Fleiri fréttir

Graf­alvar­leg staða er á hjúkrunar­heimili í Bolungar­vík

Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki.

Andlát: Gissur Sigurðsson

Gissur Sigurðsson fréttamaður lést af veikindum á Landspítalanum í Fossvogi í fyrrinótt. Hann sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung. 

Vegir víða lokaðir vegna veðurs

Mikið er um lokanir á vegum á Suðvesturlandi vegna veðurs og er búið að loka veginum um Kjalarnes, á Suðurnesjum, Reykjanesbraut, Hellisheiði, Þrengslum og Suðurstrandarvegi.

Tólf ný smit í Eyjum

Um helgina greindust tólf einstaklingar til viðbótar með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum í Vestmannaeyjum.

Einangrun fanga eykst vegna faraldursins

Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og yfirlæknir geðheilsuteymis fanga, segir fanga ekki fara varhluta af þeim afleiðingum sem kórónuveirufaraldurinn hefur í för með sér.

Um helmingur greindra í skimun einkennalaus eða einkennalítill

Um helmingur þeirra sem hefur greinst með kórónuveiruna í skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið einkennalaus eða einkennalítill að sögn sóttvarnalæknis. Þó vísbendingar séu um að þessir einstaklingar smiti síður felist í þessu áskorun fyrir heilbrigðisyfirvöld.

Forsætisráðherra og geðheilbrigði fanga í Víglínunni

Forsætisráðherra segir algerlega nauðsynlegt að hafa Alþingi með í ráðum við þær aðstæður sem nú ríki þótt það sé í hægagangi þessar vikurnar vegna kórónufaraldursins. Ný stofnsett geðheilbrigisþjónusta við fanga tekst á við vandamál þeirra við erfiðar aðstæður þessa dagana.

Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum

Leikskólum og grunnskólum á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík verður lokað frá og með morgundeginum, 6. apríl, vegna aðstæðna á norðanverðum Vestfjörðum í ljósi COVID-19 sjúkdómsins.

Lést af völdum kórónuveirunnar

Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur.

Tæp­lega þriðjungur smitaðra hefur náð bata

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19 sjúkdómnum eru nú alls 1.486 hér á landi. Af þeim eru 1.054 nú smitaðir. Staðfestum smitum fjölgaði um 69 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en þá var greint frá 53 nýjum smitum.

Svona var 36. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.

Grunur um að fjórði íbúinn á Bergi sé smitaður

Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru 3 veikir af Covid -19 og einn í viðbót er með einkenni og kominn í einangrun. Sjö aðrir íbúar eru í sóttkví. Stór hluti starfsmanna er í sóttkví og í þeim hópi er einnig farið að bera á einkennum sjúkdómsins.

Innbrotsþjófur faldi sig í sendiferðabíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um innbrot í fyrirtæki á Grandanum. Skammt frá vettvangi fannst maður þar sem hann hafði falið sig í vörurými sendibíls.

Mæla ekki með notkun gríma og trefla

Ekki er mælt með því að Íslendingar noti trefla til að hylja andlit sín. Ósannað sé að treflar og grímur hjálpi eitthvað og það geti gefið falska öryggiskennd og gæti þannig aukið sýkingarhættu.

Sérstök kórónuveirudeild á Hrafnistu tekin í notkun

Gripið hefur verið til fjölda aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir kórónuveirusmit á hjúkrunarheimilum Hrafnistu en á heimilunum dvelja hátt í átta hundruð manns. Í vikunni tók til starfa sérstök deild á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg en henni er ætlað að taka á móti íbúum á Hrafnistu sem greinast með veiruna.

„Þessu fólki líður örugglega ekki vel í dag“

Allt viðbragðsteymi lögreglu og sjúkraflutningamanna á Selfossi þurfti að fara í sóttkví í nótt eftir að hafa sinnt fólki sem átti að vera í sóttkví og hafði velt bíl sínum á Þingvallavegi. Fólkið slapp með minniháttar meiðsl.

Sjá næstu 50 fréttir