Fleiri fréttir

Vegagerðin bendir á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr

Vegagerðin telur mikilvægt að ráðist verði í félagshagfræðilega úttekt á áhrifum Tröllaskagaganga áður en ráðist verði í frekari rannsóknir á aðstæðum. Í umsögn sinni um þingsályktunartillögu um að hafin verði vinna við rannsóknir bendir Vegagerðin á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr og bent er á annan valkost.

Ragnar Bjarnason látinn

Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga.

Spáir stormi sunnan­til á morgun

Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag þar sem vindur verður víða á bilinu tíu til átján metrar á sekúndu.

Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi

Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag.

Opna á líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á bráðamóttöku

Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sjö Íslendingar eru í sóttkví á Tenerife eftir að kórónuveira greindist þar. Sóttvarnalæknir segir ekki þörf á viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli en farið verður yfir málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þyrlu­sveit og sér­sveitar­menn birtust á Mos­fells­heiði

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sérsveitarmenn frá ríkislögreglustjóra stunduðu æfingar á Mosfellsheiði í morgun. Sverrir Steinn Sverrisson var að aka Mosfellsheiðina um ellefuleytið í morgun þegar þyrla gæslunnar lenti á heiðinni.

Segir ekki verið að skera niður stuðning við ný­­sköpun

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, segir að stór ákvörðun á borð við þá að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sé erfið. Slíka ákvörðun þurfi að undirbyggja vel þegar áhrifin eru augljós á jafnmargt starfsfólk og raun ber vitni.

„Snýst þetta um að þreyta mannskapinn?“

Formaður velferðarnefndar veltir fyrir sér hvort það sé réttmætt að aðeins þeim einstaklingi sem sótti dómsmál vegna ólögmætra skerðinga á ellilífeyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun fái greidda dráttarvexti á meðan aðrir sem urðu fyrir sömu skerðingu fá aðeins greidda almenna vexti.

Afhentu undirskriftalista vegna transteymis BUGL

Trans Vinir, Trans Ísland og Samtökin 78 afhentu áðan heilbrigðisráðherra, forstjóra Landsspítalans og landlækni undirskriftalista vegna trans teymisins á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans.

Sjö Ís­lendingar í sótt­kví á Tenerife

Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita.

Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds

Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess.

Leist ekkert á blikuna þegar Wei Li leiddi hana að bílnum

Wei Li sem vakti mikla athygli þegar hann kom hingað til lands með mikið magn íslenskrar smámyntar virðist hafa farið tómhentur heim. Framkvæmdarstjóri Samhjálpar segir að hann hafi mætt færandi hendi á skrifstofu félagsins fyrr í mánuðinum starfsmanni þess til mikillar mæðu.

Sjá næstu 50 fréttir