Fleiri fréttir

„Ísland best í heimi“ ekki viðeigandi núna

Sóttvarnayfirvöld á Íslandi hafa varað erlenda fjölmiðla við því að bera aðgerðir á Íslandi saman við annarra ríkja. Fjölmargar fyrirspurnir berast nú frá erlendum miðlum vegna aðgerða íslenskra yfirvalda. Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir „Ísland best í heimi“ ekki viðeigandi á þessum tímum.

Nærri því 75.000 skráð sig í rakningaforritið

Viðtökur Íslendinga á smitrakningasmáforriti sem embætti landlæknis gaf út í gær hafa verið framar vonum embættisins, að sögn landlæknis. Nærri því 75.000 manns hafa nú sótt sér smáforritið sem á að auðvelda smitrakningateymum að rekja ferðir fólks sem greinist með kórónuveiruna.

Laus af gjörgæslu eftir um tíu daga í öndunarvél

Landspítalinn færði sjúkling sem hafði verið í öndunarvél vegna COVID-19-sýkingar af gjörgæsludeild yfir á almenna deild í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst í gær. Sjúklingurinn var jafnframt sá fyrsti sem lenti í öndunarvél vegna veikindanna. 

Ríflega helmingi færri ný smit í dag en í gær

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.364 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 45 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær.

Tugir þúsunda þegar náð í smitrakningaforritið

Fleiri en tuttugu þúsund manns höfðu náð í smitrakningasmáforrit landlæknis á Android-símum á miðnætti. Tölur fyrir Apple-síma liggja enn ekki fyrir. Til stendur að senda smáskilaboð í alla síma á Íslandi með beinum hlekk á forritið.

Um að ræða mikilvægt skref til að jafna stöðu foreldra

Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barns var afgreitt úr ríkisstjórn á dögunum. Verði frumvarpið að lögum getur barn verið skráð í Þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum.

Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu

Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum.

Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum

Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt.

Maður hand­tekinn vegna gruns um inn­brot í bíla

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann vegna gruns um innbrot í bíla í hverfi 105 í Reykjavík. Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi handtekinn á þriðja tímanum í nótt.

Tveir af ellefu náðst úr öndunarvél

Fjórir eru látnir af Covid 19 hér á landi en tveir létust í gær eftir veikindi. Ellefu eru nú á gjörgæsludeildum Landspítalans en flestir eru tengdir við öndunarvél.

Fimmtán smit til viðbótar greind á Vestfjörðum

Frá því að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar í hluta norðanverðra Vestfjarða hafa 15 smit til viðbótar greinst. Alls eru þá 24 smitaðir og eru þeir allir staðsettir í Bolungarvík eða í Ísafjarðarbæ.

Styttist í að ræða þurfi beina styrki við fyrirtæki að mati Bjarna

Fjármálaráðherra segir að það styttist í að skoða verði beinan fjárstuðning ríkissjóðs við fyrirtæki í landinu ef þau eigi ekki að leggja upp laupana. Hann telji ólíklegt að öll brúarlán bankanna til fyrirtækja með ríkisábyrgð muni innheimtast. Krísan verði lengri en menn voru að vona.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjórir eru látnir af Covid 19 hér á landi en tveir létust í gær eftir veikindi. Ellefu eru nú á gjörgæsludeildum Landspítalans en flestir eru á öndunarvél.

Breytt bragð- eða lyktarskyn kallar á sýnatöku

Þeir sem hafa orðið fyrir breytingum á bragð- eða lyktarskyni en engin önnur þekkt einkenni COVID-19-sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur eru nú beðnir um að láta taka sýni úr sér.

Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum

Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins.

Hefði kosið að vita fyrr af andlátunum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist fyrst hafa frétt af tveimur andlátum á Landspítalanum vegna Covid-19 sjúkdómsins eftir hádegið í dag.

Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram

Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur.

99 ný smit

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi.

Samkomubann verður til 4. maí

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að samkomubanni vegna útbreiðslu kórónuveiru hér á landi verði aflétt mánudaginn 4. maí.

Sjá næstu 50 fréttir