Fleiri fréttir

Aðstandendur fá ekki að fylgja með í keisaraskurð

Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans ákvað í dag að taka fyrir að aðstandendur fái að fylgja konum á skurðstofu í keisaraskurð vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir fæðingarþjónustu segir að íþyngjandi aðgerðir sem þessar séu nauðsynlegar til að vernda viðkvæma starfsemi spítalans.

Íslendingar staðið sig betur en nokkur annar

Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins á allra næstu dögum. Einnig stendur til að hefja skimun með slembiúrtaki til viðbótar við það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði.

Þörf á úthaldi og þolgæði næstu vikurnar

Sóttvarna- og landlæknir vara við því að reyna muni á úthald og þolgæði allra í aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins næstu vikurnar. Afar líklegt er að framlengja þurfi aðgerðir sem nú eru í gildi en er búist við því að tilkynnt verði um framhaldið öðru hvoru megin við helgina.

Umferðin dróst saman um fimmtung í mars

Rúmlega 35.000 færri bílum var ekið um götur höfuðborgarsvæðisins að meðaltali á dag í mars en á sama tíma í fyrra og er það rúmlega fimmtungs samdráttur. Mest dróst umferð um Hafnarfjarðarveg saman.

Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur

Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent.

Bein útsending: Hvernig dreifist veiran?

Háskólinn í Reykjavík og Vísir bjóða upp á hádegisfyrirlestra vísindamanna HR á netinu einu sinni í viku og sá fyrsti er á dagskrá í dag klukkan 12.

Íslendingar miklu betur í stakk búnir en áður

Íslendingar eru í stöðu sem þeir hafa aldrei lifað áður. Þó heimsfaraldrar hafi áður átt sér stað hafi þeir verið með öðrum hætti og önnur eins viðbrögð í samfélaginu hafi ekki gerst.

Strætó dregur úr akstri á höfuð­borgar­svæðinu

Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf.

Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann

Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Innlagnir vegna alvarlegra veikinda af völdum kórónuveirunnar ná hámarki í næstu viku samkvæmt nýrri spá. Tíu eru nú á gjörgæslu og fylgir fjöldi þeirra svartsýnustu spám.

Hefur tekist að sveigja faraldurinn niður

Ljóst er að tekist hefur að sveigja vöxt kórónuveirufaraldursins niður á við með aðgerðum yfirvalda, að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi tilfella fylgir nú bjartsýnustu spám og gæti faraldurinn náð hámarki í byrjun apríl. Fjöldi alvarlegra tilfella fylgir þó svartsýnustu spám spálíkana.

Vill skoða skuldabréfaútgáfu til almennings

Á Alþingi er nú verið að ræða fjölbreyttar aðgerðir stjórnvalda vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiru faraldursins. Aðgerðirnar munu þegar upp er staðið kosta tugi milljarða og jafnvel rúma 200 milljarða sem ríkissjóður þarf að fjármagna með lánum.

Þrjú hundruð Íslendingar á leiðinni heim

Þrjú hundruð Íslendingar eru á heimleið með Icelandair næstu daga. Utanríkisráðuneytið aðstoðar hluta hópsins vegna þess að víða er búið að fella niður flug og á í samstarfi við önnur ríki við að koma fólki heim.

Fyrsta smitið staðfest á Vestfjörðum

Í gær greindist fyrsti einstaklingurinn með kórónuveiruna á norðanverðum Vestfjörðum og er unnið að smitrakningu, að sögn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni

Lögreglu hefur borist um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni og þar af nokkrar sem flokka má sem brot hjá rekstraraðilum. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum telur að skerpa þurfi á reglunum gagnvart ungmennum.

Sjá næstu 50 fréttir