Fleiri fréttir

Segir upp­byggingu hernaðar­mann­virkja á Suður­nesjum „kross­ferð ein­stakra þing­manna Sjálf­stæðis­flokksins“

„Þessi verkefni munu skapa yfir 300 ársstörf hér á landi. Þau fela meðal annars í sér endurnýjun á kerfum íslenska loftvarnakerfisins og uppfærslur á ratsjár- og fjarskiptastöðvum, viðhald flugbrautakerfis, viðgerðir og endurbætur á flugvélastæðum og flugskýlum og byggingu þvottastöðvar,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Starfsmaður í skóla í Hafnarfirði er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur nemendum í 1. bekk í síðustu viku. Hann hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir.

„Við erum ekki að reyna að hafa lokað“

Stefnt að opnun aðstöðunnar við ylströndina í vikunni. Deildarstjóri segir ekki um tilmæli sóttvarnalæknis að ræða. Ástæða lokunarinnar sé afar einföld. 

Könnun MMR: Píratar á siglingu

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 23,5 prósent í nýrri könnun MMR, rúmu prósentustigi meira en í síðustu könnun sem gerð var í upphafi maímánaðar.

Þróttur gæti verið farinn úr veirunni

Nýja kórónuveiran virðist ekki jafnágeng nú og hún var fyrr í faraldrinum. Þróttur gæti verið úr henni, að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Hætta skipu­lagðri leit að skip­verjanum á Vopna­firði

Skipulagðri leit lögreglu að skipverjanum Axel Jósefssyni Zarioh hefur verið hætt. Áfram verður þó haldið af hálfu björgunarsveitarinnar Vopna á Vopnafirði með leit á sjó og í fjöru en dregið úr þunga þeirrar leitar og skipulagi.

Annar smitlaus sólarhringur

Enginn greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 síðasta sólarhringinn hér á landi. Staðfest smit eru því enn 1804.

Varðskipið Þór veitti lítilli skútu skjól

Varðskipið Þór aðstoðaði áhöfn lítillar seglskútu við að sigla inn í höfnina í Reykjavík í gærmorgun. Mikill vindhraði var og veitti varðskipið skútunni skjól fyrir veðri og vindu.

Grunuðum barnaníðingi sleppt úr haldi

Landsréttur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tveimur börnum. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á gæsluvarðhald en Landsréttur taldi skilyrði ekki uppfyllt.

Búa sig undir nýja tveggja metra reglu

Veitingastaðir, kvikmyndahús og skemmtistaðir eru nú í óðaönn að tryggja það að fólk geti áfram haft tvo metra á milli sín, eftir að samkomubann tekur breytingum á miðnætti.

Segir ekkert réttlæti fólgið í arfgreiðslum eigenda Samherja

„Við erum ennþá ekki búin að vinna úr málinu sem kom upp í Namibíu sem tengist Samherjaskjölunum. Það mál er enn á borði saksóknara. Það voru ákveðin vonbrigði að mínu viti að frumvarp sjávarútvegsráðherra um tengda aðila í sjávarútvegi að því var frestað fram á haustið,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í Víglínunni í dag.

Leit að skip­verjanum lokið í dag

Leit að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverjanum sem leitað hefur verið í Vopnafirði undanfarna daga er lokið í dag án árangurs.

Millljarða arfur Samherjakynslóðanna og framtíð Íslands í Víglínunni

Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins ræðir stöðuna í viðræðum Icelandair og flugfreyja sem og hugmyndafræðilegan ágreining um framtíð Íslands að loknum kórónuveiru faraldri í Víglínunni. Rósa Björg Brynjólfsdóttir mætir einnig í þáttinn til að ræða stöðu þjóðmála eins og hugmyndir um hernaðaruppbyggingu á Suðurnesjum.

Sjá næstu 50 fréttir