Fleiri fréttir

Erfitt fyrir suma að stíga aftur út í samfélagið vegna heilsukvíða

Margir eiga erfitt með að snúa aftur út í samfélagið nú þegar allt virðist á réttri leið eftir kórónuveirufaraldurinn. Sumir fundu fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar, að sögn sálfræðings, sem segir of mikla varkárni geta valdið kvíða og haft áhrif á andlega heilsu.

Aðalfundur Rauða krossins haldinn á átta stöðum

Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi var haldinn í dag. Vegna ástandsins sem ríkt hefur undanfarna mánuði var fundurinn með óvenjulegum hætti en hann var haldinn á átta stöðum á landinu og tengdur saman með aðstoð tækninnar.

Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli

Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi.

Eitt nýtt smit

Eitt smit kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 greindist síðasta sólarhringinn hér á landi. Staðfest smit eru því 1804.

Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu

Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það

Sex þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki nýttu hlutabætur

Hið minnsta sex fyrirtæki, sem talin voru þjóðhagslega mikilvæg og fengu undanþágu frá hertu samkomubanni, settu starfsmenn sína á hlutabætur. Listinn yfir fyrirtæki sem settu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur hefur verið birtur, en hann er þó ekki alveg tæmandi

Leit að skipverjanum frestað vegna veðurs

Leit að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði á mánudag hefur verið frestað til morguns vegna veðurs.

Litla grá og Litla hvít tilbúnar að flytja í Klettsvík

Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði.

Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla

„Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi

Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu.

Icelandair geti lifað af núverandi ástand til næsta vors

Flugáætlun Icelandair frá því um áramót hefur aðeins verið um þrjú prósent af þeirri áætlun sem lá fyrir um fjölda farþega um áramótin. Venjulega fara flugvélar félagsins í 240 ferðir á viku en þær hafa aðeins verið sex á viku undanfarið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hluthafafundur Icelandair Group samþykkti samhljóða nú síðdegis tillögu stjórnar félagsins um hlutafjáraukningu upp á allt að þrjátíu milljarða. Stefnt er að því að hlutafjárútboðinu ljúki í byrjun júlí.

Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði

„Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir íbúi á Hólmavík.

Samþykktu nýjan kjarasamning við sveitarfélögin

Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Hveragerði og Ölfus hafa samþykkt nýjan kjarasamning við sveitarfélögin sem undirritaður var fyrr í þessum mánuði.

Ekkert nýtt smit síðastliðinn sólarhring

Ekkert smit kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 greindist síðasta sólarhringinn hér á landi. Staðfest smit eru því enn 1803. Eitt smit hefur greinst undanfarna níu daga.

Leiða má líkum að því að kviknað hafi í út frá rafmagni

Mikill eldur kom upp í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka, sem staðsettar eru í Ölfusi, í nótt. Í fyrstu var ekki ljóst hvort starfsmenn væru í búðunum þegar eldurinn kom upp en til allrar mildi reyndist svo ekki vera. Slökkvistarf tók langan tíma en ferja þurfti allt vatn á vettvang.

Hinn grunaði í Sandgerði áfram í gæsluvarðhaldi

Karlmaður á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, var á miðvikudag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. júní.

Heimsóknarbann á bráðamóttöku

Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma.

Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora

Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi í næsta mánuði en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins.

Sjá næstu 50 fréttir