisn þriðja skipti skipti í 145 ára sögu Þjóðhátíðar í Eyjum.

Þrjú aðildarfélög Kennarasambandsins semja

Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla skrifuðu undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í nótt og í morgun.

Hálf öld frá brunanum á Þingvöllum

Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá brunanum sem var mikið reiðarslag fyrir þjóðina. Forsætisráðherrahjónin, ásamt dóttursyni þeirra, höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt.

Býst við að ágreiningurinn verði að dómsmáli

Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki.

Fimm milljónir í að rífa upp ársgamalt undirlag

Loka hefur þurft af ákveðið svæði Breiðholtslaugar vegna framkvæmda við undirlag leiktækja við laugina. Leiktækin og undirlag þeirra var sett upp síðasta sumar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar nú kosti um fimm milljónir króna.

Fjölskyldan fer í sóttkví í húsbíl á Vestfjörðum

Þorvaldur Flemming Jensen er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga, sem búa erlendis en hyggjast koma til landsins í frí. Þorvaldur viðurkennir að hann hafi verið tvístígandi og segir fyrirkomulag með fjögurra daga sóttkví íslenskra ríkisborgara enn þá vera óljóst.

Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt

Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt.

Sjá næstu 50 fréttir