Fleiri fréttir

Lögreglumenn lausir úr sóttkví eftir útkall vegna bílveltu

Þrír sluppu með minniháttar meiðsl í umferðarslysi við Þingvelli í nótt. Fólkið í bílnum átti að vera í sóttkví og var grunur um kórónuveirusmit hjá einu þeirra. Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn sem kallaðir voru á vettvang þurftu því að fara í úrvinnslusóttkví eftir að hafa sinnt fólkinu. Sýni

430 batnað af CO­VID-19

Alls hafa greinst 1.417 einstaklingar með kórónuveiruna hér á landi en af þeim hafa 430 náð bata samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Landspítalans. 1.017 einstaklingar eru smitaðir að svo stöddu og eru í einangrun. Af þeim liggja fjörutíu inni á Landspítala.

Mikilvægt að hlúa að geðheilsu

Mikilvægt er að huga að geðheilsu á þessum óhefðbundnu og erfiðu tímum. Við eigum að hlúa hvert að öðru og að sjálfum okkur.

Appelsínugul viðvörun um land allt

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt, nema höfuðborgarsvæðið, vegna vonskuveðurs á morgun.

Smit orðin 1.417 hér á landi

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19 sjúkdómnum eru nú alls 1.417 hér á landi. Af þeim eru 1.017 nú smitaðir. Staðfestum smitum fjölgaði um 53 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en þá var greint frá 45 nýjum smitum.

Svona var 35. upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirunnar

Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn kl. 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Að venju verða Alma Möller, landlæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á staðnum til að upplýsa landsmenn um þróun mála með tilliti til kórónuveirunnar hér á landi.

Ekki í boði að gera ekki neitt

Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð.

Kindabjúgu slá í gegn á tímum Covid-19

Kindabjúgu er sá matur, sem Íslendingar virðast vera hrifnast af nú þegar kórónaveiran gengur yfir samkvæmt upplýsingum frá forstjóra Sláturfélags Suðurlands.

Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum

Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir.

Svörtustu spár þegar að raungerast

Svörtustu spár eru þegar að raungerast hvað varðar atvinnuleysi og er það gríðarlegt áhyggjuefni að sögn fjármálaráðherra.

Samningsaðilar finni til ábyrgðar

Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga á mánudaginn. Forstjóri Landspítalans hefur kallað eftir sérstakri umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins á mánudaginn. Forstjóri Landspítalans hefur kallað eftir því við stjórnvöld að heilbrigðisstarfsfólk fái sérstaka umbun vegna álags af völdum kórónuveirufaraldursins.

„Ísland best í heimi“ ekki viðeigandi núna

Sóttvarnayfirvöld á Íslandi hafa varað erlenda fjölmiðla við því að bera aðgerðir á Íslandi saman við annarra ríkja. Fjölmargar fyrirspurnir berast nú frá erlendum miðlum vegna aðgerða íslenskra yfirvalda. Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir „Ísland best í heimi“ ekki viðeigandi á þessum tímum.

Nærri því 75.000 skráð sig í rakningaforritið

Viðtökur Íslendinga á smitrakningasmáforriti sem embætti landlæknis gaf út í gær hafa verið framar vonum embættisins, að sögn landlæknis. Nærri því 75.000 manns hafa nú sótt sér smáforritið sem á að auðvelda smitrakningateymum að rekja ferðir fólks sem greinist með kórónuveiruna.

Laus af gjörgæslu eftir um tíu daga í öndunarvél

Landspítalinn færði sjúkling sem hafði verið í öndunarvél vegna COVID-19-sýkingar af gjörgæsludeild yfir á almenna deild í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst í gær. Sjúklingurinn var jafnframt sá fyrsti sem lenti í öndunarvél vegna veikindanna. 

Ríflega helmingi færri ný smit í dag en í gær

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.364 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 45 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær.

Sjá næstu 50 fréttir