Fleiri fréttir

Féll aftur fyrir sig og rotaðist

Tilkynnt var um slys í Grafarvogi á tólfta tímanum í gærkvöldi. Kona féll aftur fyrir sig og er talin hafa rotast við fallið. Konan komst til meðvitundar og var þegar í stað flutt með sjúkrabifreið til aðhlynningar á bráðadeild.

Tilboð Reykjavíkurborgar gott ef rétt reynist

Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram.

Tvö sýni reyndust neikvæð á Ísafirði

Fimm einstaklingar eru í sóttkví á Ísafirði og voru tveir settir í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Sýni úr báðum reyndust neikvæð og hefur þeim verið sleppt úr einangrun.

Fólki með heilaskaða og utanveltu í kerfinu gefin von

Heilabrot, endurhæfingarsetur fyrir fólk með framheilaskaða, kynnti í dag nýtt úrræði til endurhæfingar. Hegðunarvandi er algengt vandamál eftir heilaskaða og getur birst sem óviðeigandi hegðun, skortur á framtakssemi, mótþrói, sjálfskaðandi hegðun og jafnvel ofbeldi.

Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls

Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar.

Hægt að fara með rusl til Sorpu og nýta önnur úrræði

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að nota önnur úrræði til að nýta öskutunnurnar sem best á meðan sorphirðumenn eru í verkfalli. Sömuleiðis er hægt að fara með tiltekið magn af sorpi beint til Sorpu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við foreldra sem eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilum Eflingar og borgarinnar og segjast skilja illa hvað beri á milli samningsaðila.

Guðni fékk fyrstu Mottumarssokkana

Fyrsta Mottumarssokkapar Krabbameinsfélagsins var fært í hendur Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á Bessastöðum í dag.

Vigdís langþreytt og leitar til Vinnueftirlitsins

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur óskað eftir aðstoð Vinnueftirlitsins í deilum sínum við Helgu Björgu Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og Stefán Eiríksson borgarritara.

Biðu í tvo tíma eftir afísingu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í morgunsárið er ekki það eina sem gengið hefur hægt í morgun. Nokkrar tafir hafa verið á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar snjóaði töluvert í nótt og hafa farþegar þurft að bíða eftir því að flugvélarnar séu afísaðar.

Lögreglumaðurinn á Klapparstíg gekk mun lengra en tilefni var til

Þrítugur lögreglumaður sem sakfelldur var í Héraðsdómi í Reykjanesi fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi gekk mun lengra en tilefni var til að mati dómara. Dómur var kveðinn upp í gær en ekki birtur á vefsíðu dómstólsins fyrr en í dag.

Handtóku mann á leiðinni úr innbroti og fundu mikið magn af þýfi

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í nótt mann sem var á göngu með bakpoka og þótti grunsamlegur. Maðurinn viðurkenndi að vera á leið úr innbroti og vísaði lögreglu að lokum á mikið magn af þýfi sem talið er koma úr innbrotahrinu sem lögregla hefur haft til rannsóknar að undanförnu.

„Við skiljum varla við hvern við erum að semja“

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðulostin þegar þau yfirgáfu fundinn.

„Get ekki gert þetta neitt betur“

Ragnar Bjarnason tónlistarmaður lést í gærkvöldi á líknardeild Landspítalans áttatíu og fimm ára að aldri. Með honum er fallinn frá einn vinsælasti og ástsælasti listamaður landsins í áratugi.

Fólk verði áfram í útlöndum finni það fyrir einkennum

Sóttvarnarlæknir bætti í dag við fleiri löndum á áhættulista vegna kórónuveirunnar og fleiri þurfa því að fara í sóttkví eftir komuna til landsins. Þeir sem finna fyrir einkennum og eru enn í útlöndum eru beðnir um að fresta heimkomu.

Sjá næstu 50 fréttir